Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 3

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 3
12.2.2006 | 3 4 Flugan flaug á frumsýningu í Ís- lensku óperunni, skoðaði listsýningu tveggja bræðra á Næsta bar og yfirlitssýn- ingu listamanns með nýtt nafn í Nýlistasafninu auk þess sem hún ráfaði ásamt stórum hluta þjóðarinnar um Kringluna. 6 Hjartabörnin í kassanum Hvít, járnbent taska í eigu Gunnars Kvaran sellóleikara, er víðförul og vinsæl til láns 10 Nýja skikkjan skólameistarans Guðjón Sigurður Tryggvason varð hlut- skarpastur í samkeppni um nýjan viðhafn- arklæðnað á rektor og deildarforseta við Háskólann í Reykjavík 12 Mannleg viðbrögð Viðfangsefnið, sem Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri Blóðbanda, pældi mest í voru skrýtin fjöl- skyldutengsl og fjallar myndin um mann sem kemst að því að barnið hans er ekki hans. 16 Nýjustu græjurnar DVD upptökutæki, bílútvarp með MP3-stuðningi og bylting- arkenndur myndvarpi. 18 „Chic“ eins og þær frönsku Ljóstrað upp um nokkur best geymdu leyndarmál tískuborgarinnar. 20 Ó Borg, mín Borg Matseðillinn á Hótel Borg er einfaldur, boð- ið er upp á þriggja rétta máltíð á föstu og góðu verði. 22 Lofar góðu Tómas Helgason Íslandsmeistari í pípulögn hefur gaman af alls konar lagnaþrautum. 24 Krossgátan Hvernig er samkynhneigt svipbrigði hjá svipléttum? 26 Pistill Auður Jónsdóttir segir nauðsynlegt að ábyrgðin sé samstíga tjáningarfrelsinu. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson 6. febrúar 2006 í stúdíói Morgunblaðsins af aðalleikurum og leikstjóra Blóð- banda, sem verður frumsýnd í lok mánaðarins.Fremst er Ar- on Brink, þá Margrét Vilhjálmsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hilmar Jónsson, Árni Ólafur Ás- geirsson leikstjóri og Ólafur Darri Ólafsson. 10 Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, skrýðist viðhafn- arskikkju, sem Guðjón Sig- urður Tryggvason, nemi í fatahönnunardeild Listahá- skóla Íslands, hannaði. Hver eru viðbrögð manns sem kemst að því að barn, sem hann í tíu ár hélt vera hans, er ekki hans? Þetta er viðfangs- efni Blóðbanda, fyrstu leiknu bíómyndar Árna Ólafs Ás- geirssonar í fullri lengd og er hugmyndin sprottin upp úr pælingum um flókin fjölskyldumynstur. Í Tímaritinu í dag spyr Árni Þórarinsson aðalleikendur mynd- arinnar hvort þeir hafi sjálfir staðið frammi fyrir einhverju sem kom þeim svo gjörsamlega í opna skjöldu að það breytti jafnvel viðhorfum þeirra og tilveru. Eða fengið, eins og það er orðað í myndinni, einhvers konar „trukk“ inn í líf sitt. Spurningin er svolítið „opin“ og svörin þar af leiðandi ekki upp- ljóstranir um nákvæmlega hvers eðlis þessi „trukkur“ var. Mögulega óvænt vitneskja um eitthvað, ein- hvern eða einhverja líkt og sögupersónan upplifir. Þannig er lífið á stundum, enda ekki allt sem sýnist í henni veröld. „Hvað bindur þessi [fjölskyldu]bönd? Er það DNA-ið eða einhverjir aðrir þættir? Hvar verður traustið til? Hvar verður ástin til?“ eru spurningar sem Árni Ólafur veltir upp, en segir ekki á sínu valdi að svara, þótt hann leggi þær fram til umhugsunar. Væntanlega með því að sýna viðbrögð sögupersóna. Mannleg viðbrögð við óvæntum aðstæðum eru óútreiknanleg, allir þættir spila þar inn í. Líka í stærra samhengi, til að mynda í heiminum. Stundum má ekki mikið út af bera til að allt fari í bál og brand með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og þá skiptir sköpum til góðs eða ills hvernig mennirnir bregðast við. Viðbrögð við birtingu skopmynda af Múhameð spámanni í dönsku dagblaði fóru úr böndunum og nú standa menn ráðþrota frammi fyrir því hvernig bregðast eigi við viðbrögðunum. Við- brögð Auðar Jónsdóttur, sem búið hefur um árabil í Danmörku, við meintu vanhugsuðu athæfi og eft- irmála þess birtast svart á hvítu í pistli hennar á næstöftustu síðu Tímaritsins. | vjon@mbl.is 12.02.06 Dropateljaraljósið svokallaða, sem Elísabet Jónsdóttir og Jó- hanna Erla Jóhannesdóttir hönnuðu fyrir ljósahönnunarsam- keppni, sem Ljóstæknifélag Íslands, Orkuveita Reykjavíkur og Tímaritið Ljós efndu til, hefur að þeirra sögn meira skemmtanagildi en notkunargildi. „Þó gæti það nýst sem lít- ið vasaljós,“ segja þær „í stað þess að ýta á hnapp til að kveikja og slökkva væri gúmmíhettunni þrýst saman. Við vor- um að leika okkur með LED perur, sem er tiltölulega ný tækni í ljósum og hefur hingað til verið meira notuð í skjái á farsím- um,“ upplýsa þær og að uppistaða ljóssins sé venjulegur dropateljari, um 7 cm á hæð. Lítil LED pera er innan í rörinu og á móti henni, í plasthettunni, er lítil rafhlaða. Tveir vírar tengjast plús og mínus hlutum rafhlöðunnar, sem þrýstast að henni þegar hettan er kreist og ljósið kviknar. Elísabet og Jó- hanna segja að LED peran þróist hratt og spá því að hún verði mest notaða peran á næstu árum, enda sé líftími hennar lang- ur. Dropateljaraljósið segjast þær bæði hafa hannað sér til gamans og til að prófa nýja tækni. Ekki er í bígerð að setja ljósið í framleiðslu, en þær benda áhugasömum engu að síður á að senda fyrirspurnir í tölvupósti: johannaerla@gmail.com. „Framleiðslan er einföld eins og ljósið er núna en það væri auðvitað gaman að þróa það í stærri útgáfu,“ segja Elísabet og Jóhanna Erla, sem báðar stunda nám í innanhússhönnun, Elísabet í Haag og Jóhanna Erla í Mílanó. Ljósið | Elísabet Jónsdóttir og Jóhanna Erla Jóhannesdóttir Ís le ns k hö nn un L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.