Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 23 að skoða taxtakerfið og hver launaþróun hefur verið, að gæta þess að einstakir hópar dragist ekki langt aftur úr öðrum og að það sé inn- byrðist samhengi á milli launaþróunar ein- stakra hópa.“ – Hefurðu engar áhyggjur af að það stefni í hörð átök á vinnumarkaði í komandi samn- ingum í vetur? „Nei, ég býst ekki við öðru en að kjara- viðræðurnar eigi eftir að vera mjög málefna- legar. Það þarf að glíma við fjölda viðfangsefna og það eru uppi miklar væntingar og óskir, sem við eigum eftir að fara í gegnum með okk- ar viðsemjendum. Ég hef enga trú á öðru en að við munum fást við þetta allt með málefna- legum hætti, menn muni skoða málin af yf- irvegun og að allir sem að þessu koma geri sitt besta. Það eiga allir mikið undir stöðugleik- anum komið.“ Vaxtaákvarðanir Seðlabankans komnar í hreina sjálfheldu – Stjórnvöld gegna að venju stóru hlutverki í tengslum við frágang kjarasamninga og ekki síður vegna þess hvernig haldið er á stjórn efnahagsmála. SA hafa ítrekað lýst áhyggjum af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabank- ans og þeim óstöðugleika sem samtökin telja að hún valdi. „Við höfum sagt að peningastefna Seðla- bankans og vaxtaákvarðanir eru komnar í hreina sjálfheldu. Það virðist svo sem bankinn sjái aldrei möguleika á að lækka vexti,“ segir Vilhjálmur. „Grundvallarástæðan er sú að íslenska lána- kerfið er þannig upp byggt að nafnvextir á óverðtryggðum lánum hafa sáralítil bein áhrif á eftirspurn innanlands. Vaxtastefnan hefur fyrst og fremst áhrif á gengi krónunnar. Þegar Seðlabankinn hefur hækkað vexti og gengi krónunnar hefur það til skamms tíma haft áhrif á verðlagið en síðan hefur reynslan sýnt að gengi krónunnar fellur löngu áður en hátt gengi fer að hafa teljandi áhrif á atvinnustig í útflutnings- og samkeppnisgreinum og þannig á tekjur heimila sem ætti að draga úr eft- irspurninni. Þessi vaxtastefna hefur framkallað geng- issveiflur og mikil hágengistímabil sem hafa verið mjög erfið fyrir útflutnings- og sam- keppnisgreinar og síðan koma gengislækkanir í eftir þessum hágengistímabilum. Þegar upp er staðið sýnist okkur að verðbólgan án áhrifa af fasteignaverði hafi verið nálægt 2½% síð- ustu fjögur árin en að verðbólgu umfram það megi skýra með hækkun fasteignaverðs. Vaxtastefna Seðlabankans er algerlega van- megnuð að bregðast við hækkun á fast- eignaverði,“ segir Vilhjálmur. Hann er þeirrar skoðunar að Seðlabankinn sé á algerum villigötum og nauðsynlegt sé að taka stjórn peningamála til umræðu og skoða hvort þessi markmiðssetning, sem liggur til grundvallar ákvörðunum bankans, sé rétt. Meðal þeirra leiða sem Samtök atvinnulífs- ins hafa bent á til breytinga á markmiðum um verðlagsþróun er hvort verðbólgumarkmiðið eigi að miðast við vísitölu neysluverðs án hús- næðisliðarins, hvort hverfa eigi frá einu ákveðnu tölugildi um verðbólgumarkmið og loks hvort ekki sé skynsamlegt að setja tak- mörk á stýrivaxtamun á milli Íslands og ann- arra landa. „Ég er ekki að gera lítið úr áhuga Seðla- bankans á lítilli verðbólgu og er algerlega sam- mála markmiðinu um nauðsyn þess að verð- bólga sé lítil og að við viðhöldum efnahagslegum stöðugleika. En tækið sem bankinn hefur virkar ekki og það eru aðrir þættir sem þarf ekki síður að líta á til að halda verðbólgunni niðri.“ Mikil ábyrgð stjórnvalda „Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem kom um að málefnum vinnumarkaðarins og það er líka mikil ábyrgð hjá stjórnvöldum sem ber að sjá til þess að fjármál hins opinbera séu í lagi og skapi ekki umframeftirspurn í hagkerfinu. Einnig er mjög mikilvægt að einstakir markaðir þróist með eðlilegum hætti og það sem við höfum fyrst og fremst horft á og telj- um að hafi brugðist á undanförnum árum er sprengingin mikla á fasteignamarkaðinum sem við teljum að stjórnvöld hafi borið töluvert mikla ábyrgð á vegna breytinga sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði. Við leggjum líka mikla áherslu á að vinnu markaðurinn sé þokkalega opinn. Við sjáum það núna að það eru