Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 3

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 3
r ta y en son s í eik- að m til frá ik- ers MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 3 Stefán Þ. Þórð-arson skor- aði fyrra mark Norrköping sem vann Sylvia, 2:1, í nágrannaslag í sænsku 1. deild- inni í knattspyrnu í gær. Stefán kom inn í liðið á ný eft- ir tveggja leikja bann. Garðar Gunn- laugsson lék líka með Norrköping en fór af velli á 51. mínútu. Lið þeirra trónir á toppnum eftir þennan sigur með 10 stig að fjórum leikjum lokn- um.    Deco, miðjumaður Barcelona,verður ekki með liðinu næstu tvær vikurnar en hann tognaði lít- illega á ökkla á æfingu í gær. Hann mun því væntanlega missa af leikjum Börsunga við Real Sociedad og Real Betis og síðari undanúrslitaleiknum í spænska bikarnum þar sem Barce- lona mætir Getafe.    Arnar Darri Pétursson, mark-vörður úr Stjörnunni, hefur ver- ið kallaður inn í íslenska drengja- landsliðshópinn sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Belg- íu þessa dagana. Hann kemur í stað- inn fyrir Trausta Sigurbjörnsson sem meiddist á höfði á upphafsmín- útunum í leik Íslands og Englands í fyrradag og þarf að taka sér hvíld í 7- 10 daga af þeim sökum. Arnar fer ut- an í dag og verður í hópnum þegar Ís- land mætir Hollandi í kvöld.    Ívar Ingimars-son og Brynjar Björn Gunn- arsson, landsliðs- menn í knatt- spyrnu, fara til Suður-Kóreu með liði sínu, Reading í sumar. Reading hefur staðfest þátttöku sína í Friðarbikarnum sem leikinn er þar í landi 12.-21. júlí en þar keppa átta lið úr minnst þremur heimsálfum. Ívar og Brynjar verða líka á ferð og flugi í næstu viku en lið Reading fer til Spánar á sunnudags- morguninn og verður þar í æf- ingabúðum í fjóra daga.    Hermann Albertsson, knatt-spyrnumaður frá Dalvík, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Víkings í Reykjavík en hann hefur leikið með FH undanfarin ár. Eins og áður hefur komið fram kaupa Vík- ingar upp samning hans við FH sem gilti út þetta ár. Hermann, sem er 23 ára, leikur væntanlega vinstra megin á miðjunni hjá Víkingum í stað Harð- ar Bjarnasonar sem sleit krossband í hné á dögunum.    Spænska knattspyrnusambandiðhefur fellt niður gult spjald sem David Beckham fékk í leik með Real Madrid gegn Athletic Bilbao um síð- ustu helgi. Hann sleppur því við að taka út leikbann þegar Real mætir Sevilla í stórleik spænsku 1. deild- arinnar á sunnudaginn. Fólk sport@mbl.is Liðin höfðu sigrað hvort annað til skiptis á útivöllum í fjórum viðureign- um þeirra í vetur en HK náði að brjóta ísinn á sínum heimavelli. Leikurinn var í járnum lengi vel og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Stjarnan var yfir í hálfleik, 11:9, og hafði undirtökin fram í miðjan síðari hálfleik. Þá tóku Kópavogsbúar völd- in, með grimmum varnarleik og hröð- um sóknarleik þar sem Litháarnir Augustas Strazdas og Tomas Eitutis voru í aðalhlutverkum skoruðu þeir fimm mörk í röð og komust í 23:18. Það var forskot sem Garðbæingarnir réðu ekki við. Þeir eygðu smá von þegar þeir minnkuðu muninn í 27:24 þegar hálf þriðja mínúta var eftir en HK-ingar svöruðu að bragði og sigur þeirra var ekki í hættu á lokamínút- unum. Þeir Strazdas og Eitutis skoruðu alls 17 mörk fyrir HK og Strazdas fór á kostum í seinni hálfleiknum þegar hann gerði 7 mörk af ýmsum gerðum. Auk þeirra var Ragnar Hjaltested drjúgur og Egedijus Petkevicius varði vel, m.a. tvö vítaköst. Patrekur Jóhannesson var í aðal- hlutverki hjá Garðbæingum lengi vel og skoraði 6 mörk í fyrri hálfleiknum. David Kekelia og Björn Óli Guð- mundsson báru síðan að mestu uppi leik liðsins í síðari hálfleiknum.  Brynjar Valsteinsson, horna- maður HK, er líklega með brotinn úlnlið en hann lenti illa seint í leiknum og var fluttur beint á slysadeildina. HK með góða stöðu Kópavogsliðið lagði Stjörnuna að velli, 29:26, og getur tryggt sér deildabikarinn í Garðabæ á morgun. Litháarnir fóru á kostum í liði HK í seinni hálfleiknum HK-INGAR náðu loksins að bera sigurorð af Stjörnunni á heimavelli sínum í Digranesinu á þessu keppn- istímabili þegar þeir lögðu Garða- bæjarliðið að velli, 29:26, í fyrsta úrslitaleik liðanna í deildabikar karla í handknattleik í gærkvöldi. HK stendur því vel í einvíginu og getur tryggt sér deildabikarinn þegar liðin mætast aftur í Garðabæ á morgun. Jafni Stjarnan metin þar verður oddaleikur í Digranesi næsta miðvikudagskvöld. Morgunblaðið/Kristinn Bestur Augustas Strazdas átti stórleik með HK gegn Stjörnunni í gærkvöld og skoraði 9 mörk. Hér brýst hann í gegnum vörn Stjörnunnar einu sinni sem oftar en Tite Kalandadze reynir