Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 26

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 26
26 | 12.2.2006 SMÁMUNIR… Þegar góða veislu gjöra skal er fátt meira pirr- andi en að geta ekki með einu nettu handtaki skrúfað lokið af glerkrukkunni með rauðkálinu eða öðru meðlæti. Stundum er lokið svo fast að meira að segja handsterkasta fólk ræður ekki við eitt eða neitt og hvorki rennandi heitt vatn né rakt viskustykki koma að notum. Í Byggt og búið í Kringlunni fást tvær gerðir krukkuopnara, sem eru fyrirtaks bjargvættir í slíkum neyðartilfellum. Báðir eru þannig úr garði gerðir að með þeim er hægt að skrúfa lok af krukkum í mismunandi stærðum. Krukkuopnarinn á myndinni kostar tæpar eitt þúsund krónur, en hin gerðin er nokkr- um krónum dýrari. Með tak á krukkunni Orkídeur þykja blóma fegurstar og eru til í ótal mismunandi afbrigðum. Því er ekki að undra að snyrtivöruiðnaðurinn hafi rannsakað hvernig nota mætti þessa fögru jurt til að auka á fegurð mannfólksins. Nýjasta kremið frá Guerlain, Orchidée Impériale, sem ætlað er til að hægja á öldrun húðarinnar, er einmitt unnið úr orkídeunni „best geymda leyndar- máli náttúrunnar“ eins og segir í kynningar- efni. Þar segir jafnframt að kremið geri það að verkum að húðin endurheimti sinn fyrri kraft, fái aukinn ljóma og hrukkur grynnki til muna. Orkídeur til að yngja upp Danskur maður sagði: ,,Ég er kallaður innflytjandi afannarri kynslóð – en ef börnin mín verða kölluð inn-flytjendur af þriðju kynslóð, þá íhuga ég í alvöru að flytja í annað land.“ Orð hans segja margt um líðan fólks sem er kallað innflytjendur en á fátt annað sameiginlegt nema að upplifa sig hornreka í samfélagi sem útbelgt er af umræðu um innflytjendavandamál. Umræðan um múslíma er fyrirferðarmest og stundum svo gasaleg að fólki blöskrar, líkt og dönsku rithöfundunum sem birtu bréf í Politiken í desember og mótmæltu hörkunni í um- ræðunni (og ómannúðlegri löggjöf), ekki síst málflutningi kandídata Dansk Folkeparti; en þessi stuðningsflokkur stjórn- arinnar hefur lagt tóninn í umræðunni og notaði m.a. orð (slit- in úr samhengi) úr gömlum trúarritum múslíma í kosningaaug- lýsingu með fyrirsögninni: Þetta hafa þeir sagt um okkur! Sumir töldu botninum náð þegar rithöfundar vildu ,,tak- marka“ tjáningarfrelsið en aðrir álitu það hluta tjáningarfrelsisins að mót- mæla mögulegri misnotkun á því. Miklu frelsi fylgir jú ábyrgð – og tján- ingarfrelsið er grundvöllur þess að við getum dafnað sem heilar manneskjur. Því er mikilvægt að ræða það frá öllum hliðum þegar stórvægilegur ágreining- ur rís, líkt og ágreiningurinn um skop- myndirnar af Múhameð. Upphaf hans má rekja til barnabókar um Múhameð: myndskreytari fannst eftir mikla leit en vildi ekki láta nafns síns getið; vandræðin vöktu athygli rit- stjórnar Jyllands-Posten og skopmyndirnar birtust. Kannski er sannleikskorn í orðum kúltúrblaðamannsins sem sagði að engin átök hefðu orðið ef teiknarinn hefði kvittað undir myndirnar í bókinni, enda hafi Múhameð svosem verið myndgerður áður þrátt fyrir bannið. Og kannski líka í orðum múslímans sem keyrði mig í leigubíl og sagði myndirnar vera kornið sem fyllti mælinn; múslímar hafi lengi verið utangátta í dönsku samfélagi og því hafi nokkrir brugðið á það ráð að leita liðsinnis út fyrir landsteinana, enda litla samúð að finna hjá fólki sem hræðist dökkt fólk í strætó. Ýmsir aðrir Danir hallast að því að múslímar hafi svo lengi búið við niðrandi fjölmiðla- umfjöllun að í þetta skipti hafi þeir fengið nóg. Í Danmörku er mikið talað um múslíma, stundum líkt og þeir séu allir sem einn. Auðvitað eru múslímar allskonar fólk sem kemur frá ólíkum menningarheimum, aðhyllist margskon- ar stjórnmálaskoðanir og stundar trúarbrögðin með mismun- andi áherslum. Teikning af Múhameð með sprengju á hausn- um gefur aftur á móti í skyn að allir múslímar séu hryðjuverkamenn – skilaboð sem fæstir sætta sig við. Að fíflast með trú fólks, sem upplifir sig annars flokks í sam- félaginu, veldur sárindum; sérstaklega meðal þeirra sem eru nýfluttir til landsins og þekkja illa danska satíruhefð. En jafnvel þótt átök blossi upp þegar ólíkir menningarheimar mætast á enginn að komast upp með að hefta tjáningarfrelsið með hót- unum, ofbeldi eða hryðjuverkum; slíkir glæpir sverta íslamstrú meira en skopmyndir, enda eru stuðningsmenn þeirra í mikl- um minnihluta meðal múslíma. Hins vegar er nauðsynlegt að ábyrgðin sé samstíga tjáningarfrelsinu því einn daginn er skop- mynd af gyðingi fyndin, næsta dag viðbjóðslegur rasismi. Blaðamennirnir á Jyllands-Posten voru meðvitaðir um eld- fima umræðuna um múslíma þegar skopmyndirnar af Múham- eð birtust – en hvað bjó að baki veit enginn; vonandi hugs- unarleysi. Hvort eitthvað gott hlýst af átökunum, bæði fyrir múslíma og tjáningarfrelsið, verður forvitnilegt að sjá. Það gæti gerst og þá ber að þakka öllum þeim múslímum og öðrum manneskjum sem ræða þetta flókna mál af heilindum – og stuðla að gagnkvæmri virðingu jafnt sem skilningi. audur@jonsdottir.com Út úr strætónum, hryðjuverkamaður! Pistill Auður Jónsdóttir … einn daginn er skopmynd af gyðingi fyndin, næsta dag við- bjóðslegur rasismi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.