Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1
miðvikudagur 7. 11. 2007 íþróttir mbl.is íþróttir Fjölmargir íslenskir handknattleiksmenn í Danmörku >> 4 MARKAREGN? SIR ALEX FERGUSON SEGIR AÐ MANCHESTER UNITED OG ARSENAL SÉU TVÖ AF BESTU LIÐUM EVRÓPU >> 2 Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is KR-INGAR hafa samið við tvo nýja leikmenn, Guðjón Baldvinsson, sóknarmann úr Stjörnunni, og Gunnar Örn Jónsson, kantmann úr Breiða- bliki, sem munu ganga form- lega til liðs við KR á næstu dögum. Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR staðfesti við Morgun- blaðið að samningar við leik- mennina væru í höfn og sam- komulag hefði verið gert við Stjörnuna um Guðjón. Gunn- ar Örn er hinsvegar laus und- an samningi sínum við Breiðablik um áramótin. Guðjón samdi við KR til fimm ára en hann er 21 árs sóknarmaður sem hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril. Hann skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna í 16 leikj- um í 1. deildinni í sumar, og fjögur mörk að auki í bikarkeppninni, og hefur alls gert 33 mörk í 49 deildaleikjum fyrir Garðabæjarliðið undanfarin þrjú ár. Guðjón á að baki 7 leiki með 21-árs landsliði Íslands og 5 leiki með U17 ára landslið- inu. Gunnar Örn samdi við KR til þriggja ára. Hann er 22 ára og hefur aðallega spilað á hægri kantinum en hann lék með Fjölni og Breiðabliki í yngri flokkunum og með meistaraflokki Breiðabliks frá 2002. Hann var lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis seinni hluta tímabilsins 2006. Gunnar Örn lék 16 leiki með Blikum í úrvals- deildinni í sumar og skoraði eitt mark en hann á að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands. Guðjón og Gunnar Örn til KR Gunnar Örn Jónsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is NÝLIÐAR Fjölnis fengu góðan liðsstyrk í gær en tveir ,,reynsluboltar“, Ágúst Gylfason og Óli Stefán Flóventsson, hafa ákveðið að ganga í raðir Grafarvogsliðsins sem leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næstu leiktíð. Ágúst, sem er 36 ára gamall, kemur frá KR-ingum en hann hefur leikið samtals 175 leiki í efstu deild með Val, Fram og KR og ,,Fyrir okkur er það mikill fengur að fá þessa leikmenn. Stefnan var að halda þeim hópi sem var í sumar og bæta inn í hann mönnum með reynslu. Ég held að þetta sé með betri kostunum sem við gátum fengið. Þeir Ágúst og Óli Stefán eru báðir sterkir leikmenn, hafa mikla reynslu og eru frábærir karakterar. Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið þá til okkar. Þetta er mikill feng- ur,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnismanna, við Morgunblaðið í gær. skorað 33 mörk og þá lék hann í nokkur ár með Brann í Noregi og var um tíma á mála hjá Solothurn í Sviss. Óli Stefán er 32 ára gamall sem hefur verið í herbúðum Grindvíkinga í fjölda ára. Hann hefur leikið 183 leiki með liðinu í efstu deild og skorað í þeim 32 mörk. Hann lék alla 22 leiki Grindvíkinga í 1. deildinni í sumar en Suðurnesjaliðið bar sigur úr býtum í deildinni og endurheimti sæti sitt í Landsbankadeild- inni. Ágúst og Óli Stefán í Fjölni JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Róma töpuðu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Istanbúl. Bæði lið höfðu tapað fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni en Fenerbahce sigraði Róma, 85:66. Jón Arnór var næststighæstur í liði Róma en hann skoraði 13 stig og að auki lét hann mik- ið að sér kveða í fráköstunum. Íslenski landsliðsbakvörðurinn tók 5 fráköst en hann lék í 28 mínútur af alls 40. Skotnýting hans var þokkaleg en hann hitti úr öllum 7 víta- skotum sínum í leiknum, en aðeins 3 af alls 9 skotum hans utan af velli fóru rétta leið. Róma hefur því tapað fyrstu þremur leikjunum í Meistaradeildinni en liðið er í C-riðli ásamt Panathinaikos, Barcelona, Partizan Belgrade, Fenerbahce, Real Madrid, Brose Baskets og Chorale Roanne. Jón hefur leikið vel með Róma í fyrstu þrem- ur leikjunum en hann er með 17,3 stig að með- altali í þessum leikjum og er hann stigahæsti leikmaður liðsins í Meistaradeildinni. Tap hjá Róma Reuters Markamet Yossi Benayoun leikmaður Liverpool skoraði þrennu í 8:0-sigri enska liðsins gegn Besiktas frá Tyrklandi í gær á Anfield. Liver- pool á nú markametið í Meistaradeildinni en Arsenal frá Englandi og ítalska liðið Juventus deildu áður metinu með 7:0-sigrum. »3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.