Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 15 SÍLDARSAGA Íslendinga er tímamótaverk, öndvegisrit í atvinnusögu okkar Íslendinga. Svo mjög er til hennar vandað um innihald og frágang allan. Og gleður augað að sjá á öskju og framan á bókunum kunnug lista- verk Gunnlaugs Blöndals úr síldinni. Síldarsagan er í þremur bindum Hún er skemmtilega upp sett og prýdd fjölda mynda, sem sýna veiði- og vinnsluaðferðir á mismunandi tímum og er þar sjón sögu rík- ari. Og það rifjast upp gömul andlit við að fletta bókunum, sem öll þjóðin þekkti og fylgdist með á síldarárunum. Það lífgar upp á frásögnina, að til hliðar við meginmálið er skotið inn fréttum, köflum úr sendibréfum eða fróðleiksmolum, sem eru af ýmsu tagi, en allt eru þetta mannlífsmyndir. Síldarsögunni er skipt upp í 24 kafla, sem lúta að öllum þáttum, er varða síld og síld- arútveg. Í ritinu er vönduð heimilda- og nafnaskrá, svo að það er aðgengilegt og raunar nauðsynlegt uppflettirit hverjum þeim, sem hefur gaman af sagnfræði og at- vinnusögu landsins alls eða einstakra héraða. Það er skemmtilegt aflestrar og á köflum spennandi fyrir fólk eins og mig, sem man undan og ofan af mörgu sem hér er frá sagt. Ungu fólki er síldarsagan holl lesning. Síldin var slíkur örlagavaldur í sögu lands, þjóðar og einstaklinga að sönn frásögn getur ekki orðið öðruvísi en dramatísk. Síldarsagan er hreint ótrúleg í umfangi, fordómarnir og fáfræðin! Landnámsmenn þekktu vel til síldveiða frá Noregi, en það er eins og landanum hafi haldist illa á þeirri þekkingu, þegar aldir liðu fram, hvað sem olli. Þó telur Hreinn Ragnarsson næsta víst, að í sumum héruðum hafi síldarneysla verið almenn á fyrri tíð og nefnir Akureyri og næsta nágrenni. En árið 1867 markar þátta- skil. Þá komu skip frá Noregi með timbur- farma til Seyðisfjarðar og Akureyrar og höfðu meðferðis veiðarfæri til síldveiða og veiddu vel. Og þar með var teningnum kast- að. Ári síðar kom Otto Wathne til Seyð- isfjarðar og festi kaup á landi við Búðareyri og varð brátt umsvifamikill. Inn í síldarævintýrin miklu fléttuðust smá- atvik eins og það, að ókunnur Norðmaður kenndi ókunnum Íslendingi að nota síld í beitu fyrir þorsk og veiddi vel. Fiskisagan flaug en olli ýfingum með mönnum. Ýmsir þóttust hafa sannreynt, að síldarbeita spillti miðum og drægi úr þorskveiði þegar frá liði. Síldveiðarnar voru að mestu í höndum Norðmanna á 19. öld og fóru umsvif þeirra vaxandi, en færðust síðan yfir á íslenskar hendur eftir að komið var fram á 20. öldina. Fyrstu dagar maímánaðar 1903 urðu ör- lagaríkir. Enginn bar kennsl á skip, sem þá kastaði akkerum í Siglufjarðarhöfn, og eng- inn átti von á því … – „Það var hlaðið trjá- viði. Það var efni í fyrstu síldarsöltunarstöð Siglufjarðar, fyrstu síldarbryggjuna, fyrsta síldarsöltunarpallinn og fyrsta síldarsölt- unarbirgðahúsið,“ skrifaði Ole E. Tynes í endurminningum sínum, einn af frum- kvöðlum síldarvinnslu á Siglufirði. Og nú opnaðist ný veröld tækifæra. Menn eins og Ásgeir Pétursson og Óskar Halldórsson létu til sín taka. Forríkir einn daginn, snauðir þann næsta. Síldarútvegur var áhættusamur, en gaf mikið í aðra hönd þegar vel gekk. Íslend- ingar voru illa undirbúnir og sárafátækir, verkþekking lítil og samgöngur engar. Hrá- efnið varð að vera ferskt og öll meðferð á síldinni að standast harðan skóla á vegferð- inni frá seljanda til kaupanda. Svipull