til staðar flöskuhálsar hvað varðar komu starfsfólks frá löndum utan EES sem íþyngja atvinnulífinu og skaða vinnumarkaðinn,“ segir Vilhjálmur. u næstu tvö árin og hvernig þróunin í atvinnulífinu,“ segir hann. g skref skila meiri árangri n Vilhjálms hefur launakostnaður hér á ækkað umfram það sem gengur og ger- grannalöndunum en á móti hefur komið hefur verið mikill hagvöxtur og íslensk- irtækjum hefur verið að ganga ágæt- em kemur fram í mikilli eftirspurn eftir fli og litlu atvinnuleysi. viljum ekki fórna þessum árangri og að við þurfum að reyna að stilla okkur g af í kjarasamningunum að það sem verður um leiði ekki af sér einhverjar ypur og við missum niður þann árangur ð höfum náð. Við teljum almennt séð að skref skili miklu meiri árangri fyrir at- ífið og að sá árangur skili sér síðan til ólksins,“ segir Vilhjálmur. ærar raddir hafa komið fram að und- u innan Starfsgreinasambandsins um verði krafist mikilla hækkana lágmarks- Hefur t.d. Hlíf í Hafnarfirði lýst því að a þurfi lágmarkslaun um 30%. Vil- ur kveðst ekki vilja ræða einstakar kröf- ssari stundu. ð hefur verið við fangsefni allra kjara- nga að skoða hvernig taxtakerfið og lág- laun eru að þróast miðað við vinnumark- almennt. Það eru bara atriði sem við á í samhengi við allt annað. Ég vil ekki g um kröfur þessara félaga sérstaklega. ga líka eftir að fara í gegnum mikla hjá sér og m.a. ræða hvernig verkalýðs- n vilja vinna saman. Það er ekki síður í horn að líta hjá þeim en hjá okkur. ýðsfélögin þurfa ekkert síður en við að um samhengi hlutanna.“ aunin að stærstum hluta í störfum oru ekki til fyrir nokkrum árum kalýðsforingjar hafa haldið því fram að bilið fari stækkandi, hópar á lægstu laun- sitji eftir í launaskriðinu á sama tíma og berast af ofurlaunum í samfélaginu. ig ætlið þið að svara þessu? u ofurlaun sem þú ert að vísa til eru að um hluta í störfum sem voru ekki til fyr- krum árum. Fjármagnsmarkaðurinn komið inn sem hrein viðbót og stækkað rfið. Ég held að það hafi ekki neitt upp á ir einn eða neinn að ætla að miða sig við Hins vegar má minna á að í fyrra brugð- ið við þeirri þróun sem var í gangi á markaðinum og við sáum að væri fyr- nleg og sömdum um taxtaviðbót upp á 15 d kr. Það er því ekkert nýtt fyrir okkur teypur sa launafólks geta orðið þungamiðjan í næstu kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Morgunblaðið/Frikki nar eigi eftir að vera mjög málefna- Samtaka atvinnulífsins. Núgildandi a út um næstu áramót. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari í skák segist finna fyrir vissri löng- un til að tefla meira opinberlega á ný. Friðrik er nýkominn heim eftir að hafa tekið þátt í minningarmóti um Max Euwe í Hollandi. „Þetta framkallar vissa löngun. Þetta hef- ur verið spurning um að taka af skarið og tefla,“ segir Friðrik sem á allt eins von á að hann taki þátt í fleiri mótum á næstunni. Friðrik lenti í 5.-8. sæti á mótinu með 4 vinninga. „Þetta gekk dálítið skrykkjótt, sérstaklega framan af. Ég var ekki alveg með á nótunum í fyrstu skákinni, en þetta skánaði,“ segir Friðrik um frammistöðu sína á mótinu. „Ég var einkum óánægður með skákina við Barua frá Indlandi. Ég var eiginlega alveg kominn með hann, en hann fór þá að leika ein- hverja skringilega leiki sem ég kannast ekki við frá fyrri árum. Þannig að taflið snerist við í nokkrum leikjum og ég tapaði. Þetta sýnir æfingaleysi. Ef það hefði gengið þokkalega þá hefði ég átt að fá 5,5-6 vinninga á mótinu.“ Friðrik segist vera ánægður með skákina á móti Helga Dam Ziska frá Færeyjum. „Skákin við Rothuis frá Hollandi var auðvitað talsvert geggjuð, en hann teflir þannig. Hann setur allt upp í háa- loft og það var gaman að fást við hann.