Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 C 7 FÓLK  THIERRY Henry sló í gærkvöld markametið hjá Arsenal í ensku deildakeppninni í knattspyrnu. Hann skoraði sitt 151. mark fyrir fé- lagið í tapleik gegn West Ham, 2:3, en Cliff Bastin skoraði 150 mörk fyr- ir Arsenal á sínum tíma.  RINI Coolen, þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Twente, sagði starfi sínu lausu í gær í kjölfarið á slöku gengi liðsins í úrvalsdeildinni að undanförnu. Arnar Þór Viðars- son er nýgenginn til liðs við Twente. Það er aðstoðarþjálfarinn, Jan van Staa, sem stýrir liðinu út þetta tíma- bil en Coolen hafði fyrir nokkru til- kynnt að hann myndi hætta störfum í vor.  TOTTENHAM keypti miðvallar- leikmanninn Danny Murphy frá Charlton seint í fyrrakvöld fyrir 2 milljónir punda, 216 milljónir króna, á síðustu stundu áður en lokað var fyrir félagaskiptin í knattspyrnunni. Murphy er 28 ára og lék frábærlega með Charlton í upphafi tímabilsins. Charlton keypti Murphy frá Liver- pool árið 2004 fyrir 2,5 milljónir punda en hann skoraði fjögur mörk fyrir Charlton í úrvalsdeildinni í vet- ur.  WEST Ham hefur fengið varnar- manninn Lionel Scaloni að láni frá spænska liðinu Deportivo La Cor- una út leiktíðina. Scaloni, sem er 27 ára Argentínumaður, spilaði átta leiki með La Coruna í spænsku deildinni í vetur. Scaloni getur einn- ig spilað á miðjunni.  WBA keypti miðjumanninn Nigel Quashie frá Southampton fyrir 1,4 milljónir punda, um 160 milljónir króna, rétt áður en lokað var fyrir fé- lagaskiptin í fyrrakvöld. Quashie hefur leikið með bæði Southampton og Portsmouth í ensku úrvalsdeild- inni. Hann samdi við WBA til hálfs fjórða árs.  BIRMINGHAM keypti Dudley „DJ“ Campbell frá Brentford fyrir 500 þúsund pund, 54 milljónir króna. Campbell var hetja Brentford um síðustu helgi, skoraði bæði mörkin þegar 2. deildar liðið sló Sunderland út úr bikarkeppninni. Campbell er 24 ára sóknarmaður og er nú samn- ingsbundinn Birmingham til ársins 2009.  SPARTAK Moskva hefur keypt hollenska sóknarmanninn Quincy Owusu-Abeyie frá Arsenal. Abeyie er 19 ára en hann gekk til liðs við Arsenal frá Ajax árið 2002 og spilaði 23 leiki með aðalliði Arsenal.  ATLI Rúnar Hólmbergsson, sem lék með Keflavík í úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta sumar, er geng- inn til liðs við 3. deildar lið Víðis í Garði en hann kom þaðan til Keflvík- inga fyrir síðasta tímabil.  LEISEL Jones frá Ástralíu setti í fyrradag heimsmet í 200 metra bringusundi er hún synti á 2.20,54 og bætti þar með eigið met um 1,18 sek- úndur. Metið setti hún í Melbourne á úrtökumóti fyrir samveldisleikana.  ELSA Guðrún Jónsdóttir varð í 58. sæti af 82 keppendum í 5 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramóti unglinga í Slóveníu í gær. Hún varð 2 mínútum og 10 sekúndum á eftir sigurvegar- anum, Astrid Jakobsen frá Noregi. Áður hafði Elsa hafnað í 53. sæti af 77 í sprettgöngu.  ELSA fékk 159 FIS-punkta fyrir gönguna í gær og hækkar sig stöð- ugt en hún hefur á þessu ári farið úr 283 punktum í 167, samkvæmt nýj- um lista sem birtur var í gær. Þá hef- ur hún hækkað sig úr 724. sæti í 441. sæti á heimslistanum.  IGOR Beljanski, leikmaður með úrvalsdeildarliði Snæfells úr Stykk- ishólmi, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd Körfu- knattleikssambands Íslands, vegna atviks í leik Snæfells og Njarðvíkur í bikarkeppninni 22. janúar. Beljanski verður í banni þegar Snæfell mætir Grindavík í úrvalsdeildinni 9. febr- úar. Dóra hafnaði jafnframt tveimurtilboðum frá sænskum úrvals- deildarliðum, Jitex og Bälinge, en hún hefur á síðustu vikum dvalið við æfingar hjá þessum þremur félögum og Örebro að auki. „Það má segja að þetta hafi farið á besta veg. Mér leist best á Malmö, bæði aðstæður og styrk liðsins, og það samræmdist best mínum metn- aði að fara þangað. Það hefði getað verið ágætur kostur að fara til bæði Jitex og Bälinge en Malmö stendur þessum félögum mun framar, hvað varðar styrk og hefð,“ sagði Dóra við Morgunblaðið í gær. Sæti í byrjunarliðinu ekki sjálfgefið Hún fer fljótlega alfarin til Sví- þjóðar. „Já, ég vil komast þangað sem fyrst, ekki veitir af til þess að kynnast nýjum samherjum, og svo þarf ég heldur betur að hafa fyrir því að komast í þetta sterka lið. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að eiga sæti í byrjunarliðinu, það eru fjölmargir góðir leikmenn hjá Malmö, margar sænskar landsliðs- konur, svo þetta verður erfitt en skemmtilegt.“ Keppni í Svíþjóð hefst 17. apríl en þá leikur Malmö sannkallaðan stór- leik gegn Svíþjóðarmeisturum og fyrrum Evrópumeisturum Umeå á útivelli. Þessi tvö lið voru í sérflokki í deildinni á síðasta ári en Umeå er oft kallað „Chelsea kvennafótboltans“, enda með sannkallað úrvalslið margra af snjöllustu knattspyrnu- kvenna heims. Auðveldara eftir frammistöðu Ásthildar Ásthildur Helgadóttir, landsliðs- fyrirliði Íslands, er nýkomin heim eftir að hafa leikið með Malmö í rúm- lega tvö ár. „Ásthildur hjálpaði mér mikið, og eftir frammistöðu hennar með liðinu var án efa auðveldara fyr- ir mig að komast þangað,“ sagði Dóra en Ásthildur var í hópi marka- hæstu leikmanna sænsku úrvals- deildarinnar á síðasta ári með 17 mörk í 22 leikjum. Dóra er tvítug og er uppalin í Val. Hún hefur spilað með meistaraflokki Hlíðarendaliðsins frá 16 ára aldri og var í lykilhlutverki í Íslandsmeist- araliði félagsins 2004 og í fræknum árangri liðsins í Evrópukeppninni síðasta haust. Dóra varð enn fremur bikarmeistari með Val 2001 og 2003. Hún hefur spilað 64 leiki með liðinu í efstu deild og skorað 22 mörk og á 16 A-landsleiki að baki, auk 43 leikja með yngri landsliðum Íslands. Það verða tveir Íslendingar í hin- um ljósbláa búningi Malmö FF í ár því Emil Hallfreðsson er kominn til karlaliðs félagsins sem lánsmaður frá Tottenham. Dóra Stefánsdóttir gekk til liðs við til Malmö FF „Samræmdist best mínum metnaði“ DÓRA Stefánsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu úr Val, hefur samþykkt tilboð frá sænska stórliðinu Malmö FF. Samningur hennar við félagið er til eins árs, með ákvæði um framlengingu til eins árs í viðbót. Malmö FF hafnaði í öðru sæti sænsku úr- valsdeildarinnar á síðasta ári, en deildin er talin sú sterkasta í heiminum um þessar mundir. Morgunblaðið/Eggert Dóra Stefánsdóttir Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HVORKI Manchester United né Liverpool náðu að nýta sér stiga- missi Chelsea í ensku úrvalsdeild- inni í gærkvöld. Chelsea gerði jafn- tefli við Aston Villa á útivelli, 1:1, en jók samt forskotið í 15 stig því Manchester United tapaði í Black- burn, 4:3, og Liverpool missti unn- inn leik gegn Birmingham niður í jafntefli, 1:1, á heimavelli. David Bentley var maður kvölds- ins, sólarhring eftir að hann var keyptur til Blackburn frá Arsenal. Bentley skoraði þrennu í bráðfjör- ugum leik gegn United og lið hans komst í 4:1. Ruud van Nistelrooy kom inn á sem varamaður og svar- aði tvisvar en það var ekki nóg. Rio Ferdinand hjá United var rekinn af velli undir lok leiksins. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Chelsea en fór af velli á 86. mínútu. Arjen Robben kom Chelsea snemma yfir en Luke Moore jafnaði fyrir Villa á 77. mínútu. Liverpool var manni fleiri gegn Birmingham í rúman klukkutíma eftir að Damien Johnson fékk rauða spjaldið fyrir gróft brot á Daniel Agger, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Steven Gerrard virtist hafa tryggt Liverpool sigurinn með marki en Xabi Alonso varð fyrir því að skora sjálfsmark undir lok leiks- ins, 1:1. Alonso var tvívegis hárs- breidd frá því að kvitta fyrir það á síðustu mínútunum. Robbie Fowler kom inná hjá Liv- erpool á 64. mínútu, við gífurlegan fögnuð á Anfield. Á lokasekúndum leiksins skoraði hann glæsimark með hjólhestaspyrnu en því miður fyrir hann og Liverpool var það dæmt af vegna rangstöðu. AP David Bentley, sem Blackburn keypti frá Arsenal á þriðjudaginn, þakkaði fyrir sig og skoraði þrjú mörk fyrir liðið gegn Manchester United í sigurleik á Ewood Park í Blackburn í gærkvöldi, 4:3. Bentley afgreiddi United

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.