Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 20

Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 20
daglegt líf 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rannveig kennir á námskeið-inu ásamt Eiríki Ellertssynisérkennara. Rannveig rekur auk þess Lestrarsetur Rannveigar Lund í Reykjavíkurakademíunni en hún er sérkennari með meistara- gráðu í uppeldis- og menntunar- fræðum. Sérsvið hennar er kennsla og þróun prófa til þess að greina dyslexíu og aðra lestrarerfiðleika en hvað fæst hún helst við á Lestrar- setrinu? „Ég sinni mati á lestrar- og staf- setningarerfiðleikum og veiti ráð- gjöf fyrir grunnskólabörn, fram- haldsskólanema og fullorðna í skólum og atvinnulífi. Mikið er um að fólk sem hefur flosnað upp úr framhaldsskóla komi til mín í þeim tilgangi að ég meti hvort það sé með dyslexíu og hvers konar stuðningur kæmi að gagni ef eða þegar það fer aftur í nám.“ Aðstoð við fólk með dyslexíu/ lesblindu hófst árið 1992 undir hatti Lestrarmiðsvöðvar Kennaraháskól- ans. Rannveig segir námsráðgjöfum hafi verið umhugað um að reyna að breyta lífi einstaklinga sem áður féllu oft og tíðum úr skóla af þessum sökum. Geysilegar breytingar hafi átt sér stað og nú loks séu nemendur farnir að fá svokallaðan lesþjón en þá eru textar skannaðir úr náms- bókum svo hægt sé að hlusta á þá lesna. „Blindrabókasafnið hefur verið öt- ult við að þjóna þessum nemendum og er með hljóðbækur bæði á snæld- um og diskum sem hjálpar krökk- unum mjög mikið. Hafi þau áhuga á náminu og láti ekki glepjast af ein- hverju öðru komast þau í gegnum það með þessum hjálpartækjum.“ Rannveig bætir við að hljóðbækur og lesþjónn stuðli líka að því að nem- endur æfist í lestri því ætlast sé til að fylgst sé með í bókunum en ekki bara hlustað og þannig þjálfast þeir ómeðvitað í lestrinum. Gátu ekki lært að lesa Fullorðið fólk sem komið er út í atvinnulífið og er að velta fyrir sér hvers vegna því gekk svona illa í skóla kemur líka til Rannveigar. „Ég spyr m.a. út í skólagöngu og í ljós kemur stundum að sumir hafa ekki stöðvast við neitt í skólanum og lærðu þá að sjálfsögðu ekki. Aðrir hafa verið prúðir og stilltir og samt ekki lært að lesa. Brottfall í íslensk- um framhaldsskólum hefur verið mikið, miklu meira en hjá nágranna- þjóðunum en ég tel að hér sé ekki meira um lesblindu en annars stað- ar. Ég held hreinlega að ramminn hafi verið og sé enn of þröngur í skólunum. Það er alltaf á brattann að sækja fyrir þá sem eru í bóknámi illa læsir en þeir verða sumir hverjir læsir á að glíma við það. Rannveig segir líka vera að rofa til hjá þeim sem eru komnir út í at- vinnulífið og þurfahjálp, sumir vegna þess að þeir viljafara aftur í skóla, aðrir til að öðlast meiri lífs- gæði, t.d. til að geta hafa ánægju af lestri. Kvíðahnúturinn hvarf Hjá Mími – símenntun hefur verið boðið nám fyrir fullorðna, Aftur í nám. Einn hluti þess er einstaklings- kennsla með Ron Davis-aðferðinni. „Ég aðhyllist fremur hópkennslu. Í hópi hættir lestrarvandi að vera feimnismál og fólk eflist við að hrósa hvað öðru. Ég var með hópnámskeið fyrir fullorðna, Skref til sjálfs- hjálpar, á vegum Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum. Það var skemmti- legasta kennsla sem ég hef sinnt. Ég valdi saman 8 manna hóp með tilliti til að