er sjávarafli og markaðir hvikulir. Það kostaði mikil átök og nánast hrun atvinnuvegarins að læra þessa lexíu. Fyrra stríð setti strik í reikninginn. Verkafólk fékk peninga í hend- urnar í fyrsta skipti. Siglufjörður varð fræg- asti síldarbær veraldar, kallaður „fiskernes Eldorado“. Fulltrúar bændastéttarinnar á Al- þingi höfðu horn í síðu síldarútvegsins. Eftir sem áður hélt mikilvægi hans áfram að vaxa fyrir þjóðarbúið. Uppbygging síldarverksmiðjanna var átakasaga ekki síður en söltunin, bæði póli- tískt og efnahagslega. Fyrsta verksmiðja Síldarverksmiðja ríkisins var byggð 1930 og stóð þó tæpt. Sveinn Benediktsson rifjaði þessa atburði upp í Ægi 1942 og fullyrti, að verksmiðjan hefði aldrei verið byggð á þess- um tíma án frumkvæðis og íhlutunar Óskars Halldórssonar og óvíst, hvort úr byggingu hennar hefði síðar orðið, af því að þá fóru krepputímar í hönd. Sveinn mátti gerst um þetta vita, enda í forystu fyrir síldarverk- smiðjurnar í áratugi. Því var við brugðið, hversu glöggur hann var á markaðshorfur síldarafurða, hvenær rétt væri að selja og hvenær átti að doka við. Rök hafa verið færð fyrir því, að við Íslendingar hefðum ekki haldið sjálfstæði okkar á kreppuárunum án þess mikla hagnaðar sem Síldarverksmiðjur ríkisins skiluðu. Og einkaframtakið lét heldur ekki á sér standa og tefldi á tvísýnu. En allt gekk upp. Síldarverksmiðjan á Djúpuvík borgaði sig upp á einu ári. Sömuleiðis verk- smiðjan á Hjalteyri, sem kom sér vel fyrir fjárhag Kveldúlfs. Ný veiðarfæri, betri skip og ný veiðitækni bættist stöðugt við og sótt var á æ fjarlægari mið. Síldarafli Íslendinga var mestur árin 1965 og 1966 og var fyrra árið nær 45% af heildarútflutningsverðmætum þjóðarinnar. Hvorki meira né minna. Á næstu árum hrundi norsk-íslenski síldarstofninn og það hrikti í íslensku efnahagslífi. Mér er minn- isstætt, að margir fluttust búferlum til Sví- þjóðar og Ástralíu. Höfundar eru átta og hafa skipt svo með sér verkum: Benedikt Sigurðsson skrifar um síldarmat og tunnusmíði. Kafli Birgis Sig- urðssonar ber heitið Maður og síld. Guðni Th. Jóhannesson fjallar um síldarbræðslu og síldarleit úr lofti, en Hreinn Ragnarsson og Hjörtur Gíslason um markaðsmál íslenskrar saltsíldar. Enn fremur fjallar Hreinn um veiðar og verslun á fyrri tíð, síldveiðar við Ís- land fram til 1868, skip, veiðar, vinnslu og út- flutning, söltunarstaði á 20. öld, síldarsöltun, og tölfræði, mál og vog. Ásamt Jóni Þ. Þór skrifar Hreinn um síldarfrystingu og með Steinari J. Lúðvíkssyni um veiðar Norð- manna 1868-1903, síldarstaði á 19. öld og annála. Steinar nefnir greinar sínar Síldveið- ar á 20. öld, Flest er betri beita en berir önglar, Niðursuða – niðurlagning og Aflaskip og aflakóngar. Loks ritar Jakob Jakobsson þrjár greinar, Gátuna um Íslandssíldina, Helstu síldarstofna og Veiðarfæri og veiði- tækni. Ég taldi nauðsynlegt að telja upp kafla- heiti. Það gefur nokkra mynd af því, hversu víðfeðmt verk Síldarsagan er og hversu vel staðið hefur verið að undirbúningi þess. Ritun Síldarsögunnar á sér nokkurn að- draganda. Hinn 18. apríl 1979 lagði Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar fram tillögu á fundi nefndarinnar um að stofnaður yrði sérstakur sjóður, Síld- arsögusjóður, til að undirbúa og hafa for- göngu um að Síldarsaga Íslendinga yrði skráð. Var það samþykkt og hefur hann síð- an verið í forystu fyrir