Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 23
„MÁLÞINGIÐ í dag er fyrsta skrefið í þá átt að fá
ungmenni af erlendum uppruna til þess að sýna
kjark og þor til að segja okkur hinum hvernig
þau upplifa sig í íslensku samfélagi,“ segir Anh-
Dao Tran, verkefnisstjóri Framtíðar í nýju landi.
Meðal þess sem frummælendur ræddu um í erind-
um sínum á málþinginu var hvernig þau upplifa
skólasamfélagið, vinnumarkaðinn og framtíðar-
horfur sínar hérlendis.
Að sögn Anh-Dao á málþingið sér langan að-
draganda, en byrjað var að leita eftir frummæl-
endum í júní sl. sem síðan hafa verið að vinna saman við að undir-
búa málþingið. „Mér finnst þessi hópur, þ.e. ungmenni af erlendum
uppruna, svolítið týndur í íslensku samfélagi. Það er stöðugt verið
að tala um þau og ræða hvað hægt sé að gera betur fyrir þau, en
hins vegar hefur vantað upp á að leitað sé eftir ábendingum þeirra
sjálfra og óskum. Við þurfum að hafa fyrir því að ná til ungmenna
af erlendum uppruna, hvetja þau áfram og styðja þau til náms og
starfa með mun markvissara hætti en gert er í dag,“ segir Anh-Dao
og tekur fram að einn tilgangurinn með málþinginu sé sá að skapa
þann umræðuvettvang sem hingað til hafi að nokkru vantað.
Spurð hvernig málþinginu verði fylgt eftir til framtíðar bendir
Anh-Dao á að seinni hluti málþingsins hafi falið í sér hópastarf unga
fólksins. Segir hún markmiðið með hópastarfinu að fá fram hug-
myndir, ábendingar, óskir og ráðleggingar ungmennanna og vinna
áfram með þær. „Þessar hugmyndir verða síðan kynntar á síðari
stigum.“ Aðspurð sagðist Anh-Dao afar ánægð með góða mætingu
ungmenna á fundinn. Sagðist hún þó hafa viljað sjá fleiri ráðamenn
samfélagsins mæta á fundinn og leggja við hlustir.
Týndur hópur
í íslensku samfélagi
Anh-Dao Tran
ósátt við að þurfa að svara spurn-
ingum á prófi með ófullnægjandi
hætti og fá lélega einkunn bara af
því ég kann ekki nógu góða ís-
lensku.“
Launamisrétti brann á fólki
Margir höfðu orði á því að það
væri afskaplega einmanalegt að
þekkja engan og geta ekki tjáð sig
við neinn meðan þeir væru að læra
málið. Íslendingar mættu vera með-
vitaðri um það hvernig það er að
vera útlendingur á Íslandi, að vera í
nýju landi með nýtt tungumál.
Einnig var kallað eftir því að búið
væri til námsefni sem tæki sérstak-
lega á alþjóðavæðingunni og for-
dómum í garð framandi fólks.
Eitt af því sem brann á fundar-
gestum var launamisréttið sem fólk
af erlendum uppruna getur orðið
fyrir barðinu á á vinnustöðum, þeg-
ar útlendingum eru greidd lægri
laun en Íslendingum fyrir sömu
störf. Einn þeirra sem tóku til máls
hvatti fólk til að vera ófeimið við að
leita sér upplýsinga um réttindi sín
og mótmæla launamisrétti. „Ef þið
þorið að mótmæla þá eruð þið að
berjast fyrir hönd annarra líka sem
þora kannski ekki að tjá sig,“ sagði
viðkomandi. Önnur ung stúlka
ræddi um reynslu móður sinnar sem
væri menntaður læknir frá Rúss-
landi, með átta ára háskólanám í
læknisfræði að baki, en hefði engin
tækifæri til að nýta þá menntun hér-
lendis og fengi aðeins að skúra gólf
eða skeina rassa fyrir skítakaup.
aðargjörn í námi sínu og stefna á
góðar einkunnir, en í raun væri
þeim gert það ókleift þar sem
tungumálið væri hár þröskuldur.
„Mér hefur verið sagt að ég eigi
bara að prófa að svara spurningum í
prófum á íslensku. En ég vil ekki
bara reyna að gera eitthvað. Ég er
þess að kennslan færi fram á ís-
lensku. „Hann svaraði mér að það
kæmi sér ekki við að ég skildi ekki
neitt og að ég ætti bara að læra ís-
lensku sem fyrst,“ sagði stúlkan.
Önnur stúlka sagði frá reynslu sinni
í skólakerfinu og sagði mörg ung-
menni af erlendum uppruna metn-
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Framtíð okkar í nýju landi –erum við Íslendingar? varyfirskrift málþings fyrirungt fólk af erlendum
uppruna sem haldið var í MH í gær.
