Morgunblaðið - 10.01.2007, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
úrslit
HANDKNATTLEIKUR
Grótta – Stjarnan 20:26
Seltjarnarnes, úrvalsdeild kvenna, DHL-
deildin, þriðjudagur 9. janúar 2007.
Gangur leiksins: 0:2, 2:7, 4:10, 6:14, 7:16,
9:16, 11:19, 15:20, 16:23, 18:24, 20:26.
Mörk Gróttu: Natasa Damljanovic 8/4,
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Ragna
Karen Sigurðardóttir 3, Þórunn Frið-
riksdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir
1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 11
(þar af fjögur aftur til mótherja).
Utan vallar: Aldrei.
Mörk Stjörnunnar: Kristín Guðmunds-
dóttir 6, Kristín Clausen 4, Anna Blöndal
4, Rakel Dögg Bragadóttir 4/2, Elísabet
Gunnarsdóttir 3, Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 1, Alina
Patrace 1.
Varin skot: Florentina Grecu 15/1 (þar af
sex aftur til mótherja), Helga Vala Jóns-
dóttir 1/1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: Um 250.
Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Sig-
urjón Þórðarson. Ágætir.
Valur – HK 29:29
Laugardalshöll:
Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir
10, Brynja Steinsen 6, Sigurlaug Rúnars-
dóttir 3, Drífa Skúladóttir 3, Hafrún
Kristjánsdóttir 2, Guðrún Drífa Hólm-
geirsdóttir 2, Katrín Andrésdóttir 2,
Arna Grímsdóttir 1.
Mörk HK: Auksé Vysniauskaité 8, Arna
Sif Pálsdóttir 7, Tatjana Zukovska 6,
Auður Jónsdóttir 6, Elísa Viðarsdóttir 1,
Rut Jónsdóttir 1.
Akureyri – Fram 13:19
Staðan:
Valur 11 8 2 1 298:254 18
Stjarnan 10 8 0 2 310:214 16
Grótta 12 8 0 4 306:280 16
Haukar 11 7 0 4 319:270 14
ÍBV 9 5 1 3 241:227 11
Fram 12 4 3 5 276:301 11
HK 11 3 1 7 287:338 7
FH 11 2 1 8 241:295 5
Akureyri 11 0 0 11 203:302 0
KÖRFUKNATTLEIKUR
ÍR – Skallagrímur 92:88
Seljaskóli, Lýsingarbikarkeppni karla, 8-
liða úrslit, þriðjudagur 9. janúar 2007:
Gangur leiksins: 0:3, 7:7, 7:17, 14:17,
16:24, 27:26, 34:28, 38:36, 38:45, 43:49,
50:51, 50:53, 52.55, 61:55, 61:61, 73:61,
73:64, 75:72, 82:77, 84:81, 92:88.
Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 32, Nate
Brown 17, Steinar Arason 15, Eiríkur
Önundarson 8, Fannar Helgason 7,
Sveinbjörn Claessen 7, Ómar Sævarsson
4, Ólafur Sigurðsson 2.
Fráköst: 28 í sókn, 10 í vörn.
Stig Skallagríms: Darrell Flake 25, Jov-
an Zdravevski 18, Axel Kárason 15, Di-
mitar Karadzovski 8, Finnur Jónsson 8,
Hafþór Gunnarsson 8, Pétur Sigurðsson
6.
Fráköst: 19 í sókn, 8 í vörn.
Villur: ÍR 17 – Skallagrímur 21.
Áhorfendur: Um 350
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Egg-
ert Þór Aðalsteinsson. Stóðu sig ágæt-
lega í fremur erfiðum leik.
FSu – Keflavík 77:117
Selfoss:
Stig FSu: Vésteinn Sveinsson 16, Hörður
Hreiðarsson 14, Björgvin Valentínusar-
son 12, Gissur Helguson 10, Emil Jó-
hannsson 7, Áskell Jónsson 6, Alexander
Dungal 4, Ari Gylfason 3, Hjörtur Hall-
dórsson 2.
