Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 19 Haustlegur blær hefur verið yfir bæjarlífinu á Þórshöfn síðustu vikur, rysjótt veðrátta og kuldalegt. Vetur konungur minnti á sig óþarflega snemma en Öxarfjarðarheiðin lok- aðist vegna snjóa strax um miðjan september. Þykir fólki það heldur snemmt því heiðin styttir leiðina til Akureyrar um eina 70 kílómetra. Það er þó bót í máli að loksins fara að hefjast framkvæmdir við Hóla- heiðarveg, sem leysir þá Öxarfjarð- arheiði af hólmi en byrjað verður á verkinu nú í haust.    Á köldum haustdögum er sumarauki í suðurlöndum vel þeginn og sam- félagið hérna ber þess vel merki þessa dagana því um 30% fólks á vinnumarkaðnum brugðu sér út í sólina til Tyrklands. Það er starfs- fólk Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og þeirra fólk sem nýtur hins ljúfa lífs þar en einnig eru í sólarlöndum áhafnir og annað starfsfólk skipanna Júpíters og Geirs. Á meðan norpa hin sjötíu prósentin heima í rigning- arslyddu og roki.    Lokið er fyrstu smölun haustsins á heiðalöndum en veður var heldur óhagstætt, þoka og slyddubleyta og í Álandstungu var snjór í innheiði, sem tafði smölun. Eitt af mörgum haustverkum bænda er að velja líf- lömbin en leið lambanna sem ekki hljóta náð fyrir augum bænda liggur beint í sláturhúsið. Bændur nýta sér nú tæknina við þetta vandasama val en nánast á hverjum bæ fer valið eft- ir niðurstöðum mælinga úr ómsjá. Ráðunautur mætir í fjárhúsin með ómsjá og í sónarskoðuninni er mæld fita lambanna en einnig þykkt og lögun bakvöðvans. Mælingar eru ná- kvæmar og þykkur bakvöðvi eftir- sóknarverður ræktunareiginleiki. Í Þistilfirði stendur fjárrækt á göml- um merg og lengi hafa verið stund- aðar kynbætur á fé en eitt elsta fjár- ræktarfélag landsins er Þistill. Ræktun hefur vissulega skilað ár- angri en í mælingu nú á dögunum mældist bakvöðvi veturgamals hrúts á Gunnarsstöðum 48 mm sem er með því þykkara sem mælst hefur.    Þetta árið virðast ómsjármælingar koma heldur lakar út en undanfarin ár og giska menn helst á þurrka sumarsins sem ástæðu þess. Hrútar koma almennt verr út úr ómmæl- ingu en gimbrarnar og því má velta fyrir sér hvort karlkynið almennt þoli mótlætið verr heldur en hið „veikara“ kyn. Í sláturhúsi Fjalla- lambs virðist vigtin í lægri kantinum við fyrstu sýn, miðað við fyrri ár, þótt ekki sé hægt að fullyrða það fyrr en slátrun lýkur. ÞÓRSHÖFN LÍNEY SIGURÐARDÓTTIR Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir Mælingar Val líflamba fer að mestu fram eftir niðurstöðum mælinga úr ómsjá og er þykkur bakvöðvi eftirsóknarverður eiginleiki. Fjeritigi kringlur í Rússlandi“er yfirskrift limru Heimis Pálssonar í tilefni af umfjöllun í Morgunblaðinu um íslenskan auðmann í Rússlandi. Ég hef andstyggð á þessu auðmagni sem æðir um heiminn á nauðvagni þeirra sem eiga ekkert né mega; ég óttast það verði að dauðmagni. Heimir auglýsti jafnframt eftir fleiri rímorðum á móti auðmagni. Davíð Hjálmar Haraldsson brást skjótt við: Af naglanum súpuna sauð Magni, hún sýndist með tasverðu frauðmagni, og glundrið bauð falt, það var görótt og salt svo Vilko hann bætt’í og brauðmagni. Og Ármann Þorgrímsson: Ýmsir þó vaxandi auð fagni og engu það skipti þó nauð magni Það kemur að því að kolunum í kviknar og för hefst með dauðvagni. Þá Hálfdan Ármann