Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 04.05.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Vignir Svav-arsson, landsliðsmaður í handknattleik og línumaður danska úrvalsdeildarliðs- ins Skjern, varð markahæsti leik- maður liðsins á keppnistíma- bilinu. Hann skoraði 116 mörk í 26 leikjum og varð í 16. sæti yfir marka- hæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar.    Arnór Atlason var markahæsturíslensku handknattleiksmann- anna í dönsku úrvalsdeildinni. Hann gerði 136 mörk í 22 leikjum fyrir FCK Håndbold. Arnór var lengi vel markahæstur en missti af fjórum leikjum vegna meiðsla og það setti strik í reikninginn.    Hans Lindberg, hornamaður Vi-borg og danska landsliðsins, sem á íslenska foreldra, varð marka- kóngur dönsku deildarinnar. Hans skoraði 188 mörk í 26 leikjum.    Blackburn hefur fengið hinn 20ára Gunnar Nielsen, markvörð frá Færeyjum, til reynslu.    Fabien Barthez, markvörðurinnlitríki, segist ekki vera að hætta þó svo hann sé farinn frá franska lið- inu Nantes. Stuðningsmenn liðsins gerðu aðsúg að honum eftir tap fyrir Rennes og ákvað hann að yfirgefa fé- lagið af því tilefni. Hann segist þó eiga minnst tvö ár eftir, finni það á líkama sínum, og sjái því ekki ástæðu til að hætta.    Pascal Cygan, miðvörður Vill-arreal, verður ekki meira með félaginu í vetur. Hann meiddist á læri í leik á móti Gimnastic á sunnudag- inn var og telja læknar liðsins að Frakkinn snjalli verði frá í eina tvo mánuði.    MarcelloLippi, þjálfari heims- meistara Ítala, virðist ákveðinn í að taka sér lengra frí frá knatt- spyrnunni en menn bjuggust við. Flestir áttu von á að hann tæki við þjálfun einhvers félags eftir yfirstandandi leiktíð en hann er ekki viss. „Ég fer ekkert í sumar, ætla að vera í fríi í fimm til sex mánuði í við- bót í það minnsta,“ sagði Lippi í er- indi sem hann hélt í háskóla í Mílanó í gær og sagði að hann hefði fengið nokkur tilboð frá félögum í Evrópu, en engu ítölsku liði.    Asafa Powell, heimsmethafi í 100metra hlaupi karla, verður lík- legast frá æfingum og keppni næstu víkurnar vegna eymsla í hné. Powell setti heimsmetið, 9,77 sekúndur, í júní 2005 og hefur jafnað metið tví- vegis og Justin Gatlin frá Bandaríkj- unum hefur einu sinni náð sama tíma og Jamaíkabúinn.    Hin fjögur fræknu í evrópskumkörfuknattleik hefst í dag í Aþenu. Þar munu fjögur lið eigast við, tvö frá Spáni, eitt grískt og eitt rússneskt. Tau Ceramica og Unicaja eru bæði frá Spáni, CSKA Moskva kemur frá Rússlandi og Panathinai- kos frá Grikklandi. Núverandi meistari er CSKA Moskva, Unicaja er í úrslitum í fyrsta sinn í 15 ára sögu félagsins en Tau Ceramica er í þriðja sinn í úrslitum, tapaði í úrslit- um fyrir Maccabi Tel Aviv 2005. Þá tapaði Panathinaikos fyrir Maccabi í undanúrslitum en þetta er fyrsta sinn síðan þá sem gríska liðið nær svona langt. Fólk sport@mbl.is Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Friðrik sagðist búast við að lítil breyting yrði á stjórn sambandsins þar sem engin framboð hefðu borist nema frá þeim sem fyrir eru í stjórninni. „Trúlega verður einhver umræða um þá tillögu KKÍ að halda ársþing annað hvert ár í stað þess að halda það á hverju ári. Hvort sú til- laga nær fram að ganga skal ósagt látið, en hún mun altént skapa ein- hverja umræðu og það er af hinu góða,“ sagði Friðrik Ingi. Hann sagði hugmyndina að þess- ari tillögu fyrst og fremst þá að marka stefnuna til tveggja ára og vinna eftir henni í stað þess sem stundum vildi gerast, að stefnu- markandi málum væri breytt þing eftir þing. Hann sagði að sér fyndist nokkur umræða hafa verið um þetta upp á síðkastið og því væri gott að fá umræðu um þetta á þinginu. Stjórn KKÍ leggur einnig fram tillögu um að frá og með leiktíma- bilinu 2008-09 verði öll lið í efstu deild að hafa parket á sínum heima- velli. „Þetta hefur verið rætt áður og meðal annars var þingsályktunartil- laga um þetta á síðasta þingi. FIBA Europe er alltaf að pressa meira og meira á sín aðildarsambönd að park- et verði lögleitt sem eina tegundin af gólfi sem leika má á í efstu deildum. Eins vita allir hvað það er gríðar- lega mikill munur á að hafa parket eða dúk, ekki síst hvað varðar meiðslahættu og