Morgunblaðið - 04.04.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.04.2006, Qupperneq 4
Það var ótrúlegt að sjá til meist-araliðs Keflavíkur í fjórða leik- hluta þar sem liðið náði aðeins að skora 8 stig gegn 22 stigum Borg- nesinga. Sóknarleikur Keflavíkur var í molum á þessum tíma og mikið af tæknilegum mistökum sem leik- menn liðsins gerðu en það verður ekki tekið af Skallagrímsliðinu að það fann nokkur tromp upp í erminni þegar mest á reyndi. Lokakafli leiksins var gríðarlega spennandi en Keflavík var með fimm stiga forskot í upphafi fjórða leik- hluta, 77:72. Makedóníumennirnir Dimitar Karadovski og Jovan Zdravevski tóku til sinna ráða og skoruðu tvær 3 stiga körfur og breyttu stöðunni í 78:77. Og þeir félagar voru aftur á ferðinni er þeir settu niður tvær 3 stiga körfur í röð og komu heimalið- inu í 88:85 er um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Á síðustu mínútum leiksins gekk mikið á en pressuvörn Keflavíkur gekk ekki upp og Hafþór Gunnarsson og Axel Kárason sáu um að skora síðustu stig leiksins og tryggja liðinu oddaleik í Keflavík á fimmtudaginn. Lokatölur 94:85. „Keflvíkingar voru búnir að pressa okkur allan völlinn nánast frá upphafi og það var farið að draga af þeim í lokin. Ég held að það hafi hjálpað okkur að þeir voru orðnir þreyttir. Skotvalið var líka betra hjá okkur eftir því sem leið á leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks vorum við að taka léleg skot eftir að hafa brotið pressuvörnina á bak aftur. Þegar við fórum að hægja aðeins á leiknum og nýta okkur George Byrd í vítateign- um og fá meiri hreyfingu á boltann lagaðist leikur okkar. Ég er rosalega stoltur af strákunum að koma sér í þá aðstöðu að leika oddaleik gegn Ís- landsmeisturunum. Liðið er ungt og reynslulaust, en hugarfarið þarf að vera í lagi í oddaleiknum,“ bætti Val- ur við. Keflvíkingar hafa eflaust rifjað upp margt í gær sem fór úrskeiðis hjá liðinu enda var liðið til alls líklegt í upphafi síðari hálfleiks. Þar fór Vlad Boeriu á kostum og raðaði nið- ur stigunum og var maðurinn á bak við 10 stiga forskot liðsins, 66:56, en Boeriu nýtti sér það vel að Byrd stóð í vítateignum í vörninni og fylgdi honum ekki eftir þegar hann fór út að 3 stiga línunni. Boeriu skoraði alls 19 stig í leiknum. Eftir þessa rispu var eins og að hungrið væri ekki nógu mikið til þess að slá Borgnes- inga út af laginu. Heimaliðið svaraði fyrir sig með gríðarlega góðri skorpu undir lok þriðja leikhluta þar sem Axel Kárason og Byrd fóru mik- inn. Ekki má gleyma framlagi leik- stjórnandans Dimitar Karadovski í liði Borgnesinga sem lagði sitt af mörkum og skoraði alls 22 stig, flest úr skotum utan við 3ja stiga línuna. „Dimitar er meiddur og hefur ekki getað beitt sér að fullu. Hann vill hinsvegar ekki ræða það að hvíla á þessum tímapunkti tímabilsins. Hann er sárþjáður en gerir eins og hann getur. Í þessum leik var hann gríðarlega góður og getur gert enn meira ef hann fær tvo daga til þess að jafna sig fyrir oddaleikinn. Það verða ekki erfiðar æfingar hjá okkur næstu daga,“ sagði Valur Ingimund- arson. Leikmenn Keflavíkurliðsins voru lengi í búningsherbergjum sínum eftir leikinn og gafst ekki færi á að ræða við leikmenn eða þjálfara liðs- ins, Sigurð Ingimundarson, eftir leikinn. Sigurður leyndi því ekki á meðan leikurinn fór fram að hann var