Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 C 3
„ÉG verð að játa, að lokamínúturn-
ar hér á Riverside-vellinum tóku á
taugarnar – hjá mér, leikmönnum
og áhorfendum. Það var því stór-
kostlegt að sjá knöttinn hafna í
marki Basel í fjórða skipti rétt fyrir
leikslok – eftir skot Maccarone.
Þetta er söguleg stund fyrir liðið og
það er ekkert skemmtilegra en að
fagna sigri á þann hátt, sem við
gerðum hér,“ sagði Steve McClar-
en, knattspyrnustjóri Middles-
brough, eftir að liðið náði að
tryggja sér rétt til að leika í undan-
úrslitum UEFA-bikarkeppninnar –
á elleftu stundu. Útlitið var ekki
gott fyrir Middlesbrough er Edu-
ardo Da Silva skoraði fyrir Basel,
sem vann fyrri leikinn 2:0, á 23.
mín. Middlesbrough varð þá að
skora fjögur mörk til að komast
áfram. Mark Viduka skoraði tvö
mörk fyrir „Boro“ á 33. og 57. mín.
og Jimmy Floyd Hasselbaink, sem
kom inn á sem varamaður strax eft-
ir leikhlé, bætti þriðja markinu við
á 79. mín., 3:1.
Það var svo Ítalinn Massimo
Maccarone, sem kom inn á sem
varamaður á 67. mín. sem skoraði
fjórða mark Middlesbrough rétt
fyrir leikslok við geysilegan fögnuð
24.521 áhorfanda. Moccarone, sem
er dýrasti leikmaðurinn í sögu
Middlesbrough – kostaði 8,1 millj.
sterlingspunda – hefur greitt stór-
an hlut af þeirri fjárhæð til baka,
með því að skora sigurmarkið.
„Boro“ mætir Steaua í undan-
úrslitum og Schalke mætir Sevilla.
Middlesbrough áfram í
UEFA á elleftu stundu
ár 3-
kom-
n
g-
af-
a og
el.
ta
var
tap-
u og
ikil
ri
æti
„Ég
u
m
að
m á
u,“
m
ð
FÉLAGAR í Golfklúbbi
Reykjavíkur eru nú 2.350 og
samkvæmt frétt á heimasíðu
GR, www.grgolf.is, verður
ekki fjölgað í klúbbnum í vor.
Þeir kylfingar sem sóttu um
félagsaðild árið 2004 hafa
fengið inngöngu í klúbbinn en
þeir sem sóttu um árið 2005 og
2006 eru enn á biðlista og fá
því ekki inngöngu í ár. Alls
eru 385 kylfingar á biðlista hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur en svo
virðist sem þeim fækki alltaf
ár frá ári sem ekki greiða
gjaldið sitt og þar af leiðandi
losna fá pláss í GR. Klúbbur-
inn hefur til umráða tvo 18
holu golfvelli, Grafarholtsvöll
og Korpúlfsstaðavöll, en að
auki hafa félagar í GR aðgang
að Garðavelli á Akranesi (GL),
Hólmsvelli í Leiru (GS),
Strandavelli á Hellu (GHR) og
Þorláksvelli í Þorlákshöfn.
Félögum
í GR ekki
fjölgað
ÍSLANDSMEISTARARNIR í
knattspyrnu kvenna, Breiðablik,
töpuðu stórt fyrir norska liðinu
Strömmen á æfingamóti á La
Manga á Spáni á miðvikudaginn.
Lokatölur urðu 5:0 fyrir norska lið-
ið.
GUÐMUNDUR Stephensen og fé-
lagar í sænska borðtennisliðinu
Malmö unnu góðan 5-0 sigur á
meistaraliði Eslöv í öðrum úrslita-
leik liðanna um sænska meistaratit-
ilinn. Guðmundur lék einn leik og
vann hann 3-0. Liðin hafa nú unnið
sinn leikinn hvort og mætast í kvöld
í þriðja sinn.
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur úr GKG, verður ekki meðal
keppenda á Peugeot-mótinu sem
fram fer við Barcelona, en mótið er í
áskorendamótaröðinni. Þar sem
ekkert mót er í evrópsku mótaröð-
inni í vikunni vegna Masters-móts-
ins eru óvenjumargir sterkir kylf-
ingar skráðir til leiks á þetta mót og
því kemst Birgir Leifur ekki að.
