Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.01.2007, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007 3 pyrnumaður, Sasa landsins í gærkvöld ylki næstu dagana. Í æntanlegur í Árbæ- g heitir Mads Beier- Fylkismönnum ann- Fram í æfingaleik í n aftur með Árbæj- þá mætir það Hauk- rbi, fæddur í Króat- bil í úrvalsdeildinni í bíu/Svartfjallalandi. tid, Sutjeska Niksic, ricki Belgrad. Inn á l með MTK í Ung- bil með Glasinac í ranezac með liðinu mabilið hans í Júgó- slavíu var 1999–2000 þegar hann skoraði 12 mörk fyrir Sutjeska Niksic sem þá varð í fjórða sæti deildarinnar. Fyrir utan það hefur hann mest skorað fjögur mörk á einu tímabili í deild- inni. Beierholm er 22 ára miðjumaður, uppalinn hjá Vejle og spilaði síðast með SönderjyskE þar sem hann lék sex leiki í dönsku úrvalsdeild- inni á síðasta tímabili. Beierholm lék á sínum tíma 37 leiki með yngri landsliðum Danmerkur og í ágúst 2001 varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu dönsku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék 16 ára gamall með Vejle. Tveimur vikum síðar varð hann jafnframt yngsti markaskorari deildarinnar frá upphafi þegar hann gerði mark gegn Viborg en það tímabil, 2001–2002, spilaði Beierholm 27 leiki með Vejle í úrvals- deildinni. Eftir það lék hann með Vejle í 1. deild og fór þaðan til SönderjyskE. eð Serba og Dana r æfingaleikjum Sven GöranEriksson, fyrrverandi þjálf- ari enska lands- liðsins í knatt- spyrnu, segir að hann sé ekki að taka við þjálfun franska liðsins Marseille. Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því í fréttum undanfarna daga að Eriksson hafi rætt við forsvarsmenn Marseille að undanförnu. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um að þjálfa Marseille,“ segir Eriksson í viðtali við La Provence en hann var stadd- ur á æfingamóti í Dubai þar sem hann sá leik Marseille og Lazio frá Ítalíu.    Hollendingurinn René Meulen-steen, sem hætti óvænt störf- um sem þjálfari danska knatt- spyrnuliðsins Bröndby á dögunum, segir í viðtali við hollenskt dagblað í gær að Bröndby sé „sjúklingur“ sem þurfi bráðameðhöndlun. Hannes Þ. Sigurðsson leikur með liðinu en Meulensteen segir m.a. að innra starf félagsins sé í molum. Liðsand- inn sé í molum og marga sérfræð- inga þurfi til þess að laga ástandið hjá félaginu.    Mikill áhugi er fyrir landsleikjumDana og Frakka í handknatt- leik karla sem fram fara í Skjern og Horsens í kvöld og annað kvöld. Uppselt er á báðar viðureignir, sem verða þær síðustu sem Danir leika fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Þýskalandi 19. janúar. Í gær varð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, að gera eina breytingu á landsliði sínu þegar skyttan Bo Spellerberg heltist úr lestinni vegna meiðsla og Lars Møller Madsen var kallaður inn í 16 manna HM-hópinn í staðinn.    Jacob Andreasen, landsliðsþjálf-ari Grænlendinga í handknatt- leik karla, hefur framlengt samning sinn við grænlenska handknattleiks- sambandið fram á mitt árið 2009. Grænlendingar búa sig nú undir þátttöku í heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Þýska- landi síðar í þessum mánuði hvar þeir leika í riðli með Slóveníu, Túnis og Katar. Grænlenska landsliðið er í æfingabúðum í Silkeborg.    Sænska karlalandsliðið í knatt-spyrnu kom til Venesúela í nótt en Svíar, sem eru í riðli með Íslend- ingum í undankeppni EM, verða í æfingabúðum í S-Ameríku næstu vikurnar og leika þrjá leiki. Á sunnu- daginn mæta þeir Venesúela og þeir mæta síðan Ekvador í tveimur leikj- um 18. og 21. janúar.    Didier Drogba og Ricardo Car-valho verða í leikbanni í liði Chelsea í kvöld þegar liðið sækir heim þriðjudeildarliðið Wycombe í fyrri viðureign liðanna í undan- úrslitum deildabikarkeppninnar. Þar sem bæði John Terry og Khalid Boulahrouz eru meiddir er líklegt að miðvarðapar Englandsmeist- aranna verði skipað þeim Michael Essien og Paulo Ferreira.    Readingkomst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að sigra Burnley, 3:2. Ívar Ingimarsson var aðeins annar tveggja fastamanna Reading sem tóku þátt í leiknum og hann fór af velli á 74. mínútu. Brynj- ar Björn Gunnarsson var hvíldur vegna smávægilegra meiðsla. Leroy Lita, Shane Long og Sam Sodje skoruðu fyrir Reading. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Gylfi gekkst undir aðgerð á mjöðm í september og var frá æfingum í nokkrar vikur en ekki vildi betur til en svo að þegar hann var rétt kominn á ferðina að nýju þá reif hann vöðva í framanverðu læri. Hálfgerð martröð ,,Þetta er búin að vera hálfgerð martröð hjá mér en nú ætla ég ekki að horfa til baka lengur og svekkja mig meira. Ég ætla að líta fram á veginn og nú má segja að nýr kafli sé að hefj- ast hjá mér. Nú er aðalmálið að kom- ast í gott líkamlegt form sem allra fyrst. Það getur vel verið að ég verði í hópnum um næstu helgi. Það verður bara að koma í ljós. Eins og hlutirnir hafa gengið hjá liðinu þá ætti að vera ágætur möguleiki á að vinna sér sæti í liðinu og ég stefni ótrauður á það,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið en hann hefur aðeins náð að spila einn leik með Leeds-liðinu á tímabilinu. Þetta hefur hvorki gengið né rekið hjá Leeds á tímabilinu. Leeds, sem tapaði úrslitaleik fyrir Watford um sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor, situr í næstneðsta sæti deildarinnar en Leeds hefur aðeins unnið sjö af 27 leikjum sínum í deildinni. ,,Við getum sjálfum okkur um kennt hvernig komið er en það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á. Síðan ég kom til félagsins fyrir tveim- ur árum eru aðeins fimm leikmenn sem spila með liðinu í dag og þá hefur gengið töluvert á utan vallar,“ segir Gylfi sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Leeds. Gylfi ber Dennis Wise, knatt- spyrnustjóra Leeds, söguna nokkuð vel en hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu í stað Kevins Blackwell í október. ,,Wise er ekki eins harður og hann var sem leikmaður. Hann er ró- legur og yfirvegaður. Hann leggur mikið upp á að menn séu í líkamlega góðu formi og keyrslan er mikil á æf- ingunum.“ Tore Andre Flo góður Leeds fékk góðan liðsstyrk á dög- unum þegar norski framherjinn Tore Andre Flo gekk til liðs við félagið og vonast Gylfi eftir því að hann nái að blása lífi í sóknarleik liðsins. ,,Hann er búinn að vera mjög frísk- ur á æfingunum. Hann er að jafna sig eftir erfið meiðsli en það fer ekki á milli mála að hann kann þetta allt saman og er hæfileikaríkur. Það hef- ur vantað mann í liðið eins og hann sem getur haldið boltanum frammi. Gylfi Einarsson loks orðinn heill af meiðslum Morgunblaðið/Golli Fagnað Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen fagna marki í landsleik gegn Ungverjum. GYLFI Einarsson, knattspyrnumað- ur hjá enska 1. deildarliðinu Leeds United, hefur ekki átt sjö dagana sæla á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur verið frá meira og minna allt tímabilið vegna meiðsla en nú vonast hann til að þess að bjartari tímar séu framundan. Hann byrjaði að æfa að nýju í vikunni og segist klár í slaginn ef kallið kemur. Hefur aðeins náð að spila einn leik með Leeds á tímabilinu SAMUEL Eto’o, knattspyrnumaðurinn snjalli frá Kamerún, fær að hefja æfingar á ný með Barcelona á mánudaginn kemur. Eto’o, sem hefur þrjú ár í röð verið kjör- inn besti knattspyrnumaður Afríku meiddist illa í lok september og reiknað var með að hann yrði frá æfingum og keppni í fimm mánuði. Eiður Smári Guðjohnsen hefur leyst Eto’o af hólmi í fremstu víglínu hjá Barce- lona og skorað alls tíu mörk fyrir félagið á tímabilinu. „Við fórum yfir stöðuna hjá Eto’o og all- ir voru sammála því að hann gæti byrjað að æfa á ný. Hann er gífurlega viljasterk- ur, ætlar sér að byrja sem fyrst að spila og skora mörk og allt frá því hann meiddist hefur hugarfarið verið eins og hjá sönnum sigurvegara. Hann vill alltaf sigrast á öllu,“ sagði Ramon Cu- gat, yfirlæknir Barce- lona, í gær. Cugat tók fram að Eto’o mætti ekki byrja að sparka bolta alveg strax og lögð yrði áhersla á að byggja upp líkamlegan styrkleika hans á ný. Eto’o lýsti því yfir fyrir skömmu að þrátt fyrir fjarveruna væri hann sannfærður um að hann gæti staðið uppi sem markakóngur spænsku 1. deildarinnar í vor. Hann hafði skorað fjögur mörk fyrir Barcelona í deildinni þegar hann meiddist. Eto’o varð marka- kóngur deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 26 mörk í 34 leikjum. Eto’o fær að hefja æfingar á ný á mánudaginn Samuel Eto’o JULIO Baptista hrökk heldur betur í gang í gærkvöld þegar hann skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal í mögn- uðum sigri liðsins gegn Liverpool á Anfield, 6:3. Brasilíumaðurinn, sem er í láni frá Real Madrid og hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Lund- únaliðinu, tryggði þar með Arsenal sæti í undanúrslitum deildabikarsins þar sem liðið mætir nágrönnum sín- um í Tottenham. Þetta var annar sigur Arsenal gegn Liverpool á Anfield á aðeins fjórum dögum. Arsenal sigraði þar, 3:1, í enska bikarnum á laugardag- inn og hefur því slegið Liverpool út úr báðum ensku bikarmótunum, með fræknum útisigrum, og með því að skora níu mörk gegn fjórum. Baptista hefði getað gert enn fleiri mörk því Jerzy Dudek, mark- vörður Liverpool, varði frá honum vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en þá var staðan orðin 4:1. Jeremie Aliadiere og Alexandre Song skor- uðu hin mörk Arsenal en þeir Robbie Fowler, Steven Gerrard og Sami Hyypiä skoruðu fyrir Liverpool. Bæði liðin hvíldu marga af sínum fastamönnum, sérstaklega Arsenal sem tefldi fram hálfgerðu unglinga- liði með Kolo Toure, 25 ára, sem reyndasta mann. „Ég bjóst aldrei við því að við myndum skora sex mörk í þessum leik. Mér fannst við eiga möguleika á að komast áfram í keppninni en markaflóðið kom mér á óvart. Ég hef alltaf haft trú á að Julio myndi ná sér á strik, hann býr yfir miklum andlegum styrk og fellur mjög vel inn í liðsheild,“ sagði Arsene Wen- ger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leikinn. Ferna frá Baptista felldi Liverpool

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.