Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8
GUNNAR Pettersen, þjálfari norska landsliðsins, segir að hann geti ekki svarað því hvort leikmenn liðsins verði með rétt hugarfar í leiknum gegn Íslendingum en Norðmenn töpuðu gegn Dönum í gær. 35:31, og er síðasti leikurinn gegn Íslendingum. „Þið verðið að spyrja leikmenn liðsins að því, ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru að hugsa,“ sagði Pettersen og var ekki ánægður með margt af því sem komið hefur fram í norskum fjöl- miðlum á meðan Evrópumeist- aramótið hefur staðið yfir í Sviss. Pettersen hefur hins vegar lagt á ráðin með danska liðinu og ætlar að koma því til hjálpar í síðasta leikn- um gegn Íslendingum. „Ég sagði við Ulrik Wilberg, þjálfara danska landsliðsins, að við myndum gera allt til þess að leggja Íslendinga að velli – við erum ekki stoltir af frammistöðu okkar til þessa en ég tel að leikmenn norska landsliðsins vilji gera betur í síðasta leiknum. Við höfum leikið langt undir getu til þessa og skýringin er einföld. Undirbúningurinn hefur ekki verið nægur, þegar allt er talið hef ég haft eina klukkstund þar sem ég hef haft alla leikmenn liðsins á sama tíma til æfinga. Ég held reyndar að það séu margir glaðir yfir óförum okkar á mótinu til þessa,“ sagði Pettersen en hann tel- ur að dagar sínir séu nánast taldir sem þjálfari landsliðsins. Hann hrósar íslenska liðinu fyrir hraða- upphlaupin sem séu þess skæðasta vopn. „Ég hef sagt það áður og segi það nú. Íslendingar eru heimsmeist- arar þegar kemur að hraðaupp- hlaupum. Það er ekki nóg að hafa leikmann á borð við Guðjón Val Sig- urðsson sem er alltaf fyrstur upp völlinn. Það verða að vera leikmenn sem geta gefið á hann og íslenska liðið er með slíka leikmenn og ís- lenska liðið er gríðarlega gott á þessu sviði,“ sagði Pettersen við Morgunblaðið í gær en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2001. Pettersen lofar að aðstoða Dani Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í St. Gallen Viggó lauk miklu lofsorði á sveitsína þegar Morgunblaðið tal- aði við hann skömmu eftir að flaut- að hafði verið til leiksloka. „Allir leikmenn mínir eiga heið- ur skilinn fyrir framgöngu sína, þeir sýndu frábæra baráttu, menn gáfu allt sem þeir áttu í leikinn. Með því móti settum við Króatana hvað eftir annað í vandræði. Við fórum hins vegar illa með nokkur góð færi í leiknum og síðan var þessi staða sem kom upp á loka- kaflanum þegar við vorum sex á móti fjórum og létum stela af okk- ur boltanum. Það var hræðilegt en því breytum við ekki nú,“ sagði Viggó. Balic vann leikinn fyrir Króata Þegar upp er staðið þá eru það nokkur smáatriði sem eru talin saman og skilja liðin að, ekki satt? „Rétt er það. Við fengum færin til þess að vinna annað stigið en fórum á stundum illa að ráði okkar þegar möguleiki var fyrir hendi. Til dæmis þegar Ólafur Stefánsson skaut í slá rúmri mínútu fyrir leikslok og gat minnkað muninn í eitt mark, við tveimur mönnum fleiri og um ein mínúta til leiks- loka. Hins vegar er ekki víst að það hefði endilega skilað öðrum úr- slitum. Það á aldrei eftir að koma í ljós. Hins vegar verður að segja eins og er að Balic vann leikinn fyrir Króata á lokasprettinum. Við hann réðum við ekki,“ sagði Viggó. „Það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess hversu leikmenn mínir hafa leikið frábærlega í öllu mótinu. Að þessu sinni vorum við að glíma við ólympíumeistara Króata og vorum stutt frá því að skella þeim, ég get því ekki annað en verið stoltur af mannskapnum. Andinn í hópnum er hreint framúrskarandi þrátt fyr- ir öll þau áföll sem við höfum þurft að glíma við. Þeir sem eftir standa hafa hik- laust fyllt upp í þau skörð sem höggvin hafa verið. Ég er afar ánægður með að fá Ásgeir Örn Hallgrímsson inn í hópinn, hann stóð sig vel. Arnór Atlason hefur verið frábær allt mótið þótt hann hafi gert mistök undir lokin í leikn- um í dag. Arnór verður að leika alla leiki frá upphafi til enda þar sem enginn getur leyst hann af hólmi. Hann hefur lagt sig full- komlega fram í hvern leik frá upp- hafi til enda og því hefur enginn ástæðu til að ásaka hann,“ sagði Viggó og lagði þunga áherslu á orð sín. Viggó segir að leikaðferð ís- lenska liðsins hafi lengst af gengið fullkomlega upp. Ivano Balic hafi verið haldið niðri og einnig Petar Metlecic. „Síðan fór Balic að leika einleik, við gerðum ákveðin varn- armistök í þrjú eða fjögur skipti og það voru dýr mistök. Hvað sem því líður þá getum við samt sem áður verið afar stolt af okkar frábæra landsliði,“ sagði Viggó. „Við sýndum það strax í byrjun leiks að það var ekkert til sem heitir virðing hjá okkur fyrir and- stæðingnum. Strax frá byrjun voru menn ákveðnir í að vinna leikinn. Þessi leikur eins og aðrir hér í keppninni sýnir öðru fremur að við erum komnir upp með frábært lið. Núna verðum við hins vegar að treysta á aðra til þess að komast í úrslitin, Króatar eiga eftir að vinna Serba og Rússar eiga einnig eftir að ná fram sigri á Dönum. Þegar upp verður staðið þá getur marka- talan skipt máli um röðun þjóð- anna í riðlinum og þá hverjar kom- ast í undanúrslit og hverjar ekki. Þannig að nú er ekkert annað að gera en að bíða og sjá.