Stig Keflavíkur: Ismail Muhammad 31,
Halldór Halldórsson 17, Sebastian
Hernmenier 17, Sigurður Þorsteinsson
10, Magnús Gunnarsson 10, Þröstur Jó-
hannsson 6, Jón Gauti Jónsson 4, Jón
Nordal Hafsteinsson 4, Sverrir Þór
Sverrisson 3, Arnar Freyr Jónsson 2.
ÍR, Keflavík, Grindavík og Hamar/Sel-
foss leika í undanúrslitum keppninnar,
en dregið verður í dag.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
New Orleans – LA Clippers .............90:10
Chicago – Houston.............................77:84
Denver – Milwaukee........................104:92
KNATTSPYRNA
England
Deildabikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Liverpool – Arsenal............................. 3:6
Robbie Fowler 33., Steven Gerrard 68.,
Sami Hyypiä 80. – Julio Baptista 40., 45.,
60., 84., Jeremie Aliadiere 27., Alexandre
Song 44. – 42.614.
Arsenal mætir Tottenham í undanúr-
slitum.
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Reading – Burnley............................... 3:2
Leroy Lita 27., Shane Long 37., Sam
Sodje 55. – Ade Akinbiyi 69., Garreth
O’Connor 90. – 11.514.
Reading mætir Birmingham eða New-
castle á útivelli í 4. umferð.
Barnet – Colchester ............................ 2:1
Ismail Yakubu 62., Jason Puncheon 80. –
Jamie Cureton 35. – 3.075.
Barnet mætir Peterborough eða
Plymouth á heimavelli í 4. umferð.
Ítalía
Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, fyrri leikur:
Empoli – Inter Mílanó......................... 0:2
Adriano 71., Cordoba 90.
Spánn
Bikarkeppnin, 16 liða úrslit, fyrri leik-
ur:
Atletico Madrid – Osasuna ................. 1:1
Fernando Torres 73. – Webo 36.
í kvöld
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, DHL-deildin:
Ásvellir: Haukar – ÍBV..........................19
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Iceland Express:
Grindavík: UMFG – Hamar..............19.15
Keflavík: Keflavík – Breiðablik ........19.15
F
jöldi mætra manna og
kvenna hefur undanfarnar
vikur skorað á mig að gefa
kost á mér til embættis for-
manns Knattspyrnu-
sambands Íslands (KSÍ) á þingi þess sem
fram fer 10. febrúar. Að vandlega yf-
irlögðu ráði og að höfðu samráði við fjöl-
skyldu mína, vini og aðra helstu bakhjarla
hef ég ákveðið að verða ekki við áskor-
ununum og verð því ekki í kjöri til for-
manns KSÍ á væntanlegu þingi. Um leið
lýsi ég yfir fullum stuðningi við Geir Þor-
steinsson til starfans og trúi því og treysti
að um þann sómapilt megi nást breið
samstaða. Leiðin er greið, Geir.
Á undanförnum árum hafa tilkynn-
ingar í líkingu við þessa, hálfgerðar „ekki
fréttir“, verið áberandi vegna ýmissa
framboða, þá sérstaklega á sviði Alþingis
og sveitarstjórna. Nú er meira að segja
farið að bera á slíkum „ekki fréttum“
vegna væntanlegra kosninga til embættis
formanns KSÍ. Sem kunnugt er hefur for-
maður síðustu 17 ára, Eggert Magn-
ússon, ákveðið að hætta vegna annarra og
annasamari starfa. Flest bendir til að að-
eins einn gefið kost á sér til embættisins,
þ.e. fyrrgreindur Geir Þorsteinsson.
Hann hefur verið nánasti samstarfs-
maður fráfarandi formanns lengst af hans
formannstíð.
Minna má á að svipaður háttur var
hafður á þegar Josep Blatter tók við for-
setaembætti Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins (FIFA) fyrir brátt níu ár-
um. Blatter var framkvæmdastjóri FIFA
og helsti samverkamaður fráfarandi for-
seta, João Havelange. Blatter fékk reynd-
ar mótframboð.
