Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 13 ERLENT Gaza-borg. AFP. | Leiðtogar stríðandi fylkinga í Palestínu tóku í gær vel í boð Abdullah, konungs Saudi- Arabíu, um að binda enda á deiluna og koma til Mekka til viðræðna um lausn mála. Deilan hefur kostað 26 manns lífið og 60 manns til viðbótar hafa særst síðan á fimmtudagskvöld. Miklar óeirðir hafa verið í Gaza síðan á fimmtudagskvöld og þær urðu til þess að Abdullah bauðst til þess í gær að hafa milligöngu um friðarviðræður og lagði til að þær færu fram í Mekka. Þar gætu leið- togar stríðandi fylkinga rætt málin án afskipta annarra. Khaled Meshaal, fulltrúi Hamas- samtaka Palestínumanna, sem er í útlegð í Damascus, og Mahmud Abb- as, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar og forseti Palestínu, tóku boðinu fagnandi en áður hafði Ismail Han- iya, forsætisráð- herra úr Hamas- hreyfingunni, hvatt til þess að vopnin yrðu lögð niður. Hann höfð- aði til allra Pal- estínumanna og bað fólk um að leggja sitt af mörkum til að hætta átökunum. Orð hans breyttu ekki því að með- limur Hamas týndi lífi í óeirðum í Khan Yunes síðdegis í gær og í Nabl- us á Vesturbakkanum rændu liðs- menn Fatah 11 manns úr Hamas- hreyfingunni. Sjö þeirra var síðar sleppt. Mikil spenna hefur verið í Gaza að undanförnu og hafa ásakanirnar gengið á víxl. Leiðtogar taka vel boði um friðarviðræður í Mekka Friður Gengið í Ramallah í gær. VINDMYLLUR hafa gegnt veigamiklu hlut- verki varðandi ýmsa uppbygg- ingu í Hollandi en staða þeirra nú er mun veiga- minni en áður, þótt enn séu þær þjóðartákn. Til að vekja athygli á mikilvægi þeirra var ákveðið að árið í ár yrði helgað þeim og því er 2007 ár vindmyllnanna í Hollandi, en menningarmálaráðherrann ýtti vindmylluárinu úr vör við sérstaka athöfn um helgina. Fyrst er getið um vindmyllu í Hollandi 1407. „Þær hafa haldið okkur þurrum,“ segir Leo Ende- dijk, formaður samtaka um vernd- un hollenskra vindmyllna. Það má til sanns vegar færa en í óveðrinu á dögunum voru margar myllur í norðurhluta landsins notaðar til að lækka vatnsyfirborðið, sem nálg- aðist hættumörk. Fyrsta rafmagnsdælustöðin var reist 1928 og hafa rafmagnsdælur víða komið í staðinn fyrir myll- urnar. Nú eru 1.050 myllur í Hol- landi en til samanburðar voru þær um 9.000 um miðja 19. öld. Árið helgað vindmyllum 600 ár Vindmyllur einkenna Holland. SINN Féin, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), samþykkti í fjölmennri atkvæðagreiðslu á flokksfundi í Dublin í gær að styðja bresku lögregluna á Norður- Írlandi. Þetta er söguleg ákvörðun sem eykur líkur á samstarfi við mótmælendur. Já hjá Sinn Féin ÍRASKAR öryggissveitir og banda- rískir hermenn felldu að minnsta kosti 250 uppreisnarmenn í grennd við borgina Najaf í Írak í gær. Haft var eftir íröskum liðsforingja að allt að 500 uppreisnarmenn hefðu farist í loftárásunum. Mikið mannfall BAN Ki-moon er nú í fyrsta sinn staddur í Afríku sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann flytur ávarp á ráð- stefnu Afríkuráðsins í Eþíópíu í dag. Ban hóf heimsóknina í Kongó. Ban í Afríku FLUTNINGASKIP strandaði í slæmu veðri skammt frá Algeciras á Suður-Spáni í gær. Olía lak úr skipinu og varð hennar vart á ná- lægri strönd. Skipið er skráð í Panama. Það var með 14 manna áhöfn og var öll- um bjargað í land. Olía á ströndina TALSMENN breska flugfélagsins British Airways tilkynntu í gær að allt flug félagsins á morgun og miðvikudag félli niður vegna yf- irvofandi verkfalls. Í tilkynningu frá British Airways segir að félagið hafi þegar aflýst öllu flugi næstu tvo daga til að gefa farþegum sínum svigrúm til að breyta ferðaáætlunum sínum. Þeir sem hafi keypt miða geti breytt áætlaðri flugferð án kostnaðar eða fengið miðann end- urgreiddan. Um er að ræða um 1.300 flug- ferðir í innanlands- og utanlandsflugi frá Heathrow og Gatwick. Verkföll hafa líka ver- ið boðuð 5.–7. febrúar og 12.