Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 14
14 | 12.2.2006 1. „Ásta hefur lifað nokkuð örugguúthverfalífi en svo er þessu öryggi kippt undan henni og í ljós kemur að fjöl- skylda hennar stóð í rauninni á brauðfótum. Lífið er lotterí og óvissupakkinn stór. Kona getur t.d. orðið ástfangin um þessa helgi en hafði helgina áður sofið hjá einhverjum gaur sem henni fannst þokkalega sætur, nógu sæt- ur til þess en ekki til að hafa frekari eða lang- vinnari afleiðingar. Svona getum við hagað okkur, mannfólkið, og við könnumst öll við það að burðast með sektarkennd út af ein- hverju, þótt það sé kannski ekki jafn afdrifaríkt og hjá Ástu. Hún hefur bú- ið með tímasprengju í lífi sínu í áratug en til þess að fela það gerir hún allt í kringum sig eins fullkomið á yfirborðinu og hún getur. Ég held reyndar að Ásta trúi því að allt sé í lagi. Það er sterkur trúarlegur strengur í þessu handriti og í rauninni fjallar sagan um fyrirgefninguna. Fyrirgefningin er besta hugmynd mannkynssögunnar sl. tvö þúsund ár að minnsta kosti, en enn erum við á frumstigi með að ná utan um hugtakið. Við eigum svo erfitt með að vera manneskjur.“ 2. „Ég hef kannski ekki fengið mjög stóran trukk á mig, en hann get-ur birst í svo mörgum myndum. Ég hef vissulega fengið yfir mig eitthvað sem hefur komið mér í opna skjöldu og breytt þeirri mynd sem ég hafði af manneskjum eða umhverfi mínu. Þar fyrir utan er maður aldrei nógu meðvitaður um það sem maður getur gert eða hefur gert öðrum, – að maður geti verið svona trukkur sjálfur!“ MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIRÁsta 1. „Þegar bíómyndin hefst og við komum inn ílíf Péturs og fjölskyldu leikur allt í lyndi. Svo er þeirri undirstöðu, sem hann taldi sig byggja á, kippt burtu. Mér finnst viðbrögð Péturs við þeirri kúvendingu trúverðug. Hann fer í tilfinningalegt uppnám, stekkur út í ástand sem hvorki hefur stefnu, upphaf né endi, og flækist inn í atburðarás sem hann hefur ekki stjórn á og flækir í leiðinni aðra inn í. Fólk, sem lendir í svipuðum aðstæðum, fær jafnan ákveð- inn umþóttunarfrest eða svigrúm til að vinna úr því sem gerst hefur og ná áttum. En þegar þessi frestur er liðinn þarf einstaklingurinn að taka ábyrgð og ákvörðun um hvert skal stefna. Pétur fer yfir hin leyfilegu tímamörk í þessu efni.“ 2. „Ég held að langflest okkar lendi í reynslu sem veldur stefnubreytingu í líf-inu, snöggum endi á því sem var og snöggri byrjun á einhverju nýju. Sjálfur er ég ekki undanskilinn og hef upplifað vendingar bæði til góðs og ills. „Life as you know it“ tilheyrir þá liðinni tíð og allt í einu er kominn tími til að takast á við lífið á öðrum forsendum, hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Þá reynir á að hver og einn átti sig á því að enginn ber ábyrgð á lífi manns annar en hann sjálfur. Hins vegar getur áfallið eða breytingin valdið því að viðkomandi er ófær um að taka slíka ábyrgð eða ákvörðun. Það er það sem gerir okkur mannleg. Og kvikmyndir eins og Blóðbönd eru áhugaverðar vegna þess að þær sýna hvernig venjulegt fólk tekst á við litla eða stóra sigra og ósigra í lífinu.“ HILMAR JÓNSSON Pétur 1.Hver er skilningur þinn á hlutverkinu? „Nína, frænka mín, hafði heyrt að það væri verið að auglýsa eftir strák til að leika í þessari bíómynd. Hún spurði hvernig mér litist á það. Ég var alveg til og fór í prufu, sem var svolítið erfitt; ég þurfti að reyna að túlka reiði og alls konar skap- brigði. Þegar ég fékk svo hlutverk Arnar og las handritið skildi ég hann ágætlega. Hann á erfitt vegna þess að pabbi hans fer að heiman og sjálfur er hann dálítið lélegur í fótbolta og það líður stundum yfir hann. Mér fannst ekkert svo erfitt að leika Örn og setja mig í hans spor. Erfiðast var að leika þau atriði þar sem ég þurfti að muna margar setningar í einu. En mér fannst skemmtilegt að leika í myndinni og kynntist skemmtilegu fólki. Væri alveg til í að leika meira.“ ARON BRINKÖrn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.