Lengi hefur gustað af þessum tveimur
heiðursmönnum, Eggerti og Geir, enda
hafa þeir rekið KSÍ af miklum dugnaði,
festu og metnaði. Öðru hverju hafa menn
innan hreyfingarinnar haft á orði að tími
væri kominn til að „hreinsa út“ hjá KSÍ,
líta undir teppið á skrifstofunni og alltént
sópa undan því. Allar slíkar raddir hafa
verið hjáróma, ekki átt marga stuðnings-
menn þegar á hólminn hefur komið. Egg-
ert hefur verið sterkur formaður og notið
fyrir vikið mikils stuðnings enda óeig-
ingjarnt starf hans styrkt hreyfinguna til
muna.
Ein þessara hjáróma radda varð á vegi
mínum fyrir nokkrum árum þegar maður
einn nærri því lagði mig í einelti á líkams-
ræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu – stöð
sem ég villtist inn á í nokkur skipti með
fögur fyrirheit í huga. Illu heilli sagði einn
gesta stöðvarinnar þessum manni að ég
væri íþróttafréttamaður á Morg-
unblaðinu. Það var eins við manninn
mælt, knattspyrnuáhugamaðurinn, sem
sagðist vera einn innsti koppur í búri í
knattspyrnufélagi á höfuðborgarsvæðinu,
mátti ekki sjá mig í stöðinni án þess að
elta mig um salinn. Mestur tími hans fór í
að segja mér frá væntanlegu framboði til
formanns og stjórnar KSÍ sem hann og
nokkrir félagar væru að vinna að. Ekki
var vanþörf, að hans mati, á að gera hall-
arbyltingu hjá KSÍ og nú væri verið að
leggja drög að henni. Milli þess sem hann
hélt hvern fyrirlesturinn yfir hversu rík
þörf væri á að „hreinsa til“ innan KSÍ þá
fjargviðraðist maðurinn út í ýmsar skoð-
anir samstarfsmanna minna á málefnum
KSÍ og vali íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu karla. Um þær mundir hafði einn
ástsælasti knattspyrnumaður þess tíma
ekki komið til greina í landsliðið svo árum
skipti og það þótti byltingarmanninum
ótækt. „Þið Moggamenn eru taglhnýt-
ingar forystu KSÍ og segið og skrifið ekk-
ert annað en það sem henni geðjast að,“
var meðal þess sem hann lét sér um munn
falla. Fljótlega komst ég að því að lítt
tjónkaði að malda í móinn við mann-
greyið; á hann var runninn bylting-
arhamur og ekki var laust við að mað-
urinn ýjaði að því að „hreinsa út“ á
Mogganum um leið og skúrað yrði út í
Laugardalnum. Ég reyndi að leiða mann-
inn hjá mér, en áfram hélt söngurinn og
margir hljómar hans voru ekki fagrir.
Væri hann réttur var ljóst að ekki var
vanþörf á að skipta um forystu KSÍ.
Stóru orðin voru síst spöruð og ljóst að
framundan var tími breiðu spjótanna.
Eins og glöggum samferðamönnum
mínum er ljóst þá flosnaði ég upp úr lík-
amsræktinni. Síðan hef ég ekki hitt þenn-
an væntanlegan byltingarforingja og allt
bendir til þess að byltingin hafi runnið út í
sandinn, alltént hefur lítið farið fyrir bylt-
ingarfréttum úr Laugardalnum. Ekki er
ósennilegt miðað við þau stuttu kynni sem
ég hafði af manninum að hann kenni Egg-
erti um að ekkert varð úr.
Þegar Eggert tilkynnti þá ákvörðun
sína í nóvemberlok að hann hygðist hætta
sem formaður KSÍ á þinginu í febrúar
opnuðust dyr fyrir fyrrgreindan bylting-
arforingja, hans félaga og marga aðra
sem óánægðir hafa verið og fundið margt
að störfum Eggerts. Inn um þær dyr vill
enginn þeirra ganga þótt þeim muni sjálf-
sagt ekki bjóðast betra tækifæri til þess
næstu árin, jafnvel áratugina, sé tekið
mið af því að KSÍ hefur aðeins haft tvo
formenn síðustu 33 árin. Óánægjan og á
stundum stóryrði virðist aðeins hafa verið
innantómt hjóm í myrkri.
