Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ úrslit KNATTSPYRNA Írland – Ísland 1:1 Lagos, Portúgal, Algarve-bikarinn, C-rið- ill, föstudaginn 9. mars 2007. Mark Írlands: Olivia O’Toole 72. Mark Íslands: Rakel Logadóttir 36. Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir – Erna B. Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir (Katrín Ómars- dóttir 68.), Guðný Óðinsdóttir – Dóra María Lárusdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 75.), Erla Steina Arnardóttir (Edda Garð- arsdóttir 71.), Dóra Stefánsdóttir, Rakel Logadóttir (Fjóla Dröfn Friðriksdóttir 81.) – Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir 63.) Áhorfendur: Um 150. Önnur úrslit í C-riðli: Portúgal – Ítalía ...................................... 0:1 Pamela Conti 9. Staðan: Ítalía 2 2 0 0 3:1 6 Írland 2 0 2 0 2:2 2 Ísland 2 0 1 1 2:3 1 Portúgal 2 0 1 1 1:2 1 A-riðill: Noregur – Danmörk................................ 0:1 Ditte Larsen 89. Frakkland – Þýskaland .......................... 1:0 Sandrine Soubeyrand 32. Staðan: Danmörk 2 2 0 0 5:0 6 Noregur 2 1 0 1 2:2 3 Frakkland 2 1 0 1 1:4 3 Þýskaland 2 0 0 2 1:3 0 B-riðill: Finnland – Bandaríkin............................ 0:1 Carli Lloyd 49. Svíþjóð – Kína .......................................... 1:0 Charlotte Rohlin 90. Staðan: Svíþjóð 2 2 0 0 4:0 6 Bandaríkin 2 2 0 0 3:1 6 Kína 2 0 0 2 1:3 0 Finnland 2 0 0 2 0:4 0 Deildabikar karla Lengjubikarinn, A-deild: RIÐILL 1: Víkingur R. – FH ..................................... 2:3 Grétar S. Sigurðarson 7. (víti), Jón B. Her- mannsson 9. – Atli Guðnason 65., 67., Sig- urvin Ólafsson 43. (víti) Staðan: FH 4 4 0 0 13:3 12 HK 3 3 0 0 6:1 9 Valur 3 2 0 1 6:3 6 Stjarnan 2 1 0 1 7:4 3 Fylkir 2 1 0 1 4:5 3 Víkingur R. 3 0 0 3 4:7 0 KA 2 0 0 2 0:6 0 Grindavík 3 0 0 3 0:11 0 RIÐILL 2: ÍA – KR...................................................... 1:3 Andri Júlíusson 13. – Jóhann Þórhallsson 56., Grétar Hjartarson 66., Dalibor Paule- tic 80. Rautt spjald: Sigþór Júlíusson 59. Staðan: KR 2 2 0 0 5:1 6 Breiðablik 2 2 0 0 8:5 6 Keflavík 3 2 0 1 10:8 6 Fram 1 1 0 0 2:0 3 Fjölnir 2 0 2 0 2:2 2 ÍBV 3 0 1 2 4:7 1 ÍA 3 0 1 2 3:7 1 Þróttur R. 2 0 0 2 4:8 0 Lengjubikarinn, B-deild: Riðill 2: Njarðvík – Grótta ..................................... 5:0 ÍR – ÍH ...................................................... 2:2 England 1. deild: Birmingham – Derby ............................... 1:0 Staðan: Birmingham 36 21 7 8 54:33 70 Derby 37 21 6 10 50:37 69 WBA 36 18 9 9 63:41 63 Sunderland 36 19 6 11 54:37 63 Preston 35 18 8 9 53:39 62 Wolves 36 18 8 10 41:37 62 Southampton 36 16 11 9 57:42 59 Cardiff 36 16 11 9 50:37 59 Stoke City 36 14 12 10 43:29 54 Colchester 36 15 7 14 55:45 52 Cr. Palace 36 13 10 13 43:40 49 Plymouth 36 11 16 9 48:46 49 Sheff. Wed. 36 13 9 14 53:56 48 Ipswich 36 13 6 17 47:49 45 Leicester 35 11 12 12 39:42 45 Coventry 36 13 6 17 37:47 45 Norwich 35 12 8 15 46:55 44 Burnley 35 10 11 14 36:38 41 Barnsley 36 11 5 20 40:61 38 Luton 36 9 9 18 46:62 36 QPR 35 9 8 18 40:56 35 Hull 36 9 8 19 37:55 35 Southend 36 7 11 18 36:58 32 Leeds 36 9 4 23 36:62 31 Þýskaland Nürnberg – Frankfurt ............................ 2:2 Christoph Spycher 81. (sjálfsm.), Robert Vittek 87. – Sotirios Kyrgiakos 26., Naoh- iro Takahara 69. Holland Roda – Utrecht ......................................... 0:0 Belgía Charleroi – Mons-Bergen........................ 1:0 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Þór A. – Stjarnan.............................. 116:101 Staðan: Þór A. 13 13 0 1250:961 26 Breiðablik 12 8 4 1074:1019 16 Valur 11 7 4 1013:990 14 FSu 12 6 6 1099:1106 12 Stjarnan 13 6 7 1140:1090 12 KFÍ 12 4 8 1011:1139 8 Höttur 11 2 9 958:1024 4 Ármann/Þróttur 12 2 10 827:1043 4  Þór frá Akureyri hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni en fjögur næstu lið leika um eitt sæti í deildinni. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Nordhorn – Wilhelmshavener ............ 30:26  Gylfi Gylfason náði ekki að skora fyrir Wilhelmshavener. BLAK 1. deild kvenna Þróttur N. – Þróttur R............................. 3:0 (25:18, 25:22, 25:22) Staðan: Þróttur R. 9 8 1 24:4 24 Þróttur N. 9 7 2 22:8 22 HK 8 2 6 8:18 8 KA 8 0 8 0:24 0 um helgina HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll, SS- bikarkeppnin: KONUR: Grótta – Haukar...................13.30 KARLAR: Fram - Stjarnan......................16 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Laugardagur: Kennaraháskólinn: Valur - Höttur ...........15 Sunnudagur: Ísafjörður: KFÍ - Ármann/Þróttur...........14 Smárinn: Breiðablik - Höttur....................16 BLAK Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Stjarnan............................15 KA-heimilið: KA - HK...........................17.30 1. deild kvenna: KA-heimilið: KA - HK ...............................16 Neskaups.: Þróttur N - Þróttur R. ...........14 Sunnudagur: 1. deild karla: KA-heimilið: KA - HK...........................14.30 1. deild kvenna: KA-heimilið: KA - HK ...............................13 Aðalsteinn segir að liðin séu áþekk ef litið er á hæð og líkamlegan styrk leik- manna. „Það eru góðar skyttur í báðum liðum og bæði lið vilja leika flata og ákafa 6:0 vörn. Á þessum sviðum skilur lítið á milli og ef maður ber saman leik- menn í hverri stöðu fyrir sig þá eru þeir að mörgu leyti mjög líkir hvað varðar hæð og styrk,“ segir Aðalsteinn en hann varð að játa sig sigraðan í 8-liða úrslitum gegn Haukum þar sem að Stjarnan tapaði með minnsta mun, 24:23. „Leikir Gróttu og Hauka hafa verið jafnir í vetur og ég á ekki von á öðru en að svo verði einnig í úrslitaleiknum.“ Anna Úrsúla sterk á línunni Aðalsteinn segir að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir línumaður Gróttu sé mikilvægasti leikmaður liðsins. „Flest- ir þjálfarar eru með hugann við Önnu þegar leikið er gegn Gróttu. Hún er há- vaxin og líkamlega sterk. Og hún hefur bætt sig gríðarlega mikið sem leikmað- ur á undanförnum misserum. Grótta leitar mikið að Önnu og Haukaliðið þarf að vinna vel saman til þess að ná að stöðva hana.“ Ramune Pekarskyte stórskytta Hauka og Hanna G. Stefánsdóttir draga vagninn í sóknarleik Hauka en mér hefur þótt Ramune leika betur í bikarleikjum en í deildaleikjum. Ég veit ekki af hverju það er en hún virðist ná sér betur á strik í bikarkeppninni. Haukar hafa öfluga leikmenn sem eru duglegir að skora úr hraðaupphlaup- um. Þeir eru að sjálfsögðu sterkur hlekkur í þeirri keðju en að mínu mati er Erna Þráinsdóttir vinstri hornamað- ur liðsins eitt skæðasta vopn liðsins. Erna er vanmetinn leikmaður og ég ætla að benda þeim sem ætla að horfa á leikinn að fylgjast vel með henni.“ Óstöðug markvarsla Markvarslan er að mati Aðalsteins sá þáttur sem hefur verið óstöðugur hjá báðum liðum. „Helga Torfadóttir markvörður Hauka getur átt stórkost- lega leiki en stundum dettur hún niður eins og félagar hennar í Hafnarfjarð- arliðinu. Helga hefur sýnt að hún getur tekið af skarið í svona úrslitaleikjum og stuðningsmenn Hauka vonast að sjálf- sögðu til þess að Helga verði í „stuði“. Íris Björk Símonardóttir markvörð- ur Gróttu er ungur og upprennandi leikmaður. Hún hefur átt marga frá- bæra leiki og er búin að stimpla sig inn sem annar af aðalmarkvörðum lands- liðsins. Íris hefur átt misjafna leiki í vetur og líkt og hjá Helgu þá er óstöð- ugleiki eitt af því sem fylgir henni.