Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 8
8 | 12.2.2006 kom heim og opnaði kassann og sá hljóðfærið mitt liggja í valnum, hálsbrotið í kassanum varð ég hreinlega þunglyndur. Það var mikið tilfinningalegt áfall. Ég hef sem betur fer ekki lent í því að fá börnin mín heim alvarlega slösuð en þeg- ar ég opnaði sellókassann og horfði á sellóið hálsbrotið hugsaði ég að þetta væri svipuð tilfinning. Þetta hljómar kannski dálítið hysterískt en strengjahljóðfæra- leikarar tengjast hljóðfærunum sínum afskaplega náið, enda verða þau eins og framlenging af þeim sjálfum.“ Þó að sellóið hafi náð heilsu á ný hefur Gunnar tekið upp nýja siði þegar hann er á ferðalögum með kjörgripi sína. „Nú er ég kominn á það stig að ég hreinlega afhendi ekki sellóið mitt í farangur – ekki einu sinni í þessum fræga kassa. Í staðinn kaupi ég sæti undir það og hef það með mér inn í farþegarýmið því ég legg þetta ekki á mig lengur,“ segir hann og rifjar upp með tilþrifum nokkur atvik á löngum ferli þar sem litlu munaði að illa færi fyrir hljóðfærinu hans á ferðalögum. „Hins vegar hefur verið dálítið óréttlátt frá hendi flugfélaga að fólk hefur þurft að borga fullt verð undir svona hljóðfæri. Ekki þarf sellóið sérstaka umönnun eða mat, ekki dagblöð og enga persónulega þjónustu og það er alltaf í fylgd með öðrum sem borga fullt fargjald. Í fyrra þegar ég var að fara með Iceland Express auðnaðist mér hins vegar að fá sæti undir hljóðfærið á barnagjaldi sem mér finnst alveg réttlátt.“ Vitjaði hans á pissúarinu | Sellóið sem hefur ferðast hvað mest með Gunnari í gegn um tíðina er af gerðinni Pierre Silvestre og smíðað í Lyon í Frakklandi árið 1857. Hljóðfærið eignaðist hann árið 1971 í Dan- mörku þar sem hann bjó um 17 ára skeið. „Það var engu líkara en ég ætti að eignast þetta hljóðfæri því ég frétti fyrst af því nokkrum árum áður. Þá bjó ég í Hillerød, sem er um 45 km norður af Kaupmannahöfn og var staddur á járnbrautarstöð í Köben til að ná lestinni heim þegar ég þurfti að fara á snyrtingu. Eins og karlmenn gera stóð ég við rennuna á salerninu og mið- aldra maður við hliðina á mér. Hann virtist þekkja mig enda var ég nú eitthvað búinn að koma fram í sjónvarpi á þessum tíma og skyndilega sagði hann við mig: „Ég á besta sellóið í Danmörku.“ Ég bara horfði á hann og sagði: „En gaman“ og svo hljóp ég út á brautarpall.“ Gunnar var ekki fyrr sestur í lestina en hann sá eftir því að hafa ekki rætt nánar við manninn, enda var hann á þeim tíma farinn að huga að því að fá sér betra hljóðfæri. Þá vissi hann ekki að hann myndi fá nýtt tækifæri ári síðar þegar honum var boðið að koma og spila á kammertónleikum sem haldnir voru á gömlum herragarði á Lálandi. „Fyrstur á senuna var kvartett, sem í var þessi maður sem ég þekkti frá pissúarinu á lestarstöðinni í Kaup- mannahöfn. Þegar hann fór að spila heyrði ég strax hvað þetta var æðislegt hljóðfæri og eftir tónleikana fór ég á bakvið til hans, fékk að spila nokkra tóna á sellóið og fannst það dásamlegt.“ Gunnar spurði þegar hversu mikið hljóðfærið myndi kosta en þar sem hann sá ekki hvernig hann ætti að útvega þær 40 þúsund danskar krónur sem nefndar voru ákvað hann að gefa það frá sér. Sellóið góða lét hann þó ekki í friði og næst frétti hann af því ári síðar þegar honum var boðið á ný til spilamennsku á sama stað. „Þar var kvartettinn aftur kominn en þá var þessi maður kominn með annað hljóðfæri.