Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT YEMEN-búar sem tilheyra Bagefer-ættbálknum veifa þar sem þeir eru á leið til brúðkaups í Wadi Lesser, Ha- dramout. Hadramount er einangrað svæði á suðurhluta Arabíuskagans og hefur helst verið í umræðunni und- anfarið sökum þess að Osama bin Laden mun eiga ræt- ur að rekja þangað. Reuters Ekið til brúðkaupsveislu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BARÁTTAN vegna sveitarstjórnar- kosninganna í Noregi 10. september næstkomandi stendur nú sem hæst og hafa flokkarnir verið iðnir við að kynna kjósendum stefnumál sín, ekki síst í fjölmenninu í Ósló. Þeir virðast þó ekki vera mjög fundvísir á það, sem er hinum almenna höfuð- borgarbúa efst í huga. Hann setur lög og reglu í algeran forgang en þau mál eru aðeins ofarlega á blaði hjá Framfaraflokknum einum. Dagblaðið Aftenposten bað full- trúa flokkanna að raða upp stefnu- málum sínum í borginni eftir mik- ilvægi og var útkoman sú, að umhverfismálin voru einna efst á blaði hjá þeim flestum. Hjá Fram- faraflokknum, sem hefur lengi lagt mikla áherslu á lög og reglu, var ör- yggi borgaranna í öðru sæti og í því fimmta hjá Verkamannaflokknum. Hjá öðrum var það ekki á blaði sem eitt af mikilvægustu málunum. Könnun, sem Aftenposten gerði meðal kjósenda í Ósló, sýnir, að þeir leggja mesta áherslu á öryggi borg- aranna og að alls kyns glæpastarf- semi verði upprætt í bænum, einkum í miðborginni. Skólamál og málefni aldraðra eru í öðru og þriðja sæti en umhverfismálin í því fjórða ásamt al- menningssamgöngum. Stóru málin vantar Athygli vekur, að Hægriflokkur- inn skuli ekki hampa lögum og reglu eins og hann hefur þó oft gert en nú er helsta kosningamál hans „Bærinn við fjörðinn“, þ.e.a.s. þróun hafnar- innar og hafnarsvæðisins í Ósló. Að- eins 5% kjósenda telja, að þau mál muni vega þungt í kosningunum. Leikskólamálin munu heldur ekki skipta sköpum, 17% nefna þau, og andstaða Framfaraflokksins við inn- flytjendur er aðeins ofarlega á blaði hjá 15% kjósenda í Ósló. Hugmyndir um einkarekin hjúkr- unarheimili virðast heldur ekki njóta vinsælda, a.m.k. ekki hjá frambjóð- endum flokkanna en 68% þeirra eru þeim andvíg. Hafa þær ekki einu sinni meirihlutafylgi innan Hægri- flokksins. Óslóarbúar vilja aukið öryggi Stjórnmálaflokkarnir virðast flestir vera í litlu jarðsambandi við kjósendur FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hyggst leggja til að komið verði á fót varanlegum almannavarnasveitum til að bregð- ast við skógareldum, flóðum og öðrum náttúruhamförum. Talsmaður framkvæmdastjórn- arinnar í umhverfismálum sagði að til greina kæmi að almanna- varnasveitunum yrði einnig beitt til að bregðast við hryðjuverkum og stórfelldum mengunarslysum. Markmiðið væri að geta sent slík- ar sveitir á hamfarasvæði með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Um 20 lönd hafa sent slökkvi- liðsmenn til Grikklands til að að- stoða við slökkvistarfið þar vegna skógarelda sem kostað hafa að minnsta kosti 64 lífið og brenna enn. Manntjónið og eyðileggingin af völdum eldanna hefur vakið reiði meðal Grikkja og líklegt er að málið verði eitt af helstu hitamál- unum í þingkosningunum í Grikk- landi 16. næsta mánaðar. Margir hafa sakað stjórnina um að hafa ekki brugðist nógu skjótt við skógareldunum. Georg Papandreou, leiðtogi grískra sósíalista, sakaði stjórn hægrimannsins Costas Karamanlis forsætisráðherra um að hafa brugðist grísku þjóðinni. Karam- anlis hvatti til „þjóðareiningar“ í baráttunni við eldana og hét því að láta endurreisa hús og end- urrækta skóga sem hafa brunnið. Sjö menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja skógarelda í Grikklandi og 26 aðrir fyrir önnur lögbrot í tengslum við eldana. Meðal annars leikur grunur á að ófyrirleitnir verktakar hafi e.t.v. staðið fyrir íkveikjunum í von um að geta reist einbýlishús á svæð- um sem urðu eldunum að bráð. ESB komi á fót hraðliði gegn náttúruhamförum  % F $  @2%; F  9$ " : 8;' ! 1 + , , = F 5 R 0 2   '  " #$ "$3 %&'()*+,-)*  (*.&&,)/-. .$% $ ) < $ ( +%):.=8$%()5">!$ ( *'  " $( ) 5 "))    $( $   #  4' * 5*6  &  $& . ""  7 & :?@4>6:7>A9B 2:CD4>E.F42@6<>1?42@1 /     / -  /  0  9 ;/  % D% )/% # :  ")/% 9   ) 0% " # 00 0 0 )  #0  !     # 0 2# ) M/ 2# 20 :     /0/ # 00   &  5&: 2 /   0 #/7 # : %  # ) /% " #  0  0  #  #/7  / D  9 . 