að halda aftur af honum. FORSVARSMENN grænlenska handknattleikssambandsins eru bjartsýnir á að halda sæti sínu inn Handknattleikssambands Ameríkuríkja, PATHF. Hópur þjóða innan þess vill vísa Græn- lendingum úr sambandinu og segir þá eiga meiri samleið með Evórpuþjóðum. Meðal annars var landsliði Grænlendinga, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri meinuð þátttaka í undankeppni HM í þessum aldursflokki í Argentínu í síðasta mánuði. Á þingi Alþjóða handknatt- leikssambandins (IHF) í Madrid um síðustu helgi fundu Græn- lendingar fyrir stuðningi við sinn málstað innan stjórnar IHF. Sáttafundur á milli Grænlend- inga og „óvinaþjóðanna“ bar hins vegar ekki árangur. Til þess að fá í málinu skorið hefur græn- lenska handknattleikssambandið kært forsvarsmenn PATHF til laga- og reglugerðanefndar IHF, þar sem þess er krafist að Græn- land verði hér eftir sem hingað til fullgildur meðlimur PATHF. Talsmaður grænlenska hand- knattleikssambandsins, Carl Joh- an Colberg, segist á heimasíðu sambandsins vera bjartsýnn á fullan stuðning IHF í málinu og að þjóðin haldi sinni stöðu inn PATHF. Helstu andstæðingar Græn- lendinga innan PATHF eru Bandaríkin, Kanada, Chile og Paragvæ, en þessar þjóðir hafa á síðustu árum orðið að láta í minni pokann fyrir Grænlendingum í undankeppni HM og horft á þá leika meðal hinna stóru. Grænlendingar eru vongóðir TERRY Brown, fyrrum stjórn- arformaður enska knattspyrnufélags- ins West Ham, forveri Eggerts Magn- ússonar í því starfi, hefur hótað að lögsækja félagið í kjölfar þess að núver- andi stjórn West Ham rifti starfsloka- samningi við hann. Þetta sagði Mihir Bose, íþróttaritstjóri BBC, í íþrótta- þætti á stöðinni í gær. „Þetta er í framhaldi af sektinni sem West Ham hlaut vegna þess hvernig staðið var að kaupunum á Carlos Tévez og Javier Mascherano. Stjórn West Ham telur Brown ábyrgan fyrir því sem gerðist og telur að hann hafi brugðist trausti sem stjórnarformaður. Samkvæmt samningnum átti hann að fá 1,5 milljónir punda til 31. maí 2009 og naut ýmiss konar forréttinda, auk þess að vera áfram varaforseti félagsins. Því hefur öllu verið rift, hann er bálreiður og hótar lögsókn,“ sagði Bose. Terry Brown var stjórnarformaður West Ham í 14 ár og jafnframt stór hluthafi í félaginu en við söluna á félag- inu fékk hann 30 milljónir punda, um 3,8 milljarða króna, í sinn hlut. Með skuldum nam heildarkaupverðið 85 milljónum punda, eða 11,4 milljörðum króna. Forveri Eggerts hótar kæru örk- lf- ona- n að lið- ni sæti il , aði í i- n af kk von- þeir p- :1, n undanfarin þrjú ár verið aðalþjálf- ari meistara- flokksins. Þetta er mitt félag og ég hef átt gott samstarf við þá sem standa að starfinu hjá Njarðvík. Mér fannst þetta vera rétti tíminn til þess að gera breytingar,“ sagði Ein- ar. Undir hans stjórn varð Njarðvík Íslandsmeistari vorið 2006, bikar- meistari árið 2005 og Njarðvík sigr- Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Það eru ýmsar ástæður fyrir upp- sögninni en ný stjórn félagsins hafði rætt við mig og lagt hart að mér að halda áfram störfum. Ég er búinn að þjálfa hjá Njarðvík í 14 ár og aði í fyrirtækjabikarkeppni KKÍ ár- ið 2006. Hann var kjörinn þjálfari tímabilsins 2006–2007 á lokahófi KKÍ á dögunum. „Það eru ýmsir möguleikar í stöð- unni sem ég mun velta fyrir mér á næstu vikum. Ég hef áhuga á því að þjálfa áfram en hvar það verður er óljóst,“ sagði Einar en hann vildi þakka stjórnarmönnum félagsins fyrir frábært starf á undanförnum árum. Miklar breytingar verða á leik- mannahópi Njarðvíkinga fyrir næsta tímabil en liðið varð deild- armeistari en tapaði í úrslitum gegn KR. Bandaríski leikmaðurinn Jeb Ivey ætlar að reyna fyrir sér á meg- inlandi Evrópu. Ragnar Ragnarsson og Halldór Karlsson eru hættir að leika með liðinu og ekki ólíklegt að Egill Jónasson skoði hvort hann komist að hjá erlendu liði. Samn- ingur Igors Beljanskis rann út í vor en Valþór Söring, fráfarandi for- maður körfuknattleiksdeildarinnar, segir að hann eigi von á að Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham leiki áfram með liðinu. „Uppsögn Einars kom okkur á óvart en við virðum ákvörðun hans. Það eru ekki margir þjálfarar á lausu hérna á Ís- landi og ekki ólíklegt að ný stjórn félagsins leiti að þjálfara erlendis.“ NJARÐVÍKINGAR leita nú að nýj- um þjálfara fyrir úrvalsdeildarlið sitt í körfuknattleik eftir að Einar Árni Jóhannsson sagði upp störfum í gær. Einar átti eitt ár eftir af samningi sínum en hann ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samn- ingnum. Einar Árni Jóhannsson Einar Árni hættur hjá Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.