Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 1
2006  ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL BLAÐ B NJARÐVÍKINGAR ÍSLANDSMEISTARAR Í KÖRFUKNATTLEIK KARLA/B4 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HÖRÐUR Sveinsson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2:1 sigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrradag. Hörður skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu með glæsilegri hjólhesta- spyrnu en þetta var fimmta mark Keflvíkingsins í átta leikjum með liðinu. Hörður lék allan leikinn í fram- línu Silkeborg og Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar. Með sigrinum komst Silkeborg upp í sjötta sæti deildarinnar. Liðið hefur 33 stig eftir 28 leiki. Glæsimark Harðar fyrir Silkeborg EINAR Örn Jónsson, landsliðs- maður í handknattleik og leik- maður spænska fyrstudeildarliðs- ins Torrevieja, er undir smásjá forráðamanna þýska fyrstudeild- arliðsins GWD Minden, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hyggj- ast þeir gera Einari Erni tilboð á næstu dögum um að koma til liðsins í sumar. Framkvæmdastjóri GWD Minden og þjálfari liðsins, Richard Ratka, hafa á undanförnum vikum fylgst grannt með Einari Erni og í lok síðustu viku voru þeir í Magde- burg þar sem íslenska landsliðið var við æfingar. Ræddu þeir við Einar Örn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, um hugsanlegan samning. Einar Örn hefur í vetur leikið með Torrevieja en er laus mála þar við lok keppnistímabilsins í vor. Áhugi mun vera hjá forsvars- mönnum spænska liðsins á að gera nýjan samning við Einar enda hef- ur hann leikið vel á keppnistíma- bilinu og er m.a. einn markahæsti leikmaður liðsins. Nýtt tilboð hefur hins vegar ekki litið dagsins ljós, eftir því sem næst verður komist. Einar Örn mun hafa áhuga á að leika í Þýskalandi á nýjan leik en hann lék við góðan orðstír um þriggja ára skeið hjá Wallau Massenheim, frá 2002 til 2005. Einn Íslendingur er þegar hjá Minden, Snorri Steinn Guðjónsson, en forsvarsmenn liðsins hafa góða reynslu af íslenskum handknatt- leiksmönnum þar sem ekki færri en átta íslenskir leikmenn hafa verið á mála hjá Minden á síðustu þremur áratugum. Einar Örn undir smásjá GWD Minden Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eiður var í byrjunarliði Chelseaþegar liðið gerði markalaust jafntefli við Birmingham hinn 1. apr- íl. Honum var skipt út af á 68. mínútu en í leikjunum þremur á eftir gegn West Ham, Bolton og Everton hefur hann ekki verið valinn í leikmanna- hópinn. „Ég er ekkert meiddur eða veikur. Ég hef bara ekki verið valinn í hóp- inn og maður verður bara að taka því. Ég hef áður lent í þessu en hef alltaf komið sterkur til baka. Auðvit- að vill maður spila alla leiki en það er ekki í mínum höndum að ákveða það,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgunblaðið í gær. Eiður segir fátt geta komið í veg fyrir að Chelsea verði Englandsmeistari. „Þetta er nánast í höfn hjá okkur en við þurf- um samt eitt stig til viðbótar og með- an svo er getum við ekki byrjað að fagna alveg strax en óneitanlega er staða okkar mjög vænleg.“ Spurður út í framtíðina hjá Chelsea sagði Eiður: „Ég er á samn- ingi við Chelsea til 2008 og meira veit ég ekki.“ Hann hefur verið í herbúðum Chelsea í sex ár og af þeim leik- mönnum sem eru á mála hjá félaginu í dag hefur landsliðsfyrirliðinn þjón- að því lengst allra. Eiður hefur leikið samtals 262 leiki fyrir Chelsea og skorað í þeim leikjum 78 mörk. Eiður ekki í náðinni hjá Mourinho EIÐUR Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Englandsmeist- ara Chelsea þriðja leikinn í röð þegar liðið lagði Everton á heima- velli sínum, Stamford Bridge, í gær, 3:0. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.isVALUR reið ekki feitum hesti frá fyrri leik sínum gegn rúmenska lið- inu Tomis Constanta í undan- úrslitum Áskorendakeppni kvenna í handknattleik en liðin áttust við í Rúmeníu á páskadag. Constanta vann 12 marka sigur, 37:25, en stað- an í leikhléi var 21:8. Rúmensku leikmennirnir áttu ekki í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum vörn Vals en Valur lék vörnina framarlega í fyrri hálf- leiknum. Staðan eftir 10 mínútna leik var 7:3 en þá settu þær rúm- ensku í gírinn. Þær skoruðu 14 mörk gegn 5 á lokakafla fyrri hálfleiksins og gerðu út um leikinn. Í seinni hálfleik lagaðist leikur Valsliðsins til mikilla muna. Liðið fór í 6:0 vörn og gekk Valsstúlkum miklu betur að eiga við þær rúm- ensku. Seinni hálfleikur endaði 17:16, Constanta í vil. Sjö vítaköst fóru í súginn hjá Val en Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst Valskvenna með 8 mörk, Alla Georgjísdóttir kom næst með 6 og Drífa Skúladóttir skoraði 5. Berglind Íris Hansdóttir varði 16 skot í markinu. Það er því ljóst að á brattann verður að sækja fyrir Val þegar liðin eigast við í Laugardals- höllinni á sunnudag en með hjálp fyrirtækja verður ókeypis aðgangur að leiknum og vonandi fjölmennir fólk og styður við bakið á Val. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic Hafrún Kristjánsdóttir, línumaður úr Val, sækir hér að marki rúmenska liðsins Tomis Constanta í Evrópuleiknum í Rúmeníu. Tólf marka tap Vals í Rúmeníu ALAN Shearer, framherji Newcastle, óttast að leikurinn gegn Sunderland í gær hafi verið sinn síðasti á löngum og glæsilegum ferli. Shearer varð fyrir meiðslum í hné skömmu eftir að hafa skorað eitt af fjórum mörkum liðsins og við fyrstu skoðun bendir allt til þess að hann geti ekki verið með í síðustu þremur leikjum New- castle á tímabilinu. „Þetta lítur ekki vel út. Það er haldið að lið- band sé rifið og reynist svo vera er ég hræddur um að þetta sé búið hjá mér,“ sagði hinn 35 ára gamli fyrirliði Newcastle sem fyrr á leiktíðinni gaf það út að hann ætlaði að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna í sumar. Shearer hefur verið í herbúðum Newcastle í 10 ár og skorað 206 mörk í 404 leikjum. Hann hóf ferilinn hjá Southampton og fór þaðan til Black- burn en samtals hefur hann leikið 733 leiki og skorað í þeim leikjum 379 mörk. Þá lék hann 63 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði 30 mörk. Ferillinn á enda hjá Shearer?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.