“ Í ljós kom að efnaður læknir hafði keypt sellóið handa syni sínum sem lék í frí- stundum. „Ég hugsaði með mér að það væri nú hrikalegt að þessi dýrgripur myndi kannski bara liggja inni í skáp. En svo leið enn eitt árið áður en síminn hringdi hjá mér. Þá var það maðurinn frá lestarstöðinni sem sagði að nú ætti ég að kaupa hljóðfærið því það væri til sölu. Ég spurði hvað það ætti að kosta en þegar hann sagði 45 þúsund danskar svaraði ég eins og fyrr að við yrðum bara að gleyma þessu því ég hefði ekki þessa peninga. „Jú, jú,“ sagði hann þá, „þú hefur þessa peninga. Varstu ekki að fá tónlistarverðlaun Gades upp á 25 þús- und? Svo áttu hljóðfæri sem þú getur selt á 15 þúsund og svo ferðu í bankann og tekur fimm þúsund króna lán.“ Hann var búinn að reikna þetta algerlega út fyrir mig og þetta gekk eftir. Áður en vikan var liðin var ég búinn að kaupa sellóið.“ Feita madonnan tekin við | Þar með er sagan ekki öll. „Þegar ég kom í fyrsta tím- ann til meistara míns, Erlings Bløndal Bengtsson, eftir að ég keypti sellóið horfði hann lengi á það og sagði svo: „Mikið er einstakt að þú skulir hafa keypt þetta hljóðfæri. Fyrsti sellókennarinn minn átti einmitt þetta selló og spilaði á það þegar ég kom í mína fyrstu sellótíma til hans.“ Svo tengist þetta enn meira því hljóðfærið sem Erling Bløndal Bengtson spilar á er smíðað af miklum frönskum meistara sem heitir Lu Pot en hann var aftur kennari Pierre Silvestre sem smíðaði mitt hljóðfæri. Það er ekki spurning að ég átti að eignast þetta hljóðfæri sem fylgdi mér síðan í 34 ár.“ Fyrir ári eignaðist Gunnar nýtt selló sem hann keypti af franska hljóðfæra- smiðnum Christophe Landon en það smíðaði hann eftir svokölluðu Montag- niana módeli frá Ítalíu. „Það er ekki nema ársgamalt en viðurinn í framhliðinni á því er 250 ára gamall þannig að það hefur ótrúlegan karakter og sál. Ég kalla það feitu madonnuna því það er mjög breitt og dökkt í tóninum og gjörólíkt hinu hljóðfærinu. Það hefur líka mikið að segja fyrir mig að það er miklu léttara að spila á það.“ Brosandi viðurkennir Gunnar að líklega sé samband strengjaleikara og hljóð- færa þeirra ansi sérstakt. „Það verður mjög persónulegt og náið enda er hljóð- færið ekkert annað en rödd tónlistarmannsins sem spilar á það. Hann er líka með hljóðfærinu sínu margar klukkustundir daglega – jafnvel meira en með nokkurri manneskju – svo það verður honum ákaflega kært.“ Og þá gildir einu hvort gripurinn sé af allra dýrustu sort eða ekki – hljóðfærin sem kassinn góði geymir á ferðalögum um heiminn eru eigendum þeirra engu minni hjartabörn en sellóin hans Gunnars eru honum. | ben@mbl.is HJARTABÖRNIN Í KASSANUM „Maður er alltaf á barmi taugaáfalls ef maður notar venjulegan sellókassa“ Form þitt minnir á íturvaxna konu. Þú hvílir milli fóta minna og lætur strjúka þér í sífellu. Gljáandi húð þín ilmar af trjágróðri. Sál þín er samofin sál minni og minnstu hræringar mínar eru þér áþreifanlegar. Þú ert barómeter hjarta míns og sýnir miskunnarlaust ástand mála til góðs eða ills. Þú tekur þátt í sorg minni og gleði og þegar þú ert ekki hjá mér sakna ég þín eins og barnsins míns. Nærvera þín fyllir mig öryggi og ástúð Þú ert eins og manneskja, einstök og full af fögrum fyrirheitum. Guð blessi þann listamann sem skóp þig og blés í þig lífsanda sínum. Gunnar Kvaran Hljóðfærið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.