Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 29
Andra í sumar og enn ánægjulegra
var að hann virtist skemmta sér vel
þar.
Elsku afi. Núna eru veikindin að
baki og lítil fjölskylda hinum megin
við Atlantshafið vonar að þér líði vel.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Ragnheiður, Andri og Atli.
Elsku afi,
Við áttum góðar stundir saman en
nú verða þær ekki fleiri. Nú ertu
kominn til Guðs eins og þú hefur þráð
svo lengi af því þú ert búinn að vera
svo lengi veikur. Ég sá að það er kom-
ið bros á andlitið þitt og nú líður þér
vel.
Ég sakna þín og vonandi hefur þú
hitt ömmu. Afi, ég sé þig fyrir mér
með vængi, frjálsan og með enga
verki.
Ragnheiður Merima
Kristjánsdóttir.
Það er ekki laust við að maður
verði orðlaus, þegar svo náinn vinur
og félagi um margra áratuga skeið
fellur frá. Þó hefði maður átt að vita
að einmitt þetta gæti átt sér stað hve-
nær sem er.
Lengi var haft að orði að við
Labbakútar værum hinir mestu ær-
ingjar og létum allt flakka hugsunar-
laust. Slíkt er ekki hægt að segja um
Mumma, eins og við kölluðum hann.
Hann var einhver sá skemmtilegast
maður sem um getur, útsjónarsamur
og drífandi í hverju sem hann tók sér
fyrir hendur. Hvort sem um var að
ræða rútu til að fara á skátamót í
Hvalfirði, eða að Úlfljótsvatni í skáta-
búðir. Alltaf gat hann séð um málin.
Eitt sinn vorum við á leið að Úlf-
ljótsvatni, ég á fyrrverandi herjeppa
sem pabbi átti, og Mummi á bíl frá
Slysavarnafélaginu. Ég átti að fara
eins og leið liggur austur á Þingvöll,
en Mummi ætlaði suður fyrir Ingólfs-
fjall. Ætlunin var að athuga hvor leið-
in væri fljótfarnari. Þegar ég var
kominn suður fyrir Valhöll hélt ég
áfram meðfram vatninu. Þá voru ein-
hver ærsl í bílnum, og er ég kom að
fyrstu beygjunni missti ég næstum
stjórn á jeppanum og varð að leggja
svo krappt til vinstri að bíllinn ók á
hjólunum hægra megin með hin tvö
bókstaflega á lofti. Með því að snar-
leggja á til hægri strax og við vorum
komnir yfir gjána sem var beint
framundan, tókst að fá hin tvö hjólin
niður án þess að velta. Þarna lærði ég
einhverja mikilvægustu lexíu um bif-
reiðaakstur. Sem sagt að hafa hug-
ann allan við aksturinn, en ekki ein-
hver ærsl eða grín sem aðrir viðhafa í
bíl.
Ekki er úr vegi að minnast á allar
fjölskyldubúðirnar sem við Labba-
kútar stofnuðum í tengslum við
landsmót skáta sem haldin eru hing-
að og þangað um landið. Fjölskyldu-
búðir eru nú orðnar fastur liður við
slík mót og þykja sjálfsagðar. Þar
geta fjölskyldur skátanna búið um sig
án þess að vera þátttakendur skáta-
starfsins beinlínis.
Stórvirki þótti það að nokkrir
skátastrákar tækju upp á því að
byggja skíðaskála uppi í Hlíðum
Hengils austan við Skarðsmýrarfjall.
Það mun hafa verið á vordögum 1946
sem við hófumst handa víð að safna
efni, teikna skála og fá tilskilin leyfi.
Allt efni var ýmist dregið á sleðum
eða bara borið á bakinu þennan
klukkutíma gang sem er frá vegi að
skálastæðinu. A næstu árum, ég man
ekki lengur hvað mörgum, gátum við
sofið í skálanum þó hann væri ekki
fullkláraður.
Guðmundur og ég undirritaður
fengum eina koju vinstra megin þeg-
ar komið var inn í stofuna, en Gísli,
Eiríkur, Ólafur, Kristinn, Pétur, Sig-
mundur, Þorleifur og Þór fjórar koj-
ur hægra megin. Pláss var fyrir tvo í
hverri koju. Segja má að þarna höfum
við verið um hverja helgi allan vet-
urinn og alla frídaga svo sem páska
og jól. Oft komum við saman þarna að
sumri til, til að dytta að, eða bara að
skemmta okkur við minningar og
fleira. Þegar komnar voru eiginkonur
og börn þótti sjálfsagt að skreppa
með fjölskylduna upp eftir. Fyrir
nokkrum árum gáfum við svo skálann
skátafélagi í Reykjavík til notkunar í
skátastarfi og varðveislu.
Með þessum orðum leyfi ég mér
fyrir hönd Labbakúta að kveðja Guð-
mund með söknuði og kærum kveðj-
um til fjölskyldu hans.
Bergur P. Jónsson.
Þegar ég var lítil þá áttu ekki allir
bíla. Margar af mínum fyrstu minn-
ingum tengjast ökuferðum með Guð-
mundi Péturssyni. Ökukennarinn átti
auðvitað bíl og virtist alltaf tilbúinn til
að aka okkur. Hann sótti mig og
ömmu á Laugateiginn þegar mamma
fór á fæðingardeildina að eiga Siggu.
Þegar ég var 7 ára og veiktist þá kom
hann seint um kvöld að aka okkur
mömmu upp á Landakot. Síðasta árið
mitt í menntó réð Bára frænka mig í
þrif hjá sér einu sinni í viku og þá
þótti Guðmundi sjálfsagt að sjá um að
koma mér á staðinn. Það kom heldur
aldrei til greina annað en að læra á bíl
hjá honum.
