Morgunblaðið - 16.04.2007, Page 3

Morgunblaðið - 16.04.2007, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 3 handknattleikur FC Köbenhavn tryggði sér umhelgina deildarmeistaratitilinn í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik þegar liðið lagði Kolding, 35:31, í uppgjöri toppliðanna í næstsíðustu umferð deildarkeppn- innar. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FC Köbenhavn áður en hann meiddist. Gísli Kristjánsson eitt fyrir Kaupmannahafnarliðið.    Fjögur efstu liðin leika til úrslitaum meistaratitilinn og er ljóst að FC Köbenhavn leikur á móti Vi- borg í undanúrslitunum og Kolding leikur gegn GOG.    Ólafur Stefánsson skoraði þrjúmörk fyrir Ciudad Real, þar af tvö úr vítaköstum, þegar liðið burstaði Granollers, 35:25, í spænsku úrvalsdeildinni. Ciudad Real er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig en Portland San Ant- onio er í toppsætinu með 44 stig. Barcelona er í þriðja sætinu með 37 stig.    Íslendingaliðið Elverum er úr leikí baráttunni um norska meist- aratitilinn í handbolta. Elverum, sem leikur undir stjórn Axel Stef- ánssonar, tapaði í gær fyrir Haslum öðru sinni í 8 liða úrslit- unum. 29:26 urðu úrslitin en Haslum vann einnig fyrri leikinn, 33:28. Hannes Jón Jónsson var að vanda markahæstur í liði Elverum en hann skoraði 8 mörk og þeir Ingimundur Ingimundarson og Sigurður Ari Stefánsson skoruðu 2 mörk hvor.    Sergey Petraytis, leikmaður HK,fékk sitt þriðja rauða spjald á Íslandsmótinu í handknattleik í gær gegn Haukum. Gunnar Magn- ússon, þjálfari HK, segist reikna með að þar með sé Petraytis kom- inn í fjögurra til fimm leikja bann. Það þýðir að hann leikur ekkert meira með HK á keppnistímabilinu en eftir að DHL-deildinni lýkur um næstu helgi tekur við deildabik- arkeppnin og flytja leikmenn leik- bönn með sér yfir í þá keppni.    Arnar Pétursson, leikmaðurHauka, fékk einnig rautt spjald í ofangreindum leik og miss- ir a.m.k. af lokaleik Hauka á Ís- landsmótinu gegn Val á Ásvöllum á laugardaginn.    Hjalti Þór Pálmason, leikmaðurVals, þurfti að fylgjast með félögum sínum eiga við ÍR-inga af áhorfendapöllunum. Hjalti varð fyr- ir því óláni að handarbrotna á æf- ingu á laugardag og er kominn með gifs. Ljóst er að hann leikur því ekki gegn Haukum í síðustu um- ferð mótsins. Bein í lófa Hjalta brotnaði er hann lenti í samstuði við félaga sinn Ægi Jónsson.    Bjarni Fritzson skoraði 8 mörkog var markahæstur í liði Cré- teil þegar liðið tapaði fyrir Cham- bery, 29:26, í 8 liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í hand- bolta. Ragnar Óskarsson og fé- lagar hans í Ivry töpuðu fyrir Par- is, 27:23. Fólk sport@mbl.is Ólafur H. Gíslason, markvörður Vals, reyndist sínum gömlu félögum úr Breiðholtinu óþægur ljár í þúfu en hann fór hamförum og varði tutt- ugu og sjö skot. Ólafur varð bik- armeistari með ÍR fyrir tveimur ár- um síðan og er leikmönnum ÍR því vel kunnugur. Gerði það gæfumun- inn? ,,Aðeins að hluta til. En við spilum fantagóða vörn. Sama gerð- ist gegn Fram um daginn en þá varði Pálmar tuttugu og fimm skot. Þegar liðið spilar svona góða vörn er það bara krafa frá liðinu að við verjum svona vel. Síðustu tveir leik- ir hafa sennilega verið okkar bestu leikir í vetur. Við viljum klára mótið á okkar eigin forsendum og sem stendur leggja allir leikmenn sitt af mörkum. Það er enginn einn lang- bestur eða eitthvað þess háttar,“ sagði Ólafur. Menn framtíðarinnar hjá ÍR Fall er staðreynd hjá ÍR og Fylki. Miðað við þann fjölda leik- manna, sem ÍR hefur misst út í at- vinnumennsku á undanförnum ár- um, þá er kannski ekki óeðlilegt að fall sé hlutskipti liðsins í ár. Samt sem áður tókst félaginu að tefla fram samkeppnisfæru liði þar sem uppistaðan er leikmenn sem aldir eru upp hjá ÍR. Í þessum hópi eru margir efnilegir leikmenn eins og Björgvin Hólmgeirsson og Davíð