Samstaðan virðist algjör innan stærsta
sérsambands Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands. Það hlýtur að ylja fráfar-
andi formanni KSÍ að skilja við hreyf-
inguna í svo góðu ástandi, jafn út á við
sem inn á við og raun ber vitni um.
Leiðin er
greið, Geir
Á VELLINUM
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
FRAMARAR, nýliðarnir í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, hafa fengið til reynslu tvo
sóknarmenn frá sænskum fyrstudeild-
arliðum. Það eru Patrik Redo frá Trelle-
borg og Bobo Bola frá Landskrona. Bola
kom á mánudag og verður til laugardags
en Redo kom í gær og verður til mánu-
dags. Báðir taka þeir þátt í æfingaleik
Fram gegn Fylki í Egilshöllinni annað
kvöld.
Redo er 25 ára gamall og hefur leikið
með Trelleborg í 1. deildinni undanfarin
þrjú ár og skorað alls átta mörk í 59 leikj-
um. Þar af lék hann aðeins sex leiki á síð-
asta ári og missti mikið úr vegna meiðsla.
Þar á undan lék Redo í tvö ár með Halms-
tad í úrvalsdeildinni, spilaði sex leiki fyrir
félagið og skoraði eitt mark.
Bola er 21 árs og er frá Afríkuríkinu
Rúanda þar sem hann hefur spilað með A-
landsliðinu. Hann kom til Landskrona 2005
frá heimalandi sínu og skoraði þá eitt
mark í sjö leikjum í sænsku úrvalsdeild-
inni. Á síðasta ári gerði Bola tvö mörk í 16
leikjum með liðinu í 1. deildinni en var að-
eins þrisvar í byrjunarliðinu.
„Bola leit mjög vel út á fyrstu æfingu
með okkur og við höfum fengið mjög góð
meðmæli með Redo, m.a. frá okkar leik-
manni, Reyni Leóssyni, sem spilaði með
honum í Trelleborg í fyrra. Við stefnum að
því að fá þrjá framherja í okkar raðir og
ætlum að reyna að ganga endanlega frá
þeim málum í þessum mánuði. Þegar það
verður í höfn verðum við komnir með mjög
þéttan leikmannahóp fyrir sumarið,“ sagði
Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Fram, við Morgunblaðið.
Tveir sóknarmenn til
reynslu hjá Frömurum
SERBNESKUR knattsp
Branezac að nafni, kom til
og verður til reynslu hjá Fy
dag er annar leikmaður væ
inn en hann er danskur og
holm. Þeir leika báðir með F
að kvöld þegar þeir mæta
Egilshöllinni, og spila síða
arliðinu á sunnudaginn en þ
um í æfingaleik.
Branezac er þrítugur Se
íu, og hefur spilað um árab
Júgóslavíu og síðan Ser
Þar spilaði hann með Sart
Obilic, Napredak og Cukar
milli lék hann eitt tímabil
verjalandi og hálft tímab
Bosníu. Síðast spilaði Br
Penang í Malasíu. Besta tím
Fylkir me
í tveimur
íþróttir
Sænski landsliðsmaðurinn íknattspyrnu, Christian
„Chippen“ Wilhelmsson, hefur
samið við ítalska liðið Róma og
mun hann leika sem lánsmaður út
leiktíðina með Róma. Ítalska fé-
lagið getur síðan keypt hinn 27
ára gamla kantmann frá Nantes í
að lánstímanum liðnum.
Argentínska landsliðið í hand-knattleik, sem tekur þátt í
HM, er komið til Þýskalands til að
undirbúa sig fyrir keppnina. Liðið
verður í æfingabúðum í
Dessau undir stjórn þjálfarans
Maurizio Torres. Argentína, sem
leikur í riðli með Þýskalandi, Pól-
landi og Brasilíu á HM, leikur
þrjá æfingaleiki við þýsk lið.