allir stæðu svipað að vígi. Sam- kenndin varð sterk og fólkið æfði sig og las saman. Mér fannst það sigur á allan hátt þegar þau vildu frekar lesa áfram til skiptis en gera annað sem fyrirhugað var í tímanum. Þau fundu fyrir ánægjunni við að lesa skemmtilega bók, hlæja og njóta saman. Það var líka mikill árangur þegar menn buðu sig sjálfviljugir fram til að lesa. ,,Kvíðahnúturinn í maganum var horfinn,“ segir Rann- veig. Leita orsaka þess að þeir duttu úr námi Morgunblaðið/G.Rúnar Ný innsýn Rannveig Lund og kennarar á námskeiði hjá Mími. Í HNOTSKURN »Dyslexia eða lesblinda erlíkleg þegar einhver á erf- itt með að læra að lesa, semja og stafsetja texta. Rannsóknir sýna að ritunar- og stafsetn- ingarerfiðleikar eru oft við- varandi fram á fullorðinsár þótt lestrarerfiðleikar hafi dvínað. »Skilgreiningar á dyslexíueru margar og áætlaður fjöldi þeirra sem eru með hana 2-14%. Skilgreining sem af- markar 2-4% nær yfir þá sem eru með dyslexíu á háu stigi. »Sumar rannsóknir bendatil að álíka margir drengir og stúlkur séu með dyslexíu en aðrar að drengir séu þrisvar sinnum fleiri. Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er yfirskrift námskeiðs fyrir kennara sem haldið er hjá Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins. Þar fá kennarar innsýn í hvernig hjálpa megi þeim sem eru með dyslexíu/lesblindu. „Áhugi hefur reynst mikill og gert er ráð fyrir að nám- skeiðin verði fleiri,“ sagði Rannveig Lund í spjalli við Fríðu Björnsdóttur. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég á bæði forhúð af fertug-um Íslendingi og eistu úrfimmtugum Íslendingi,en mig vantar ennþá það sem þar á að vera á milli,“ segir Sig- urður Hjartarson, safnstjóri Hins ís- lenska reðasafns á Húsavík sem fagnaði tíu ára afmæli sínu hinn 23. ágúst síðastliðinn. „Þetta stendur þó til bóta því sá mæti ferðafrömuður og kvennamað- ur Páll Arason, sem nú er orðinn 92 ára og búsettur er á Akureyri, hefur ánafnað safninu tólin sín að sér gengnum. Páli er afskaplega mikið í mun að limurinn varðveitist með nokkurri reisn þrátt fyrir að hann viðurkenni nú orðið að eintakið sé farið að visna örlítið og sé vart sýn- ingarhæft. Engu að síður höldum við Páll okkur við þessa ákvörðun. Mér skilst nefnilega að hægt sé að bjarga þessu við með því að taka hann volg- an, láta honum blæða vel út, dæla síðan í hann vökva og reisa hann við. Þrír karlmenn til viðbótar, einn Breti, einn Bandaríkjamaður og einn Þjóðverji, hafa líka ánafnað safninu tólin sín, en þeir verða að sjálfsögðu hafðir í útlendu deildinni þar sem þeir flokkast ekki undir íslensk spendýr. Kynfæri Páls verða því, ef að líkum lætur, djásn safnsins þegar fram líða stundir,“ segir safnstjórinn með áherslu. Sérvitringur sem stuðar Reðasafnið, sem hefur til sýnis getnaðarlimi undan hinum ýmsu dýrategundum, er hugarfóstur Sig- urðar Hjartarsonar, en söfnunar- árátta þessi hófst sem græskulaust gaman af hans hálfu, en er nú orðið að miklu áhugamáli. Úrvalið Safnið hýsir nú 257 alvöru eintök af 90 tegundum spendýra. Stoltið Búrhvalsreðurinn er fyrirferðamestur innan safnsins enda engin smásmíði, heilir 170 cm og 70 kíló, segir safnstjórinn Sigurður Hjartarson. „Þetta byrjaði sem græskulaust grín“ menntun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.