Morgunblaðið - 13.08.2006, Page 10

Morgunblaðið - 13.08.2006, Page 10
10 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gardínubúðina í Mjódd vantar starfskraft með mikla þjónustulund. Í starfinu felst að selja og afgreiða gardínuefni, tískuefni, sængur- fatnað, handklæði, garn, sængur og kodda ásamt allri smávöru til sauma. Reynsla af samsvarandi starfi eða áhugi á prjóna- og saumaskap er kostur en ekki nauð- syn. Vinnutími er: - Frá kl. 10-18 alla virka daga og annan hvern laugardag frá kl. 11-14 yfir vetrartímann. Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá á samtex@samtex.is eða hafið samband við Svein í síma 568 7070 milli kl. 9 og 17 á virkum dögum. Mjóddinni, Þarabakka 3, Reykjavík. Blikksmíði ehf. Blikksmíði ehf. óskar eftir að ráða aðstoðar- menn í blikksmíði. Mikil vinna framundan. Upplýsingar gefur Jón í símum 893 4640 og 565 4111. Leikskólinn Sælukot sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir leiðbeinanda í 100% stöðu, sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar gefur Dídí í símum 552 7050 og 562 8533. Verkstæðismaður Loftorka óskar eftir vönum verkstæðis- manni á verkstæði sitt. Heimkeyrsla og matur í hádeginu. Upplýsingar í síma 565 0876. Loftorka Reykjavík ehf., Miðhrauni 10, 210 Garðabæ, sími 565 0876. Loftorka hefur síðan 1962 verið í verktakastarfsemi og unnið í jarðvinnu og malbikun. Ísafjarðarbær Laus kennarastaða við Grunnskólann á Þingeyri Við leitum að metnaðarfullum kennara á mið- og unglingastigi til að kenna eftirtaldar greinar:  Íslenska í 5. - 8. bekk  Stærðfræði í 5. og 6. bekk  Samfélagsfræði í 7. - 10. bekk  Heimilisfræði í 1. - 10. bekk  Valgreinar í 9. og 10. bekk Í Grunnskólanum á Þingeyri er rúmlega 60 nemendum í 1.-10. bekk kennt í samkennslu í fimm bekkjum. Í skólanum er m.a. unnið eftir Olweusaráætlun gegn einelti og í haust hefst þróunarverkefni í tengslum við Uppbyggingarstefnuna. Skemmtilegt og sveigjanlegt skólastarf auk stórkostlegra starfsmanna og frábærs skólastjóra gera Grunnskólann á Þingeyri að frábærum vinnustað. Grunnskólinn á Þingeyri er einn af fjórum grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Þingeyri við Dýrafjörð er lítið og rólegt sjávarþorp sem hefur m.a. glæsilega íþróttaaðstöðu (íþróttahús, sundlaug, strandblaksvöll, sparkvöll, reiðhöll, golfvöll) og ómetanlega fegurð vestfirsku Alp- anna. Þingeyri er 48 km frá Ísafirði þar sem alla þjónustu er að finna. Sjá nánar um skólann og Þingeyri á: www.thingeyri.is og http://skolatorg.is/kerfi/grsk_a_thingeyri/skoli/. Frekari upplýsingar gefur Ellert Örn Erlingsson skólastjóri í síma 456 8106 og á netfanginu ellert@isafjordur.is. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2006.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.