“ Alfreð Finnsson er þjálfari Gróttu og segir Aðalsteinn að hann geti eflaust nýtt sér slæm úrslit úr síðasta deild- arleik til þess að efla baráttuþrek leik- manna sinna. „Grótta og FH skildu jöfn í síðustu umferð og það eru óá- sættanleg úrslit fyrir Gróttu. Ég held að í raun hafi það verið góð áminning fyrir Gróttuliðið að leika illa gegn FH og Alfreð mun finna leiðir til þess að fá sitt lið á rétt ról fyrir úrslitaleikinn. Það sama er að segja af liði Hauka. Lið- ið hefur ekki leikið vel í deildakeppn- inni og þetta er leikur þar sem að félag- ið getur landað titli. Einar Jónsson þjálfari Hauka mun einnig nota slíka hluti til þess að ná réttri stemningu upp í leikmannahópnum.“ Á ekki von á markaleik Aðalsteinn segir að líklega verði ekki mörg mörk skoruð í leiknum. „Taug- arnar eru þandar hjá báðum liðum í upphafi leiks og það tekur smá tíma að ná spennunni úr. Ég ætla að sjálfsögðu að mæta á báða úrslitaleikina og njóta dagsins. Það er skylda þeirra sem starfa við handboltann að mæta í Laug- ardalshöllina og njóta dagsins. Þrátt fyrir að maður hefði stefnt að því sjálf- ur að vera með sitt lið í úrslitaleiknum í ár,“ sagði Aðalsteinn. „Haukar líklegri“ Morgunblaðið/Golli Skorar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur leikið mjög vel með Gróttu á þessu keppnistímabili. „HAUKAR hafa upplifað það að sigra í úrslitaleik í bikarkeppninni enda hafa þeir titil að verja í þessari keppni. Grótta hefur ekki náð að brjóta þann ís. Kannski verður þetta leikurinn þar sem Grótta skapar sig- urhefð hjá félaginu en Haukar geta byggt á gömlum grunni og eru lík- legra liðið að mínu mati,“ sagði Að- alsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörn- unnar er hann rýndi í möguleika Hauka og Gróttu í úrslitaleik SS- bikarkeppninnar í kvennaflokki. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Haukar hafa sigurhefð en Grótta á enn eftir að brjóta ísinn í úrslitaleik bikarkeppninnar,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson Í HNOTSKURN »Haukar sátu yfir í 16-liðaúrslitum en lögðu Stjörn- una að velli í 8-liða úrslitum og Val í undanúrslitum. »Grótta lék gegn Fram í 16-liða úrslitum, Fjölni í 2. umferð og ÍBV í undan- úrslitum. » ÍBV og Haukar áttust við íúrslitum í fyrra þar sem Haukar sigruðu, 29:25. „ÞETTA var ekki nema 3–4 metra pútt á lokaholunni og örninn var því frekar ein- faldur að þessu sinni,“ sagði kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason í samtali við Morg- unblaðið en hann endaði í 10.–12. sæti á Scanplan-mótaröðinni sem lauk í Portúgal í gær eftir að hafa leikið á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar á loka- deginum. Heiðar var á einu höggi undir pari þegar hann kom að lokaholunni en hann notaði að- eins 3 högg á þá braut sem er par 5 og lék hann lokaholuna á erni (-2). Alls fékk Heiðar Davíð fjóra fugla (-1), þrjá skolla (+1) og einn örn (-2) á hringnum. „Ég er sáttur við síðustu tvo dagana en á fyrsta hringnum á þessu móti lék ég ekki vel. Kannski var það veðrið sem setti svip sinn á skorið. Vindurinn var í aðalhlutverki fyrstu tvo dagana og þótt ótrúlegt sé held ég að veðrið hafi komið mér á óvart. Ég náði betri tök- um á því að leika í vind- inum og í gær var ekkert að veðrinu. Á heildina lit- ið er ég bara nokkuð sátt- ur við þetta skor. Miðað við árstíma. Ég stefni að því að taka þátt á fyrstu mótunum í apríl en þau mót fara fram í Danmörku en sænska móta- röðin hefst ekki fyrr en í maí,“ bætti Heiðar við. Ottó Sigurðsson úr GKG lék á 83 höggum í gær eða 11 höggum yfir pari og samtals lék hann á 24 höggum yfir pari. Ottó endaði í 46. sæti af alls 58 kylfingum. „Örninn var frekar einfaldur að þessu sinni“ Heiðar Davíð Bragason STEFÁN Gíslason, lan knattspyrnu, hafnaði á samningstilboði frá félagi Lyn. Núgildandi samnin Óslóarliðið rennur út í ráðamenn Lyn vilja ólmir sínum röðum, enda hefur lykilhlutverki undanfarin t hann kom þangað frá Kefla „Ég ákvað að taka ekk þar sem ég vil halda mínu opnum eins lengi og hægt e reynd að fyrir þann sem e til lengri tíma er erfitt a hvert annað og mig langa um umhverfi áður en la Helst að komast eitthvað s Stefán Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.