Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 18
18 | 12.2.2006 Ef til vill verður ekki langt að bíða að brot af vor- og sumartískunni 2006 frá Chanel verði til sölu á hálfvirði í einhverri depôt- vente-búðinni í París. . . . og skór frá Ralph Lauren, Louis Vuitton. París er eins og risastór tískusýning. Það er sama í hvaða hverfi borgarinnarborið er niður; sjötta, sjöunda, áttunda eða tíunda – alls staðar ganga kon-urnar um göturnar skreyttar vörumerkjum sem öskra á þig; Gucci!! og Chanel!! „Chic“ er orðið sem er Parísarbúum tamt á tungu og hér eru allir svo „chic“. Þetta var líka fyrsta orðið sem ég lærði við komuna til Parísar. Eftir að hafa legið yfir orðabókinni rann upp fyrir mér að merkingin væri að vera smart. Með þetta að leiðarljósi og gott veganesti að heiman vissi ég þó nokkuð um tískuna, eða svo hélt ég. Ég gat líka talið upp nöfn einhverra tískukónga. Að vísu voru upp- hafsstafir þessara kavalera ekki á eigum mínum. Hvorki á sólgleraugunum né á handtöskunni og ekki héngu heldur föt frá þeim í fataskápnum mínum. Það leið ekki á löngu þar til ég hafði áttað mig á að Frakkar líta tískuna öðrum augum en aðrar þjóðir heims. Að vera „chic“ felur í sér miklu meira en að vera smart. Í því felst ákveðið viðhorf til tískunnar og kannski eilítið kæruleysi. „Chic“ dömur hlaupa ekki á eftir tískunni, þær eru tískulöggan. Ég bjó í Latínuhverfinu á þessum tíma og ráfaði oft á milli búðarglugga. Bret- arnir segja: window shopping en á frönsku er þetta kallað „léche vitrine“ og þýðir að sleikja gluggana. Helmingurinn af tískubúðunum voru ókönnuð lönd. Ég þekkti ekki hönnuðina og enn síður skildi ég af hverju allt var svona óheyrilega dýrt. Ætli fatasmekkurinn hafi ekki verið frekar einfaldur við komuna til fyr- irheitna landsins. Ég fann fljótlega út að hægt var að gera góð kaup á ódýr- um tískuvarningi hjá H&M og C&A. Þessu mátti síðan blanda saman við einstaka dýrari hluti frá franska merkinu Gérard Darrel. Stundum var ég þó hissa að sjá klæðaburð franskra vina minna. Þar var öllu til tjaldað. Þeir virtust eyða stórum fúlgum, ef ekki mánaðarkaup- inu, í tískufatnað. Hvernig var þetta hægt? Einn kunninginn átti til dæmis fjórar yfirhafnir frá Dior og tvær frá Chanel. Það kom að því einn daginn að hann leysti frá skjóðunni – sagði söguna alla. Svarið var depôt-vente búðir, lagersölur og lokaðar útsölur hjá stóru tískuhúsunum. Að frönskum hætti | Þetta er allt mjög einfalt. Ef tískubúðir verða gjaldþrota eða hætta starfsemi selja þær oft lagerinn fyr- ir slikk til sérstakra lagerbúða. Vinsælasta verslunin af þessu tagi heitir Mouton à cinq pattes og er í Latínuhverfinu. Þar er iðulega hægt að detta niður á ónotuð tískuföt fyrir lítinn pening: hatta, töskur, kjóla og ef vel ber í veiði einstaka „úr- eltar“ hátískuvörur. En aðrir eru svo heppnir að fá boðs- kort á sérstakar rýmingarsölur stóru tískuhúsanna. Þar fæst allt fyrir ekki neitt, eða svo til. Svo ódýrt að ég lái engum að fyllast hreinni græðgi. Þar fást kannski Chanel-skór á 50 evrur, Chanel-töskur á 100 evrur og annað í svipuðum dúr. Venjulegt verð á svona hlutum er margfalt meira. Ég veit um fleiri en eina og fleiri en tvær sem skæru af sér stóru tána til að komast yfir boðskort frá þeim stóru. Þau liggja hins vegar ekki á lausu, ekki frekar en annað. Helst þarf að þekkja einhvern sem vinnur hjá tískuhúsinu og er svo góður að útvega þér boðsmiða. Eins fá mjög góðir kúnnar send boðskort. Þegar ballið byrjar verð- ur loftið lævi blandið. Prúðar dömur standa í röðum klukkutímum saman, veifandi boðsmiðum í allar áttir til að komast inn. Fyrir innan er alger örtröð og tryllingur. Hér gildir að hrifsa eins mikið til sín og mögulegt er og sjá svo til seinna. Franskar dömur fleygja sér örvinglaðar á vöruslárnar og grípa í allt sem á þeim hangir. Bara til að ná í eitthvað. Hér má gera reyfarakaup, en oftar ræður græðgin för. Þegar heim er komið eru oft engin not fyrir garmana sem enda loks ævina uppi á háa- lofti. Reyndar má alltaf koma þessu í verð hjá depôt-vente-búðunum í París. Það eru búðir sem selja aðeins notaðar merkjavörur; föt, skó og fylgihluti. Hingað koma allar fínu frúrnar og selja af sér spjarirnar sem þær eru hættar að nota eða vilja ekki nota. Já, til dæmis dýrar gjafir frá fyrrverandi elskhugum. Fólk er kynlegir kvistir. Í París er mann- lífið svo litríkt að allt verður næstum eðlilegt, líka óeðlið. Til dæm- is þykir jafnvel ákjósanlegt að eiga þrjá elskhuga sem allir hlaða á þig sömu gjöfunum. Þær alsniðugustu geta þá losað sig við þær í depôt- vente-búðunum. Þar eru föt seld í umboðssölu. Eigandinn fær- um 30 prósent af upphaflega verðinu og búðin tekur sín um- boðslaun. Dep ô t-vente-tískan | Í fyrsta skipti sem ég kom inn í depôt- vente-búð, vissi ég eiginlega ekki hvar ég væri lent. Tilfinningin var einstök – ég hafði fundið gull! Þetta var í lítilli götu í rue des Quatre Vents í sjötta hverfi. Afgreiðslukonan var miðaldra og með litað hár. Hún var fúllynd og feit en góssið var mjög flott. Ég rak strax augun í gamalt Chanel-armband sem ég var viss um að hafa séð utan á forsíðu franska Vogue nokkrum dögum fyrr. Líklega var þetta gömul típa af armbandinu sem hafði eflaust verið sett aftur í framleiðslu. Því miður hæfði verðið ekki budd- unni minni en ég fór að hugsa. Skyndilega varð allt svo augljóst. Þær frönsku eyða ekki tímanum í að sleikja glugga stóru tískuhúsanna. Þær halda fast í budd- una og kaupa fötin sín hérna. Það er líka skiljanlegt því Dior-kápan getur alveg kostað það sama og nýi bíllinn í innkeyrslunni! PARÍS | GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR „CHIC“ EINS OG ÞÆR FRÖNSKU R eu te rs R eu te rs Í depôt-vente-búðum æg- ir saman dýrum fatnaði, skóm, fylgihlutum, tösk- um og postulínsmunum. L jó sm yn di r: G uð rú n G un na rs dó tt ir Ljóstrað upp um nokkur best geymdu leyndarmál tískuborgarinnar Kápa frá Christian Lacroix . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.