Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 3

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 3
EM Í HANDKNATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 C 3 ÓLAFUR Stefánsson skoraði 600. mark Íslands á Evrópu- móti landsliða þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Krótatíu í gærkvöldi, 18:18. Ólafur skoraði átta mörk í leiknum, en hann hefur skorað 8 mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið á EM í Sviss og alls hefur hann skorað 124 mörk í Evrópukeppninni. Ólafur hefur verið með í fjór- um EM – í Króatíu 2000, Sví- þjóð 2002, Sllóveníu 2004 og nú í Sviss. Ólafur með 600. markið á EM ALEXANDER Petersson, landsliðsmaður í handknatt- leik, yfirgaf íslenska landsliðið í St. Gallen árdegis í gær. Al- exander kjálkabrotnaði í fyrri hálfleik í sigurleiknum við Rússa í fyrradag. Fór hann einn akandi til síns heima í Þýskalandi þar sem hann hitti lækni handknattleiksliðsins Grosswallstadt, sem Alexand- er leikur með. „Alexander treysti sér til þess að fara einn til Þýskalands og því varð það úr,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, við Morgunblaðið í gær. Um leið og það var ljóst í fyrrakvöld að Alexander væri brotinn var haft samband við þjálfara hans hjá félaginu og honum greint frá málavöxtum. Ljóst er að Alexander fer í að- gerð vegna kjálkabrotsins á næstu dögum þar sem kjálk- inn verður að öllum líkindum spengdur saman. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst get- ur liðið allt að vika áður en slík aðgerð verður gerð ef mikil bólga er fyrir hendi í kringum brotið. Þá er sjálf- sagt að láta hana hjaðna áður en aðgerð er gerð. Að jafnaði tekur það sex til átta vikur fyrir kjálkann að gróa saman, að sögn Stefáns Eggertssonar, læknis og föður Ólafs Stefánssonar, sem stadd- ur er í St. Gallen til þess að fylgjast með mótinu og Morg- unblaðið hitti á morgungöngu í gær. Alexander leikur því vænt- anlega ekki aftur með Gross- wallstadt fyrr en í apríl og mun því ná lokaspretti þýsku 1. deildarinnar í vor. Petersson ók til Þýska- lands Alexander Petersson í leiknum gegn Rússum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ég hélt að úrslitin væru ráðinþegar Króatarnir komust fjór- um mörkum yfir en eins og leik- urinn þróaðist í lokin áttum við möguleika á að jafna. Það var grát- legt að sjá þegar Arnór henti bolt- anum í hendurnar á Króötunum í sókninni sem við gátum minnkað muninn í eitt mark, tveimur mönn- um fleiri. Það á hreinlega ekki að vera hægt að gera svona í stöðunni sex á móti fjórum.“ „Annars voru strákarnir sjálfum sér verstir í þessum leik. Þeir gerðu sig seka um allt of marga feila og yf- irleitt er það ávísun á tap þegar and- stæðingurinn er jafnsterkur og raun bar vitni. Íslenska liðið fór illa með mörg hraðaupphlaup, bæði misnot- uðu menn færin eða sendingarnar rötuðu ekki rétta leið og oftar en ekki klikkuðu hraðaupphlaupin á mjög mikilvægum augnablikum í leiknum.“ Áfall að missa Einar Guðjón segir að það hafi verið af- ar slæmt að missa Einar Hólmgeirs- son meiddan út af eftir aðeins tíu mínútna leik. ,,Það var mikið áfall að missa Einar út úr leiknum. Hann virtist finna sig vel, var búinn að skora tvö frábær mörk og stóð vakt- ina vel í vörninni. Þetta var kjafts- högg ofan í það að Alexander Pet- ersson var úr leik og þegar Einar fór út af þurfti enn að hrófla við varnarleiknum. Það kom í ljós í vörninni að Petersson skildi eftir sig skarð sem mönnum tókst ekki að brúa, með fullri virðingu fyrir þeim. Það þurfti mikla hjálp í þessari stöðu sem ekki þurfti að þegar Pet- erssons naut við. Ég verð þó af gefa Ásgeiri Erni plús. Hann kom inn kaldur af bekknum og gerði eins vel og hann gat.“ Balic ekki tekinn nógu stíft Ivano Balic, leikstjórnandi Króat- anna, fór mikinn í leiknum, einkum í seinni hálfleik. Hefði ekki verið ráð að taka hann úr umferð? ,,Ég hefði viljað sjá menn taka Balic miklu fastari tökum. Hann hélt Króötunum lengi vel algjörlega á floti, bæði skoraði hann góð mörk og ekki síður spilaði hann félaga sína uppi. Balic fékk að leika allt of lausum hala og mér hefði fundist vel koma til greina að taka hann úr um- ferð eða klippa algjörlega á hann fengi boltann. Þá skoruðu Króatarn- ir allt of oft hjá okkur manni færri.“ Þurftum toppleik frá einum til viðbótar Guðjón sagði að Ólafur Stefáns- son hefði upp á sitt eindæmi haldið íslensku sókninni á floti lungann úr leiknum. ,,Óli átti frábæran leik eins og á móti Rússunum og Guðjón Val- ur skilaði einnig mjög góðum leik. Arnór var því miður mjög veikur all- an tímann. Hann skoraði reyndar tvö góð mörk í seinni hálfleik en í þeim fyrri var lítil sem engin ógnun frá honum og svo gerði hann allt of mikið af mistökum. Í leik eins og þessum er einfaldlega allt oft lítið að tveir menn skili frábærum leik. Ef einn til viðbótar, Snorri eða Arnór sem dæmi, hefðu skilað leik í líkingu við það sem Óli og Guðjón gerðu þá hefðum við farið langt með að sigra. Markvarslan í fyrri hálfleik var ansi slök og miðað við það þá fannst mér gott að fara með jafntefli inn í leik- hléið. Birkir kom svo frábær inn í seinni hálfleik og á köflum hélt hann okkur inni í leiknum.“ Kannski þreytumerki „Mér fannst leikurinn í heildina frekar hægur og það var greinilegt að liðin báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Króatarnir lögðu sinn leik upp mjög vandað. Þeir spiluðu agað og þeir gera það aldrei nema móti liðum sem þeir vita að eru þeim hættuleg. Ég veit ekki hvort um þreytumerki var að ræða en það er vel hægt að halda þegar maður met- ur frammistöðu Snorra Steins og Arnórs. Það hefur mætt gríðarlega mikið á þeim og ekki nema eðlilegt að þeir finni kannski fyrir þreytu. Snorri var í mjög strangri gæslu hjá króatísku varnarmönnunum en Arn- ór náði sér því miður ekki á strik.“ Geri kröfu á að liðið vinni Norðmenn Hvernig metur þú stöðu íslenska liðsins eftir þennan ósigur? ,,Nú er þetta ekki lengur í okkar höndum að komast í undanúrslitin. Rússar og Króatar tryggja sér sæti í undanúrslitunum með sigri en það er ekkert sjálfgefið að þeim takist það. Mér sýnist að Króötunum nægi jafntefli á móti Serbunum til að komast áfram og væntanlega ná þeir því en ég get alveg séð fyrir mér að Danir geti tekið stig af Rúss- unum. Það eina sem okkar menn geta gert í stöðunni er að leggja Norðmennina að velli og ég geri kröfu til liðsins að það geri það og ég veit að strákarnir gera þá kröfu líka. Ef liðið tapar þá man enginn eftir sigrinum á Rússum. Við erum með betra lið en Norðmenn og höfum gott tak á þeim eftir síðustu rimmur liðanna. Með sigri á Norðmönnum er ljóst að Ísland verður í hópi sex efstu þjóða á mótinu, sem er frábær árangur. Ég hef hins vegar ekki gef- ið upp alla von um að Ísland komist í undanúrslitin þar sem mér finnst liðið eiga heima.“ Guðjón Árnason eftir ósigurinn á móti Króötum Hef ekki gefið upp alla von um undanúrslitin „MAÐUR var svo sem alveg við því búinn að svona færi og það er engin skömm að tapa fyrir þessu frábæra liði Króata. Mistökin voru hins vegar allt of mörg og þar skildi á milli liðanna. Þessi leikur var ekki nándar nærri eins góður hjá íslenska liðinu og í sigrinum frá- bæra á Rússum, en engu að síður barðist liðið hetjulega og var ekki langt frá því að fá stig,“ sagði Guðjón Árnason, eftir eins marks ósigur gegn ólympíumeisturum Króata í St.Gallen í gærkvöld. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Balic, leikstjórnandi Króata, gerði Íslendingum lífið leitt. Hér er eitt mark hans í uppsiglingu, án þess að Sigfús Sigurðsson, Vignir Svavarsson og Birkir Ívar Guðmundsson kæmu vörnum við. DANIR eru ekki af baki dottnir á Evrópumótinu í handknattleik og setja stefnuna greinilega í undan- úrslit. Í gær lögðu þeir Norðmenn 35:31 og eru í þriðja sæti millirið- ilsins. Þeir mæta Rússum í dag og með sigri komast þeir í undan- úrslit og hugsanlega dugar jafn- tefli þeim. Norðmenn byrjuðu betur í gær, komust í 3:1 en Danir voru ekki lengi að átt sig á hlutunum og náðu 8:5 forystu og voru 17:15 yf- ir í leikhléi. Danir höfðu síðan frumkvæðið allan leikinn en Norð- menn voru aldrei langt undan, en náðu ekki að jafna metin. Norð- menn eru því án stiga í milliriðl- inum og mæta Íslendingum í dag. Jesper Jensen var markahæstur hjá Dönum í gær, gerði 8 mörk í 9 skottilraunum og hann skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum í leiknum. Lars Rasmussen gerði 7 mörk, þar af 4 úr fimm vítaköst- um. Hjá Norðmönnum var það Kristian Kjelling sem skoraði mest, 9 mörk, en hann misnotaði vítakastið sem hann tók í leiknum. Håvard Tvedten gerði 7 mörk fyr- ir Norðmenn og Frank Loke sex. Danir ekki af baki dottnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.