Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 1
föstudagur 4. 5. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir HK vann Stjörnuna í fyrsta úrslitaleiknum >> 3 KOBE BRYANT ER ÓHRESS GAGNRÝNIR UPPBYGGINGUNA HJÁ LA LAKERS SEM ER FALLIÐ ÚR KEPPNI Í NBA-DEILDINNI >> 2 RAGNA Ingólfsdóttir náði þriðja sætinu og hlaut þar með brons- verðlaun í einliðaleik kvenna á Evr- ópumótaröðinni í badminton 2006- 2007 sem lauk um síðustu helgi. Ragna vann tvö mót á tímabilinu, opna tékkneska mótið og síðan Ice- land International sem fram fór hér á landi. Hún fékk samtals 470 stig á mótum vetrarins en tvær enskar konur enduðu fyrir ofan Rögnu. Jill Pittard sigraði og fékk samtals 520 stig og Elizabeth Cann varð í öðru sæti með 500 stig. Ragna varð önnur á móti í Ung- verjalandi og í 3.-4. sæti á mótum í Króatíu, Noregi og Slóvakíu. Eina mótið þar sem Ragna komst ekki í undanúrslit var opna sænska mótið. Ragna endaði 70 stigum á undan næsta keppanda sem var Sara Pers- son frá Svíþjóð en hún hlaut 400 stig. þar á eftir komu Susan Hughes frá Skotlandi með 380 stig og Kati Tolmoff frá Eistlandi með 300 stig. Alls fengu 168 konur stig á móta- röðinni í vetur en auk Rögnu eru níu íslenskar í þeim hópi. Þær fengu allar 10 stig fyrir þátttöku sína á mótinu í Reykjavík og enda í 127.-168. sæti ásamt fjölda annarra. Ragna er í 75.-77. sæti ásamt Tinnu Helgadóttur í tvíliðaleik en þær fengu 80 stig fyrir að hafna í öðru sæti á Iceland International, eina mótinu sem þær tóku þátt í. Ragna með brons á Evrópumótaröðinni Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég er að sjálfsögðu ánægður með hringinn og það voru höggin með löngu járnunum sem gengu gríð- arlega vel. Fyrsta upphafshöggið í morgun var slakt en ég náði samt sem áður fugli og þannig var þessi hringur. Það gekk flest upp. Einu slæmu kaflarnir voru þrípútt á 2. og 14. flöt en þar fékk ég skolla,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson í gærkvöldi en hann er í 14. sæti eft- ir fyrsta keppnisdaginn. „Eigum við ekki að segja að hringurinn í dag sé sárabót frá því í Meistaradeildarleiknum í gær þar sem mínir menn í Manchester United töpuðu. Ég horfði á leikinn á veitingahúsi með fjölmörgum eld- heitum stuðningsmönnum AC Mil- an og ég var ekkert að flagga því að ég væri stuðningsmaður Man. Utd.“ Birgir segir að aðstæður hafi verið fullkomnar. „Það sáu allir rigninguna sem var á fótboltaleikn- um en við fengum skýjað veður og logn. Það gerist ekki betra og völl- urinn tekur vel við boltanum eftir rigninguna undanfarna daga. Þessi völlur er um 6.600 metrar á lengd og það þýðir lítið annað en að vera með „dræver“ á teig á löngu braut- unum. Ég hélt að skorið yrði ekki svona gott eftir að hafa leikið æf- ingahring á vellinum. Þetta er langur og þröngur skógarvöllur en þegar ég sá að besta skor dagsins, hjá Svíanum Joakim Bäckström, var 62 högg trúði ég varla mínum eigin augum. Sem dæmi má nefna að 6. og 7. braut eru par 4 sem eru um 480 metrar á lengd. Þar sláum við með „dræver“ og 4 járni. Ég „klíndi“ boltanum alveg upp við stöng á 6. í innáhögginu og þessi högg virkuðu vel í dag.“ Birgir fékk fínan stuðning frá nokkrum Íslend- ingum sem mættu á völlinn og studdu við bakið á eina íslenska kylfingnum á Evrópumótaröðinni. „Það voru nokkrir Íslendingar að fylgjast með okkar ráshóp og ég fann vel fyrir stuðningi þeirra . Þetta var gott klapplið og vonandi mæta fleiri Íslendingar á næstu dögum. Byrjunin lofar góðu en ég hef ekki verið sáttur við sjálfan mig á æfingum undanfarna daga. Það small síðan allt saman á réttum tíma,“ sagði Birgir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Einbeittur Birgir Leifur Hafþórsson horfir á eftir kúlunni í Mílanó í gær en þar gekk flest upp hjá honum. Sárabót eftir ósigur Manchester United í gær, sagði Birgir Leifur við Morgunblaðið. „Það gekk flest upp“ BIRGIR Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur úr GKG lék mjög vel á fyrsta keppnisdegi opna ítalska meistaramótsins í golfi í gær þar sem hann fékk sjö fugla og lék á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Birgir er í 14. sæti af alls 156 kylfingum og margir af þekktustu kylfingum Evrópu eru á meðal keppenda á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.