álagsmeiðsli,“ seg- ir Friðrik Ingi og bendir á að eðli- legt geti talist að allir leikir í efstu deild séu leiknir á samskonar gólfi. „Það myndi sjálfsagt heyrast í ein- hverjum ef leikir í efstu deildinni í fótbolta færu fram á möl. Einhverjir myndu segja að það væri meiri mun- ur en á dúk og parketi, en ég held það sé ekkert meiri munur en á grasi og möl,“ sagði Friðrik Ingi. Smávægileg breyting verður hugsanlega gerð varðandi erlenda leikmenn. „Það kemur tillaga frá stjórninni um að einfalda félaga- skiptin. Nú eru þau þannig að eftir 1. október tekur það mánuð fyrir Ís- lending og Evrópumann að skipta um félag, en við viljum einfalda þetta þannig að fram til 5. febrúar taki það bara daginn fyrir alla að skipta um félag. Svona er þetta víðast hvar í Evr- ópu og við getum nefnt að Logi Gunnarsson fékk tilboð frá Finn- landi í október í fyrra, skrifaði undir á fimmtudegi og var búinn að skora yfir 30 stig í efstu deild í Finnlandi tveimur dögum seinna. Þetta hefði ekki verið hægt hér á landi. Ég veit samt ekki hvort þessi tillaga fer í gegn á þinginu þó að allir virðist vera sammála þegar málin eru rædd í smærri hópum,“ sagði Friðrik Ingi. Engin hitamál á þingi KKÍ „ÉG á ekki von á miklu átakaþingi hjá okkur að þessu sinni, enda engin mikil hitamál sem liggja fyrir,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands í gær, en körfuknattleiks- menn halda 47. ársþing sitt að Flúðum um helgina. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eins og Arnór sagði þá er óvíst hvort hann getur tekið þátt í síðari undan- úrslitaleik FCK og Viborg í dönsku úrvalsdeildinni á morgun, en leikið verður í Viborg á Jótlandi. Fjarvera Arnórs er áfall fyrir FCK enda hefur Arnór leikið afar vel með liðinu á keppnistímabilinu og er markahæsti leikmaður þess. FCK, sem varð deildarmeistari á dögunum, tapaði fyrri leiknum við Viborg á heimavelli í Kaupmanna- höfn á síðasta sunnudag, 26:29. Það verður því við ramman reip að draga hjá leikmönnum FCK en Arnór segir leikmenn liðsins vera staðráðna í að snúa taflinu sér í vil og leika til úr- slita, annað hvort við meistaralið síð- asta árs, Kolding, eða GOG sem eig- ast við í hinni undanúrslitaviður- eigninni. „Þetta verður erfiður leikur í Viborg. Það fara fáir stuðn- ingsmenn okkar með út á Jótland þar sem fótboltalið FCK verður að leika á heimavelli á sama tíma og við,“ sagði Arnór. Fyrst eftir að Arnór meiddist var talið að hann yrði hálfan mánuð frá keppni en sá tími er liðinn. „Maður verður bara að vera þolinmóður,“ sagði Arnór. Hinn Íslendingurinn í herbúðum FCK, Gísli Kristjánsson, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina gegn Viborg þótt vissulega væri staðan erfið. „Ég vonast til að verða danskur meistari áður en ég fer frá FCK,“ sagði Gísli sem skrif- aði í gær undir tveggja ára samning við Fredericia HK, eins fram kom í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið/Günter Schröder. Í landsleik Arnór Atlason er hér í landsleik gegn Úkraínu. Arnór með gegn Viborg? „ÉG glími enn við nárameiðslin og það er óljóst ennþá hvort ég verð tilbú- inn í slaginn í seinni leikinn við Viborg, auðvitað vona ég það,“ sagði Arnór Atlason, handknattleiksmaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu FCK Hånd- bold í samtali við Morgunblaðið. Arnór tognaði illa í nára í kappleik við Kolding fyrir þremur vikum og hefur verið á hliðarlínunni síðan. ÞAÐ er ljóst að þrír leikmenn hjá Reading keppa um að verða leik- maður ársins hjá liðinu. Valið verð- ur kynnt um helgina. Ívar Ingimarsson, sem hefur leik- ið vel sem miðvörður og hefur lengi vel verið fyrirliði liðsins, mun keppa um nafnbótina við írska landsliðsmanninn Stephen Hunt, sem leikur sem miðvallarleikmaður og vinstri bakvörðinn Nicky Sho- rey, sem hefur leikið vel á keppn- istímabilinu. Steve Coppell, knatt- spyrnustjóri Reading, telur að það eigi að velja þennan 26 ára varn- armann í enska landsliðshópinn. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Ívar í baráttu við Shola Ameobi, leikmann Newcastle, í leik liðanna á Madejski Stadium í vikunni, 1:0. Reuters Ívar Ingimarsson leikmaður ársins hjá Reading?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.