Morgunblaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 4
Cannavaro var boltastrákur þeg-ar Ítalir og Argentínumenn mættust í undanúrslitum á HM á Ítalíu fyrir 16 árum en á sunnudags- kvöldið leikur hann sinn 100. lands- leik, nokkuð sem hann óraði ekki fyr- ir að ætti eftir að gerast. ,,Þetta er meira en draumur, þetta er algjört kraftaverk í mínu lífi,“ seg- ir þessi 32 ára gamli varnarmaður sem heillað hefur alla upp úr skónum með frábærri spilamennsku í hverj- um einasta leik Ítala á HM. ,,Ég vissi að þetta yrði líklega mín síðasta HM keppni en ég bað ekki fé- laga mína neitt sérstaklega um það að hjálpa mér að ná þessum áfanga að spila 100 leiki. Ég sjálfur átti aldr- ei von á að spila svona vel eins og ég hef gert á þessu móti,“ segir Can- navaro. Framtíð Cannavaro, sem leikur með Ítalíumeisturum Juven- tus, er eins og hjá fleiri leikmönnum ítalska landsliðsins í mikilli óvissu en saksóknari á Ítalíu hefur krafist þess að Juventus verði dæmt til að leika í C-deildinni og að Lazio, AC Milan og Fiorentina í B-deildinni. Verði niðurstaðan sú að Juventus verði dæmt úr 1. deildinni er víst að mörg félög koma til með að óska eftir kröftum Cannavaro sem hlýtur að gera tilkall um að verða útnefndur besti leikmaður heimsmeistaramóts- ins. Fabio Cannavaro, fyrirliði Ítala og kletturinn í ítölsku vörninni Reuters Fabio Cannavaro, fyrliði Ítalíu, er enn boltastrák- ur, en með öðrum hætti en þegar hann var yngri. Það má með sanni segja að hann sé vinur boltans – á æfingu í Kaiserslautern í Þýskalandi. Tveir góðir! Buffon, mark- vörður og Fabio Cannav- aro, fyrirliði Ítalíu, fagna. ...en leikur sinn 100. landsleik gegn Frökkum ,,ALLA stráka dreymir um að spila úrslitaleikinn á HM og ég var engin undantekning,“ segir fyrirliði ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro, kletturinn í ítölsku vörninni, sem getur orðið fyrsti Ítal- inn í 24 ár sem lyftir heimsbikarnum á loft þegar Ítalir og Frakkar leiða saman hesta sína á HM í Berlín á sunnudagskvöldið. Bolta- strákur fyrir 16 árum... ENSKA 2. deildarliðið Mill- wall er á leið til Íslands í æf- ingaferð. Þetta sögufræga lið má muna sinn fífil fegurri og féll úr 1. deildinni á síðustu leiktíð, en aðeins eru tvö ár síðan liðið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem það beið lægri hlut fyrir Man- chester United, 3:0. Þá léku með liðinu gamla kempan Dennis Wise og ástralski landsliðsmaðurinn Tim Cahill, sem nú leikur með Everton. Helsta stjarna liðsins í dag er miðjumaðurinn Jody Morris, en hann lék á sínum tíma með Chelsea. Annar kunnur leik- maður er Barry Hayles sem lék með Fulham í ensku úr- valsdeildinni. Liðið mun leika tvo leiki hér á landi, gegn Þrótti á Val- bjarnarvelli á laugardaginn og gegn KR í Vesturbænum á þriðjudag. Millwall til Íslands ÞEGAR 62 leikjum af 64 er lokið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu hefur verið skor- að 141 mark eða 2,27 mörk að meðaltali í leik. Á HM í Japan og S-Kóreu voru mörkin orðin 151 á sama stigi í keppninni eða 2,44 mörk að meðaltali og á HM í Frakklandi fyrir átta árum voru mörkin 165 eða 2,66 að meðaltali. Það stefnir í að Þjóðverjinn Miroslav Klose verði marka- kóngur en þessi pólskættaði framherji úr Werder Bremen hefur skorað 5 mörk. Klose hefur skorað tveimur mörkum meira en næstu menn en sjö leikmenn hafa skorað 3 mörk og meðal þeirra eru Frakkinn Thierry Henry og Lukas Podolski sem eins og Klose eiga eftir að spila einn leik til viðbótar í keppninni. Mörkin orðin 141  ARGENTÍNUMAÐURINN Hora- cio Elizondo mun dæma úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu sem háður verður í Berlín á sunnudaginn. Eli- zondo dæmdi leik Þjóðverja og Kosta Ríka í riðlakeppninni og leik Englendinga og Portúgala í 8-liða úrslitunum þar sem hann rak Wayne Rooney útaf í liði Englendinga í byrjun síðari hálfleiks við lítinn fögn- uð leikmanna og stuðningsmanna enska liðsins. Markus Merk, Þýska- landi, og Lubos Michel, Slóvakíu, þóttu einnig sterklega koma til greina.  RICARDO Carvalho miðvörður Portúgala viðurkennir að hafa fellt Thierry Henry og ekki hafi verið annað að gera fyrir dómarann en að dæma vítaspyrnu. Hins vegar segir Carvalho að úrúgvæski dómarinn hafi verið á bandi Frakka í leiknum. Carvalho, sem leikur með Englands- meisturum Chelsea, hefur lokið þátt- töku á HM en hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum við Ítali og tekur út leikbann á morgun þegar Portúgalir mæta Þjóðverjum í leikn- um um bronsið.  ALESSANDRO Nesta varnar- maður ítalska landsliðsins getur ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Frökkum á sunnudaginn vegna meiðsla, en Nesta hefur ekki getað spilað síðustu þrjá leiki Ítala. Mar- celo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, hafði vænst þess að geta teflt Nesta fram í úrslitaleiknum.  TÍU leikmenn Ítala hafa skorað mörkin 11 sem Ítalir hafa skorað á HM. Frakkar léku svipaðan leik í keppninni 1982 en þá skiptu tíu leik- menn Frakka með sér mörkunum 16 sem þeir skoruðu.  BJÖRGVIN Víkingsson, FH, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, HSÞ, náðu ágætum árangi á hlaupa- brautinni í Norrtälje í Svíþjóð í vik- unni. Björgvin tók þátt í 400 m grindahlaupi og kom í mark á 54.10 sek. sem er besti árangur hans á þessu ári. Sigurbjörn náði sínum þriðja besta árangri í 800 m hlaupi en hann fékk tímann 1.53,28 mín.  BIRGIR Guðjónsson læknir og formaður tækninefndar Frjáls- íþróttasambands mun stjórna lyfja- eftirliti og læknisþjónustu á Gull- mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer á Stade de France leikvangnum glæsilega í París í kvöld. FÓLK Vilja halda í Beckham RAMON Calderon, hinn nýskipaði forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, og nýi þjálfari liðsins, Fabio Capello, vilja gera nýjan þriggja ára samning við David Beckham sem tryggir honum 3,5 millj- arða króna í laun á ári. Beckham, sem er 31 árs gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum við Madridarliðið. Nýi samningurinn felur í sér að Beckham fær í grunnlaun 570 milljónir á ári eftir skatta en að auki fær hann hærri prósentur af öllum varningi sem tengist nafni hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.