Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 4
FIMM mótsmet voru sett í gær á öðrum degi heimsmeistaramóts- ins í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Shanghæ í Kína. Ryan Lochte frá Bandaríkj- unum varð heimsmeistari í 400 metra fjórsundi á nýju mótsmeti, 4.02,49 sek. Þýska sundkonan Janine Pietsch sigraði í 100 metra baksundi á nýju mótsmeti, kom í mark á 58,02 sekúndum. Úkraínumaðurinn Oleg Lisogor sigraði í 100 metra bringusundi karla á 58,14 sekúndum, Ana- stasia Ivanenko frá Rússlandi sigraði í 800 m skriðsundi kvenna á 8 mínútum 11,09 sekúndum og Ítalir settu mótsmet í 4x200 metra skriðsundi karla, sveit þeirra kom langfyrst í mark og fékk tímann 6.59,08. Fimm mótsmet á HM í sundi í Kína BLAKDEILD KA telur úrskurð aga- nefndar Blaksambands Íslands, BLÍ, yfir þjálfara kvennaliðs KA, Konst- antin Shved, í engu samræmi við það sem búast mátti við. Shved var á mánudaginn úrskurðaður í keppn- isbann til loka þessa árs frá öllum leikjum á vegum BLÍ vegna þess að hann kallaði lið sitt af leikvelli í kappleik á sunnudag „Við lýsum því verulegri óánægju okkar með úr- skurðinn og teljum að svo harkaleg- ur dómur þjóni engum hagsmun- um,“ segir m.a. í yfirlýsingu blak- deildar KA. Deildin dregur hins vegar ekki fjöður yfir að ákvörðun Shved sé ekki í samræmi við þann anda sem einkenna eigi kappleiki um leið og atburðurinn er harmaður og hlutaðeigandi, þ.e. leikmenn og þjálfari Þróttar N, dómari leiksins og áhorfendur beðnir afsökunar á þessari framkomu. Blakdeild KA segir ennfremur að aganefnd BLÍ hafi ekki kynnt sér málavexti né hafi Shved fengið að bera hönd fyrir höfuð sér. Eingöngu hafi verið úrskurðað eftir skýrslu dómara. Þá er óánægju lýst vegna þess að leikmenn KA-liðsins hafi verið dæmdir í bann fyrir það að hlýða skipun þjálfara síns. Þá bendir blakdeild KA enn- fremur á þá staðreynd að heima- menn skuli dæma mikilvæga leiki. „Það er á ábyrgð BLÍ að sjá til þess að aðilar séu jafnir í leik og það verður augljóslega best tryggt með hlutlausum dómurum,“ segir í yfir- lýsingu blakdeildar KA. Shved þjálfari nýtur áfram fyllsta trausts sem yfirþjálfari blakdeildar KA og mun áfram sinna sínum störf- um fyrir deildina innan þess ramma sem úrskurðurinn setur honum. Stjarnan stóð í HK fyrstu mín-úturnar í fyrstu hrinu og hafði 4:5 forskot en það hrundi og HK vann örugglega 25:14. Næsta hrina var meira spennandi og Stjarnan náði mest 10:15 forystu en hélt það ekki út, HK náði 19:10 forskoti og vann örugglega 25:20. Það var því að duga eða drepast fyrir Stjörnuna í þriðju hrinu en HK-menn skeyttu lítt um það og náðu 8:3 forystu. Garðbæingar linntu hinsvegar ekki látum fyrr en þeir jöfnuðu 11:11. Síðan var jafnt á öllum tölum þar til Stjarnan komst í 18:20 og vann 22:25. Fjórða hrina var mjög jöfn, liðin skiptust á nokkurra stiga for- skoti og HK jafnaði 24:24 en Garðbæingar áttu næstu tvö stig og unnu 24:26. Jafnt var fram í miðja oddalotu, þá seig Stjarnan fram úr og vann 10:15. „Við mættum varla til leiks fyrr en í þriðju hrinu, vorum algerlega úti á þekju,“ sagði Vignir Hlöðvers- son, þjálfari og fyrirliði Stjörnunn- ar, eftir leikinn. „Við vorum komnir með aðra höndina á bikarinn og það er oft erfitt að vera í slíkri stöðu en HK-menn spiluðu líka vel, léku sinn besta leik gegn okkur. Við höfðum kannski búist við að þeir myndu vera stressaðir en þess í stað byrj- uðu þeir vel en sem betur fer náð- um við að snúa þessu við. Ég er af- ar ánægður því þetta var mjög erfiður leikur en líka spennandi. Liðsheildin er sterk og þegar við komumst í gang leið okkur miklu betur. Við gerðum mikið af tækni- legum mistökum í byrjun en fórum loks að verjast í þriðju hrinu og vörn skiptir miklu máli. Þá skiluðu smössin sér og þegar þetta smellur allt saman þá eigum við að vinna,“ bætti Vignir við. Hann er alls ekki saddur og vill fleiri bikara. „Við er- um ekki saddir. Við misstum Ís- landsmeistaratitilinn til HK í fyrra og lögðum mesta áherslu á að ná honum. Við höfum spilað vel í vet- ur, ekki tapað nema einum leik og við ætlum að spila glimrandi í bik- arúrslitunum.“ HK vann annan leik liðanna í vet- ur en tapaði næstu þremur. Kópa- vogsbúar stóðu einnig í Stjörnunni í fyrri úrslitaleik liðanna en urðu einnig að játa sig sigraða þar, 3:2. „Við fengum ekta leik eins og Stjörnumenn leika, þeir hætta aldr- ei,“ sagði Einar Sigurðsson, þjálfari og leikmaður HK, eftir leikinn og óskaði Stjörnumönnum til ham- ingju. „Við vissum það alveg og það getur verið að þetta hafi eitthvað með viljann að gera. Þeir höfðu hann algerlega en datt eitthvað nið- ur hjá okkur, veit ekki hvort það hafi eitthvað með úthald að gera. Það varð eitthvað spennufall, við vinnum nokkuð öruggulega fyrstu tvær loturnar og héldum jafnvel að þetta kæmi af sjálfu sér en það ger- ist ekki. Við gátum alveg betur og eigum fullt inni en ég óska Stjörn- unni til hamingju,“ sagði Einar að leik loknum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmeistarar Stjörnunnar í blaki karla glaðir eftir að þeir endurheimtu Íslandsbikarinn að loknum öðrum sigri sínum á HK í jafnmörgum leikjum. HK vann titilinn af Stjörnunni í fyrra. Stjarnan endur- heimti titilinn FRAMAN af var ekki að sjá að Stjörnumenn hefðu fullan hug á að landa Íslandsmeistaratitlinum í blaki þegar þeir sóttu HK heim í Kópavoginum í gærkvöldi en Garðbæingar höfðu þegar unnið fyrsta úrslitaleik liðanna. Eftir tvær tapaðar hrinur rjátlaði loks af þeim, vörnin lét á sér kræla og þegar smössin skiluðu sér líka var ekki að sökum að spyrja. Þrjár næstu hrinur vann Stjarnan, þar með leikinn 3:2 og endurheimti titilinn frá HK. Fyrir skömmu varði Stjarnan deildarmeistaratitil sinn og fær tækifæri á sunnudaginn til að verja einnig bikarmeistaratitilinn gegn KA. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is FÓLK  HANNA Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður bikarmeistara Hauka í handknattleik, varð markadrottning 1. deildar kvenna, DHL-deildar, sem lauk á síðasta laugardag. Hanna Guðrún skoraði 135 mörk í 18 leikj- um eða að jafnaði 7,5 mörk í hverjum leik. Maja Corinna Gronbæk, FH, varð í öðru sæti með 128 mörk í 17 leikjum, einnig 8,5 mörk að meðaltali í leik, eins og Hanna Guðrún. Pavla Plaminkova, úr Íslandsmeistaraliði ÍBV, varð í þriðja sæti með 126 mörk.  HEIÐMAR Felixson, handknatt- leiksmaður, meiddist í nára á 22. mínútu í leik með Burgdorf gegn Stralsunder HV í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld og lék ekkert meira í leiknum eftir það. Þá hafði hann skorað tvö mörk. Burgdorf vann leikinn, 33:32, og komst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Robertas Pauzoulis, fyrrverandi leikmaður Hauka, Fram og Selfoss, er meiddur og gat ekki tekið þátt í leiknum og í ljósi þess, og fjarveru Heiðmars lengst af leiksins, eru úr- slitin athyglisverð því Stralsunder er einnig á meðal efstu liða. Óvíst er hversu lengi Heiðmar verður frá vegna meiðslanna.  ÁGÚST Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, stýrir sínu liði gegn rúmenska liðinu Constanta í fyrri leik liðanna ytra á páskadag, 16. apríl nk. Viðureignin er í undanúrslitum Áskorenda- keppni Evrópu. Um tíma reyndu Valsmenn að fá að leika báða leikina hér á landi en samningar tókust ekki. Síðari leikurinn fer fram í Laugar- dalshöll sunnudaginn 23. apríl.  JONATHAN Woodgate, miðvörð- ur Real Madrid, sem hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla síðustu átján mánuðina, mun líklega ekki leika meira með liðinu á keppn- istímabilinu að sögn þjálfarans Juan Ramon Lopez Caro í gær. Wood- gate, sem er 26 ára, mun þá heldur ekki leika með Englandi á HM í Þýskalandi í sumar.  RAZAK Pimpong tryggði FC København sigur í Skandinavíu- deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann skoraði eina mark úr- slitaleik liðsins við Lillestrøm. Mark- ið skoraði Pimpong á síðustu mínútu leiksins. Í fögnuðinum fór hann í keppnispeysu sinni og fékk að laun- um annað gula spjald sitt í leiknum og var því utan vallar þau fáu and- artök sem eftir voru af viðureigninni. Þetta er annað árið í röð sem FC København vinnur Skandinavíu- deildina.  JAMIE Carragher, varnarmaður- inn sterki hjá Liverpool, vonar að Arsenal endurtaki leik Liverpool í Meistaradeildinni frá því í fyrra og verði Evrópumeistari. „Leikmenn Arsenal eru í svipaðri stöðu og við vorum þá – ekki ánægðir með gengi sitt í keppninni hér á Englandi. Ég vona að þeim gangi vel, því að þeir eru að leika frábæra knattspyrnu. Arsenal er án efa besta liðið á Eng- landi,“ sagði Carragher.  STEVE McClaren, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, er talinn lík- legastur sem næsti þjálfari enska landsliðsins. Martin O’Neill er einnig orðaður við starfið. Bann Shved of strangt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.