“ Friðrik segist finna fyrir því að hann sé talsvert stirður við skák- borðið. Hann sjái ekki hluti sem hann hefði skynjað strax auðveld- lega áður fyrr. Hann segist þurfa að vinna í því að framkalla þessa skynjun sem hafi verið eðlilegur hluti af taflmennsku hans á fyrri tíð. „Snillingur við skákborðið“ Skákáhugamenn fylgdust margir áhugasamir með Friðriki á mótinu. Hann náði greinilega að heilla suma með taflmennsku sinni þegar honum tókst best upp. Séra Baldur Kristjánsson tjáði sig t.d. á bloggi sínu og skrifaði: „Af hverju hætti Friðrik að tefla? Var að renna yfir skák Friðriks við skákmeistara ungan Routhuis að nafni og er ekkert ofmælt hjá Helga Ólafssyni að hún er tefld í stórkostlegum kaffihúsastíl. Hvílíkur unaður!! Það er ekki vafi að Friðrik var og er sérstakur snillingur við skák- borðið og synd fyrir okkur að hann skyldi að mestu draga upp skák- höndina á miðjum aldri. Vonandi dregur hann hana nú fram aftur.“ Skák Friðrik Ólafsson segir að árangur sinn á mótinu í Hollandi hafi verið skrykkjóttur, sérstaklega framan af. Friðrik átti þó góða spretti og sérstaklega þótti mörgum skák hans við Rothuis frá Hollandi glæsileg. „Spurning um að taka af skarið og tefla“ Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák segist allt eins eiga von á að hann tefli meira opinberlega í framtíðinni Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SAMVINNUNEFND miðhálend- isins hefur kynnt tillögur um breyt- ingar á svæðisskipulagi miðhálend- isins í Skaftafellsþjóðgarði við Lakagíga og aðliggjandi svæði. Gert er ráð fyrir því að komið verði á hringakstri um svæðið, þannig að ferðamenn geti farið upp vestan Kirkjubæjarklausturs við Hunku- bakka og komið niður úr Lakagíg- um framhjá Miklafelli, austan Kirkjubæjarklausturs. Tillögur nefndarinnar voru kynntar á opnum fundi á Kirkju- bæjarklaustri á mánudag. Óskar Bergsson, formaður nefndarinnar, segir að tillögurnar byggist á ósk- um Skaftárhrepps og stjórn Skaftafellsþjóðgarðs en með þeim sé stefnt að bættu aðgengi að Lakagígum, auk þess sem stuðlað verði að verndun náttúru og um- hverfis. Þrjátíu þúsund ferðamenn fara um þetta svæði ár hvert og að sögn Óskars spá ferðaþjónustuaðilar á svæðinu því að innan tíu ára verði ferðamannastraumurinn orðinn 100.000 á ári. Óskar segir að náttúran liggi undir skemmdum vegna þess að ekki sé hugsað fyrir því hvernig sí- fellt vaxandi umferð um svæðið sé stýrt. Annaðhvort verði því að bregðast við túrismanum eða hreinlega loka hálendinu. Uppbygging ferðaþjónust- unnar fari fram niðri í byggð Tillögurnar gera ráð fyrir því að aðgengi ferðamanna verði aukið með betri vegum, merktum göngu- leiðum, áningarstöðum og upplýs- ingamiðlun sem leiði af sér að auð- veldara verður að stjórna því hvert auk þess sem lega hans breytist. Miklafellsvegur tengist inn á Lakaveg við Galta en núverandi vegarslóði sem liggur upp á öxl Blængs, um þröng og torfarin gil sem eru að hluta til innan friðlýs- ingar á Lakagígum, verður lagður af. Er nýjum hluta fjallvegarins ætlað að liggja um jökulgarð á til- tölulega sléttu landi. Leiðin frá Kirkjubæjarklaustri og upp að Laka er um 50 km löng og segir Óskar að það sé stutt vegalengd miðað við víddir hálend- isins. „Þannig að það er gert ráð fyrir því að öll uppbygging ferða- þjónustunnar, í sambandi við gisti- nætur og allan massatúrisma, fari fram niðri í byggð en reynt verði að haga samgöngum þannig að hægt sé að koma fólki tiltölulega greið- lega þarna upp eftir.“ fólki er beint á svæðinu. Gerir til- lagan ráð fyrir nýju skálasvæði á Galta og upplýsingamiðstöð með móttöku og snyrtiaðstöðu. Núver- andi skálasvæði í Blágili verði hins vegar breytt í fjallasel, þar á að verða aðstaða landvarða og tjald- svæði. Þá verður gönguleið sem þverar Skaftá færð frá kláfi sunnan við Sveinstind suður fyrir Uxatinda með göngubrú sem tengist betur gönguleiðum vestan Skaftár. Þann- ig er meiningin að færa gönguleið- ina frá viðkvæmu svæði við Kamba. Loks verður komið á hringakstri í gegnum svæðið, þannig að menn geti komið upp vestan Kirkjubæj- arklausturs, við Hunkubakka, og niður austan bæjarins, Miklafells- veg svonefndan, en hann færist upp um einn flokk og verður fjallvegur, Auka á aðgengi fyrir ferðamenn við Laka       '* ' $   ? ()  $ "  7  % /*   =$" $                         !  "      !  "# $  #     $ % & "   '   ! () 7"$ " G $ $$" 2H" 2H$   7  ' $$ $  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.