Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 1

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 1
föstudagur 23. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Barcelona þarf kraftaverk gegn Liverpool á Anfield >> 4 KONUR DÆMDU SAMAN INDÍANA SÓLVEIG MARQUEZ OG GEORGÍA OLGA KRISTIANSEN SKRÁÐU NÖFN SÍN Í SÖGUBÆKURNAR >> 2 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Einar sagði leiðinlegt að hafa ekki getað mætt heimsmeisturum Þjóð- verja eins og þeir óskuðu eftir þar sem það væri ekki á hverjum degi sem heimsmeistarar óskuðu eftir að spila við íslenska landsliðið. Þá væri gaman að leika við þá um þessar mundir. Mikill áhugi væri fyrir þýska landsliðinu í heimalandinu eftir að það vann heimsmeistaratit- ilinn á heimavelli fyrir skömmu. Leikirnir tveir sem þýska liðið leik- ur verða kveðjuleikir fyrir tvo sterkustu leikmenn landsliðsins síð- ustu ár, þá Markus Baur og Christian Schwarzer. Þeir hafa báð- ir ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Í staðinn leikur íslenska lands- liðið á fjögurra þjóða móti í París um páskahelgina ásamt landsliði heimamanna, Pólverjum sem unnu silfurverðlauna á heimsmeistara- mótinu og Túnisbúum. Einar sagðist reikna með að ís- lenska landsliðið komi saman í Þýskalandi á skírdag áður en það heldur yfir til Parísar en leikið verður í Bercy-íþróttahöllinni. Leik- ið verður við Pólverja föstudaginn 6. apríl, daginn eftir við Frakka og í lokaleiknum mætir íslenska liðið Túnis. Íslenska landsliðið mætti öllum þessum þremur þjóðum á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti. Leikirn- ir við Frakka og Túnisbúa unnust en viðureignin við Pólverja tapaðist naumlega. Einar sagðist ekki eiga von á öðru en að Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari, gæti stillt upp sínu sterkasta liði á Frakklandsmótinu, a.m.k. eins og staðan væri núna. Ekki er útilokað að Einar Hólm- geirsson geti tekið þátt í mótinu en hann mun vera á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í lok desember. Meiðslin voru alvarleg og missti hann þar með af heimsmeistara- mótinu af þeim sökum. Faðir Ein- ars, Hólmgeir Einarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið á dög- unum að bati sonar síns væri góður og væri hann heldur á undan áætl- un en hitt og er jafnvel búist við að Einar geti farið að leika á ný með Grosswallstadt í þýska handknatt- leiknum upp úr miðjum mars. Ósennilegt er að Jaliesky Garcia verði klár í slaginn í París þar sem hann hefur enn ekki náð sér eftir að krossband í öðru hné hans slitn- aði á haustmánuðum. Varð að afþakka tvo lands- leiki við heimsmeistarana Morgunblaðið/Günter Schröder Skorað Alexander Petersson skorar mark í leik í Dortmund gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu HM í Þýskalandi. HEIMSMEISTARAR Þjóðverja í handknattleik karla óskuðu eftir að mæta íslenska landsliðinu í tvígang um páskahelgina, en HSÍ gat ekki orðið við beiðni Þjóðverja vegna þess að fyrir nokkru var ákveðið að íslenska landsliðið taki þátt í fjög- urra þjóða móti í París um páska- helgina. „Við hefðum hugsanlega getað mætt Þjóðverjum á skírdag áður en haldið verður yfir til Par- ísar, en einn leikur nægði Þjóð- verjum ekki og því varð ekkert af þessu. Ég held að Þjóðverjar hafi í staðinn snúið sér til Norðmanna og leika við þá tvo leiki um páskana,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Handknattleikslandsliðið gat ekki orðið við beiðni Þjóðverja – tekur þátt í móti í París um páskana AXEL Stefánsson, hand- knattleiksþjálfari, hefur fram- lengt samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Elverum til vorsins 2008. Forráðamenn Elverum staðfestu þetta í gær en í fyrri samningi Axels sem gerður var síðasta sumar var ákvæði um að hann yrði end- urskoðaður í febrúarmánuði, með tilliti til næsta tímabils. „Axel hefur unnið mjög ná- ið með stjórn, íþróttaforystu og styrktaraðilum félagsins og það var því ekki nokkur vafi á að óskað var eftir áframhald- andi sam- vinnu,“ segir á vef Elverum. Lið Elverum er í níunda sæti af tólf liðum í norsku úr- valsdeildinni þegar 17 um- ferðir af 22 eru búnar. Það er í baráttu um að komast í átta liða úrslit en er jafnframt ekki sloppið úr fallhættu. Með lið- inu leika fjórir Íslendingar, þeir Sigurður Ari Stefánsson, Ingimundur Ingimundarson, Hörður Flóki Ólafsson og Hannes Jón Jónsson. Hannes hefur slegið í gegn með liðinu eftir að hann kom frá Ajax í Danmörku um áramótin og hefur skorað 53 mörk í fyrstu fimm leikjunum. Axel Stefánsson Axel framlengdi samninginn við Elverum NORSKA blaðið Stavanger Aftenblad greinir frá því að forráðamenn norska úrvals- deildarliðsins Viking hafi augastað á Gylfa Einarssyni. Gylfi er á mála hjá Leeds United en hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu sem sit- ur á botni ensku 1. deildar- innar.Uwe Rösler þjálfar Vik- ing en hann og Gyfli léku saman hjá Lilleström. ,,Það er fleri norsk félög sem hafa sýnt áhuga á að fá Gylfa en við höfum ákveðið að hann verði hjá Leeds til loka leiktíðar. Hann er ekki á leið til Viking sem stendur en það er aldrei að vita hvað fram- tíðin ber í skaut sér,“ segir Jim Solbakken umboðsmaður Gylfa í samtali við Stavanger Aftenblad. Hannes Þ. og Birkir hjá Viking Hannes Þ. Sigurðsson gerði nýlega samning við Viking en er ekki orðinn löglegur með liðinu og þá var fyrir hjá liðinu Birkir Bjarnason. Gylfi, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu er nú heill heilu, hefur aðeins komið við sögu í þremur leikj- um Leeds á leiktíðinni og þá öll skiptin sem varamaður. Gylfi gekk í raðir Leeds frá Lilleström árið 2004 og gerði tveggja ára samning og hann framlengdi samninginn um tvö og hálft í janúar í fyrra. Viking með augastað á Gylfa Einarssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.