VLADIMIR Duric, leikmaður Sel-
foss í handknattleik, var úrskurð-
aður í tveggja leikja bann af aga-
nefnd HSÍ á þriðjudaginn. Honum
var vikið af velli í leik Selfoss og
Fylkis á föstudaginn.
ANDY Cole, sóknarmaður Man-
chester City, mun á næstunni skrifa
undir nýjan eins árs samning við fé-
lagið að sögn Stuart Pearce, stjóra
City. Cole er meiddur og leikur ekki
meira með á leiktíðinni og samning-
ur hans rennur út í sumar.
ROBERT Pires, leikmaður Ars-
enal, segist ætla að leggjast undir
feld um páskana og ákveða þá hvað
hann geri. Arsenal hefur boðið hon-
um árs samning. Frakkinn vill
lengri samning og honum stendur til
boða að fara til Villarreal á Spáni.
Arsenal og Villarreal mætast í und-
anúrslitum Meistaradeildarinnar.
ZLATAN Ibrahimovic, landsliðs-
miðherji Svíþjóðar og leikmaður Ju-
ventus, sagði eftir leikinn gegn Ars-
enal að Juventus hefði fallið úr
Meistaradeild Evrópu eftir að hafa
tapað fyrir liði sem myndi lyfta Evr-
ópubikarnum á loft í París 17. maí.
„Arsenal er lið þessarar stundar.
Leikmenn liðsins hafa styrk til að
fara alla leið – og leggja Barcelona
að velli,“ sagði Ibrahimovic.
BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn
Gilberto hjá Arsenal segir að sigr-
arnir á Juventus og Real Madrid
hafi ekkert að segja í þeirri orrustu
sem er framundan hjá Arsenal í
Meistaradeildinni – og hann varar
sína félaga við að slaka á og vera í
sigurvímu. „Ég er afar ánægður
með leik okkar að undanförnu. Við
verðum að halda áfram af miklum
krafti og hugsa aðeins um sigur í
hverri viðureign okkar,“ sagði Gil-
berto.
FÓLK
Það var gríðarleg stemning á þétt-setnum áhorfendapöllum
íþróttahússins við Sunnubraut í
Keflavík í gær eða „Sláturhúsið“ eins
og það hefur verið nefnt í gegnum tíð-
ina. Hafþór Gunnarsson, leikmaður
Skallagríms, tók af skarið í upphafi
leiks og sýndi hvað til þarf þegar
mest á reynir. Hafþór skoraði fleiri
stig í fyrsta leikhluta en allt Keflavík-
urliðið, en bakvörðurinn skoraði 14 af
alls 22 stigum liðsins en leikmenn
Keflavíkur skoruðu aðeins 13 stig í
fyrsta leikhluta.
„Ég held að hugarfarið, baráttan
og samheldnin í okkar liði hafi ein-
faldlega verið meiri hjá okkur en í liði
Keflavíkur. Við fengum fullt af villum
dæmdar á okkur og þá sérstaklega
ég. Það skipti engu máli því við ætl-
uðum okkur að berjast og hafa gam-
an af þessu. Tilfinningin er því góð að
mæta í úrslit Íslandsmótsins en því
fékk ég að kynnast er ég var leik-
maður Snæfells en ég á eftir að upp-
lifa það að fara alla leið líkt og Axel
Kárason sem fór í úrslit með Tinda-
stól árið 2001 – með Val Ingimund-
arson sem þjálfara. Við erum búnir
að leggja Grindavík og Keflavík að
velli í úrslitunum. Er þá ekki bara eitt
Suðurnesjalið eftir?“ sagði Hafþór en
hann skoraði alls 22 stig í leiknum og
var stigahæsti leikmaður Skalla-
gríms.
„Þetta setur foreldra mína í smá
vandræði því þau voru búinn að panta
sér ferð til útlanda og þau missa því af
öllu fjörinu í úrslitunum. Ég býst við
því að aðeins leikmenn liðsins hafi
trúað því að við gætum farið alla leið í
úrslit, bætti Hafþór við í léttum tón.
Deyfð var yfir Íslandsmeistaralið-
inu í gær og aðeins AJ Moye lék af
eðlilegri getu. Aðrir voru „flatir“ og
gáfu lítið af sér. Moye skoraði fyrstu
2 stig leiksins en eftir það var Kefla-
víkurliðið alltaf 8–10 stigum undir
þar til að Magnús Gunnarsson kveikti
vonarneista í stuðningsmönnum
Keflvíkinga er hann skoraði 3-stiga
körfu undir lok þriðja leikhluta og
kom Keflavík yfir, 60:59, en það var
aðeins í annað sinn í leiknum sem liðið
var yfir í leiknum. Moye skoraði alls
33 stig í leiknum og tók 13 fráköst.
