Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 2
EM Í HANDKNATTLEIK 2 C FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins FORRÁÐAMENN spænsku Evr- ópumeistaranna munu hafa velt þeim möguleika fyrir sér að kló- festa Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska lands- liðsins og þýska félagsins GWD Minden. Eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma þá hafa forráðamenn félagsins sett sam- an lista með sex leikstjórnendum sem þeir vilja skoða frekar hvort geti verið álitlegur kostur fyrir lið þeirra vegna næstu leiktíðar. Snorri Steinn mun vera í þeim hópi en er ekki efstur á blaði eft- ir því sem sömu heimildir herma. Snorri á eitt ár eftir af samningi sínum við GWD Minden. Málið hefur hvorki verið rætt við Snorra né umboðsmann hans, Wolfgang Gutschow. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið í St. Gallen í gær ekkert hafa heyrt frá forráðamönnum Barcelona varðandi Snorra. Gutschow sagðist harma að slík- ar fregnir væru á sveimi um þessar mundir, hvort sem sann- leikskorn væri í þeim eða ekki, þar sem slíkt gæti truflað ein- beitingu leikmannsins meðan á Evrópumótinu stendur. „Á með- an ekki hefur verið haft sam- band við mig þá hefur ekkert gerst í þessu máli,“ sagði Gutschow. Snorri á lista hjá Barcelona Morgunblaðið/Brynjar Gauti Snorri Steinn Guðjónsson skorar gegn Króötum. Eftir Ívar Benediktsson í St. Gallen SNORRI Steinn Guðjónsson er næst markahæsti leikmaður Evrópumótsins í Sviss og Guð- jón Valur Sigurðsson er í 3.–4. sæti eftir leiki gærdagsins. Snorri Steinn hefur skorað 37 mörk, fimm mörkum minna en Siarhei Rutenka frá Slóveníu sem skoraði 10 mörk gegn Þjóð- verjum í gær og er markahæst- ur með 42 mörk. Guðjón Valur og Kristian Kjelling frá Noregi eru jafnir í 3.–4. sætinu með 32 mörk hvor. Ólafur Stefánsson er kominn í 16. sætið á markalistanum með 24 mörk en hann hefur aðeins leikið þrjá leiki af fimm og skor- að 8 mörk í hverjum þeirra. Að- eins Rutenka er með betra með- alskor en hann af öllum leikmönnum mótsins. Snorri og Guðjón við toppinn ■ Úrslit / C6 Ég er hálfpartinn búinn að gefaþað frá mér að við komumst í undanúrslit. Ég þekki það að bíða eftir því að einhver annar vinni ein- hverja leiki fyrir mann. Það gerist aldrei,“ sagði Ólafur – á meðan kemur Mirza Dzomba, félagi hans úr spænska liðinu Ciudad Real, og hrósar Ólafi. „Hann er besti leik- maðurinn í heiminum,“ sagði Zomba og brosti. Var andstuttur „Það er leikur á morgun [í dag] og við þurfum að vinna hann,“ bætti Ólafur við. Hann var greinilega mjög ósáttur við úrslit leiksins en hann skoraði sjálfur átta mörk. Ólafur sagði að íslenska liðið hefði lagt áherslu á að stöðva Ivano Balic, leikstjórnanda Króatíu, og leikið framar í vörninni en áður í þessu móti. „Ég var eitthvað and- stuttur í þessum leik og fékk því að „hvíla“ mig mikið í hægra horninu. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Heimir Örn Árnason voru að vinna ,,merki- lega“ vinnu í vörninni og þeir voru mun ákveðnari en ég í varnarleikn- um.“ Um lokakafla leiksins sagði fyr- irliðinn að hornamenn liðsins hefðu átt að fá frí skot, hvernig sem úr- vinnslan hefði tekist. „Við ætluðum að stimpla á þá og fá frítt skot úr horni. Hornamennirnir eru alltaf dauðafríir í svona stöðu.“ Erfi þetta ekki við Arnór Ólafur taldi að hann hefði getað hjálpað Arnóri Atlasyni aðeins bet- ur í því atviki er Ivano Balic komst inn í sendinguna frá Arnóri sem var ætluð Ólafi. „Ég veit það ekki, kannski átti ég að koma meira á móti Arnóri en hornamaðurinn (Balic) var kominn í mig og Ásgeir Örn Hallgrímsson var því alveg frír í horninu. Arnór á eftir að lifa með þessum mistökum, það er ýmislegt sem við þurfum að draga á eftir okkur. Ég mun ekki erfa þetta við Arnór. Ég talaði við hann eftir leikinn og hughreysti hann með því að segja við hann að það kæmu fleiri stórmót eftir þetta. Kannski komumst við ekki í undan- úrslit að þessu sinni en hann á eftir að vaxa sem leikmaður eins og allir leikmenn liðsins. Það er heiður fyrir mig að fá að vera með þeim í liði næstu 2–3 ár og styrkja liðið og hjálpa þeim. Ég held að við getum gert góða hluti saman á næstu ár- um.“ Ólafur fékk mikið högg á við- kvæmt svæðið á vinstri síðunni í leiknum í gær og heyrðist sárs- aukaóp frá fyrirliðanum eftir þau átök en Ólafur er með brotið brjósk í rifbeinum eftir gríðarlegt högg sem hann fékk frá varnarmanni í fyrsta leiknum, gegn Serbíu/Svart- fjallalandi. „Ég ætla ekki að fara væla yfir þessu höggi. Þetta var vont en ég er ekkert verri eftir þennan leik en ég var fyrir leikinn.“ Örvhentu skytturnar í íslenska liðinu hafa fallið úr leik í tveimur leikjum í röð, fyrst Alexander Pet- ersson sem kjálkabrotnaði í gær, og síðan Einar Hólmgeirsson, sem fékk gríðarlegt högg á nefið í upp- hafi leiksins gegn Króatíu. Einar kom ekkert meira við sögu og ólík- legt að hann leiki fleiri leiki á þessu móti. „Einar var að sjóðhitna í upp- hafi leiksins og ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði verið með allan leikinn. Það var ekki gaman að sjá Einar eftir höggið, hann var nánast með „golfkúlu“ fyrir ofan augað og gríðarlega bólg- inn.“ Ólafur var ekki alveg búinn að átta sig á því hvaða hugarfar yrði til staðar í leiknum gegn Norð- mönnum, lokaleik íslenska liðsins í millriðlinum í St. Gallen. „Tilhlökk- un verður efst á listanum hjá okk- ur,“ sagði Ólafur Stefánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Birkir Ívar Guðmundsson markvörður hafði nóg að gera á milli stanganna í leiknum gegn Króatíu í St. Gallen í gærkvöldi. „Ég er hálfpartinn búinn að gefa það frá mér að við komumst í undanúrslit,“ sagði Ólafur Stefánsson, eftir tapleikinn gegn ólympíumeisturum Króata í St. Gallen Aldrei reynst vel að treysta á aðra „VIÐ þurfum núna að treysta á einhverja aðra og það hefur aldrei reynst happadrjúgt í mínu handboltalífi,“ sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 29:28 tapleikinn gegn Króatíu í St. Gallen í gær. Ólafur var ekki bjartsýnn á að íslenska liðið myndi ná því að komast í undanúrslit keppninnar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í St. Gallen seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.