verkinu, en notið þar liðveislu Benedikts Sveinssonar, Dagmarar Óskarsdóttur og Ólafs B. Ólafssonar og síðar Haraldar Sturlusonar, eins og segir í ávarpi Síldarsögusjóðs. Aðild að sjóðnum áttu Síld- arútvegsnefnd, félög síldarsaltenda og Síld- arverksmiðjur ríkisins. Ritstjórar á vinnslu- tíma voru Steinar J. Lúðvíksson og Hreinn Ragnarsson, en fulltrúar Síldarsögusjóðs Hjörtur Gíslason og Jón Þ. Þór. Gunnar Flóvenz hefur frá upphafi lagt alúð við ritun Síldarsögunnar og hvorki sparað tíma né fyrirhöfn. Hann hefur notið góðrar aðstoðar konu sinnar, Sigrúnar Ólafsdóttur, og er full ástæða nú við verkalok til að óska þeim hjónum til hamingju. Í mínum huga kom það af sjálfu sér, að Gunnar skyldi hafa stjórn þessa mikla verks með höndum. Ævi- starf hans var helgað síldarútveginum. Þar var hugur hans allur, þar var hann lengi í forystu og öllum hnútum kunnugur. Síldarsagan á hvarvetna erindi Silfur hafsins „Síldarsagan er hreint ótrú- leg í umfangi, fordómarnir og fáfræðin!“ Halldór Blöndal BÆKUR Sagnfræði Höfundar: Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór og Steinar J. Lúðvíksson. Nesútgáfan. 3 bindi, 384, 368 og 352 bls. eða samt. 1104 bls. Silfur hafsins - Gull Íslands Síldarsaga Íslendinga Gláparinn Hafi fólk stund aflögu frá vinnuskyldummæli ég með því að það glápi hvert á annað. Tali jafnvel saman. Horfi í kertaloga og slaki á. Að því búnu má leggjast í þá krefjandi iðju að njóta kvikmynda. Ef jólastressið er að buga mann er hollt að finna barnið í sjálfum sér, helst í góðum félagsskap barna, með því að horfa á sígilda mynd eins og Mary Poppins. Myndin er feikilega fín smíði Walt Disney frá 1964, frumraun Julie Andrews á hvíta tjald- inu. Teiknimyndir í bland við lifandi myndir, söng og dans, eru tvinnaðar saman á þann hátt að nýjustu tölvutrixin fölna í samanburði. Myndin er óumdeilanlega vel heppnuð, en þeir sem lásu bækur Pamelu L. Travers sjá glöggt merki Disneymyllunnar. Sagt er að höfund- urinn hafi þurft að ganga á eftir því að fá miða á frumsýninguna, en þar sat hún og tárfelldi. Og það var ekki af gleði! Áslaug Jónsdóttir rithöfundur. Áslaug Ef jólastressið er að buga mann segir Áslaug hollt að finna barnið í sjálfum sér með því að horfa Mary Poppins. Lesarinn Í lesara-vitundinni siturfastast bók sem ég las ekki síðast heldur þar- þar-þar-þar-eitthvað- síðast. Besti mælikvarðinn á bækur er hvort þær sitja eftir og halda áfram að skína í manni löngu síðar. Þetta er bókin Scar-night, gotnesk fant- asía eftir Alan Campbell, strák í Edinborg sem komst til metorða sem tölvuleikjasmiður og er svona líka séní í texta- smíð. Hann skapar veröld þar sem tuskulegur lítill engill, sá síðasti af sínum ættboga, flaksast áfram í myrkum heimi og tekst á við ráðandi öfl. Á hverju fullu tungli kemur óvætt- ur og … sem skýrir nafn bókarinnar. Sviðið er speisað-miðaldalegt og áþreifanlegt, fantalega fal- legt og fyllir dýpstu þarfir þeirra sem hungrar eftir nístandi allegoríu um lífið sjálft og söguna. Hún er magnaðri en Hringadrótt- inssaga og skrifuð fyrir fullorðnari börn á öllum aldri en Harry Potter, með fullri virðingu … Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir rithöfundur. Þórunn Hún mælir með Scar-night, gotneskri fant- asíu eftir Alan Campbell, strák í Edinborg sem komst til metorða sem tölvuleikjasmiður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.