“ Nú er næsti leikur við Norð- menn sem þið þekkið vel eftir að hafa mætt þeim sex sinnum á síð- ustu mánuðum. Á það eftir að reynast erfitt að hafa leikið svo oft við þá á skömmum tíma? „Við göngum í Noregsleikinn af fullri hörku. Leikir okkar við Norðmenn á skömmum tíma eiga ekki að skipta neinu máli nú á EM. Flestir leikmenn mínir eru at- vinnumenn og þekkja hvað þarf til þess að vinna. Norðmenn hafa ekk- ert stig í riðlinum en við fimm þannig að við verðum að standast þessa raun ef við ætlum að standa undir þeirri staðreynd að vera komnir með frábært lið. Þá verð- um við að vinna Norðmenn.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinsson hafa staðið í ströngu á EM í Sviss. „Við eigum eitt besta lið heims“ VIÐ verðskulduðum annað stig- ið úr þessum leik og því eru það vonbrigði að tapa með einu marki fyrir hinu frábæra liði Króata,“ sagði Viggó Sigurðs- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, eftir 28:29 tap ís- lenska landsliðsins gegn Króötum á Evrópumeist- aramótinu í handknattleik en við tapið dofnaði aðeins yfir þeim vonum íslenska landsliðs- ins að takast það afrek að kom- ast í undanúrslit mótsins. Eftir Ívar Benediktsson í St. Gallen iben@mbl.is Viggó Sigurðsson var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap fyrir Króötum „ÞAÐ var alveg hrikalega sárt að tapa þessum leik,“ sagði Berg- sveinn Bergsveinsson aðstoð- arlandsliðsþjálfari þegar hann gekk af leikvelli að loknu eins marks tapi fyrir Króötum, 28:29, á Evrópumeistaramótinu í hand- knattleik í St. Gallen. „Strákarnir börðust eins og ljón og eiga svo sannarlega heiður skilið fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu í leik- inn. Þeir gáfust aldrei upp þótt á móti blési,“ sagði Bergsveinn ennfremur og bætti við að menn hefðu ekki látið hug falla þótt enn eitt áfallið hafi riðið yfir þeg- ar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá rotaðist Einar Hólmgeirsson, kom ekkert meira við sögu og hefur að öllum lík- indum lokið keppni á EM að þessu sinni. „Það kemur maður í manns stað og ætlun okkar er að halda ótrauðir áfram í þessari keppni. Uppgjöf er ekki til í þessum hópi, menn berjast fram til síðustu stundar. Við ætlum okkur í und- anúrslitin, hvernig sem við förum að því. Það er verst að hér eftir verðum við að treysta á aðra í þeim efnum.“ Bergsveinn sagði Króatana hafa verið klóka, sérstaklega undir lokin. Þá hafi miklu ráðið frammistaða Ivano Balic sem reið baggamuninn fyrir Króatana. „Balic er einn sá besti í heimi og sýndi okkur það í þessum leik. Hann er erfiður viðureignar og þurfti að sýna allar sínar bestu hliðar til þess að draga vagninn fyrir sitt lið. Það má hins vegar ekki gleyma þeirri staðreynd að við eigum marga frábæra hand- knattleiksmenn einnig.“ Bergsveinn sagði að leikaðferð íslenska liðsins hafi að mörgu leyti gengið vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik en því miður hafi það ekki verið nóg þegar upp var staðið. „Við byrjuðum á að taka Balic mjög framarlega á vellinum og síðan að „skerma“ Petar Metlicic alveg út þannig að send- ingar út í hægra hornið á Mirza Dzomba yrðu erfiðar. Þetta gekk lengst af og þegar á heildina er litið var varnarleikurinn og markvarslan ekki okkar höf- uðverkur að þessu sinni, heldur kannski það að við hefðum mátt nýta betur opin færi okkar og þá áttum við að vera klókari á loka- kaflanum þegar við vorum sex á móti fjórum. Guðjón Valur Sig- urðsson hefði kannski átt líka að fara fyrr inn úr horninu, þegar hann fór að stinga sér þar inn þá lá allt inni,“ sagði Bergsveinn. Norðmenn með hörkulið Í dag mætir íslenska landsliðið Norðmönnum sem eru stigalausir í riðlinum eftir enn eitt tapið í gærkvöld. „Nú er bara að fara á fullri ferð í þennan leik við Norð- menn og síðan bara að vona það besta með úrslit annarra leikja. Norðmenn eru með hörkulið hvernig sem úrslit þeirra hafa verið til þessa á mótinu, þeir hafa tapað flestum leikjum sínum með litlum mun. Fram undan er því jöfn og spennandi viðureign við Norðmennina þar sem við verð- um að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, að- stoðarlandsliðsþjálfari í hand- knattleik. „Alveg hrika- lega sárt tap“ Eftir Ívar Benediktsson í St. Gallen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.