Björnsson: „Gott er að beita brauðagni og búa um vel á króknum,“ skelmirinn mælti, skauðlagni, og skákaði svo með hróknum. Hreiðar Karlsson furðar sig á „trúlausri“ hjónavígslu Siðmenntar í Fríkirkjunni. Margt er í kýrhausnum undarlegt enn, örðugt að skilja hvað gerist þar. Troðast í kirkjuna trúlausir menn til þess að njóta blessunar. Á bloggsíðu Hallmundar Kristinssonar, hallkri.blog.is, er stutt haustvísa: Mér finnst komið muni haust. Mjög er kalt á fótum. Ekki get ég endalaust ort á léttum nótum. VÍSNAHORNIÐ Af auð- magni og limrum pebl@mbl.is og fagnar því ummæl- um Páls Magnússonar í grein hans hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag þar sem hann biðst ekki sér- staklega afsökunar á beinum útsendingum frá tveimur lands- leikjum fyrr í mán- uðinum. Þetta er fram- för, Páll. Að sama skapi furð- ar Víkverji sig á því að Salvör skuli í grein í blaðinu í gær líta á það sem fagnaðaefni að hlutur íþrótta á kjör- tíma fari minnkandi. Hvers vegna er óæskilegt að sýna íþróttir á kjörtíma? Er nokkuð bet- ur til þess fallið að sameina þessa þjóð en einmitt íþróttir? Það höfum við upplifað aftur og aftur á stór- mótum í handbolta. Og hvað ef knattspyrnulandslið, kvenna eða karla, tæki loksins þátt í lokakeppni stórmóts? Víkverji fullyrðir að ekki yrði um annað talað í landinu á meðan – nema kannski heima hjá Salvöru Nordal. x x x Það er tímaskekkja að stillamenningu og íþróttum upp sem keppinautum. Þetta tvennt get- ur hæglega unnið saman og bætt hvað annað upp. Það veit Víkverji. Vonandi veit útvarpsstjóri það líka. Víkverji er áhuga-maður um menn- ingu og listir. Hann er líka áhugamaður um íþróttir og á vont með að skilja hvers vegna fólk hefur tilhneigingu til að stilla þessu tvennu upp sem and- stæðum. x x x Tilefni þess að Vík-verji vekur máls á þessu nú er ágrein- ingur Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra og Salvarar Nordal, heimspekings og sjón- varpsáhorfanda, sem skipst hafa á greinum í Morgunblaðinu und- anfarna daga. Salvör sakar Sjón- varpið um þjónkun við íþróttaefni á kostnað menningar og lista en Páll segir tímasetningu þeirrar at- hugasemdar óheppilega í ljósi þess að sjaldan hafi hlutur íþrótta á kjör- tíma Sjónvarpsins verið jafn lítill og núna – og fari minnkandi – og að sama skapi hafi hlutur menningar- efnis sjaldan eða aldrei verið jafn stór og núna – og fari vaxandi. x x x Víkverji lýsti í pistli fyrir hálfummánuði vonbrigðum sínum með þann ósið Sjónvarpsins að láta alltaf hrekja sig í vörn vegna beinna útsendinga frá knattspyrnuleikjum          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÞAÐ er ekki hægt annað en að segja að augnaráð þessarar kisu sé fullt tortryggni í garð ljósmyndarans. Kötturinn sem er af tegundinni kandaískur sphinx var myndaður á alþjóðlegu dýrasýn- ingunni Pet Expo í Ríga í Lettlandi um helgina. Reuters Ertu að horfa á mig? Fréttir í tölvupósti Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Helgistundir í Bahá’í Miðstöðinni Bæna- og helgistundir eru haldnar öll miðvikudagskvöld, kl. 20.15 í Bahá’í miðstöðinni, Öldugötu 2, Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.45. Allir velkomnir. Bænir og ritningar allra trúarbragða. Bahá’í samfélagið í Reykjavík • www.bahai.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.