langt frá því að vera sáttur við úrvinnslu leikmanna á þeim atriðum sem lögð voru upp fyrir leikinn. Í fjórða leikhluta náði liðið alls ekki að leika eins og það getur gert best. Skotvalið var slakt, varnarleikurinn gloppóttur og tæknileg mistök í sóknarleiknum voru mörg. Það verð- ur því spennandi að sjá hvernig liðin mæta til leiks í oddaleikinn á fimmtudaginn á heimavelli Keflavík- ur. Skallagrímur svaraði fyrir sig Morgunblaðið/Svanur Steinarsson Jovan Zdravevski, leikmaður Skallagríms, á auðum sjó. Vlad Boeriu og AJ Moye fá ekkert við hann ráðið. „ÞETTA 50 stiga tap í Keflavík í þriðja leiknum snerti mig ekki og við vorum löngu búnir að gleyma þeim leik. Við lærðum margt af þeim leik en við sýnd- um að við getum gert góða hluti. En ég ætla að spara yfirlýsing- arnar fyrir oddaleikinn í Kefla- vík, við mætum þar til leiks með sömu markmið og áherslur og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Skalla- gríms úr Borgarnesi, eftir 94:85 sigur liðsins gegn Íslandsmeist- araliði Keflavíkur í gær. Liðin eigast við í oddaleik um hvort þeirra mætir Njarðvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins og miðað við stemmninguna í her- búðum Borgnesinga í gær getur allt gerst í framhaldinu. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is  FYLKIR sigraði norska 2. deildar- liðið Randeberg, 4:2, í æfingaleik í Portúgal í gær. Haukur Ingi Guðna- son, Páll Einarsson og Daninn Peter Gravesen voru á skotskónum fyrir Árbæjarliðið en fjórða markið var sjálfsmark.  HELGI Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Öster þegar liðið gerði markalaust jafntefli við IFK Gauta- borg í fyrstu umferð sænsku úrvals- deildarinnar í gær. Hjálmar Jónsson er á sjúkralista IFK.  EMIL Hallfreðsson var ekki í leik- mannahópi Malmö FF í gær þegar liðið fékk aðeins eitt stig úr úr við- ureign sinni við Häcken, 1:1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  SIGURÐUR Ari Stefánsson skor- aði fjögur mörk fyrir Elverum sem tapaði fyrir Sandefjord, 35:29, í norsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í fyrrakvöld. Elverum er í átt- unda sæti en ein umferð er eftir af deildarkeppninni.  KRISTINN Björgúlfsson skoraði tvö mörk fyrir Runar sem tapaði fyr- ir Drammen, 25:24. Tapið gerði það af verkum að Runar er fallið úr úr- valsdeildinni en liðið er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar.  ANNA Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði eitt mark og Nína Björk Arnfinnsdóttir fyrir Levanger þeg- ar lið þeirra tapaði fyrir Stabæk, 26:24, í lokaumferð norsku úrvals- deildarinnar. Lavanger hafnaði í 10. sæti af 12 liðum og þarf að spila tvo aukaleiki við liðið sem endar í þriðja sæti 1. deildarinnar um laust sæti í úrvalsdeildinni.  HALLDÓR Jóhann Sigfússon skoraði fimm mörk fyrir Essen þeg- ar liðið burstaði Aledekerk, 34:21, í þýsku 3. deildinni í handknattleik í fyrradag. Essen hefur unnið alla 26 leiki sína í deildinni.  FLORIAN Kehrmann, hornamað- ur Lemgo og þýska landsliðsins, meiddist á hné í leik Lemgo og Gummersbach í fyrradag. Í fyrstu var óttast að krossband hefði slitnað en við skoðun í gær kom í ljós að svo var ekki. Hann verður hins vegar frá keppni í 4–6 vikur sem þýðir að hann missir nær örugglega af úrslitaleikj- um Lemgo og Göppingen í EHF- keppninni en leikirnir fara fram 23. og 30. apríl.  