Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 15
12.2.2006 | 15 2. Hefur þú fengið „trukk“ inn í líf þitt? 1. „Lilja er systir Péturs og að fara að giftast Berki. Hún er í rauninni ein af röddum samviskunnar í þessari mynd, eins konarlím í fjölskyldunni; henni er mikið í mun að allt sé í lagi, enda sjálf á viðkvæmum tímamótum í sínu lífi. Hún horfir með hryllingi á hjónaband Ástu og Péturs leysast upp vegna þess að hún lítur upp til þeirra beggja; hjónaband þeirra var henni að vissu leyti fyrirmynd. Lilja segir sitthvað við Pétur sem hann vill ekkert endilega heyra en hún neyðir hann til að horfast í augu við. Hún er eins og íslenskar konur eru margar, sterkur karakter, ákveðin og fylgin sér, jafnvel pínu stjórnsöm.“ 2. „Höfum við ekki öll orðið fyrir einhverjum lífstrukki? Hann þarf ekkert endilega að vera slæmur; trukkar geta verið góðir,valdið breytingum sem kannski voru nauðsynlegar og jákvæðar en maður var ekki tilbúinn til að viðurkenna. Ég hef þurft að endurskoða líf mitt eftir að hafa orðið fyrir trukki, segjum t.d. við sambandsslit, en það er alltaf upphafið að einhverju nýju og get- ur orðið til góðs. Ástvinamissir og önnur slík áföll eru hins vegar erfiðari.“ ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR Lilja 1. „Anna er um tvítugt og svolítiðað leika sér að lífinu. Hún hefur engum skyldum að gegna gagnvart einum eða neinum nema sjálfri sér. Hún er, gæti ég ímyndað mér, í hléi frá skólanámi og vinnur fyrir sér sem ritari á augnlækna- stofunni hjá Pétri á meðan hún er að reyna að átta sig á því hvað hún vill gera í lífinu. Og þegar Pétur lendir í krísu í sínu lífi fer hann inn í líf Önnu og tekur krísuna með sér sem hefur öðruvísi áhrif á hana en hann vegna þess að þau eru stödd á ólíkum stöðum í lífinu. Mér finnst ég skilja Önnu ágætlega á einhvern hátt. Pétur er trukkurinn sem keyrir inn í hennar líf.“ 2. „Já, ég hef sjálf orðið fyrir svona trukki án þess ég vilji tjá mig um það ísmáatriðum. Ég get þó sagt að trukkurinn var í rauninni ég sjálf, því ég fór ekki nógu vel með mig. En ég lærði bara af því. Maður þarf að hlusta á sjálfan sig.“ LAUFEY ELÍASDÓTTIRAnna 1. „Börkur starfar sem múrari, erekkert óskaplega flókinn karakter og gott að hafa hann í kringum sig því hann er tiltölulega einföld og góð sál. Hann er að fara að ganga í hjónaband með systur Péturs og hefja fjölskyldulíf á sama tíma og hann horfir upp á upplausn þessa hjónabands og fjölskyldu sem stendur honum nærri. Börkur er „nó búllsjitt“- maður sem vill ekki flækja málin, er ást- fanginn af Lilju og hlakkar til að kvænast henni. Þeirra samband er þó heldur ekki dans á rósum; þau höfðu hætt áður við brúðkaup og rofin milli Péturs og Ástu hafa áhrif á þau.“ 2. „Já, ég hef fengið trukk inn í líf mitt, ekki nákvæmlega svona trukk, entrukk samt. Það var skelfileg reynsla. Maður á sér líf, sem maður heldur að sé raunveruleikinn, en kemst svo allt í einu að því að þannig er það ekki. Það hlýtur alltaf að vera rosalegt áfall, en veltur á hverjum og einum hvernig hann vinnur sig út úr því. Í tilfelli Péturs felst vinnan í því að setjast niður og komast að niðurstöðu um hvað skipti hann í rauninni máli í lífinu. Stundum þarf að kyngja stoltinu og halda áfram, en stundum er betra að gera það ekki og breyta.“ ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSONBörkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.