Georgsson. Gerðum okkur að fíflum Línumaðurinn Jón H. Gunnars- son er fyrirliði ÍR. Fannst honum spennustigið hafa verið of hátt hjá liðinu? ,,Ég veit ekki hvort spennan eða pressan hafi haft úrslitaáhrif. Þetta var auðvitað hreinn úrslita- leikur fyrir okkur og við spiluðum einfaldlega ekki nægilega vel. Við höfum kannski ekki nægilega mikla breidd en það skipti ekki máli í þessum leik þar sem lykilmenn klikkuðu. Við gerðum okkur bara að fíflum, svo einfalt er það. Í vetur hafa reynsluboltarnir klikkað meira en ungu strákarnir sem eru alveg ótrúlega efnilegir. Aldurinn hefur því ekki endilega verið vandamálið heldur frekar skortur á breidd í leikmannahópnum. Byrjunarlið okk- ar getur unnið hvaða lið sem er í deildinni en það er erfitt að halda út heila leiki með sömu mönnunum. ÍR er það stórt félag og með það mikla sögu að það kemur ekkert annað til greina en að fara beint upp í efstu deild aftur. Það er klárlega hægt að læra mikið af þessum vetri. Þetta fer allt í reynslubankann, sérstak- lega hjá ungu strákunum.“ Þjálfari Vals reyndist sannspár Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, spáði því í Morgunblaðinu, hinn 5. mars síðastliðinn, að úrslitin í DHL-deildinni myndu ekki ráðast fyrr en í síðustu umferð. Hann reyndist sannspár: ,,Já ég sagði að þetta myndi ráðast í síðustu umferð, mótið væri bara það jafnt og þannig verður það. Nú eigum við bara eina hindrun eftir. Það er mjög skemmti- leg hindrun reyndar því Haukaliðið er alltof gott til þess að vera í þeirri stöðu sem það er í,“ sagði Óskar. Lærisveinar hans voru rétt stemmdir að þessu sinni en hvað gerir Óskar til þess að stýra spenn- unni á lokasprettinum? ,,Það er bara ákveðinn kúnst að fást við það. Ég veit ekki um neina töfralausn í þeim efnum. Spennustigið er í raun erfiðasta verkefnið fyrir þjálfara að fást við. Ég reyni að ræða við leik- menn um þær stöður sem upp kunna að koma í leikjum.“ Stjörnumenn náðu fjórða sæt- inu eftir sigur á Akureyringum Stjarnan og Akureyri mættust í Ásgarði í gærkvöldi í þýðingar- litlum leik. Akureyringar tryggðu sæti sitt í deildinni með sigri á Fylki í síðustu umferð og Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Akureyringar skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum, komst mest átta mörkum yfir í fyrri hálf- leik, og staðan í hálfleik var 19:12. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik, og þegar Akureyr- ingar náðu að saxa á muninn gáfu Stjörnumenn aftur í og unnu að lokum öruggan sigur 35:31. Munurinn á liðunum lá að mestu í varnarleik og markvörslu. Roland Valur varði 23 skot í marki Stjörn- unnar en markverðir Akureyringa vörðu aðeins 6 skot samtals. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér endanlega fjórða sætið en Ak- ureyringar enda í fimmta sæti sama hvað gerist í lokaumferðinni sem leikin verður eftir viku. Morgunblaðið/Golli Fögnuður Valsmenn sigurreifir eftir að hafa lagt ÍR-inga að velli á Seltjarnarnesi í DHL-deildinni í gær. Ólafur sendi gömlu fé- lagana sína niður um deild VALSMENN færðust skrefi nær sigri í DHL-deild karla í handknatt- leik er þeir lögðu botnlið ÍR 35:24 á Seltjarnarnesi í gær. Hlutskipti lið- anna er ólíkt, því tapið var síðasti naglinn í kistu ÍR-inga, sem eru fallnir úr efstu deild eftir langa veru á meðal þeirra bestu. Vals- menn eru hins vegar enn á undan HK-ingum í kapphlaupi félaganna að Íslandsmeistaratitlinum. Takist Valsmönnum að leggja Hauka í síð- ustu umferð hampa þeir titlinum í fyrsta skipti síðan 1998. Eftir Kristján Jónsson og Brynjar Víðisson Valur á aðeins eina hindrun eftir á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum                               ! "      #$  # % &  '' %                      (     (               ! "   ! ) "  *   # % &  '' %         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.