Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 6
6 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
SPENNANDI STÖRF
Leitað er að kraftmiklum og áhugasömum starfsmanni í umsjón með innheimtu og vanskilum.
Viðkomandi þarf að hafa metnað og vilja til að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu.
Einnig er æskilegt að geta hafið störf mjög fljótlega.
Glitnir er framsækið fjármálafyrirtæki sem skilgreinir heimamarkað sinn á Íslandi og í Noregi.
Glitnir rekur einnig starfsstöðvar í London, Kaupmannahöfn og Lúxemborg.
Það er viðhorf stjórnenda Glitnis að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að
byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.
Glitnir er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Glitnis er hvatt til að sýna
frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur
styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að
framtíðaruppbyggingu þess.
Umsóknir óskast fylltar út á www.glitnir.is og sendar ásamt
ítarlegri ferilskrá. Tengiliður í starfsmannaþjónustu er
Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, sigrun.olafs@glitnir.is
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk.
Helstu verkefni:
• Fjármálaráðgjöf
• Umsjón með vanskilamálum
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
• Samstarf og samskipti við
innheimtulögfræðinga bankans og
lögfræðistofur
Hæfniskröfur:
• Viðskiptamenntun á háskólastigi æskileg
• Að geta unnið undir álagi
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af fjármálastörfum æskileg
Nánari upplýsingar veitir Páll Ottó Bernburg deildarstjóri, sími 440 3407, pall.bernburg@glitnir.is.
Sérfræðingur – innheimta í útibú Glitnis í Lækjargötu
Útibú Glitnis við Laugaveg óskar að ráða féhirði.
Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað og vilja til að skapa og fagna velgengni.
Helstu ábyrgðarsvið og verkþættir:
• Almenn gjaldkeraþjónusta
• Eftirlit með sjóðum gjaldkera
• Stýring á heildarsjóði útibúsins,
uppgjör og skjalafrágangur
• Afstemming eigin reikninga
• Sala á þjónustuþáttum bankans
Hæfniskröfur:
Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í
vinnubrögðum, nákvæmur, töluglöggur og hafa
gaman af því að starfa með metnaðarfullum
samstarfsmönnum.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Pálsdóttir útibússtjóri, sími 440 3480, lilja.palsdottir@glitnir.is.
Féhirðir í útibú Glitnis við Laugaveg
Launadeild Glitnis ber ábyrgð á launaútreikningi bankans á Íslandi og hjá erlendum starfsstöðvum hans.
Vegna aukinna erlendra verkefna vantar okkur nýjan liðsmann í hópinn.
Helstu verkefni:
• Umsjón með launagreiðslum vegna erlendra
starfsstöðva Glitnis
• Samskipti við launaskrifstofur og banka erlendis
• Frágangur á launatengdum gjöldum innanlands
• Bókun og afstemming á launum og bankareikningum
• Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun, rekstrar- eða viðskiptafræði
• Bókhaldsþekking og reynsla
• Enskukunnátta, sérstaklega á hugtökum
á launa- og bankasviði
• Hæfni til að vinna undir álagi
• Nákvæmni og talnaskilningur
• Færni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri launadeildar, sími 440 4182, ragnar.geirsson@glitnir.is.
Sérfræðingur í launadeild Glitnis
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA