Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4
EM Í HANDKNATTLEIK 4 C FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska landsliðið þarf því að stóla áað úrslit í lokaumferð milliriðilsins verði hagstæð til þess að komast í undanúrslit keppninnar. Króatar eru efstir með 8 stig, Rússar í öðru sæti með 6 stig, Danir og Íslendingar eru með 5 stig, Serbía/Svartfjallaland með 2 stig og Norðmenn eru án stiga. Í dag mætast Danir og Rússar, Króatía – Serbía/Svartfjallaland og Íslendingar og Norðmenn. Það er spennandi dagur fram undan í St. Gallen og enn er von um sæti í undan- úrslitum í Zürich. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, stendur frammi fyrir mikilli áskorun eftir leikinn gegn Króatíu því að hann þarf að finna leið- ir til þess að stappa stálinu í leikmenn liðsins. Vonbrigðin eru án efa gríð- arleg eftir naumt tap gegn einni sterkustu handknattleiksþjóð síðustu ára. Arnór Atlason mun aldrei gleyma lokakafla leiksins enda veit hann það best sjálfur að hann tók ranga ákvörðun er hann reyndi að senda á Ólaf Stefánsson þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Arnór fram- kvæmdi sendinguna eins og hann er vanur að gera en Balic las hreyfingar Arnórs eins og bók löngu áður en sendingin var framkvæmd. Á meðan stóð Ásgeir Örn Hallgrímsson aleinn í hægra horninu. En Arnór veit það að hann nýtur fyllsta trausts þjálfara íslenska landsliðsins og einnig félaga sinna. Arnór mun læra af þessu atviki, án efa, enda hann var niðurbrotinn í leikslok eftir að hafa fengið tveggja mínútna brottvísun er hann braut á Balic í hraðaupphlaupi og Mirza Dzomba skoraði síðasta mark Króata úr vítakasti. Enn og aftur var ís- lenska landsliðið nálægt því að stíga stórt skref á stórmóti en púsluspilið gekk ekki upp. Örlög liðsins eru ekki lengur í þeirra höndum og fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki bjartsýnn á að hlutirnir muni falla liðinu í hag síð- asta keppnisdaginn. Í raun er ekki hægt að segja að ís- lenska liðið hafi leikið illa gegn Kró- atíu í St. Gallen í gær. Þvert á móti. Það rétta er að Íslendingar voru sjálfum sér verstir og köstuðu mögu- leikanum frá sér. Arnór Atlason get- ur huggað sig við þá staðreynd að hann var ekki sá eini sem gerði mis- tök, langt frá því. Af mörgu er að taka. Kannski hefðu hlutirnir fallið ís- lenska liðinu í hag ef Ólafur Stefáns- son hefði ekki skotið í slá í hraðaupp- hlaupi í stöðunni 20:20 og íslenska liðið var einum fleira á þeim tíma. At- vikin eru mörg sem íslensku leik- mennirnir hafa rifjað upp er þeir lögðust til svefns í gær. Vignir Svavarsson hefur eflaust hugsað um það er hann var rekinn út af eftir að hafa verið skamma stund í vörninni – staðan var þá 22:21, Króötum í vil. Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að vippa yfir Vlado Zola, markvörð Króata, en hitti ekki markið í stöð- unni 26:24. Kannski að Guðjón hafi rennt yfir það atvik seint í gærkvöldi. Snorri Steinn Guðjónsson klikkaði á vítakasti í fyrri hálfleik eftir að hafa ávallt fundið réttu leiðina í vítunum í síðustu tveimur leikjum. Það munaði aðeins þessu eina marki þegar upp var staðið. Arnór er því ekki „blóra- böggull“ – þvert á móti. Ekki verður af íslenska liðinu tekið að það lagði sig svo sannarlega fram og kom króatíska liðinu í opna skjöldu með „óhefðbundnum“ varn- arleik. Ákefðin og baráttan var gríð- arleg í íslenska liðinu. Einar Hólmgeirsson fann loksins „fjölina sína“ á gula dúknum í St. Gallen en varð að játa sig sigraðan eftir gríðarlegt höfuðhögg