Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 1
laugardagur
14. 4. 2007
börn
FJAÐRABÁTAR
NÚ GETIÐ ÞIÐ BÚIÐ TIL EINFALDAN
BÁT ÚR VIÐARBÚT OG FJÖÐUR » 3
Íslensk bæjarnöfn í feluleik í verðlaunaleik vikunnar » 2
Hæ!
Ég heiti Katrín Eva og ég bý á Dalvík. Ég
óska eftir pennavinkonu (mega vera strákar)
helst á aldrinum 10–11 ára. Áhugamál mín eru
dýr, íþróttir og tölvuleikir. Ég vona að ég fái
mikið af bréfum.
Kveðja,
Katrín Eva Reykjalín Guðmundsdóttir
Ásvegi 9
620 Dalvík
Hæ, hæ!
Ég heiti Darri og óska eftir pennavini/vin-
konu. Mér er alveg sama hvort það er strákur
eða stelpa á aldrinum 9–11 ára. Sjálfur verð ég
10 ára í apríl.
Áhugamál mín eru íþróttir, motorcross, dýr
og vinir. Ég vona að ég eignist fullt af penna-
vinum eða -vinkonum.
Kveðja,
Darri Gunnarsson
Stapavegi 7
900 Vestmannaeyjum
Hæ, hæ!
Ég heiti Þorgerður og er 10 ára. Ég óska
eftir pennavinum á aldrinum 10–12 ára, helst
stelpu. Ég hef aldrei áður átt pennavin, og mig
langar rosalega að prófa það. Áhugamál mín
eru dýr, dans, vinir, náttúran og föt.
Með bestu kveðju,
Þorgerður Atladóttir
Boðagranda 4
107 Reykjavík
Pennavinir
Um síðustu helgi bar Færeyingurinn Jógvan
Hansen sigur úr býtum í X-Factor keppninni
sem hefur verið sýnd á Stöð 2 síðan í haust.
Hann sigraði örugglega með 70% atkvæða en
í úrslitunum tókst hann á við bestu vinkonur
sínar, Hara systur.
Við hittum Jógvan á hárgreiðslustofu sinni
og spurðum hann út í X-Factor ævintýrið,
sönginn og æskuna. » 3
Morgunblaðið/Ómar
X-Factor Færeyingurinn Jógvan Hansen sigraði örugglega með yfir 70 prósenta atkvæða í X-Factor keppninni um síðustu helgi.
X-Factor stjarnan Jógvan
Impala-hjörtur lifir í hjörðum á sléttum Afríku. Ef rándýr
ræðst á hjörðina stökkva impala-hirtirnir í allar áttir til að
rugla rándýrið í ríminu. Impala-hirtir stökkva bæði hærra og
lengra en nokkur maður getur stokkið.
Úr bókinni Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson
Impala
Hvaða skugga á Tryggur?
Horfðu vel á hundinn
Trygg, sem stendur
húsbóndahollur við
hlið eiganda síns, og
athugaðu hvort þú
getur fundið út hvaða
skugga hann á.
Lausn aftast.
Andra dreymir um að verða heimsþekktur óperusöngvari en
gagnrýnendur eru allir á sama máli um að Andri geti hvorki
sungið né hafi ákveðinn „x-factor“. Andri lætur sér ekki segj-
ast og heldur áfram að eltast við drauminn. Nú er bara spurn-
ing hvort þið getið hjálpað honum að finna 10 hlaupandi X á
síðum Barnablaðsins. Það er aldrei að vita nema þá fyrst öðl-
ist hann þennan eftirsótta „x-factor“.
Óperusöngvari án „x-factors“