Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 43

Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 43 afsláttu r! 30-90% OPIÐ ALL A DAGA K L. 11–19 VIÐ HLIÐ INA Á JL-H ÚSINU LA GERSALA RSALA LA GERSALA Allir sem versla á markaðnum fá vandaða bók í kaupbæti. Öll börn sem koma á markaðinn fá frítt Andrésblað. Allir sem versla fyrir meira en 10.000 kr. geta valið sér bókina Jesús Kristur – Jesús sögunnar eða Vín – þrúgur gleðinnar að gjöf. DÚNDUR TILBOÐ Á SYRPU M 2 FYRIR 1 Dramadrottningar á öllum aldri fá gefins splunkunýja Skóladagbók dramadrottningar 2007–2008. 699 kr. 85% afsláttur 999 kr. 80% afsláttur 790 kr. 72% afsláttur 199 kr. 46% afsláttur Tilboðin gilda á meðan birgðir endast. 499 kr. 82% afsláttur 499 kr. 90% afsláttur 1.990 kr. 56% afsláttur FYRRVERANDI lífvörður Britn- eyjar Spears óttaðist að hún myndi deyja af völdum ofneyslu lyfja eftir að hann kom að henni algerlega „út úr heiminum“ á hótelherbergi. Þetta kemur fram í vottaðri yf- irlýsingu sem lífvörðurinn, Tony Barretto, lagði fram fyrir rétti í Los Angeles í síðustu viku. Kveðst hann vilja tjá sig um fíkniefna- og áfengisneyslu Britn- eyjar vegna sona hennar, Sean Pre- stons og Jayden James, sem eru tveggja og eins árs. Barretto var ráðinn lífvörður söngkonunnar skömmu eftir að Britney kom úr meðferð í mars. Hann segir að hún hafi farið á stefnumót með Howie Day í byrjun maí í Los Angeles, fáeinum klukku- stundum fyrir „endurkomu“ sína á Anaheim-leikvanginum. Nokkru seinna hafi hún hringt í örygg- isverði sína og fullyrt að Day neit- aði að hleypa henni út af hótelher- bergi þeirra. „Britney var algerlega út úr heiminum. Við héldum að hún hefði tekið of stóran skammt. Húðin á henni var vaxkennd. Við héldum að hún myndi ekki lifa þetta af ... Hót- elherbergið var þakið tómum bjór- dósum og vínflöskum og sígar- ettustubbum. Ég sá hrúgur af hvítu dufti og rör, mig grunaði að þetta væri kókaín eða meþamfetamín. Ég sá glerpípu, eins og oft er notuð við neyslu á því,“ sagði lífvörðurinn. Hann gagnrýndi einnig harðlega uppeldisaðferðir Britneyjar og sagði að hún gerði drengina skelf- ingu lostna. „Britney elskar dreng- ina, en hún er ótraust móðir. Þegar strákarnir eru ánægðir er hún ánægð. Þegar þeir gráta eða eru lasnir veit hún ekki hvað hún á að gera. Hún talar við þá furðulegt barnamál, en það gerir þá bara hrædda og órólega.“ Barretto sagði ennfremur að ein- hverju sinni hefði minnstu munað að Britney keyrði út af með drengina í bíln- um. „Við eltum hana en hún ók eins og vit- leysingur á öfugum vegarhelmingi. Það var skelfilegt.“ Barretto var rekinn úr starfi í maí vegna þess að hann heyrði ekki þegar Britney bað hann að rétta henni hattinn hennar. Britney á nú í forræðisdeilu við Kevin Federline. Segir Britney ótrausta móður Britney Spears Tony Barreto SAGT er að tónlistarkonan Lily Al- len sé að hitta Chemical Brothers- stjörnuna Ed Simons. Allen hætti nýlega með plötu- framleiðandanum Seb Chew og nú hefur sést til hennar nokkrum sinn- um úti á lífinu með hinni 37 ára danstónlistargoðsögn. Allen, sem er aðeins 22 ára, var líka viðstödd tónleika Simons á Tra- falgar-torgi fyrr í þessum mánuði. „Þau sjá meira og meira hvort af öðru og skemmta sér vel saman enda eiga þau margt sameiginlegt. Hann er kannski það sem Lily þarfnast eftir skilnaðinn við Seb,“ sagði heimildamaður við dagblaðið The Sun. Allen hefur lengi verið aðdáandi Chemical Brothers en hinn helming- urinn af þeim dúett er Tom Row- lands. Allen og Chew höfðu verið saman í tvö og hálft ár þegar þau hættu saman fyrr í mánuðinum. Þá sagði hún um sambandsslitin: „Ég vona bara að ég geti fundið mér nýjan kærasta.“ Reuters Lily Allen er komin með nýjan. Með einum Chemical- bróðurnum Reuters Á tónleikum Ed Simons á sviðinu. JENNIFER Lopez útilokar ekki að fara í lýtaaðgerðir er fram líða stundir ef henni finnist útlit sitt fara að versna. „Maður veit aldrei. Ég myndi ekki útiloka það,“ sagði hún í viðtali við BBC. Hún sagði ennfremur í viðtalinu að hún áfelldist engan sem hefði farið í lýtaaðgerð. „Maður veit aldr- ei hvernig manni muni líða þegar maður verður kominn á vissan ald- ur,“ sagði hún. Reuters Lopez Þarf vonandi ekki í aðgerð. Útilokar ekki lýtaaðgerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.