Málþingið var vel sótt, en um tvö-
hundruð ungmenni af erlendum
uppruna sóttu þingið, með það að
markmiði að deila reynslu sinni af
því að flytjast til nýs lands, læra
nýtt tungumál og kynnast nýrri
menningu, fóta sig í menntakerfinu,
átta sig á réttindum sínum og skyld-
um auk þess að takast á við fáfræði
og fordóma í sinn garð. Málþingið
var haldið að frumkvæði Framtíðar
í nýju landi í samvinnu við Rauða
kross Íslands, Reykjavíkurborg, fé-
lagsmálaráðuneytið, menntamála-
ráðuneytið, Alþjóðahús, Velferðar-
sjóð barna og Eflingu stéttarfélag.
„Það er alls ekki auðvelt að flytj-
ast búferlum til annars lands og
byrja frá grunni að skapa sér nýtt líf
og framtíð,“ sagði Jorge Montalvo,
frá Kólumbíu og jarðfræðinemi við
HÍ, sem var fundarstjóri málþings-
ins. „Það er ýmislegt neikvætt á Ís-
landi. Það er ekki hægt að neita því.
En ef við erum hingað komin til að
setjast að þá reynum við að horfa
framhjá því neikvæða. Mörg okkar
trúa því að við getum átt betra líf
hérlendis en heima. Við útlendingar
erum komnir hingað til þess að
læra, en við getum samtímis miðlað
af okkar reynslu, t.d. varðandi
menningu okkar og bakgrunn. Og
við höfum miðlað af okkar reynslu
hér í dag,“ sagði Jorge.
Vilja líka hlúa að eigin máli
Ýmsar hugmyndir komu fram í
umræðutíma að framsögum lokn-
um. Minnt var á mikilvægi þess að
ungmenni af erlendum uppruna fái
tækifæri innan íslenska skólakerf-
isins til þess að hlúa að eigin máli.
Það skipti ekki aðeins máli upp á
sjálfsmynd viðkomandi heldur væri
góð kunnátta í fyrsta máli eða móð-
urmáli forsenda þess að ungmennin
gætu lært góða íslensku. Þeirri hug-
mynd var varpað fram að komið yrði
á stofn miðstöð þar sem innflytjend-
ur á öllum aldri gætu á einum stað
sótt sér allar þær upplýsingar sem
nauðsynlegar eru til þess að geta
fótað sig í nýju samfélagi, t.d. upp-
lýsingar um menntunarleiðir og
-möguleika.
Nokkrir fundargestir töluðu um
erfiðleikana sem fólgnir væru í því
að byrja í íslenskum skóla ef maður
kynni hvorki íslensku né ensku og
óskuðu eftir meiri stuðningi frá
kennurum og skólanum. Ein þeirra
sem til máls tóku sagði farir sínar
ekki sléttar af samskiptum sínum
við kennara þegar hún tjáði kenn-
aranum að hún ætti erfitt með að
skilja námsefnið í tímum sökum
Erum við Íslendingar?
Morgunblaðið/RAX
Fjölmenni Um tvöhundruð ungmenni af erlendum uppruna mættu á málþingið í MH.
Fjölsótt málþing um framtíð ungmenna af erlendum uppruna í nýju landi
Íslenskukunnátta forsenda aðlögunar Ungmennin miðla af reynslu sinni
Ungmenni af erlendum uppruna
láta í sér heyra
VEFVARP mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 23
það koma niður á ímynd Kínverja ef
stjórnin grípur til aðgerða [gegn
munkunum].“
Harðstjórn og taumlaus
efnahagsóreiða
Búrmamenn eru orðnir lang-
þreyttir á harðstjórn og peninga-
braski valdhafanna, alltaf sígur á
ógæfuhliðina en í flestum grannríkj-
unum er hröð framþróun og kjörin
batna ár frá ári. Almenningur í
Búrma lifir við sult og seyru, spill-
ingarfurstarnir raka hins vegar
saman fé.
Fyrirtæki á vegum hersins stýra
mikilvægustu atvinnugreinum,
hvarvetna ríkir spilling og taumlaus
óstjórn, að sögn heimildarmanna.
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO,
segir að herforingjaklíkan noti
ánauðugt vinnuafl við sumar af
byggingaframkvæmdum sínum sem
eru oft miklar umfangs og með
montbrag. Herforingjarnir bak-
tryggja völd sín með því að hækka
stöðugt laun ríkisstarfsmanna sem
voru að sögn fréttamanns BBC
hækkuð hressilega fyrir skömmu,
sumir fengu nú tíföld laun þótt öllum
væri ljóst að ríkið stæði ekki undir
þessum rausnarskap. Verðlag í land-
inu mun hafa hækkað um 30% síðan í
apríl og æ erfiðara er fyrir venjulega
launamenn að láta enda ná saman.
