Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 1
fimmtudagur 5. 7. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Markahrókar klæðast peysum númer 9 á Englandi >> 2
STYRKIR BRÖNDBY MIKIÐ
STEVEN LUSTÜ UM STEFÁN GÍSLASON: „MEÐ MIKLA YFIRFERÐ,
ER LÍKAMLEGA STERKUR OG ÁGENGUR Í LEIK SÍNUM“ >> 4
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Fyrri samningur Ívars við félagið
átti að renna út ári fyrr. Hann hefur
nú leikið í tæp fjögur ár með Read-
ing og ekki misst úr deildaleik með
liðinu undanfarin tvö ár. Ívar lék
hverja einustu mínútu með Reading
í 1. deildinni 2005-2006 og lék sama
leik með liðinu í úrvalsdeildinni síð-
asta vetur. Reading kom þá verulega
á óvart sem nýliði og hafnaði í 8. sæti
og Ívar var fyrirliði liðsins í mörgum
leikjum í úrvalsdeildinni, auk þess
sem hann var kjörinn leikmaður árs-
ins hjá félaginu í vor.
„Mér líkar afar vel hjá Reading.
Þetta er félag sem er í stöðugri fram-
för á öllum sviðum og það er virki-
lega gaman að taka þátt í því sem hér
er að gerast. Ekki er verra að hafa
alla þessa Íslendinga í kringum sig,“
sagði Ívar en Brynjar Björn Gunn-
arsson leikur einnig með Reading og
þá skrifuðu unglingaliðsmennirnir
Gylfi Þór Sigurðsson og Viktor Unn-
ar Illugason undir atvinnusamninga
við félagið á dögunum.
„Það er verið að verðlauna Ívar
fyrir frábæra frammistöðu, enda
mikið afrek að spila hverja einustu
mínútu með liðinu í úrvalsdeildinni
síðasta vetur. Það var líka gaman að
heyra orð Johns Madejski, stjórnar-
formanns, við undirskriftina. Hann
sagði þar að Ívar væri ekki aðeins
góður fótboltamaður, heldur frábær
persónuleiki sem dýrmætt væri að
hafa í sínu liði,“ sagði Ólafur Garð-
arsson umboðsmaður sem gekk frá
samningnum með Ívari í gær.
Á leið til Suður-Kóreu
Ívar og Brynjar fengu lengra
sumarfrí en flestir leikmanna Read-
ing vegna landsleikja Íslands í júní
en Ívar sagðist mæta á sína fyrstu
æfingu í dag, fimmtudag. „Á mánu-
daginn kemur fljúgum við síðan til
Suður-Kóreu og tökum þar þátt í al-
þjóðlegu átta liða móti, ásamt liðum
víðsvegar að úr heiminum,“ sagði Ív-
ar Ingimarsson, en keppni í ensku
úrvalsdeildinni hefst um miðjan
ágúst. Reading byrjar þá heldur bet-
ur á erfiðum verkefnum því liðið
sækir meistara Manchester United
heim á Old Trafford þann 11. ágúst
og fær svo Chelsea í heimsókn þrem-
ur dögum síðar.
Þrír Íslendingar á ferðinni
Það getur svo farið að aðeins þrír
íslenskir landsliðsmenn verði á ferð-
inni í úrvalsdeildinni í vetur – Ívar og
Brynjar Björn með Reading og Her-
mann Hreiðarsson með Portsmouth.
Miklar líkur eru á að Heiðar
Helguson yfirgefi Fulham og haldi á
nýjar slóðir.
Emil Hallfreðsson er hjá Totten-
ham og Bjarni Þór Viðarsson hjá
Everton, en þeir hafa ekki fengið að
spreyta sig með liðum sínum í úr-
valsdeildinni.
Reuters
Varist Ívar Ingimarsson er hér í baráttu við Shola Ameobi í leik Reading og Newcastle á Madejski Stadium í ensku úrvalsdeildinni sl. vetur.
Ívar Ingimarsson fram-
lengdi hjá Reading til 2010
„ÞAÐ er ánægjulegt að hafa fram-
lengt samninginn. Forráðamenn
Reading vildu endurbæta þann
fyrri og bæta við einu ári og ég sló
ekki hendinni á móti því,“ sagði
Ívar Ingimarsson, landsliðsmið-
vörður í knattspyrnu, við Morgun-
blaðið í gær eftir að hafa skrifað
undir nýjan samning við enska úr-
valsdeildarfélagið Reading til vors-
ins 2010.
Í HNOTSKURN
»Ívar Ingimarsson hófknattspyrnuferil sinn hjá
KSH (Súlan og Hrafnkell
Freysgoði á Breiðdalsvík)
1991, lék síðan með KBS
(Knattspyrnusambandi Suður-
fjarða) 1993, Val 1995-1997 og
ÍBV 1998-1999.
» Ívar fór til Torquay í Eng-landi 1999, en lék síðan
með Brentford 1999-2002 og
Wolves 2002-2003, en var lán-
aður til Brighton um tíma.
» Ívar gekk til liðs við Read-ing 2003.
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÁGÚST S. Björgvinsson körfu-
knattleiksþjálfari komst nálægt
því að fá starf hjá einu af sterkari
liðum Evrópu á dögunum. Um er
að ræða Lieutuvos Rytas frá
Litháen, sem
Ágúst dvaldi
hjá veturinn
2003-2004, þar
sem hann
kynnti sér
þjálfunar-
aðferðir hjá
liðinu. Ágúst
var í viðræðum
við félagið um
að taka við
unglingaliðinu
sem til stóð að
koma á fót, auk
þess að vera aðstoðarþjálfari að-
alliðsins. Þessar áætlanir runnu
hins vegar út í sandinn þegar
hætt var við að stofna unglinga-
liðið:
,,Liðið komst í Euroliga sem er
svona eins og Meistaradeildin í
körfunni. Það er mjög kostn-
aðarsamt auk þess sem ný laga-
setning í Litháen skerðir auglýs-
ingatekjur félagsins. Af þessum
sökum varð ekkert af stofnun
unglingaliðsins. Ég var mjög
spenntur fyrir þessu enda ekki
sjálfgefið fyrir ungan þjálfara að
komast að hjá svo sterku félagi.
Þeir tjáðu mér hins vegar að þeir
vildu taka upp þráðinn að ári, og
það er því ekki útilokað að ég fari
þá til félagsins,“ sagði Ágúst í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Ágúst er með töluverða reynslu
af meistaraflokksþjálfun þrátt
fyrir að vera einungis 28 ára
gamall. Hann gerði kvennalið
Hauka að Íslandsmeisturum síð-
ustu tvö ár og áður en hann fór til
Litháen 2003 hafði hann tekið við
karlaliði Vals, aðeins 23 ára gam-
all. Ágúst segist vera að athuga
hvort eitthvað annað sé í boði ut-
an landsteinanna: ,,Það er ekki
auðvelt að komast að erlendis.
Mín sambönd miðast fyrst og
fremst við þessa aðila í Litháen,
en þeir eru tilbúnir að hjálpa mér
að finna starf einhvers staðar í
Evrópu. En það er ekkert sér-
stakt að gerast í þeim málum sem
stendur.“
Ágúst
missti af
starfi í
Litháen
Ágúst S.
Björgvinsson