Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 3 Magnús Þór Magnússon, semverið hefur varamarkvörður Víkings í Landsbankadeildinni í sumar, hefur ákveðið að hætta hjá félaginu. Þetta gerist í kjölfar þess að Ingvar Þór Kale hefur náð sér af meiðslum og tekið sæti Magnúsar á bekknum, en Bjarni Þórður Hall- dórsson er sem stendur aðalmark- vörður liðsins. Magnús, sem er 23 ára, lék í tveimur leikjum fyrir Vík- ing í sumar.    Rúrik Gísla-son lék í gær sinn fysta leik með danska liðinu Viborg en hann samdi til þriggja ára við danska úrvals- deildarliðið í fyrradag. Rúrik lék allan seinni hálfleikinn í framlín- unni þegar liðið tapaði, 1:0, í æfinga- leik gegn AGF. Kári Árnason lék allan tímann á miðjunni hjá AGF en bæði lið leika í úrvalsdeildinni sem hefst síðar í mánuðinum.    Ólafur IngiSkúlason lék fimm síðustu mínúturnar með Helsingborg þeg- ar liðið sigraði Hammarby, 4:2, í sænsku úrvals- deildinni í gær. Heiðar Geir Júl- íusson lék fyrstu 78 mínúturnar fyr- ir Hammarby en Gunnar Þór Gunn- arsson síðasta hálftímann. Helsingborg er í áttunda sæti í deildinni en Hammarby er í því sjötta.    John Terry, fyrirliði Chelsea ogenska landsliðsins, segir að Chelsea muni á næsta tímabili ná Englandsmeistaratitlinum aftur frá Manchester United. „Bara það að tala um þetta fær blóðið í æðum mín- um til að sjóða. Við vorum óheppnir með meiðsli á síðustu leiktíð en það stoðar lítið að reyna að halda því fram að við hefðum unnið titilinn ef menn hefðu haldist heilir, þótt ég sé sannfærður um það. Þess vegna er ég enn staðráðnari í að vinna titilinn á næstu leiktíð,“ sagði varnarmað- urinn sterki.    Forráðamenn Sheffield Unitedhafa áfrýjað til hæstaréttar úr- skurði sérstaks dómstóls frá því í fyrradag sem vísaði frá kæru Shef- field United á hendur West Ham. Sheffield United fór fram á að stig yrðu dæmd af West Ham en félagið taldi að West Ham hefði gerst brot- legt við reglur þegar félagið festi kaup á argentísku leikmönnunum Carlos Tévez og Javier Mascherano á síðustu leiktíð. Dómstóllinn sem úrskurðaði í kærumálinu í gær var skipaður þremur mönnum og fyrir honum fór fyrrverandi hæstarétt- ardómari, Sir Philip Otten.    Ítölsku bikarmeistararnir í Romagengu í gær frá kaupum á Mauri Esposito frá Cagliari. Roma greiðir fjórar milljónir evra, 340 milljónir króna, fyrir kantmanninn sem mun fá 1,4 milljónir evra í árslaun, 120 milljónir króna.    Alþjóða ólympíunefndin, tilkynntií gærkvöld að ákveðið hefði verið að vetrarólympíuleikarnir árið 2014 verði í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf. Verður þetta í fyrsta skipti sem vetrarólymp- íuleikar fara fram í Rússlandi.    Guðrún Jóhannsdóttir varð í 28.sæti í skylmingum með höggs- verði á Evrópumótinu í Gent í Belg- íu í gær. Þorbjörg Ágústdóttir varð í 45. sæti Fólk sport@mbl.is ir, sem verða á ferð- þeir Fernando Tor- hefur keypt frá Atle- r punda, og Eduardo al keypti frá Dinamo a. eysu nr. 9 og stuðn- nntir eftir að sjá þá gur verðmunur er á nn eitthvað að segja ? mörk í 214 leikjum á leikjum fyrir Spán. mörk í 118 leikjum í dsleikjum fyrir Kró- k í 36 leikjum á sl. Da Silva skoraði 33 . rókar í peysum nr. 9 rpool og Arsenal Eduardo da Silva, leikmaður Arsenal. Í DAG verður dregið í riðla fyrir Evrópu- keppni meistaraliða kvenna í knatt- spyrnu og eru Íslandsmeistarar Vals í efsta styrkleikaflokki ásamt níu öðrum félögum. Drátturinn er svæðaskiptur og er Val- ur í hópi með liðum frá norður- og vesturhluta Evrópu. Á því svæði eru þrjú lið í hverjum styrkleikaflokki og þau eru eftirtalin: 1. flokkur: Everton (Englandi), Valur, Neulenbach (Austurríki). 