Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. júlí 2006 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hvað hafa börnin að segja um Egil og sýninguna? Diljá Sigurðardóttir: Skemmtileg sýn- ing, finnst mér. Egill var að drepa fólk. Endirinn var skemmtilegastur. Baldvin Hrafn Thorarensen: Þetta var skemmti- leg sýning. Egill dó. Hann drap einn 12 ára strák með exi. Hann var svo reiður, ég veit ekki af hverju. Þetta var svo- lítið skrýtið. Strákar gera ekki svona núna. Sóley Eva Steinsdóttir: Skemmtilegast var þegar þeir voru að berjast. Hann var að drepa fólkið, ég veit ekki af hverju. Í dag eru krakkar góðir, ekki eins og Egill, hann var ekki góður. Guðný Björg Rögnvaldsdóttir: Þetta var bara skemmtileg sýning. Ég hef ekki séð brúðuleikhús áður. Egill var strákur sem var alltaf að berjast. Hadda María Halldórsdóttir: Egill var að drepa fólk af því að hann vildi fara með bróður sínum að sigla. Hann var samt svolítið góð- ur. Kristín Jezski: Sýningin var ágæt, hún rokkaði. Vinkona mín vinnur í leikhús- inu. Hún sagði að það væri ókeypis sýning þannig að við ákváðum að fara saman. Egill var sval- ur þótt hann væri gamaldags í lopabux- um. Hlynur Jökulsson: Egill var skapstór, það er alveg rétt hjá mér. Hann varð bara reiður. Hann vildi stund- um fá eitthvað og fékk ekki og varð reiður. Ég hef aldrei vitað um neinn strák sem var svona skapstór. Guðný Björg Kristín Jezski Diljá Baldvin Hrafn Hadda María Sóley Eva Krakkar á brúðu- leikhússýningu Hlynur Í myrkri leikhússins er auðvelt að gleyma stað og stund. Börn og fullorðnir hrífast með inní heim víkinga undir glaðlegri og kraft- mikilli handleiðslu Hallveigar Thorla- cius í brúðuleikhússýningunni Egla í nýjum spegli. Brúður og leikmynd hannaði Helga Arnalds en leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson. Egill sigldur Hverær byrjaðirðu með þessa sýn- ingu? Það er meira en ár síðan ég frum- sýndi. Ég frumsýndi í Borgarnesi á slóðum Egils og svo frumsýndi ég reyndar aftur, hér í Reykjavík, í Þjóð- leikhúsinu. Ég er búin að vera með þetta í skólunum síðan. Síðan er ég bú- in að flækjast með þetta til útlanda, þannig að hann er að verða svolítið sigldur, hann Egill. Ég er að fara núna bæði til Þrándheims í Noregi og Rov- aniemi í Finnlandi, þar sem ófreskj- urnar sem sigruðu í Evróvisjón eru, ég er að fara að leika þar. Stórkostlegir krakkar Hvernig finnst þér krakkarnir taka þér? Þau eru bara alveg stórkostleg. Það er ægilega gaman að vera með þeim. Mér finnst svo gaman að geta matreitt Íslendingasögurnar á þennan hátt ofan í þau. Þetta er auðvitað eitthvað sem maður verður að hjálpa þeim að ná sambandi við og mér finnst það takast mjög vel með því að nota bæði brúður og þennan trúð. Ég er að hugsa um að halda áfram á sömu braut og taka fleiri sögur fyrir. Hvað er þá næst á döfinni? Ég er ekki alveg búin að ákveða það. Mig langar mikið í Njálu en hún er dá- lítið óárennileg af því að hún er svo löng. Ef ég tek Njálu verð ég bara að taka brot af henni, hún er svo yf- irgripsmikil. Svo er Laxdæla að berja að dyrum hjá mér, ég hugsa að það verði önnur hvor þeirra. Ætli það verði ekki Laxdæla. Hvaða aldurshópa ertu aðallega að leika fyrir? Það er svo skrýtið með þessa sýn- ingu. Ég hef sagt að hún sé fyrir sex ára til hundrað og sex ára, mér finnst það passa. Það fer bara eftir því hverjir labba inn á sýninguna. Hver og einn tekur þetta á sinn hátt. Nú var ég t.d. að sýna í Svíþjóð í haust og þá var það bara fyrir kennara og kennaranema í kennaraháskóla, þar var ekki eitt ein- asta barn og það var líka fínt. Hvað ertu sjálf búin að starfrækja brúðuleikhús lengi? O, það er svo langt síðan. Ég byrjaði með mitt eigið leikhús, Sögusvuntuna, fyrir svona 20 árum en þar áður var ég búin að leika í hóp sem heitir Leik- brúðuland og var búin að vera þar í um 12 ár. Ég hef verið að þessu frá því elstu menn muna. Ævintýramennska Finnst þér krakkarnir geta samsam- að sig Agli að einhverju leyti? Sko, þau náttúrulega samsama sig engan veginn honum sem slíkum. Þau geta alls ekki skilið allt þetta sem er að gerast. Hvernig hann hagar sér. Það er engin leið að verja það. Þeim finnst þetta forvitnilegt. Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega hvað þau eru að hugsa, krakkarnir, en þeim finnst alltaf svona ævintýri skemmtileg og ævintýra- mennska og allt þetta flakk, allar þess- ar siglingar og allt sem hann lendir í. Þeim finnst það spennandi. Finnst þér ekki erfitt að vera ein með þetta? Nei, ég er svo vön því. Auðvitað kostar það lengri undirbúning þegar maður er einn með þetta. Maður þarf mikla útsjónar- og úthugsunarsemi. Ég er svo heppin að vera með leikstjóra sem er þrælþjálfaður í að vinna með eins manns leikhúsum og brúðum, hann Þórhallur Sigurðsson. Þegar maður er búinn að ná tökum á því að vera einn hefur það sína kosti. Það er engin ann- ars manns orka sem kemur inn í verk- ið. Egla í nýjum spegli Frá því elstu menn muna Morgunblaðið/ÞÖK – Hvernig fórstu að því að óhreinka hendurnar á þér svona, Ljótur Víkingur? – Ég þvoði mér í framan. Einn góður... Hvert í ósköpunum getur allt hafa farið? Hetjan okkar stendur uppi allslaus og varnarlaus. Getur þú hjálpað henni að finna atgeirinn, ex- ina, skjöldinn, hornið, pyngjuna, ör- ina, skóinn og sverðið? Víkingur í vanda

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (01.07.2006)
https://timarit.is/issue/284574

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (01.07.2006)

Aðgerðir: