Morgunblaðið - 22.06.2007, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2007 5
bíls- ins, öll
stjórn- tæki eru á rétt-
um stað, tæknilega fullkomin og
hann er einstaklega fallegur að inn-
an. Eins og með aðra sportbíla er
afar þröngt um aftursætisfarþega,
enda varla gert ráð fyrir slíkum,
nema um börn sé að ræða. Fram-
sætin faðma framsætisfarþega og
veita
þann stuðning sem nauðsyn-
legur er þegar reynt er á getu bíls-
ins en það var sama hvað reynt var
á hann í beygjum, hann lá eins og
klessa á veginum. Aðeins þor öku-
manns leyfði ekki meira, bíllinn
leyfði það. Hröðun bílsins er með
ágætum, hann er 6,6 sek. í 100 km
hraða
og var það stað-
fest í prufukeyrslunni þrátt fyrir að
3 væru í bílnum. Þá verður líka að
taka skrik- og spólvörnina af, en ef
hún er á kemur talsvert hik á fyrstu
metrunum og fyrsta sekúndan fer
fyrir lítið. Audi TT með 3,2 lítra vél-
inni er 5,7 sek. í 100 km hraða.
Mikill búnaður
Fjöðrunin er frábær og slag-
lengdin merkilega löng og því fer
bíllinn fumlaust yfir hvaða hraða-
hindrun sem er og aldrei sló hún
upp. Innbyggður spoiler er aftan á
bílnum sem kemur upp á 120 hraða
en einnig má setja hann upp með
stjórntakka. Miklu afli verða að
fylgja góðar bremsur og þær fylgja
svo sannarlega í Audi TT, hef ekki
kynnst þeim betri. Hljómtækin í
bílnum er stórgóð og stillingar í
stýri snjallar og frumlegar, skrun-
takkar sem skipta um rás og hljóm-
styrk. Skottið kemur mikið á óvart
því a.m.k. 2 farþegar geta tekið með
sér golfsett, óvenjustórt miðað við
sportbíl. Aðalljósin hafa beygjustýr-
ingu og
beygja því með
bílnum og tryggja aukið öryggi, að
sjálfsögðu Xenon ljós.
Gæði kosta
Öll þau herlegheit sem boðin eru
í Audi TT hljóta að kosta sitt, minni
bróðirinn með 2 l. vélinni kostar 5,3
milljónir og stærri bróðirinn með
3,2 l. vélinni og fjórhjóladrifinu 6,9
milljónir. Þetta telst vera helsti
ókostur Audi TT, en þeir sem kjósa
að eiga sportbíl með öllu láta það
ekki trufla sig, þeir fá allavega mik-
ið fyrir peninginn. Audi bílar eru
geysivel smíðaðir, endast vel og
hafa gott endursöluverð. Hróður
Audi vex bara með þessum nýja
Audi TT. Þeir sem kjósa sér sport-
bíl hafa úr ýmsu að velja, en hægt
er t.d. að kaupa Opel OPC (240 hö)
eða Subaru WRX (230 hö) fyrir inn-
an við 3 milljónir, en þeir eru nokk-
uð hráir og skortir fágun og búnað
þann sem Audi TT skartar. Einnig
má fá BMW M5 (507 hö) eða
Mercedes Benz SLK55 AMG (360
hö) sitt hvorum megin við 10 millj-
ónir. Audi TT er þarna á milli og
sómir sér vel.
Rými Pláss fyrir tvö golfsett
eða stóra ferðatösku.
Sjálfskiptur Líka S-tronic
beinskipting.
Sportlegur Fallegur framendi
en umdeildur afturendi.
Audi Stendur fyrir gæði.
Vél: 2,0 lítra 4 strokka
Turbo bensínvél. 200
hestöfl
Eldsneytisnotkun: 7,7
l/100 km í blönduðum
akstri
Útblástur, CO2: 183 g/km
í blönduðum akstri
Stærð: L: 4.178 mm. B:
1.842. H: 1.352.
Eigin þyngd: 1.260 kg
Staðalbúnaður: Leður-
áklæði á sætum. Skrið-
vörn, Bose hljóðkerfi m. 9
hátölurum. 16" álfelgur.
Beygjustýrð Xenon ljós.
Hraðastillt vindskeið.
Fjarstýrð samlæsing.
Loftpúðar f. ökumann og
farþega. Rafmagn í rúðum,
speglum og sætum.
Geislaspilari, hraðastillir,
hiti í sætum, hitastýrð
miðstöð m. kælingu.
Verð. 5.290.000 kr.
Umboð: Hekla
Audi TT
Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.890.000,- Forester LUX 3.190.000,-
Subaru Forester sameinar það besta úr
fólksbíl og jeppa. Hann er lipur í akstri
eins og fólksbíll en hefur dráttar- og
drifkraft á við marga stærri jeppa.
„Mér finnst stundum eins og ég sé á
tveimur bílum. Ég kemst í þröng stæði
innanbæjar en dríf síðan í torfærum
á landsbyggðinni eins og ekkert sé.“
Forester liggur mjög vel á veginum en
er samt með mun meiri veghæð en aðrir
jepplingar. Hann er á svipuðu verði og
venjulegur fólksbíll þrátt fyrir að vera
með 158 hestafla vél, sem er mun meiri
kraftur en í mörgum stærri jeppum.
„Maður er orðinn of góðu vanur á
Forester. Það er í raun ótrúlegt hvað
maður fær rosalega mikið fyrir lítið.“
Subaru hefur verið seldur á Íslandi í yfir
30 ár. Reynslan af bílnum við þær erfiðu
og óvenjulegu aðstæður sem hér eru
hefur gert Subaru að samnefnara fyrir
endingu, hörku og úthald. Raunar er
hvergi selt meira af Subaru miðað við
höfðatölu en einmitt á Íslandi.
Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess
að koma fyrst og reynsluaka Subaru.
Spyrðu bara Subarueigendur. Þeir vita af
hverju Subaru eru sennilega gáfulegustu
bílakaup sem þú gerir:
„Hey, þetta er Ísland!“
Opið: Mán. 10 - 18, þri.-fös. 9 - 18, lau. 12 - 16.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000
Akureyri
464-7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Umboðsmenn
um land allt
200.000 kr. ferðapakki fylgir öllum nýjum Forester.
innifalið: Upphækkun, heilsársdekk og dráttarbeisli.