Þegar ég var lítil var ekki búið að
finna upp myndbandstæki. En Guð-
mundur átti sýningarvél og við
krakkarnir fengum oft að sjá björg-
unarafrekið við Látrabjarg, áður en
kom að barnaefninu.
Fjöskyldan í Steinagerðinu skipaði
stóran sess í mínu lífi þegar ég var að
alast upp. Margar af mínum bestu
minningum tengjast þeim árum.
Í dag kveð ég Guðmund, blessuð sé
minning hans.
Hildur Þóra.
Þeir safnast nú óðum til feðra sinna
sem báru hita og þunga ökukennsl-
unnar þegar ég hóf feril minn í þeirri
grein fyrir þrjátíu og sex árum. Nú
kveðjum við Guðmund Pétursson.
Fyrr á þessu ári lést annar ökukenn-
ari sem ég starfaði náið með.
Fyrstu kynni mín af Guðmundi
voru þegar hann kenndi mér skyndi-
hjálp til meiraprófs fyrir fjörutíu og
þremur árum. Síðan er ég búinn að
fylgjast með honum með ýmsum
hætti og eiga við hann gott samstarf.
Leiðir okkar lágu aftur saman þegar
ég hóf kennslu við ökuskóla sem hann
rak þá í samvinnu við Geir Þormar og
fleiri afkastamikla ökukennara. Hann
fékk mig til að gefa kost á mér í stjórn
ökukennarafélags Íslands og áttum
við þar samstarf í nokkur ár.
Guðmundur hafði til að bera marga
kosti sem nýttust honum vel sem
kennara, hann var félagslyndur og
tók þátt í félagsstarfi og stjórnum fé-
laga á mörgum vettvangi. Síðast
heimsótti ég hann fyrr á þessu ári þar
sem hann lá rúmfastur á sjúkrahúsi
hér í borg. Vænt þótti mér um að fá
kveðju frá honum nokkrum dögum
áður en hann lést.
Að leiðarlokum vil ég þakka Guð-
mundi fyrir samfylgdina og vináttuna
í gegnum árin. Ég kveð hann með
virðingu og þökk og flyt aðstandend-
um hans samúðarkveðjur.
Snorri Bjarnason.
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund G. Pétursson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Í minningu
ÁSGEIRS ELÍASSONAR
f. 22.11.1949 - d. 09.09.2007
Nú sit ég hérna er sólin skín
og sál mín full af trega.
Leitar hljóðum hug til þín
sem hvarfst svo skyndilega.
Þú fylltir líf mitt ást og yl,
svo aldrei bar á skugga.
Hvort á nú lífið ekkert til
sem auma sál má hugga?
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
(Ág. Böðvarsson.)
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína.
Sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðm.)
Okkar innilegustu þakkir fyrir þær fjölmörgu samúðarkveðjur, þann
mikla hlýhug og stuðning vina og vandamanna nær og fjær, vegna
andláts Ásgeirs okkar.
Megi Guð vera með ykkur öllum.
Soffía Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ægir Ásgeirsson,
Þorvaldur Ásgeirsson, Eva Hrönn Jónsdóttir,
Tanja Ösp, Ísak Snær, Óðinn Breki,
Ragnheiður Erlendsdóttir, Björn Haraldsson,
Hólmfríður Björnsdóttir, Sævar Sveinsson,
Linda Björnsdóttir, Magnús Bárðarson,
Lára Björnsdóttir, Gunnar Sæmundsson,
Eyrún Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS LAXDAL,
fyrrum bónda,
Nesi í Höfðahverfi.
Snjólaug Aradóttir,
Sæunn Laxdal
Grímur Laxdal, Halldóra Stefánsdóttir,
Ari Laxdal, Sigurlaug Sigurðardóttir,
Helgi Laxdal, Katrín H. Árnadóttir,
Pálmi Laxdal, Sólveig Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug, styrk og stuðning við andlát og
útför sambýlismanns míns, föður okkar, sonar,
tengdasonar, bróður, mágs, svila og barnabarns,
SIGMARS ÞÓRS EÐVARÐSONAR
verslunarstjóra Bónus Hraunbæ,
Sílakvísl 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við eigendum og
stjórnendum Bónus fyrir ómetanlegan hlýhug,
styrk og stuðning.
Margrét Friðriksdóttir,
Aðalheiður María Sigmarsdóttir,
Emelía Rán Sigmarsdóttir,
Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson,
Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson,
Ólafur Páll Eðvarðsson,
Ásta Friðriksdóttir, Bjarki Traustason,
Auður Gunnarssdóttir,
Sigríður U. Ottósdóttir,
Vigdís Ámundadóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SVÖVU ÓLAFSDÓTTUR
frá Hruna,
Klausturhólum 2,
Kirkjubæjarklaustri.
Andrés S. Einarsson
og aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR VALS GUÐMUNDSSONAR,
Safamýri 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Vilhelmína K. Magnúsdóttir,
Magnús Már Guðmundsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Kjartan Ingvason,
Níels Rafn Guðmundsson, Sigrún Arnardóttir,
Njáll Hákon Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför
ARA G. GUÐMUNDSSONAR,
Krókahrauni 10,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á fjórðu hæð
hjúkrunarheimilisins Sólvangs.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Guðmundur Arason, Inga Birna Tryggvadóttir,
Óskar Eyvindur Arason, Margrét Rósa Grímsdóttir,
Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
FRIÐGEIRS KEMP,
Hólavegi 20,
Sauðárkróki.
Aðstandendur.