FrancisObikwelu
frá Portúgal
var valinn
frjáls-
íþróttamaður
ársins í kjöri
þar sem að
fulltrúar 15
frjálsíþrótta-
sambanda, blaðamenn og almenn-
ingur tóku þátt. Obikwelu er
spretthlaupari en hann vann til
silfurverðlauna á Ólympíu-
leikunum í Aþenu árið 2004 og á
EM í Gautaborg sigraði hann í
tveimur greinum og hljóp 100
metra undir 10 sekúndum. Besti
árangur hans í greininni er 9,86
sekúndur en á árinu 2006 vann
hann 16 sinnum í 100 metra hlaupi
og 6 sinnum í 200 metra hlaupi.
„Þetta er mikil viðurkenning og
ég er ótrúlega stoltur,“ sagði
Obikwelu við Reuters fréttastof-
una. Hann er fæddur í Nígeríu en
fékk ríkisborgararétt í Portúgal
árið 2001. Kringlukastarinn Virg-
ilijus Alekna frá Litháen varð
annar í kjörinu og norski spjót-
kastarinn Andreas Thorkildsen
varð þriðji.
Lars Lag-erbäck,
þjálfari
sænska lands-
liðsins í knatt-
spyrnu, hefur
sett sig í sam-
band við Hen-
rik Larsson,
leikmann Man-
chester United, og beðið hann um
að leika með sænska landsliðinu á
ný. Sænska dagblaðið Aftonbladet
greinir frá því að Lagerbäck leggi
mikla áherslu á að fá Larsson í lið-
ið á ný. Hann lék síðast með
sænska landsliðinu á HM í Þýska-
landi þar sem að Svíar féllu úr leik
í 8-liða úrslitum gegn Þjóðverjum.
Larsson hefur leikið 93 landsleiki
frá árinu 1993 og skorað 36 mörk.
Fólk sport@mbl.is
TÆKNINEFND á vegum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
hefur farið yfir upptökur frá leikjum
heimsmeistaramótsins í Þýskalandi
sl. sumar. Í greinargerð nefndar
kemur m.a. fram að margir leikmenn
hafi gert sér upp meiðsli í leikjum til
þess eins að stöðva hraðar sóknir
andstæðinganna.
Tækninefndin nefnir að smáá-
rekstrar á milli leikmanna hafi orðið
til þess að þeir legðust niður líkt og
þeir væru mikið meiddir.
Að mati þeirra sem fóru yfir gang
mála á HM var í flestum tilvikum um
að ræða „bragð“ til þess að hægja á
sóknarleik andstæðinganna. Boltan-
um var spyrnt út af og leikurinn
stöðvaður. Leikmenn fengu síðan
meðhöndlun fyrir utan hliðarlínuna
og komu inn á fullfrískir skömmu
síðar.
Leikaraskapur á HM
GRAEME Souness, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Liverpool, Rang-
ers, Blackburn og Newcastle, segist
hafa lagt inn 20 milljóna punda til-
boð, sem samsvarar um 2,8 millj-
örðum króna, til að eignast meiri-
hlutann í enska félaginu Wolves.
Áður hafði Jez Moxey, stjórn-
arformaður Úlfanna, neitað því að
Souness hefði áhuga á að eignast
félagið en Souness segir í viðtali við
breska blaðið Express Star að hann
skilji ekki hvers vegna Moxey haldi
þessu fram. Sir Jack Hayward er
eigandi Úlfanna, sem eru í 9. sæti
fyrstu deildarinnar..
Souness vill eignast Wolves
ÁSTRALAR, fyrstu mótherjar Ís-
lendinga í úrslitakeppni heims-
meistaramótsins í handknattleik í
Þýskalandi hinn 20. janúar, mættu
Grænlendingum í vináttulandsleik í
gærkvöld. Leikið var í Rödding í
Danmörku þar sem bæði liðin búa
sig undir HM, en bæði eru með
danskan þjálfara. Grænlendingar
unnu mjög öruggan sigur, 35:26, og
hefndu þar með fyrir ósigur gegn
Áströlum í úrslitakeppni HM í
Portúgal fyrir fjórum árum. Ástr-
alar dvelja í Danmörku til 18. jan-
úar og spila þar æfingaleiki en
Grænlendingar eru á leið til Frakk-
lands þar sem þeir verða í æf-
ingabúðum fram að keppninni.
Ástralar steinlágu
gegn Grænlendingum