1 < H F      ; &/7 %   /0  0 )     SYKUR veldur svipaðri fíkn og eiturlyf. Er það niðurstaða til- rauna á rottum, sem voru háðar kókaíni, en þær tóku sykurinn fram yfir kókaínið þegar því var að skipta. Sykur veldur líkri vellíð- unartilfinningu í líkamanum og kókaín, jafnt hjá mönnum sem rottum, en munurinn er þó sá, að hætti menn sykurátinu fylgja því lítil fráhvarfseinkenni. Áætlað er, að 25% jarðarbúa séu háð sykri. Sykurinn verri en kókaín? EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraela, og Mahmoud Ab- bas, leiðtogi Pal- estínumanna, komu saman í gær og ræddu erfiðustu deilur þjóðanna – end- anleg landa- mæri, Jerúsalem og palestínska flóttafólkið. Erfiðustu deil- urnar ræddar Ehud Olmert og Mahmoud Abbas. ALÞJÓÐLEG nefnd vísinda- manna, sem sænsk heilbrigðisyf- irvöld fólu að kanna hvaða afleið- ingar það hefði ef farið væri að selja áfengi í 8.000 matvöruversl- unum í Svíþjóð, telur, að áfeng- isneyslan muni aukast um 29%. Dauðsföllum muni fjölga um 1.500, veikindadögum um 16 milljónir og 14.000 fleiri ofbeldis- mál muni koma til kasta lögregl- unnar. Vituð ér enn? BANDARÍSKUR dómstóll sam- þykkti í gær beiðni um að Manuel Noriega, fyrrverandi leiðtogi Pan- ama, yrði framseldur til Frakk- lands eftir að hann hefur afplánað fangelsisdóm 9. september. No- riega, sem var handtekinn í innrás í Panama 1989, hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi í Frakklandi fyrir peningaþvætti. Fer til Frans Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ABDULLAH Gül, nýr forseti Tyrk- lands, segir að halda verði áfram umbótum í stjórn- og dómskerfi landsins til að greiða fyrir aðildar- viðræðum við Evrópusambandið, ESB. Gül, sem var áður utanrík- isráðherra og var frambjóðandi stjórnarflokksins, AK, náði loks kjöri á þingi landsins í gær í þriðju atkvæðagreiðslunni á nokkrum vik- um. Hann virtist boða sættir, sagð- ist myndu gæta hlutleysis í störfum sínum og vera trúr lýðræðinu og hinu veraldlega stjórnkerfi Tyrk- lands sem hefur verið við lýði frá 1923. Yfirmenn herja landsins hafa lagst eindregið gegn framboði Güls vegna trúaráherslna hans og AK og virtust jafnvel fram á síðasta dag hóta valdaráni ef hann yrði forseti. AK er skipaður trúuðum múslím- um og margir forystumennirnir eiga fortíð í samtökum harðlínu-íslamista en segjast nú styðja aðskilnað trúar og stjórnmála. Hafa stjórnarsinnar bent á að í stjórnartíð AK hafi með engum hætti verið reynt að þröngva strangari trúarreglum upp á þjóð- ina. Sumar hugmyndir ráðamanna bera þó keim af bókstafstrú. Ósigur fyrir yfirstéttina Forseti Tyrklands getur beitt neitunarvaldi og stöðvað þannig lög, einnig er hann æðsti yfirmaður varnarmála. AK-flokkurinn vann glæsilegan kosningasigur í landinu í júlí. Varð það til þess að Recep Ta- yyip Erdogan forsætisráðherra ákvað að reyna ekki að friðmælast við andstæðinga sína með því að láta Gül draga framboð sitt til baka. Sagt er í grein í The New York Times að fyrst og fremst sé hér um að ræða sigur fyrir ungt og vel- menntað fólk úr röðum trúaðra millistéttarmanna. Veraldlega sinn- uð yfirstétt með rætur í stærstu borgunum, einkum Istanbúl, hafi í meira en 80 ár einokað völdin í land- inu en nú séu íbúar afskiptari byggða að taka við. Þeir vilji að ísl- am verði andlegt og siðferðislegt leiðarljós þjóðarinnar en leggi um leið áherslu á lýðræði og aukin tengsl við vestræn ríki. Talsmenn jafnt Bandaríkjanna sem Evrópusambandsins fögnuðu kjöri Güls. Sagði Jose Manuel Bar- roso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að niðurstaðan gæti hraðað viðræðum um aðild Tyrklands. Gül hlaut atkvæði 339 þingmanna af 550 þingmönnum á tyrkneska þinginu en í þriðju umferð kosning- anna dugði einfaldur meirihluti at- kvæða. Fagnaðarlæti brutust út meðal þingmanna stjórnarliða þegar úrslitin voru tilkynnt. Helstu fjölmiðlar tóku tíðindunum vel. „Kjör Güls mun verða tímamót í stjórnmálasögu okkar og getur fært okkur skrefi nær því að fullorðnast í pólitískum skilningi,“ sagði blaðið Milliyet sem er frjálslynt. Gül leggur áherslu á sættir Í HNOTSKURN »Gül er 56 ára gamall, hann ersanntrúaður múslimi frá Mið- Tyrklandi. Hann lauk dokt- orsprófi í hagfræði og stundaði þá m.a. nám við háskóla í London og Exeter. Síðar var hann banka- starfsmaður í átta ár í Sádi- Arabíu. »Bæði eiginkona Güls og dótt-ir bera hefðbundinn höf- uðklút á almannafæri. Klúturinn er í augum veraldlega sinnaðra Tyrkja tákn ofstækisfullra ísl- amista. Reuters Loksins! Abdullah Gül, nýkjörinn forseti Tyrklands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.