sem varð til þess að hann lék ekki meira með liðinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson leysti Einar af hólmi í kjölfarið og skilaði svo sannarlega sínu í vörn sem sókn. Lánleysi íslenska liðsins lýsir sér best í því að hafa misst Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson með aðeins tveggja daga millibili. Það eru kannski skilaboð um að Evrópu- meistaramótið í Sviss, árið 2006, hafi ekki átt að vera mótið þar sem að ís- lenska landsliðið átti að springa út. Ekkert lið á EM má við slíkum áföll- um og hvað þá 300.000 manna smá- þjóð sem vakið hefur athygli fyrir framgöngu sína í Sviss. Birkir Ívar Guðmundsson sýndi það í gær að hann hefur náð að „stimpla“ sig inn sem markvörður á alþjóðlegan mælikvarða. Hann fór á kostum þegar hann kom aftur í mark- ið í seinni hálfleik kveikti neistann í íslenska liðinu á ný – en eins og áður segir, hafa eflaust margir leikmenn íslenska landsliðsins átt erfitt með að sofna í gærkvöldi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Róbert Gunnarsson, línu- maðurinn sterki, skorar eitt af mörkum sínum af línunni gegn Króötum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vonsviknir leikmenn – Guðjón Valur Sigurðsson, Sigurður Egg- ertsson, Hreiðar Leví Guðmundsson og Heimir Árnason.                                !   " # $ %&  '  ()*(       Íslendingar voru sjálfum sér verstir HETJULEG barátta íslenska landsliðsins í handknattleik dugði ekki til gegn ólympíumeistaraliði Króatíu í gær, í öðrum leik liðsins í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í St. Gallen í Sviss. Króatar sigr- uðu með minnsta mun, 29:28, en vonir íslenska liðsins um sigur urðu að engu er Ivano Balic komst inn í sendingu Arnórs Atlasonar mínútu fyrir leikslok. En á þeim tíma lék íslenska liðið með full- skipað lið gegn fjórum varnarmönnum Króatíu. Aðeins tvö mörk skildu liðin á þeim tíma, 28:26. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í St.Gallen  Birkir Ívar Guðmundsson, 17/1 (þar af fóru 5 til mót- herja); 10 (2) langskot, 1 gegnumbrot, 3 (2) eftir hraðaupphlaup, 2 (1) af línu og 1 vítakast.  Hreiðar Guðmundsson, 3 (þar af 1 til mótherja); 1 lang- skot, 2 (1) úr horni.  Valdo Sola, 13 (þar af 3 til mótherja); 7 (1) langskot, 1 (1) eftir gegn- umbrot, 2 (1) eftir hraðaupp- hlaup, 2 úr horni, 1 vítakast. Þannig vörðu þeir   *+ (-                   (   (1 6( 4(#.(   (  !&(! 2&( (   7 1 (  1- )(&   5&  16(   (  ( 2& ( . 8 (9(  :&(7   (8   ()  „ÞAÐ er satt að sárt er það að hafa ekki fengið stig út úr þessum leik þar sem allir leikmenn lögðu sig fullkomlega fram í þetta verk, en svona er þetta nú,“ sagði bar- áttumaðurinn Róbert Gunnarsson, sem eins og vanalega stóð í ströngu þegar leikið var við Króata í St. Gallen í gær. Róbert skoraði þrjú mörk í leiknum, þar á meðal eitt al- veg stórglæsilegt þegar hann kast- aði sér aftur á bak inn í teiginn og kastaði boltanum í netið án þess að Valdo Sola, markvörður Króata, fengi rönd við reist. „Við sýndum það í þessum leik að við getum alveg unnið svo sterkt lið sem Króatar eru. Því eru það geysi- leg vonbrigði að hafa ekki náð að vinna að minnsta kosti eitt stig. Á heildina litið vorum við afar óheppnir að hafa ekki tekist að nýta betur þá mörgu kafla í leikn- um þegar við vorum einum leik- manni fleiri, sem var nokkuð oft. Úrsli þurfa leiks til að til þe svona átti e sínum „K og öl svo la sem e ert e taka „Nýttum ekki vel m Eftir Ívar Benediktsson í St. Gallen iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.