Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Edda SigrúnJónsdóttir fædd- ist á Landspít- alanum í Reykjavík 13. febrúar 1985. Hún lést á heimili sínu 11. september síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Anna Hlíf Reyn- isdóttir, f. 6. apríl 1952 og Jón Baldvin Sveinsson, f. 12. febrúar 1945. Systk- ini Eddu eru: 1) Guðbjörg Ragnheið- ur, f. 5. ágúst 1969, maki Brynjar Ingason, börn Sævar Þór, Víðir Kári og Laufey Lóa. 2) Sigurður Reynir, f. 2. nóvember 1970, maki Svala Hilmarsdóttir, börn Anna Lilja, María Lena, Hafþór Jón, Daníel Örn og Sara Rut. 3) Krist- inn Sævar, f. 10. janúar 1973, maki Hólmfríður Eygló Gunn- arsdóttir, börn Gunnar Arndal og Óskar Arndal. 4) Kjartan Viðar, f. 7. september 1974, maki Olga Birgitta Bjarnadóttir, börn Há- kon Daði og Birgitta Birta. 5) Svandís Erna, f. 30. maí 1977, maki Ólafur Þráins- son, sonur Arnór Tumi. 6) Hrefna Vil- borg, f. 31. júlí 1979, maki Tómas Rún- arsson, börn María Dagmar og Óliver Rúnar. Hálfbróðir Eddu er Halldór Jónsson, f. 4. febr- úar 1967, maki Hel- ena Hólm Júl- íusdóttir, börn Júlíus og Ásdís. Edda Sigrún ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði grunnskólanám í Álftamýrarskóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla og æfði sund í nokkur ár með Íþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík. Edda lauk stúdentsprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 2005. Frá þeim tíma og til ágústmán- aðar síðastliðins starfaði hún við Leikskólann Hof í Reykjavík. Hún hafði nýhafið nám við Háskóla Ís- lands er hún lést. Edda Sigrún verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég man þegar við systkinin fórum með pabba í Hagkaup að velja fyrstu fötin á þig. Þú varst svo pínkulítil að við keypt- um ljósbleikan dúkkugalla á þig sem þú varst svo klædd í uppi á vökudeild. Öll barnafötin í búðinni voru of stór en það var í lagi, mér fannst hvort sem er dúkkufötin fallegri. Þegar ég sá þig fyrst þá var það í gegnum gler uppi á vökudeild þar sem einhver hjúkka hélt þér uppi. Þú grenjaðir á mig og ég varð hrikalega fúl út í þig. Mér fannst glatað af þér að grenja á mig svona í fyrsta skipti sem við hittumst. Ég fór heim og grenjaði út af því að þú grenjaðir á mig. Svo þegar þú komst heim af spít- alanum rétt fyrir 8 ára afmælið mitt þá var ég svo glöð að geta sýnt vin- konum mínum í afmælinu þig, svona fína í gula kjólnum þínum. Þú varst eins og pínkulítil dúkka og ég var mjög montin af þér. Ég og Hrefna kenndum þér fyrsta blótsyrðið þitt, okkur fannst það hrikalega fyndið. Okkur brá samt svolítið þegar þú tiplaðir fram í eld- hús og sagðir blótsyrðið stolt á svip við pabba. Hann skildi þig samt sem betur fer ekki og við Hrefna urðum mjög fegnar. Okkur langaði ekkert að viðurkenna að hafa kennt þér þetta. Okkur Hrefnu fannst ekki heldur fyndið þegar við sprautuðum hár- froðu óvart upp í augun á þér þegar þú varst pínupons og hlupum öskrandi hræddar að sækja mömmu niður í þvottahús. Það reddaðist þó allt. Þú varst alveg ótrúlega barngóð kona og Tuma fannst þú bráð- skemmtileg frænka. Vertu sæl, ég kveð með harm í hjarta, þú hefir lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna Guðfinnsdóttir) Fyrirgefðu að ég heyrði ekki sorg- ina í röddinni þinni. Sofðu nú rótt Edda mín. Þín systir, Svandís. Jæja, nú er komið að því sem flest- ir kvíða, það er að kveðja. Edda mín, ekki bjóst ég við að þurfa að kveðja þig svona unga að aldri, þú hefur svo sannarlega þurft að hafa fyrir lífinu og ekki hefur lífið verið þér þægilegt, en alltaf hefur þú með dyggum stuðn- ingi móður okkar haldið ótrauð áfram. Bara það eitt að þú skildir lifa af fyrstu vikur lífs þín er kraftaverk eitt, síðan ár eftir ár hefur þú sýnt hvað í þér býr varðandi dugnað þinn og þrátt fyrir litla sjón hefur þú kom- ið þér á þá staði sem