Morgunblaðið - 04.04.2006, Page 1

Morgunblaðið - 04.04.2006, Page 1
2006  ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL BLAÐ C SKALLAGRÍMUR KNÚÐI FRAM ODDALEIK / C4 GUNNAR Þór Gunnarsson er kominn með leik- heimild með sænska liðinu Hammarby. Síðustu pappírarnir voru undirritaðir í gær, en Gunnar samþykkti tilboð frá félaginu um helgina og gild- ir samningur hans til þriggja ára. Gunnar Þór leikur í kvöld sinn fyrsta alvöru- leik með liðinu þegar það tekur á móti Helsing- borg í lokaleiknum í fyrstu umferð sænsku úr- valsdeildarinnar. Anders Linderoth, þjálfari Hammarby, sagði á heimasíðu félagsins í gær, að Gunnar yrði í byrjunarliðinu í treyju númer 16 - í stöðu vinstri bakvarðar. ,,Ég er ekkert stressað- ur fyrir þennan leik heldur hlakkar mig bara til. Það hefur ekki snjóað meira hérna í Svíþjóð í ein- hver 50 ár en við æfðum á vellinum í gær og ég held hann verði allt í lagi. Lítið um grænt gras en völlurinn er sléttur,“ sagði Gunnar Þór við Morg- unblaðið í gær. Gunnar Þór beint í Hammarbyliðið B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Tvær breytingar eru á leikmanna-hópnum frá leiknum gegn Eng- lendingum í síðasta mánuði sem Englendingar höfðu betur í, 1:0. Ást- hildur Helgadóttir fyrirliði kemur inn í hópinn að nýju en hún gat ekki leikið með Englendingum vegna meiðsla sem hún hefur nú jafnað sig á. Þá tekur Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni, sæti Guðbjargar Gunn- arsdóttur, markvarðar úr Val, sem meiddist á hné á dögunum. Hópurinn er þannig skipaður að markverðir eru Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki (42) og Sandra Sigurðar- dóttir, Stjörnunni (1). Aðrir leikmenn: Ásthildur Helga- dóttir, Breiðabliki (61), Olga Fær- seth, KR (53), Guðlaug Jónsdóttir, Breiðabliki (51), Edda Garðarsdótt- ir, Breiðabliki (37), Guðrún S. Gunn- arsdóttir, Breiðabliki (27), Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (19), Dóra Stefánsdóttir, Val (17), Hólmfríður Magnúsdóttir, KR (15), Dóra María Lárusdóttir, Val (13), Erla S. Arnar- dóttir, Mallbackens (9), Ásta Árna- dóttir, Val (6), Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabliki (6), Laufey Jóhannsdótt- ir, Val (5), Greta Mjöll Samúelsdótt- ir, Breiðabliki (2) og Harpa Þor- steinsdóttir, Stjörnunni (1). TONI Schumacher, fyrrverandi landsliðsmarkvörð- ur Þjóðverja í knattspyrnu – sem lék í marki þeirra í heimsmeistarakeppninni á Spáni 1982 og í Mexíkó 1986, segist vera nokkuð viss um að Jens Lehmann muni verja mark Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar, en ekki Oliver Kahn. Slagurinn um mark- varðarstöðuna er orðinn að hálfgerðri sápuóperu í þýskum fjölmiðlum og Schumacher segir að hún muni halda áfram þegar landsliðsþjálfarinn Jürg- en Klinsmann tilkynni þá ákvörðun sína að Leh- mann verði aðalmark- vörður liðsins. Lehmann hefur sjaldan leikið betur en á þessu tímabili með Arsenal. ,,Ég get ekki séð neina ástæðu fyrir því að velja ekki Kahn Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Lehmann verði fyrir valinu. Jens var svo sallaró- legur í öllum viðtölum eftir leik Arsenal og Juventus á dögunum og það var alveg eins og hann vissi að yrði hann aðalmarkvörður landsliðsins á HM,“ sagði Schumacher við þýska netmiðilinn Sport 1. Klinsmann hefur staðfest að hann muni taka ákvörðun um markvarðarstöðuna í byrjun maí áður en hann tilkynnir 23 manna hópinn. Sjálfur hefur Oliver Kahn látið hafa eftir sér að hann verði í markinu. Kahn hefur ekki þótt leika vel í marki Bæjara á tímabilinu og mörkin tvö sem Bay- ern fékk á sig gegn Köln um nýliðna helgi voru að hluta til skráð á hans reikning. Meiðsli í mjöðm hafa líklega spilað þar inn í. Kahn var skipt út af í hálf- leik.,,Samkeppni er af hinu góða en ef Kahn er svona sannfærður um að standa í markinu á HM þá hefði hann ekki átt að spila meiddur í leiknum á móti Köln,“ sagði Schumacher. Schumacher veðjar á Lehmann Reuters Jens Lehmann LEIKMENN Skautafélags Akur- eyrar, SA, unnu liðsmenn Skauta- félags Reykjavíkur, SR, 5:3, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla í íshokkíi í gærkvöldi, en liðin mætt- ust á svellinu í Skautahöllinni í Laugardal. SA byrjaði betur og vann fyrsta leikhluta 1:2, en SR svaraði að bragði í öðrum leikhluta með því að jafna í 3:3. Leikmenn SA voru hins vegar útsjónarsamari í þriðja og síðasta leikhluta og gerðu þá tvö mörk án þess að SR næði að svara fyrir sig. Það liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslands- meistari. Morgunblaðið/Sverrir SA sótti sigur suðurJörundur velur liðið sem mætir Hollendingum JÖRUNDUR Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttuleik Íslendinga gegn Hollend- ingum sem háður verður í Zwolle í Hollandi 12. þessa mánaðar. Tvær breytingar á landsliði kvenna í knattspyrnu frá leiknum við Englendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.