–14. febrúar. Allt flug BA fellt niður í tvo daga FYRIR tæplega tveimur mán- uðum sendi kona á suðurströnd Englands tösku til vinar síns í Suður-Afríku. Maðurinn fékk aldrei töskuna og komið hefur í ljós að hún eða öllu heldur innihald hennar er nánast í bæjardyrum sendanda eftir að hafa verið á ferð- inni í um sex vikur. Konan býr í Sidmouth í Devon á Englandi. Taskan var send þaðan til Antwerpen í Belgíu og þar fór hún í gám sem fór í flutningaskipið Napoli. Skipið flutti 2.323 gáma en það strandaði í óveðrinu við suð- vesturströnd Englands á dögunum og fóru margir gámar í sjóinn. Vörur úr þeim rak á land og hugðu margir sér gott til glóðarinnar í fjörunni. Þar á meðal var nágranni umræddrar konu og honum brá þegar hann gekk fram á mynd af konunni og vini hennar frá Afríku. „Það er með ólíkindum að taskan skuli hafa farið eins langt og raun ber vitni og innihaldi hennar hafi svo skolað á land nánast í dyragætt- inni hjá mér,“ sagði konan. Farangurinn í langferð og rak síðan á land rétt hjá sendanda Vinna Ströndin hreinsuð. BENEDIKT XVI páfi flutti hefð- bundin blessunarorð sín á sunnu- degi á torgi Péturskirkjunnar í gær. Hann óskaði meðal annars eft- ir friði á meðal stríðandi fylkinga á Gazasvæðinu og hvatti kristna menn í Líbanon til að koma á við- ræðum. Tvö börn slepptu síðan tveimur friðardúfum frá svölunum. Reuters Óskað eftir friði Washington. AFP.| Fjölmennir mót- mælafundir gegn Íraksstríðinu voru í Bandaríkjunum á laugardag og kröfðust fundarmenn þess að banda- ríska þingið klippti á útgjöld vegna stríðsins og kæmi í veg fyrir fjölgun bandarískra hermanna í Írak eins og George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað. Meira en 3.000 hafa týnt lífi Mótmælafundir voru meðal ann- ars í Los Angeles, San Francisco og Washington. Skipuleggjendur fund- arins við þinghúsið í Washington sögðu að um 500.000 manns hefðu sótt fundinn. Á meðal mótmælenda voru gamlir hermenn, ættingjar lát- inna hermanna og leikarar, og kröfð- ust þeir þess að bandaríska herliðið yrði kallað heim frá Írak. Sjö bandarískir hermenn týndu lífi í Írak á laugardag og þar með var tala látinna bandarískra hermanna í landinu komin í 3.068 síðan innrásin var gerð í mars 2003. „Bandarískir landar okkar deyja á meðan við stöndum hérna,“ sagði leikarinn Sean Penn. Hann bætti við að mót- mælunum yrði haldið áfram þar til þingið hefði samþykkt að hætta fjár- framlögum til stríðsins í Írak og bandarísku hermennirnir hefðu ver- ið kallaðir heim. Stefnan skýr Utanríkisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti sl. mið- vikudag ályktun þar sem hún hafnar áformum Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í liði Bandaríkjahers í Írak um 21.500 hermenn, en álykt- unin er ekki bindandi. Medea Ben- jamin, stofnandi kvennafriðarhreyf- ingarinnar CodePink, sagði að ályktunin væri góð en nægði ekki mótmælendum stríðsins. Samkvæmt skoðanakönnun Newsweek á laugardag þarf þingið að taka fastar á Bush Bandaríkja- forseta varðandi Íraksstríðið. 64% svarenda sögðu að þingið hefði ekki verið nógu ákveðið í málinu en 27% töldu að svo hefði verið. Á föstudag áréttaði Bush að það væri hann sem tæki ákvarðanirnar og daginn eftir sagði Gordon Johndroe, talsmaður Hvíta hússins, að forsetinn væri áfram staðfastur í málinu. „Hann skilur að Bandaríkjamenn vilja sjá endalok stríðsins í Írak og nýja áætl- unin er gerð með það fyrir augum.“ Ekki mótmælt stríði í 34 ár Leikkonan Jane Fonda var í hópi mótmælenda í Washington og ávarp- aði viðstadda. Hún sagði að hún hefði ekki mótmælt stríði í 34 ár eða síðan hún mótmælti Víetnamstríðinu í heimsókn í Hanoi 1972, „en þögn er ekki lengur valkostur“. Hún sagði ennfremur að hún væri leið yfir því að mótmæli væru nauðsynleg en Bandaríkjamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekkert lært og þögn ekki lengur valkostur Fjölmenni á mótmælafundum í Los Angeles, San Francisco og Washington í Bandaríkjunum gegn Íraksstríðinu Reuters Fjölmenni Skipuleggjendur mótmælafundarins við þinghúsið í Wash- ington sögðu að um 500.000 manns hefðu sótt fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.