Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 20

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 20
20 | 12.2.2006 maður segði stundarhátt: Ég vona að þetta séu ekki Þjóðverjarnir. Veisla á góðu verði | Í Gyllta salnum hófst hins vegar mikil veisla með fjölmenni og hljómsveit og maður datt niður á jörðina á ný. Í boði eru þrír forréttir, þrír aðal- réttir og einn eftirréttur. Matseðillinn er einfaldur. Það er boðið upp á þriggja rétta máltíð á föstu verði og það bara ansi góðu verði, eða einungis 3.450 krónur. Geri aðrir betur. Við byrjuðum á steiktum humar og risarækjum með mangosalsa og chili-soja- sósu. Þetta var þokkalegur réttur, humarinn og rækjurnar þó nokkuð eldaðar og rækjurnar ekki mikið „risa“ þó svo að þær væru vissulega stærri en okkar hefðbundnu litlu íslensku. Sósan temmilega sæt en nokkuð smjörbragð af skelfisknum. Langtímaeldað andalæri var hins vegar ekki nógu vel heppnað. Lærið í tægjum og eiginlega í einum graut með sætum ávöxtum. Rétturinn var of eldaður þannig að sætan úr ávöxtunum varð mjög áberandi og sultukennd og fitan úr fuglinum klístruð og lím- kennd. Steiktur þorskhnakki var ekki eitt stórt stykki heldur tvö mjög lítil og það mikið elduð að þau voru farin að verða nokkuð þurr. Mér fannst skinkan ekki eiga neitt sérstaklega við og steinseljusósan hefði ekki þurft að vera rjómabætt. Með þessu ris- otto sem var mjög blautt og að því er virtist með rjóma. Nautalund var niðursneidd og virtust flestar sneiðarnar vera endabitar, þ.e. önnur hliðin var brúnuð. Óneitanlega óvenjulegt því yfirleitt er af- skurður ekki settur á diskinn – hvað þá að flestar sneiðar séu slíkar. Kjötið sjálft var þokkalegt, nokk- uð gróft. Með því var borið fram blandað rótar- grænmeti og ágæt kartöflukaka og mild portvín- ssósa. Súkkulaðikaka í eftirrétt var þurr og óspennandi en með henni ágætur ís. Við fengum ágæta þjónustu, lipra og vel upplýsta um það sem í boði var. Vínseð- ill kom líka nokkuð á óvart. Þar var að finna vín sem maður alla jafna sér ekki mikið af hér á veitingastöðum og inn á milli voru nokkur ansi forvitnileg vín. Ekki síst vakti athygli hlutfall Búrgundarvína. | sts@mbl.is Það á sér enginn reykvískur veitingastaður lengri og merkilegri sögu en Hót-el Borg. Og að sama skapi hafa líklega fáir ef nokkur veitingastaður gengiðí gegnum jafn mörg breytingaskeið og Borgin. Þrátt fyrir að leitun sé að glæsilegra húsnæði og ekki sé hægt að keppa við stað- setninguna við Austurvöll hefur Hótel Borg ekki fest sig í sessi sem einn af höf- uðveitingastöðum höfuðborgarinnar eins og til dæmis Hótel Holt og Grillið á Sögu. Borgin hefur átt sína spretti en inn á milli hafa líka verið löng tímabil nið- urlægingar og niðurrifs. Að minnsta kosti ólst ég upp við það að í húsnæðinu væri fyrst og fremst rekinn skemmti- staður er stílaði inn á hina hefðbundnu helgartraffík og menntaskólaböll. Gullöld Borgarinnar var þá löngu lið- in. Aftur til fortíðar | Þetta hefur hins vegar breyst og það má segja að á síðastliðnum tíu til fimmtán árum hafi Borgin átt fleiri góð ár en slæm. Um tíma tókst að rífa hana vel upp þegar Tómas Tómasson hélt utan um rekst- urinn. Byggingin öll var gerð upp með glæsilegum hætti og mikill metnaður settur í eldhús og þjónustu. En svo komu breyttir tímar þar sem Borgin sigldi hratt niður á við og þrátt fyrir að hún hafi stundum reynt að rétta úr kútnum hefur það ekki alveg tekist til þessa. Ekki er langt síðan reynt var að umturna veitingasaln- um og færa hann í „nútímalegt“ horf. Það gekk hins veg- ar alls ekki upp og sem betur hefur verið horfið frá því og öllu breytt aftur í upprunalegt horf. Þegar maður kemur inn á Borgina gengur maður aftur í tímann, til Reykjavíkur fortíðarinnar í sinni glæsileg- ustu mynd. Það brakar í hringhurðinni sem leiðir mann inn í þennan fortíðarheim og þegar inn er komið mætti á köflum halda að maður hafi gengið inn í tímavél og færst aftur til annars tíma. Við vorum nær ein í veitingasalnum þegar við settumst niður og þegar leið á máltíðina vorum við einu gestirnir í aðalsalnum. Það er hátt til lofts, þarna eru gervipálmar, steingólfið er farið að láta á sjá og birtan dempuð. Dúkar og borðbúnaður einfaldur og þegar stórbandstónlist- in úr hátölurum streymir um salinn er ekki erfitt að ímynda sér að maður sé kom- inn aftur til stríðsáranna eða þar um kring. Þar sem hótelið er í beinni aðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli mátti reglulega heyra skrúfuvélar í lágflugi og það lá við að MATUR | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Ó BORG, MÍN BORG Fáir veitingastaðir hafa gengið í gegnum jafn mörg breytingaskeið og Hótel Borg L jó sm yn di r: Ó m ar Pósthússtræti 11 PÖNTUNARSÍMI: 5511140 ANDRÚMSLOFT: Ódýr matseðill og þokkalegur matur í andrúmslofti Reykjavíkur síðustu aldar. EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags. asdfasdfasfd Á Hótel Borg er hátt til lofts og vítt til veggja. HÓTEL BORG 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.