Þessi skorpa Keflvíkinga dugði
ekki til og leikmenn Skallagríms
komu hinum stóra og stæðilega
George Byrd inn í leikinn þegar mest
á reyndi og hann skoraði bróðurpart-
inn af sínum stigum á lokakafla leiks-
ins – með auðveldum skotum undir
körfunni. Vlad Boer, leikmaður
Keflavíkur, fékk fín færi í fjórða leik-
hluta til þess að skjóta á körfuna en
hann nýtti þau illa. Á síðustu mínút-
um leiksins var allt í járnum, Boer
skoraði 3-stiga körfu, minnkaði mun-
inn í 78:76, þegar rúmar 2 mínútur
voru eftir af leiknum.
Jón N. Hafsteinsson blakaði bolt-
anum ofaní körfu Skallagríms þegar
1:25 mín. lifðu af leiknum og kom
Keflavík yfir í þriðja sinn í leiknum,
80:78, en það reyndust síðustu stig
heimaliðsins. Arnar Freyr Jónsson
fékk dæmda á sig villu og tæknivillu í
kjölfarið er staðan var 80:80, og að-
eins tæp hálf mínúta var eftir af
leiknum. Byrd misnotaði tvö vítaskot
en Pétur Már Sigurðsson kom
Skallagrími í 82:80 með tveimur víta-
skotum úr tæknivítinu sem dæmt var
á Keflavík. Borgnesingar fengu bolt-
ann við miðlínu í kjölfarið þegar 28
sekúndur voru eftir af leiknum. Þar
nýttu þeir sér skotklukkuna til hins
ýtrasta og Jovan Zdravevski skoraði
síðustu stig leiksins þegar 6 sekúndur
voru eftir af leiknum. Lokatölur,
84:80 og allt trylltist í herbúðum
stuðningsmanna Skallagríms.
Afrek Skallagrímsmanna verður
lengi í minnum haft enda ekki á
hverjum degi sem að lið leggja
ríkjandi meistara að velli í oddaleik á
útivelli. Það er mikið spunnið í Skalla-
grímsliðið og þrátt fyrir að aðeins 7
leikmenn komi að öllu jöfnu við sögu í
leikjum liðsins er liðið illviðráðanlegt.
Til samanburðar skoruðu 7 leikmenn
í liði Skallagríms stig í gær en aðeins
6 leikmenn úr liði Keflavíkur komust
á blað.
Í gær voru það Pétur Már Sigurðs-
son og Hafþór Gunnarsson sem
drógu vagninn. Og George Byrd stóð
fyrir sínu með 15 stig og 22 fráköst.
Axel Kárason lék vörnina af festu líkt
og Pálmi Þór Sævarsson.
Fyrir utan hliðarlínuna var Valur
Ingimundarson, þjálfari liðsins, með
allt á hreinu og var ávallt jákvæður –
á hverju sem gekk.
Ljósmynd/Víkurfréttir/Jón
agríms, fagnar ásamt stórum hópi stuðningsmanna liðsins eftir að flautað var til leiksloka í Keflavík.
Skallagrímur með bar-
áttu og ákefð að vopni
SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi braut í blað í sögu körfuknattleiks á
Íslandi í gær með því að leggja Íslandsmeistaralið síðustu þriggja
ára, Keflavík, í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í Iceland
Express-deildinni, úrvalsdeild. Borgnesingar skoruðu 84 stig gegn
80 stigum heimaliðsins sem hafði fagnað Íslandsmeistaratitlinum
sl. þrjú tímabil. „Trúin flytur fjöll,“ sagði Valur Ingimundarson þjálf-
ari Skallagríms eftir leikinn og það er óhætt að taka undir orð hans.
Því leikmenn Skallagríms höfðu það framyfir heimaliðið að þessu
sinni að baráttan og ákefðin var meiri í þeirra herbúðum. Það verða
því ekki Suðurnesjalið sem mætast í úrslitum þetta árið, því Skalla-
grímur mætir til leiks í fyrsta úrslitaleikinn á laugardag gegn Njarð-
víkingum í „Ljónagryfjunni“.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
ÍÞRÓTTIR