Talsmaður alþjóðasamtakanna
Barnaheilla í Búrma, Andrew
Kirkwood, segir að matarskortur sé
orðið alvarlegt vandamál, í sumum
héruðum sé helmingur barna undir
fimm ára aldri stöðugt þjakaður af
vannæringu.
„Sums staðar í landinu er staðan
jafn slæm og í Afríku sunnan Sa-
hara,“ segir Kirkwood. Orðrómur er
um að Rakhaing-héraði í vesturhluta
landsins séu bændur farnir að selja
börn sín mönnum sem selja þau í
þrældóm, þeim er skipt fyrir mat.
„Ég hata líf mitt hér, ég rétt hjari
frá degi til dags,“ sagði leigubílstjóri
við fréttamann BBC, Kate
McGeown en hún var nýlega á ferð í
Búrma. Bílstjórinn stöðvaði bílinn
stutta stund til að múta lögreglu-
manni við vegatálma, einn af mörg-
um slíkum, en hélt svo áfram. „Allt
er svo erfitt. Verðlagið heldur áfram
að hækka, það er of lítið af eldsneyti
og rafmagni. Alls staðar eru ein-
hverjar hömlur á allt sem ég vil gera
...og svo mikil spilling.“
a í reynd
refsingum
ari stefnu.
að tryggja
u- og gasl-
a og hafa
rinu í veg
gagnrýndi
astjórnar,
rétti vett-
æðu. En
kommún-
m ekki fer
ófsmenn í
afa taum-
m sínum í
g við mót-
l aðgerða
þrýstings
ftir ónafn-
Austur-As-
stofunnar.
fi næstu
vita að
ki herfor-
egna mun
AP
r fangar í Búrma verði látnir lausir. Sem fyrr
í mótmælunum gegn herforingjaklíkunni.
hafa lengi verið fordæmd. Nú
t betri kjara og lýðræðis.
n
um
er
r lengi
sjálf-
ms-
undir
fðingja
r her-
.
rið-
gegn
voru
i. Mót-
r af
000
ndir
ui Kyi,
rjáls-
m
k um
sning-
.
62
ðlaun
hefur
ngelsi
sneri
8.
„ÞETTA málþing varpar ljósi á
samskipti Íslendinga og útlend-
inga. Við getum öll hjálpast að við
að vinna á fordómum og kynnast
hvert öðru betur. Íslendingar
mættu vera miklu opnari fyrir því
að kynnast útlendingum, bak-
grunni þeirra og menningu,“ segir
Chang Long Xu frá Kína, sem kall-
aður er Elías. Hann kom til lands-
ins fyrir tæpum sjö árum þegar
hann var 11 ára. Hann stundar nú
nám við FÁ og segist þar njóta sér-
kennslu í íslensku fyrir útlend-
inga. „Það er mjög þakkavert að
fá góða íslenskennslu, en hins veg-
ar vantar tækifæri fyrir okkur út-
lendinga að hlúa að móðurmáli
okkar.“Allir voru viðmælendur
kynnast heimalandi útlendinga og
öðrum menningarheimum. „Flest-
ir tengja t.d. Kólumbíu bara við
eiturlyf, sem er bara fáfræði, því
landið hefur upp svo margt annað
að bjóða en bara kókaín.“
og kom til landsins fyrir þremur
árum með það að markmiði að
stunda jarðfræðinám við HÍ, enda
sé draumurinn að verða eldfjalla-
fræðingur. Segir hann Íslendinga
mega vera opnari fyrir því að
blaðamanna sammála um að góð
íslenskukunnátta væri lykillinn að
því að aðlagast íslensku samfélagi.
Julie Sif Sigurðardóttir er af
frönskum og íslenskum uppruna,
og fluttist til Íslands frá Frakk-
landi fyrir átta árum, þá 14 ára
gömul. „Ég talaði ekki íslensku
þegar ég fluttist hingað á sínum
tíma. Þannig að ég upplifði mig
sem útlending og var einangruð í
skólanum, þó svo ég hafi haft þétt-
ara stuðningsnet en margir þar
sem ég á íslenska fjölskyldu. En
slíkt stuðningsnet hjálpar manni
ekki í skólanum, því maður mætir
ekki með fjölskylduna í skólann.
Þar er maður bara einn á báti.“
Jorge Montalvo er frá Kólumbíu
Íslendingar mættu vera
opnari í samskiptum
Miðluðu af reynslu sinni Chang Long Xu kallaður Elías, Jorge Mont-
alvo og Julie Sif Sigurðardóttir voru meðal frummælenda á fundinum.