2. flokkur: Zuchwil (Sviss), ADO Den Haag (Hollandi), Uczniowski (Póllandi) 3. flokkur: Hibernian (Skotlandi), Gintra (Litháen), Honka (Finnlandi). 4. flokkur: KÍ (Færeyjum), Mayo (Spáni), Glentoran (N-Írlandi). Eitt lið úr hverjum flokki verður dreg- ið í hvern riðil og Valur getur því ekki mætt Everton eða Neulen- bach. Fjögur lið eru í hverjum riðli, sem verður leikinn á heima- velli einhvers liðsins, og kemst eitt þeirra áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Valur og Breiðablik hafa staðið sig frábær- lega í keppninni undanfarin tvö ár en Valskonur komust í 8 liða úrslitin haustið 2005 og Breiðablik lék sama leik síðasta haust. Það verður því gaman að fylgjast með því hvað Margrét Lára Viðarsdóttir og samherjar hennar hjá Val gera í Meistaradeildinni í ár. Valskonur í efsta styrkleika- flokki í Meistaradeild Evrópu Margrét Lára Viðarsdóttir 1:0 (32.) Vjekoslav Svadumovic sóknarmaður Skagamanna var aðsleppa innfyrir vörn Keflvíkinga þegar svo virðist sem Ómar Jó- hannsson markvörður Keflvíkinga komi við hann en Svadumovic lá og dæmt var víti. Bjarni Guðjónsson tók það, kom Ómari markverði úr jafnvægi og skoraði í hægra meginn. 2:0 (80.) Keflvíkingar sparka boltanum útaf svo að Skagamenn gætuhugað að meiddum leikmanni sínum. Skagamenn taka síðan inn- kast, boltinn berst til Bjarna, sem lék framhjá tveimur Keflvíkingum og skaut frá miðju yfir Ómar markvörð sem var kominn út úr markinu til að taka við boltanum. 2:1 (81.) Eftir stífa sókn Keflvíkinga barst boltinn út úr vítateignum áHallgrím Jónasson, sem þrumaði að marki Skagamanna, boltinn kom við á leikmanni en rataði í vinstra hornið. Fernando Torres, leikmaður Liverpool. Morgunblaðið/Golli erji Vals, er hér á undan Ásgrími Albertssyni, varnarmanni HK, og skorar ann- ærkvöld og sitt sjöunda í Landsbankadeildinni á tímabilinu. komust í 4:1 hafi þeir farið að gera flóknari hluti. „Það var alls ekki ætl- unin að bakka neitt heldur ætluðum við að sækja áfram,“ sagði Willum. Helgi með sjö mörk Helgi Sigurðsson gerði sitt sjöunda mark í deildinni í gær. „Baldur sá að ég hljóp inn í teiginn og var snöggur að taka aukaspyrnuna. Svo náði ég að teygja tána í boltann og vippa hon- um snyrtilega efst í hornið,“ sagði Helgi þegar hann lýsti markinu. „Við náðum að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og það gaf okkur þægi- lega stöðu. Síðan fengum við snemma í seinni hálfleik á okkur mark og það setti smá þrýsting á okkur á nýjan leik, en við sýndum mikinn styrk með því að svara því með tveimur mörk- um. Við erum mjög sáttir að fá þrjú stig og ná að skora fjögur mörk á úti- velli. Það er auðvitað alltaf gaman að skora og sérstaklega í sigurleikjum,“ sagði Helgi. „VIÐ náðum ágætis köflum í þessum leik og það er komið ágætis sjálfs- traust í liðið,“ sagði Willum Þór Þórs- son, þjálfari Valsmanna, eftir að liðið lagði HK 4:1 í Kópavoginum í gær- kvöldi. „Við vorum full værukærir í upp- hafi leiks, vorum ekki nógu nálægt mönnunum. Þeir komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Við vissum að þeir yrðu fastir fyrir enda mjög skiljanlegt þar sem hvert stig í deildinni er dýrmætt. Ég er ánægður með hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn eftir rólegar upphafsmínútur. Síðan náum við að setja tvö mörk en þeir minnkuðu muninn og ekkert við því að gera. Eitt af því jákvæða við leik- inn var hve mikinn styrk við sýndum eftir að þeir minnkuðu muninn, við létum það ekki slá okkur út af laginu, en héldum bara áfram,“ sagði Will- um. Hann sagði að eftir að hans menn Sýndum styrk eftir markið verða að