Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 1
2006 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ BLAÐ C
SEXTÁN LIÐ KLÁR Í MEISTARADEILD EVRÓPU / C4
EVRÓPSKA knattspyrnusambandið, UEFA, ætlar
ekki að refsa Thierry Henry framherja Arsenal
eftir ummæli hans um norska dómarann Terje
Hauge eftir leik Arsenal og Barcelona í fyrra-
kvöld. Henry var vægast sagt reiður út í Hauge og
sagði meðal annars við fjölmiðla að Hauge hefði
viljað að Arsenal tapaði og hann hefði líklega verið
í Barcelona-treyju undir dómaratreyjunni. Tals-
maður UEFA sagði í gær að ekki yrði brugðist
neitt við þessum ummælum fyrirliða Arsenal sem
hefðu verið sögð í hita leiksins. Jose Mourinho,
knattspyrnustjóri Chelsea, mun eflaust gera at-
hugasemdir við þessa ákvörðun. Hann var úr-
skurðaður í tveggja leikja bann og sektaður af
UEFA þegar hann sakaði sænska dómarann And-
ers Frisk um að hafa rætt við Frank Rikjaard,
þjálfara Barcelona, í leikhléi í leik leik Chelsea og
Barcelona í Meistaradeildinni.
Henry ekki
refsað af UEFA
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HENRIK Larsson, framherji
Evrópumeistara Barcelona, er
í guða tölu hjá stuðnings-
mönnum Celtic eftir glæsi-
legan feril með liðinu. Og ekki
minnkaði hrifing Skotanna af
Svíanum eftir sigur Barcelona
á Arsenal í úrslitaleik Meist-
aradeildarinnar í fyrrakvöld
en Larsson lagði upp bæði
mörkin. Celtic fær þátttöku-
rétt í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar á næstu leiktíð
eftir sigur Börsunga en Arsen-
al þarf að spila í 3. umferð for-
keppni Meistaradeildarinnar.
Ef Arsenal hefði borið sigur
úr býtum hefði Celtic þurft að
spila í undankeppninni. Lars-
son lék í sjö ár með Celtic og
skoraði 242 mörk í 315 leikj-
um með liðinu.
Larsson
enn hetja
Celtic
Vassell er öllum hnútum kunn-ugur hér á landi enda lék
hann með KR-ingum frá árinu
1997 til 2000. Þá fór hann heim til
Kanada en kom aftur til KR og lék
með liðinu í tvö tímabil til við-
bótar. Síðan lá leiðin í Hamar þar
sem hann lék 2002-03 og þaðan fór
hann til Finnlands og lék fyrst
með KTP en síðan Poryoon
Tarmo. Eftir að hann var hér á
landi fór hann til Svíþjóðar þar
sem hann lék með Jämtland en
með kvennaliði félagsins lék Hild-
ur Sigurðardóttir. Síðan lá leið
hans til Portúgals þar sem hann
lék með Belenenses í efstu deild á
lokasprettinum. Síðasta vetur lék
hann með Neuchatel í Sviss. Þar
lék hann 22 leiki og skoraði 13,6
stig að meðaltali.
Fjölnismenn ráða hann til sín
fyrst og fremst sem þjálfara. „Ég
á nú samt von á að hann taki
skóna með sér,“ sagði Jón Oddur
Davíðsson formaður körfuknatt-
leiksdeildar Fjölnis í gær. „Hann
mun sjá um meistaraflokkinn og
einnig einhverja yngri flokka auk
þess sem hann verður með í að
móta úrvalshóp sem við erum með
í körfunni,“ sagði Jón Oddur og
sagði að Nemanja Sovic yrði áfram
hjá félaginu og einnig vonaðist
hann til að aðrir leikmenn yrðu
einnig áfram.