hjarta þitt og langanir hafa leitt þig. Á svona stundu fer maður að hugsa hvaða eiginleika, Edda mín, þú hefur sem ég og fjölskylda mín munum sakna mest og það er áhugi þinn á börnum okkar, Hákoni Daða og Birg- ittu Birtu. Þau munu sakna þess óeig- ingjarna tíma sem þú gafst þeim, hvort sem það var að lesa fyrir þau eða tala við þau um daginn og veginn. Þú hefur alltaf sýnt börnum og þeim sem að minna mega sín áhuga og sýnt þeim hlýju og get ég fullyrt það að ef hver og einn í heimi þessum hefði helming á við þig varðandi hlýju og kærleika myndum við búa í betri ver- öld. Margt hefur þú afrekað í gegnum stutta ævi þína en það sem stendur hátt í huga mínum er dugnaður þinn bæði í skóla og íþróttum, í sundi sýndir þú mikinn dugnað og áræði og varð árangur þinn í samræmi við það. Árið 2005 náðir þú þeim merka áfanga að útskrifast frá Kvennó og síðan lá leið þín til að starfa með börnunum á Hofi. Ég er viss um að sá tími sem þú áttir þar hefur veitt þér mikla gleði því að börn voru þér kær. Í stórum systkinahóp er eins og gengur og gerist ekki allir sammála um hin ýmsu mál en Edda mín, eitt getum við öll verið sammála um, að eigingjörn varstu ekki og alltaf fannst þér þú vera fyrir. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig því þú tókst engu/engum sem sjálfsögðum hlut því að lífið sjálft hafði á sinn hátt kennt þér það. Lengi get ég haldið áfram en, Edda mín, þegar þú yfir- gafst þennan heim skildir þú eftir óbætanlegt skarð sem aldrei verður fyllt upp í, því að í hjörtum okkar munt þú alltaf hafa þitt pláss og í hugum okkar allra munt þú aldrei hverfa. Ekki veit ég margt en eitt veit ég þó, að þín bíða mikilvæg hlutverk á góðum stað því að slíkrar mann- eskju sem þú ert bíður ekkert nema gott. Hvíldu í friði, systa, og takk fyr- ir allt það góða sem þú hefur gert fyr- ir mig og fjölskyldu mína. Þinn bróðir, Kjartan V. Jónsson. Elsku Edda mín. Engillinn minn. Engin orð fá því lýst hversu sárt ég sakna þín, elsku litla systir. Þú komst í þennan heim allt of fljótt og ferð frá okkur öllum allt of fljótt. Það var stór systkina- hópur, ég elst og þú yngst. Það voru 16 ár á milli okkar og samskipti okkar mótuðust af þeim aldursmun. Síðustu árin töluðum við mikið saman og átt- um oft góðar stundir. Við grínuðumst með það að við værum eins að innan, með sama „vandamálapakkann“. Við gátum hlegið saman að þessu. Við gátum ráðlagt hvor annarri. Þú skild- ir mig og ég skildi þig. Elsku Edda mín, ég vissi að lífið var þér endalaus barátta og ég vildi óska þess að ég hefði getað tekið meiri þátt í þínu daglega lífi og stutt þig betur í gegnum lægðir lífsins. Þú varst hjá okkur hérna fyrir vestan síðastliðin tvenn jól og fyrir þann tíma með þér verð ég alltaf þakklát. Næsta aðfangadagskvöld mun ég leggja á borð fyrir þig og þú verður hér hjá mér, elskan mín. Ég á svo margar góðar minningar um þig, þú með þitt fallega andlit, sérstaka göngulag, tiplandi um á tán- um, þinn sérstaka og skrýtna húmor og skemmtilega hlátur. Þú þurftir oft að útskýra fyrir mér brandarana og þér fannst það alltaf jafnfyndið. Þú varst góð manneskja, hlý og hjálp- söm. Þú varst ákveðin og dugleg. Þú varst þrjósk. Þér þótti óendanlega vænt um börnin mín og sýndir þeim alltaf áhuga og ást. Þú umvafðir mig þegar við hittumst og kvaddir mig alltaf jafnyndislega. Þú elskaðir mig og lést mig stöðugt vita af því. Ég vona bara að ég hafi komið ást minni á þér jafnvel til skila. Engillinn minn. Þú náðir ekki að festa rætur í þessu lífi og þér leið oft mjög illa síðustu árin, en ég trúi því og treysti að nú líði þér loksins vel. Ég veit þú ert á betri stað og ég veit að þú hefur fundið frið. Þín verður sárt saknað. Ég ætla að kveðja þig með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf með. Mér þykir svo mikið vænt um þig og ég elska þig tonn. Guðbjörg