Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ börn Ég orti þetta ljóð um afa minn dag einn þegar hann var að fylla út umsókn á netinu og skrifaði vitlaust heimilisfang. Afi minn Afi minn er alveg klikk hann veit ekki hvar hann á heima. Ég veit ekki hvort hann veit hver hann er, hann er svo fljótur að gleyma. Höf.: Thelma Kristinsdóttir, 11 ára. Þetta ljóð er þakkarljóð til alls þess góða fólks sem er í kringum mig. Til foreldra minna, ættingja, vina, kennara og líka kisu minnar. Þakkir fyrir brosið Grár dagurinn, gleypir hamingjuna, ástina úr hjartanu mínu. Ég lít út um gluggann. Sé fuglana fljúga, áhyggjulausa. Þenja fiðrað brjóstið, breiða út vængina, stoltið skín úr smáum aug- unum. Þá sé ég ykkur öll. Þið stígið út úr geislum sól- arinnar, þið komið og farið með mig út, sólin faðmar okkur. Þið réttið fram hendurnar, brosið til mín, hlæjandi. Lítið bros, en það er mér nóg. Dagurinn er ekki lengur grár. Dagurinn er nú sólin, uppspretta ástarinnar í hjartanu mínu. Takk. Höf.: Guðrún Ingibjörg Þor- geirsdóttir, 13 ára. Vinir mínir Þið eruð svo langt í burtu, samt finn ég fyrir ykkur. Hjarta mitt veit að þið gleymið mér aldrei. Þegar ég sé mynd af ykkur fer ég að gráta, því ég sakna ykkar meira en þið haldið. Ég hefði ekki átt að samþykkja að fara frá þorpinu sem ég bjó í, því þá fór ég frá öllu sem ég þekkti og fórnaði því kunn- uglega. Ég fann fyrir stuttu lítið gat á hjarta mínu, ég uppgötvaði að ég hafði næst- um gleymt ykkur. Gleymt þeim sem ég kalla vini mína. Höf.: Guðríður Jana Arnars- dóttir, 11 ára. Ljóð Tryggur á skugga nr. 2. Lausnir Kalvin & Hobbes Bubbi og Billi © DARGAUD EF MAÐUR ÆTLAR AÐ HEILLA STELPU ÞÁ ER GOTT RÁÐ AÐ VERA FÍFLDJARFUR EÐA LÁNA ÞEIM NÝJUSTU PLÖTUNA MEÐ UPPÁHALDS HLJÓMSVEITINNI ÞEIRRA EN MIKILVÆGAST ER AÐ FINNA TÍMA TIL ÞESS AÐ VERA SAMAN... ...OG UMFRAM ALLT AÐ EIGA EKKI HUND SEM SPILLIR ÖLLU FYRIR MANNI Á MEÐAN ÉG LÁ Í SNJÓNUM SÁ ÉG STÓRT, GRÆNT GEIMSKIP NÁLGAST Í FJARSKA. GEIMVERURNAR VORU KOMNAR GEIMSKIPIÐ ÞEIRRA GAF FRÁ SÉR UNDARLEGT HLJÓÐ Á MEÐAN ÞAÐ SVEIF Í ÁTTINA TIL MÍN. GEIMVERURNAR GÆGÐUST ÚT UM RAUÐA GLUGGANA ÉG REYNDI AÐ HLAUPA Í BURTU, EN KRÓKUR SEM GEIMVERURNAR HÖFÐU LÁTIÐ SÍGA NIÐUR ÚR SKIPINU NÁÐI MÉR Á FLÓTTANUM JAFNVEL ÞÁ HÉLT ÉG ÁFRAM AÐ BERJAST Á MÓTI, ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞÆR VÆRU FJÖLMARGAR. ÉG POTAÐI Í AUGUN Á ÞEIM OG TOGAÐI FAST Í FÁLMARANA... EN TIL EINSKIS ÞÆR DRÓGU MIG INN Í DIMMT HERBERGI ÞAR SEM ÞÆR BUNDU MIG VIÐ BORÐ OG SETTU SOGSKÁL Á HÖFUÐIÐ Á MÉR ÞAÐ FÓR RAFSTRAUMUR UM HEILANN Í MÉR OG SOGAÐI ÚR MÉR ALLT ÞAÐ SEM ÉG NEITAÐI AÐ SEGJA ÞEIM ÞEIR SOGUÐU ÚR MÉR ALLA STÆRÐFRÆÐI SEM ÉG HAFÐI LÆRT, ÖLL DÆMI OG ALLAR JÖFNUR MEÐ ÞESSU HRÆÐILEGA TÆKI MÉR TÓKST AÐ SLEPPA, MEÐ ÆVINTÝRALEGUM HÆTTI (FER EKKI NÁNAR ÚT Í ÞAÐ HÉR). ÉG KANN ÞVÍ MIÐUR EKKI LENGUR AÐ LEGGJA SAMAN. SPURÐU EINHVERN ANNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.