Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 3

Morgunblaðið - 19.05.2006, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 C 3 Einn þekktasti knattspyrnuþjálf-ari Noregs fyrr og síðar, Nils Arne Eggen, fyrrum þjálfari Rosen- borg, sagði í blaðaviðtali fyrir mörg- um árum að áhorfendur kæmu ekki á völlinn til þess að horfa á innköst. Sóknarleikur og mörk væru aðdrátt- araflið í fótboltanum. Kannski er sá tími kominn að áhorfendur flykkist á völlinn til þess að sjá Steinþór kasta boltanum inn á völlinn enda eru til- burðir hans afar óvenjulegir og einn- ig mjög skemmtilegir. Steinþór hef- ur komið sér upp þeirri tækni að hann fer í kraftstökk áður en hann kastar boltanum inn á völlinn og tala myndirnar sem eru hér til hliðar sínu máli. Stórglæsileg tilþrif. Hugmynd frá Þýskalandi Steinþór sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði séð leikmann í þýsku knattspyrnunni kasta bolt- anum inn með þessum hætti og þar hafi hugmyndin vaknað. „Ég sá þetta í sjónvarpinu, í leik í 2. eða 3. deild í Þýskalandi, og það kom mark upp úr þessu atriði. Mér fannst þetta frábær hugmynd en ég gerði þetta fyrst í landsleik með U-17 ára liðinu. Frá þeim tíma hef ég notað þessa aðferð og þetta dugir til þess að kasta langt,“ sagði Stein- þór en hann hefur aldrei æft fimleika en hefur þó leikið sér að því að fara flikk-flakk og heljarstökk – sér til gamans. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, segir að gæðin í inn- köstum Steinþórs hafi tekið stakka- skiptum á undanförnum misserum og geti hann nú kastað með mikilli nákvæmni. „Þetta er góður kostur fyrir öll lið að hafa leikmenn sem geta kastað langt inn í vítateig andstæðing- anna,“ segir Bjarni en hann er vel settur á þessu sviði sem þjálfari Breiðabliks þar sem að norski leik- maðurinn Stig Krohn Haaland getur kastað gríðarlega langt úr innköst- um. „Ætla ekki að meiða mig“ Spurður sagðist Steinþór ekki vita hvor þeirra kastaði lengra en taldi að úr því yrði skorið fljótlega á æfingu. „Ég næ að kasta á fjærstöngina og hef kastað í þverslána í landsleik. Þetta er ekkert mál en ég æfi þetta aldrei. Geri þetta bara í leikjum.“ Steinþór notar þessa óhefðbundnu aðferð við innköstin ef aðstæður leyfa. „Ef veðrið er gott þá reyni ég alltaf að gera þetta. En ef það er mjög blautt og vindur þá sleppi ég því. Ég ætla ekki að meiða mig á þessu,“ sagði Steinþór og tók nokkur köst fyrir ljósmyndara Morgun- blaðsins eins og sjá má hér til hliðar. Glæsileg tilþrif. Á morgun tekur Breiðablik á móti ÍBV á Kópavogsvelli í Landsbanka- deildinni og ef aðstæður skapast er aldrei að vita nema Steinþór bregði sér í innköstin. Breiðablik og ÍBV unnu sína leiki í fyrstu umferð Íslandsmótsins, Blik- ar lögðu Val og ÍBV sigraði Keflavík. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður nýliða Breiðabliks, tekur innköst liðsins með miklum tilþrifum „Prófaði þetta fyrst í landsleik“ KNATTSPYRNUMENN hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir liðleika og mýkt í hreyfingum. Lomana LuaLua, leikmaður Ports- mouth, hefur reyndar haldið uppi merkjum þeirra sem geta talist fimir á knattspyrnusviðinu en hann hefur vakið athygli fyrir heljar- stökk sín þegar hann fagnar mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Í röð- um nýliða Breiðabliks úr Kópavogi er leikmaður sem vakið hefur at- hygli fyrir óvenjulega útfærslu á innköstum. Sá heitir Steinþór F. Þorsteinsson og er hinn 21 árs gamli leikmaður í sérflokki þegar kemur að innköstunum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is 2 5 Morgunblaðið/RAX 6 410 4000 | landsbanki.isTryggðu þér miða á betra verði á landsbankadeildin.is eða ksi.is fös. 19. maí kl. 19:15 fös. 19. maí kl. 19:15 lau. 20. maí kl. 14:00 lau. 20. maí kl. 16:00 sun. 21. maí kl. 20:00 Keflavík - Víkingur Fylkir - Grindavík Breiðablik - ÍBV ÍA - KR Valur - FH þri. 23. maí kl. 19:15 þri. 23. maí kl. 19:15 þri. 23. maí kl. 19:15 þri. 23. maí kl. 19:15 Valur - Þór/KA FH - Fylkir Keflavík - Breiðablik Stjarnan - KR 2. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA 2. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 27 71 05 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 27 71 05 /2 00 6 Vormót Hafnarfjarðar í Golfi Vormót Hafnarfjarðar verður haldið hjá Golfklúbbnum Keili laugardaginn 20. maí nk. Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur og punktakeppni Veitt verða verðlaun fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki og 1. 2. 3. 4. 5. og 6. sætið í punktakeppni Aukaverðlaun: Nándarverðlaun á 6. og 10. braut. Tvenn verðlaun verða dregin úr skorkortum í mótslok. Ræst verður út frá kl. 8.00 Keppnisgjald: 3000 kr. Skráning er í golfskála í síma 565 3360 og á netinu www.golf.is ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.