LUKE Young, fyrirliði Charlton, meiddist á ökkla í leiknum gegn West Ham í fyrradag og er talið víst að hann missi af leik Charlton gegn Middlesbrough í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem fram fer 12. þessa mánaðar.  ARSENAL hefur augastað á franska miðjumanninum Yoann Gourcuff sem leikur með Rennes. Gourcuff er 19 ára gamall og hefur vakið mikla athygli í frönsku 1. deild- inni á tímabilinu. Arsenal er ekki eina liðið sem hefur sýnt hefur pilti áhuga. Ítölsku liðin AC Milan og Juventus ku vera spennt að fá leik- manninn eftir því sem fram kemur í ítalska íþróttablaðinu Gazzetta dello Sport.  INIGO Idiankez, leikmaður Derby County, var í gær útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í ensku 1. deildinni. Idiankez, sem er 32 ára gamall spænskur miðjumaður, skor- aði þrjú mörk í fjórum leikjum Derby í mánuðinum og er hann markahæsti leikmaður Derby á leik- tíðinni með 11 mörk.  ÞRÍR gamalkunnir þýskir lands- liðsmenn hafa verið skipaðir sendi- herrar heimaborga sinna í Þýska- landi – í sambandi við heims- meistarakeppnina í sumar. Það eru þeir Siegfried Held, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, í Dort- mund, Uwe Seeler í Hamborg og Gerd Müller í München. FÓLK JOVAN Zdravevski, framherji Skallagríms, skoraði 21 stig gegn Keflavík í gær og gerði mikilvæga þriggja stiga körfu í 4. leikhluta er hann kom Borgnesingum yfir, 88:85, þegar aðeins um tvær mín- útur lifðu af leiknum. Makedóníu- maðurinn var illviðráðanlegur í sókn sem vörn á lokakafla leiksins og hann lét ekki segja sér það tvisv- ar að skjóta þegar færi gafst. Jovan sagði að munurinn á úti- velli og heimavelli væri gríðarlegur en hann var samt sem áður handviss um að hægt væri að leggja Íslands- meistarana að velli á þeirra eigin heimavelli – þrátt fyrir 50 stiga tap- leikinn á dögunum. „Við getum verið skynsamir og nýtt styrk okkar. Ef við gerum það getum við unnið öll lið. Í þessum leik náðum við að gera það sem við erum bestir í. Ég held að við getum alveg haldið áfram með þá hluti í Kefla- vík. Ef við náum að halda í við Keflavík í oddaleiknum fram undir lokin er ég ekki í vafa um að við vinnum,“ sagði Zdravevski en hann hafði gaman af því að ræða við stuðningsmenn Keflavíkur og fékk hann orð í eyra undir lok leiksins. „Svona á körfuboltinn að vera. Mér finnst þetta frábært, að fá áhorf- endur með í leikinn og mér er alveg sama hvað þeir segja við mig og um mig. Ég reyni bara að hafa gaman af leiknum,“ sagði Makedóníumað- urinn Kovan Zdravevski. Höfum engu að tapa Hafþór Gunnarsson, leikmaður Skallagríms, sagði að margt hefði verið rætt og ritað eftir tapleikinn í Keflavík og var hann greinilega ósáttur við margt sem þar fór fram. „Við vorum byrjaðir að hvetja okk- ur áfram í lok leiksins í Keflavík. Ætluðum okkur að jafna metin á heimavelli og fá annað tækifæri í oddaleik í Keflavík. Það gekk upp og við notuðum einnig þá umfjöllun sem við fengum um okkur til þess að hvetja okkur áfram. Morgunblaðið sagði að við værum eins og ungbörn og það fór ekki vel í okkur,“ sagði Hafþór. „Við höfum engu að tapa úr þessu. Mætum Íslandsmeistaralið- inu á þeirra heimavelli í oddaleik í undanúrslitum. Það gerist ekki betra,“ sagði Hafþór Gunnarsson. „Svona á körfubolti að vera“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.