systir. Elsku hjartans Edda mín, Ég veit ekki hvað ég á að segja, annað en að ég elska þig, litla systir. Ég veit það í hjarta mér að nú ertu komin á þann stað þar sem þú vildir fá að vera. Mikið vildi ég að þú hefðir haft lengri viðveru hérna megin, en þín bíður eflaust stærra og mikilvæg- ara verk þarna fyrir handan. Það er ekki erfitt að lýsa því hvaða persónu þú hafðir að geyma, gullið mitt, þú vildir alltaf allt fyrir alla gera. Enda varstu einstaklega ljúf, góð og hlý manneskja. Við sem vorum svo hepp- in að fá að þekkja þig, vissum að á þig gætum við alltaf treyst. Enda varstu einstök persóna. Edda mín, ég kveð þig með sorg í hjarta, við sjáumst síð- ar, engillinn minn. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.) Þín systir, Hrefna. Nú er litla systir mín farin. Hún flýtti sér bæði inn í þennan heim og úr honum. Ég man enn eftir því er ég sá fyrst mynd af henni, hún var það smá að hún hefði komst fyrir í lóf- anum á föður okkar. Skömmu eftir að hún kom í heim- inn yfirgaf ég hreiðrið og fór á fullt í lífsgæðakapphlaupið, það olli því að ég kynntist Eddu ekki jafnmikið og ég hefði viljað. Allt sitt líf barðist Edda við dapra sjón sem var fylgifiskur hennar sem fyrirbura. Það kom ekki í veg fyrir að hún menntaði sig og kom sér fyrir í eigin íbúð, man ég enn eftir því hvað henni leið vel að vera loksins orðin sjálfstæð. Þegar Edda hringdi var alltaf við- kvæðið hjá henni „Er ég nokkuð að trufla?“ Hún virtist alltaf halda að enginn hefði tíma fyrir hana, en í raun fannst mér gaman að heyra rödd hennar þótt stundum væri erfitt að tala við hana sökum þess hve lítið við þekktumst. Edda var mjög blíð og góð mann- eskja, þrátt fyrir að ég hafi ekki notið samvista með henni að neinu ráði mun ég ætíð sakna hennar. Hún elsk- aði börn og tel ég að henni hafi ætíð liðið mjög vel innan um þau. Þegar barnaafmæli eða aðrir mannfagnaðir voru, var hún alltaf komin til barnanna áður en maður vissi af, hjá börnunum fann hún fyrir sannri ein- lægni og heiðarleika. Edda Sigrún Jónsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT Ó. BRYNJÓLFSSON, Kleppsvegi 64, Skjóli, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. september. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. september kl. 13.00. Björn Hafsteinsson, Óttar Eggertsson, Elín Anna Sigurjónsdóttir, Ester Eggertsdóttir, Bjarni Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og systir, GUÐRÚN INGEBORG MOGENSEN, Sandavaði 3, Reykjavík, lést föstudaginn 21. september. Útförin verður auglýst síðar. Magnús Björgvinsson, Ásdís María Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Karen Margrét Mogensen. ✝ Bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR GUÐNI JÓNSSON frá Hattardal, lést þriðjudaginn 18. september á St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi. Útförin fer fram frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Bent Jónsson, Þórey Þorbergsdóttir. ✝ Sonur okkar, ÞÓRÐUR INGI GUÐMUNDSSON, lést á Barnaspítala Hringsins laugardaginn 22. september. Jarðförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Þórðardóttir, Sigurjón Kjartansson, Guðmundur Sigurjónsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ANNA LILJA GESTSDÓTTIR flugfreyja, Heiðarbakka 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 24. september. Útförin verður auglýst síðar. Reynir Ólafsson, Gestur Páll Reynisson, Inga María Vilhjálmsdóttir, Kristín Guðrún Reynisdóttir, Bjarki Ómarsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ALBERTSDÓTTIR, Sóltúni 2, áður til heimilis að Teigagerði 15, lést laugardaginn 22. september á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Sighvatsson, Elfa Hafdal, Jón Albert Sighvatsson, Kristjana Markúsdóttir, Emilía Sighvatsdóttir, Halldór Jón Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.