Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍMorgunblaðinu í gær var skýrtfrá því, að í þessari viku yrði haldinn hér fundur fjögurra ríkja, sem gera tilkall til landgrunns á svonefndu Hatton-Rockallsvæði, sem er á milli Íslands, Færeyja og Írlands.     Þeir sem takaþátt í fund- inum eru fulltrú- ar okkar, Íra, Breta og Fær- eyinga.     Þessi fundur ereitt af mörg- um dæmum um framsýni og hug- myndaauðgi Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, alþingismanns, sem dó fyrir aldur fram en var einn mesti áhrifamaður síns samtíma.     Þær hugmyndir, sem hann settifram eru enn á dagskrá eins og fundurinn um Hatton-Rockall- svæðið sýnir.     Þegar Eyjólfur Konráð setti upp-haflega fram hugmyndir sínar um að Ísland gæti gert ákveðnar kröfur á Hatton-Rockall-svæðinu voru ekki margir tilbúnir til að taka undir þau sjónarmið hans.     En smátt og smátt tóku fleiri und-ir mat Eykons á réttarstöðu okkar á þessu svæði, sem að lokum varð afstaða ríkisstjórna, sem setið hafa til þessa dags.     Eyjólfur Konráð var fyrst ogfremst hugsjónapólitíkus. Hann barðist fyrir framgangi ákveðinna málefna, hvort sem var á Alþingi eða sem ritstjóri Morgunblaðsins í 15 ár eins og sjá má á skrifum blaðsins allan sjöunda áratuginn og fram eftir þeim áttunda.     Það þarf að halda hugsjónabar-áttu Eykons til haga. STAKSTEINAR Eyjólfur Konráð Jónsson Framsýni Eykons                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     !                         :  *$;<                                ! !"      *! $$ ; *! " #$   #   % &  '& =2 =! =2 =! =2 " %$ (  )*&+  <>$ -         /       #             $    =    87  #              %       &    !'(!)*                  +   ,      - !.      ,-&.. &/ & &(  3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 1 1 0 20   0 !0  20   0 20 20 20 !0  0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1            VEÐUR FRÉTTIR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðmundur Örn Jónsson | 23. sept. Endurnýjuð kynni af Birtingi Í Reykjavíkurferð okk- ar hjóna hef ég verið að endurnýja kynni mín af Birting eftir Vol- taire. Síðast las ég þessa mögnuðu bók fyrir 20 árum, veturinn sem ég sótti fermingarfræðslu til Hönnu Maríu, til að byrja með og síðar Bolla Gústavssonar. Skemmtileg blanda Birtingur og Biblían. Meira: orri.blog.is Hallmundur Kristinsson | 21. sept. Ég er skáld Eftirfarandi vers orti ég í sjálfsvor- kunnar- og vol- æðiskasti fyrir ein- hverjum áratugum, en af einhverjum ástæðum eru þau meðal fárra slíkra sem ég kann utanað...: Þegar loks héðan af foldu ég fer og fjörið er storknað í æðum, þá verður enginn sem man eftir mér og mínum ágætu kvæðum. Meira: hallkri.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 24. september Ófært! Sá hlær best sem síð- ast hlær. Þetta á vel við um storminn sem hvín á Kjalarnesinu núna ... Enginn strætó gengur nú á milli Akra- ness og Reykjavíkur vegna óveðurs, hvassviðris, storms... Í einum fegurðarblundinum í morg- un dreymdi mig að ég kæmist nú samt í vinnuna með lest gekk á milli Akraness ... og Lundúna. Þetta hlýtur að tákna að minnsta kosti Heklugos! Meira: gurrihar.blog.is Katrín Snæhólm | 24. september Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt? Það er haustlegt um að litast úti núna. Lauf- blöðin hafa fokið af trjánum í trilljónatali í nótt og þekja nú allar götur, rennandi blaut og brúnleit og regnið heldur áfram að lemja. Ég er að hita mér kakó áður en ég sest niður til að vinna. Svo verður tekið til við að plana og pæla. Það er meira en að segja það að flytja aftur heim eftir 7 ára fjarveru. En alveg rosalega spennandi og skemmtileg tilhugsun. Ég sé fyrir mér dásemdina við að skafa fagrar frostrósir af bílrúðunni á morgnana, sitja föst í umferð- arsultum og fjúka á milli bílastæða með hárið klesst oní augu og mask- arann rennandi eins og stórfljót eftir andlitinu. Man það núna að það er næsta ógjörningur að vera fín dama um vetur á Íslandi. Borga mun meira fyrir matinn og get hangið í sturtu þar til ég er gegnheit og hrein. Hver staður hefur sína töfrastund og sinn kost. Og núna kallar mín ljúfa fóst- urmold á mig að koma aftur heim. Veit vel að ég á eftir að sakna hundr- að ára eikanna, rólegheitanna, skóg- arins og milda veðursins hér. En ég er til í að takast á núna, bryðja þak- rennur og fara á útopnu næstu 7 árin eða svo. Lífið hefur sinn rythma og hjartað ólmast og allt í mér brennur. Já ég er svo eldheit núna að jöklar munu bráðna og vindar þagna þegar ég stíg á íslenska grundu. Komin til að segja hæ! Gott að sjá ykkur aftur. Vinnumál ættu að skýrast fljótlega og svo er bara að finna hlýlegt hreið- ur fyrir litlu familíuna, pakka, panta far og koma á vængjum þöndum flugfélagsins sem býður best. Og bíl þurfum við og skólavist fyrir krakkana og muna að skrá sjón- varpið svo maður fái nú örugglega að borga afnotagjöld eins og sannur Ís- lendingur. Skyr og flatkökur með hangikjöti, nýtt hairdú og byrja að kaupa á visarað einhvern óþarfa sem allir verða að eiga. Já það er engu líkt að vera Íslendingur. Maðurinn minn segir að ég sé greinilega búin að steingleyma hvað ég var fegin að komast burtu og sjái nú allt íslenskt fyrir mér í hillingum en ég segi bara á móti að hann skilji ekki konur. Meira: katrinsnaeholm.blog.is BLOG.IS H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Rýmum fyrir 2008 línunni AFSL ÁTTU R AL LT AÐ 600. 000 KR. Nú er tækifæri til að kaupa draumahjólhýsið á gjafverði. Við bjóðum 2007 árgerðina með 200–600 þúsund kr. afslætti og geymum hýsið til vors, þér að kostnaðarlausu. ÞAÐ eru stöðugar framkvæmdir í gangi við Reykjavík- urhöfn. Þessa dagana eru iðnaðarmenn að ljúka við að endurnýja stálþil í vesturhöfninni á Granda. Þar verð- ur m.a. sjávarútvegsstarfsemi sem áður var í gömlu höfninni þar sem nú er að rísa tónlistarhús. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, eru þess- ar framkvæmdir að komast á lokastig. Alls munu þær kosta um 600 milljónir króna. Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Framkvæmdum í vesturhöfn að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.