mörkum. Það var fullt af já- kvæðum hlutum í leik okkar og vís- bendingar um að við séum að styrkja leik okkur,“ sagði Guðjón eftir leikinn og telur lið sitt hafa bætt sig að und- anförnu. „Við sígum nú í rétta átt. Við höfum unnið þrjá síðustu leiki og bara fengið á okkur tvö mörk í þeim, það er mjög jákvætt en við þurfum að þróa leik okkar áfram, þurfum að vera beinskeittari og nákvæmari þegar við sækjum fram völlinn. Stundum vantar bara hársbreidd til að láta hlaup og sendingu ná saman, þegar við náum því eigum eftir að skora fleiri mörk og særa liðin enn frekar.“ Baldur Sigurðsson, sem bar fyrir- liðaband Keflavíkur í fjarveru Jónasar Guðna Sævarssonar, sem var meidd- ur, leit marki Bjarna ekki sömu augum og Guðjón. „Ég veit ekki hvað ég má segja. Það veit hver sem sá þennan leik að þetta var hneyksli. Í fyrsta lagi kemur Ómar markmaður ekki við leik- manninn þegar vítið var dæmt. Í öðru er Bjarni að reyna skora, maður með þessa spyrnugetu, fyrrverandi at- vinnumaður og einn besti spyrnumað- urinn í deildinni, hann horfir á Ómar markmann og skýtur yfir hann. Þetta er ekki flóknara en svo, mjög óheið- arlegt og við erum mjög ósáttir, ég hef aldrei séð annað eins. Af hverju þurfti hann að skjóta svona, af hverju rúllaði hann ekki boltanum til hans?,“ spurði Baldur eftir leikinn. Guðjón Þórðarson þjálfari Skaga- manna sagði Bjarna ekki hafa reynt að skora. „Það var gott að vinna leikinn en leiðinlegt að vinna hann á þessu marki. Við áttum samt að vera búnir að klára hann áður, gerum fullt af fag- legum hlutum og sköpuðum okkur færi, sem við áttum að skora úr en gerðum ekki. Svo kemur þetta leið- indaatvik. Það er ljóst undir þessum kringumstæðum að hann tekur inn- kastið, gefur á Bjarna, sem ætlar að sparka aftur fyrir endamörk en þá kemur leikmaður og pressar á hann svo að Bjarni hreinlega hittir ekki boltann. Þetta sést glögglega ef það er skoðað og þeir sem væna Bjarna um óheiðarleika þekkja hann ekki mikið því hann er mjög heiðarlegur leikmað- ur að eðlisfari og þótti atvikið mjög leitt. Mér fannst atvikið setja alltof mikið mark á hann. Því miður gerast svona atvik í fótboltaleikjum og við verðum bara að halda áfram. Ég spilaði leikinn eins og ég ætlaði, vera skipulagður í vörninni og verjast vel og það fór þannig. Það er engin op- in færi hjá Keflavík, meira vonarbolt- ar, sem eru að detta inn í teiginn. Vissulega varði markvörður okkar vel eitt sinnið en að öðru leiti kemur ekk- ert úr opnu spili. Ég vann mína heima- vinnu með Keflavíkurliðið, nánast vissi hvað þeir ætluðu að gera og hvernig þeir myndu spila svo það var ljóst frá mínum bæjardyrum hverju við áttum von á. Það er kannski leiðinlegt að vinna leikinn undir þessum kringum- stæðum en ég hefði viljað sá færi Vafasamt mark í ÍA-sigri VAFASAMASTA mark sem skoraði hefur verið í efstu deild undanfarin ár, ef ekki lengur, að mati undirrit- aðs, átti sér stað á Akranesi þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Það skoraði Bjarni Guðjónsson gegn grandalausum Keflvíkingum sem höfðu sparkað boltanum útaf svo hægt væri að huga að meiddum leik- manni ÍA. Markið var að sjálfsögðu dæmt gilt, ekkert annað í stöðunni og ÍA vann 2:1. Keflvíkingar urðu því að sjá eftir þriðja sætinu á meðan Skagamenn færðu sig upp í fjórða. Eftir Stefán Stefánsson ÍA Páll Gísli Jónsson Árni Thor Guðmundsson Guðjón Heiðar Sveinsson Bjarni Guðjónsson Vjekoslav Svadumovic Þórður Guðjónsson KEFLAVÍK Ómar Jóhannsson Guðmundur Viðar Mete Marco Kotilainen Baldur Sigurðsson Hallgrímur Jónasson Símun E. Samuelsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.