Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 22
22 | 12.2.2006 Þ etta byrjaði sem sumarvinna sem égílengdist svo í,“ segir sitjandi Íslands-meistari í pípulögn, Tómas Helgason. „Hún hentaði mér vel því ég var fljótur að læra handtökin svo ég dreif mig bara í námið.“ Þessi 22 ára iðnnemi starfar sem stendur í lagnaverslun Sindrastáls á Akureyri þar sem hann lærir allt um mismunandi lagnaefni en fljótlega stefnir hann á að koma til Reykjavíkur til að ljúka pípulagninganáminu. „Ég kann mjög vel við að fá að ráða mér sjálfur í vinnunni,“ heldur hann áfram. „Maður fær einfaldlega teikningar til að vinna út frá en þarf að finna sjálfur lausnir sem ganga. Í raun lendir maður í alls konar lagnaþrautum sem geta verið mjög krefjandi en ég hef mjög gaman af því.“ Hann segist njóta þess að vinna með höndunum. „Og ekki er verra að eftir mann stendur stórt stykki sem hægt er að dást að,“ segir hann kíminn. Í fyrra var Tómas fulltrúi Íslands á Norður- landamótinu í pípulögnum sem hann segir hafa verið heilmikið ævintýri. „Verkefnið er svolítið misjafnt eftir því hvar mótið er haldið en það felst í því að vinna með það lagnaefni sem við þekkjum. Í raun gengur þetta út á þrautalausn, tímatöku og vandvirkni sem er mjög skemmtilegt þótt stressið sé nú tals- vert meira en í vinnunni. Á síðasta móti smíðuðum við handklæða- ofn og lögðum hitaveitukerfi sem var erfitt verkefni, ekki síst vegna þess að við urðum að leysa það á stuttum tíma.“ Tómas gerir ráð fyrir að vera kominn með sveinspróf upp á vasann eftir um tvö ár en hyggst ekki láta þar við sitja heldur stefnir á meistarapróf í fram- haldinu. | ben@mbl.is TÓ M A S H E L G A S O N LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: S ka pt i H al lg rí m ss on Í raun lendir maður í alls konar lagnaþrautum sem geta verið mjög krefjandi en ég hef mjög gaman af því SAGA HLUTANNA | BLÝANTUR Ekkert blý í blýöntum L jó sm yn d: J úl íu s Þ rátt fyrir nafnið innihalda blýantar ekkert blý heldurákveðna tegund kolefnis sem kallað er grafít. Það efni varuppgötvað í Seathwaite Valley í Englandi um 1564. Fljót- lega eftir það voru fyrstu frumstæðu blýantarnir búnir til á sama svæði með því að vefja grafíti inn í snæri eða leggja það í við- arhylki. Árið 1662 voru blýantar búnir til í Nürnberg sem í dag tilheyrir Þýskalandi, að því er virðist með því að líma ræmur af grafíti inn í hylki sem gerð voru úr tveimur viðarbútum. Í byrjun 18. aldar voru þar framleiddir blýantar í viðarhylki sem í voru kjarnar úr blöndu af graf- íti, brennisteini og mismunandi bindiefnum. Þessir þýsku blýantar voru mun síðri en þeir ensku sem haldið var áfram að framleiða úr hreinu grafíti allt fram til ársins 1860. Tímamót urðu í framleiðslu blýanta þegar franski efnafræðingurinn Nicolas Conte þróaði og fékk einkaleyfi á aðferð við að búa til blýanta árið 1795. Hann not- aði blöndu af leir og grafítpúðri sem var brennd áður en hún var límd í þar til gert slíður í sívölu viðarhylki. Blýið var ferkantað í lögun og þurfti að líma þunna ræmu af viði með í raufina til að fylla upp í hana. Aðferð Contes gerði það að verkum að hægt var að stjórna hversu harður eða mjúkur blýanturinn varð, sem var afar mikilvægt fyrir listamenn. Frá 1812 framleiddi Bandaríkjamaðurinn William Munroe í Bost- on blýanta í viðarhylki en þeir stóðu bresku blýöntunum langt að baki í gæðum. Árið 1847 kom Bandaríkjamaðurinn Joseph Dixon á fót verksmiðju rétt utan við New York sem meðal annars fram- leiddi blýanta. Eberhard Faber setti svo á laggirnar fyrstu sér- hæfðu blýantaverksmiðjuna árið 1861 í New York og árið eftir unnu bandarískir blýantar, sem Eagle Pencil Company framleiddi, til verðlauna í Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.