Vassell tekur
við Fjölni
KANADAMAÐURINN Keith Vassell, sem lék um tíma hér á landi með
KR og Hamri, hefur verið ráðinn þjálfari hjá úrvalsdeildarliði Fjölnis
í körfuknattleik og tekur hann við af Benedikt Guðmundssyni, sem
réð sig á dögunum til KR.
Svíar geta teflt fram öllum sínumsterkustu leikmönnum að því
undanskildu að hornamaðurinn Jo-
nas Källman, félagi Ólafs Stefáns-
sonar hjá spænska liðinu Ciudad
Real, er meiddur. Er þar svo sann-
arlega skarð fyrir skildi
,,Íslendingar vita að þeir mæta
mjög góðu liði sem ætlar sér að kom-
ast á HM í Þýskalandi á næsta ári.
Við vitum líka að Íslendingar eru
alltaf öflugir mótherjar og því reikna
ég með mjög spennandi leikjum. Það
eru nokkir í íslenska liðinu í heimsk-
lassa og fremstur þeirra er Ólafur
Stefánsson sem við verðum að hafa
góðar gætur á,“ sagði Linnell, þegar
hann kynnti 18 manna landsliðshóp-
inn á blaðamannafundi í Globen þar
sem leikur þjóðanna verður.
Linnell valdi fimm leikmenn frá
þýska meistaraliðinu Kiel og þeirra á
meðal er fyrirliðinn Stefan Lövgren,
sem um árabil hefur verið talinn einn
besti handknattleiksmaður heims,
en hann hefur átt í töluverðum
meiðslum undanfarin ár. Lövgren er
35 ára gamall en er ekki elstur
sænsku leikmannanna. Aldurfor-
setarnir í hópnum eru markverðirnir
Tomas Svensson, sem er 38 ára gam-
all og Peter Gentzel, sem er 37 ára.
Gentzel sem farið hefur á kostum í
þýsku deildinni í vetur kemur nú inn
íliðið eftir nokkrut hlé.
Landsliðshópur Svía skipaður eft-
irtöldum leikmönnum.
Markverðir:
Peter Gentzel, Nordhorn
Tomas Svensson, Portland
Fredrik Ohlander, Kolding
Útileikmenn:
Matthias Franzén, Nordhorn
Henirk Lundström, Kiel
Marcus Ahlm, Kiel
Pelle Linders, Kiel
Erik Fritzon, Sävehof
Jan Lennartsson, Sävehof
Fredrik Lindahl, Redbergslid
Jonas Larholm, Sävehof
Martin Boquist, FCK Håndbold
Stefan Lövgren, Kiel
Ljubomir Vranjes, Nordhorn
Dalir Doder, Aragon
Kim Andersson, Kiel
Kristian Svensson, FCK Håndbold
Magnus Jernemyr, Torrevieja
Öflugt lið Svía sem
mætir Íslendingum
INGIMAR Linnell, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, valdi í gær
landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í tveimur einvígisleikjum
um sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í
Globen í Stokkhólmi 11. júní og síðari leikurinn í Laugardalshöll á
þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Reuters
Evrópumeistarar Barcelona í knattspyrnu sýndu Evrópubikarinn á götum katalónsku borgarinn-
ar í gær en liðið fór þar um í opnum vagni við gífurlegan fögnuð borgarbúa. Hér eru það Ronald-
inho og Juliano Belletti sem slá trommur af miklum móð á leiðinni um borgina, en það var Belletti
sem skoraði sigurmarkið gegn Arsenal á Stade de France í París, 2:1.
Kári skoraði í bikarnum
KÁRI Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt marka
sænsku meistaranna í Djurgården þegar þeir sigruðu 2. deildar liðið
Hässleholm, 3:1, á útivelli í sænsku bikarkeppninni í gærkvöld. Djurg-
ården lenti í miklu basli og staðan var lengi 1:1. Kári náði að skora um
miðjan síðari hálfleik og þriðja markið kom undir lokin. Djurgården
mætir úrvalsdeildarliðinu GAIS í þriðju umferð keppninnar.