Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 13

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 13
12.2.2006 | 13 T rukkurinn sem ekur fyrirvaralaust inní líf augnlækn- isins Péturs (Hilmar Jónsson) er ný vitneskja um blóð- bönd. Örn (Aron Brink), sem í næstum áratug hafði verið sonur hans og eiginkonunnar Ástu (Margrét Vil- hjálmsdóttir), reynist ekki vera sonur hans. Allt hafði leikið í lyndi: Ásta barnshafandi á nýjan leik og þau að leggja af stað tvö ein í rómantíska utanlandsferð. Þess í stað leggur þessi litla fjölskylda uppí dramatíska óvissuferð. Sagan af augnlækninum sem missir sjónar á lífskjarnanum er fyrsta leikna bíómynd Árna Ólafs Ásgeirssonar í fullri lengd. Hann er menntaður í kvik- myndaleikstjórn frá pólska kvikmyndaskólanum og hefur áður gert m.a. stutt- myndirnar Old Spice, sem var valin sú besta á Nordisk Panorama-hátíðinni 1998, og Dag Önnu, sem hann gerði árið 2002 í Danmörku með Iben Hjejle í aðalhlutverkinu. Árni Ólafur skrifar eigin handrit en í Blóðböndum hefur hann fengið til liðs við sig Jón Atla Jónasson og Denijal Hasanovic. „Ég var að klára skólann úti í Póllandi og velta fyrir mér hvað tæki við þegar ég sneri aftur heim til Íslands,“ segir Árni Ólafur. „Viðfangsefnið sem ég pældi mest í var þau skrýtnu fjölskyldumunstur sem eru í gangi á Íslandi. Karlmaður hittir konu, þau eiga bæði barn eða börn úr fyrri samböndum, svo eignast þau barn saman og þannig er það eiginlega viðtekið og þykir sjálfsagt mál að fólk sé meira eða minna að ala upp börn einhverra annarra; þetta munstur finnst nánast í annarri hverri íslenskri fjölskyldu. Við Denijal fórum að leita að sögu sem gæti hentað þessu viðfangsefni og eftir töluvert langan tíma duttum við niður á þessa hugmynd um mann sem kemst að því að barnið hans er ekki hans. Þá fór boltinn að rúlla af stað.“ Hann segir að þótt þessi söguhugmynd byggist á algengum staðreyndum úr íslensku umhverfi sé sagan sjálf uppspuni. „Hún byggist ekki á persónulegri reynslu minni eða samstarfsmanna minna. En hitt þekki ég mjög vel, bæði úr minni fjölskyldu og frá vinum og kunningjum, þessi samsettu, flóknu fjöl- skyldumunstur.“ Árni Ólafur kveðst ekki gera upp á milli fjölskyldumunstra; hvort þau séu til góðs eða ills fari eftir manneskj- unum sem mynda tengslin. „Svo vaknar ævinlega þessi spurning: Hvað bindur þessi bönd. Er það DNA-ið eða einhverjir aðrir þætt- ir? Hvar verður traustið til? Hvar verður ástin til? Það er ekki á mínu færi að svara slíkum spurn- ingum en ég legg þær fram til um- hugsunar.“ Þessa efnishugmynd getur mað- ur vel séð fyrir sér sem gaman- mynd. En þú valdir dramað? „Já, þetta gæti örugglega orðið fyndin gamanmynd. En ég hef í stuttmyndunum verið í drama- tískari kantinum og Blóðbönd eru í mínum haus eðlilegt framhald af því. En ef ég fengi tækifæri til að gera aðra bíómynd gæti ég fullt eins snúið blaðinu við.“ Framleiðandi Blóðbanda er Snorri Þórisson hjá Pegasus og er myndin gerð í samvinnu við Zentropa En- tertainment í Danmörku og Thalamus Films í Þýskalandi. Auk Hilmars, Margrétar og Arons eru í helstu hlutverkum Laufey Elías- dóttir, sem leikur Önnu, ungan ritara Péturs sem hann tekur saman við, Elma Lísa Gunnarsdóttir, sem leikur Lilju, systur Péturs, og Ólafur Darri Ólafsson sem er Börkur, kærasti Lilju. Fullorðnu fimmmenningarnir voru spurð um 1) skilning sinn á hlutverkinu og 2) hvort þau hefðu sjálf fengið trukk inn í líf sitt. Aron var hins vegar spurður um hlutverkið og reynsluna af kvikmynda- leiknum.  Árni Ólafur: Hvað bindur böndin? Aron Brink Ólafur Darri Ólafsson Laufey Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.